Morgunblaðið - 20.01.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.01.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1987 Zhao Ziyang, nýskipaður leiðtogi Kínverska kommúnistaflokksins: Umbótamaður á sviði efna- hags- og landbúnaðarmála Peking. AP. ZHAO Ziyang, forsætisráðherra Kína, sem skipaður var leiðtogi Kínverska kommúnistaflokksins sl. föstudag, komst til æðstu metorða eftir að hann hafði staðið fyrir róttækum og vel heppnuðum umbót- um í landbúnaði fjölmennasta héraðs landsins. Þessi 67 ára gamli landeiganda- Mao Tse-tung og kenningar hans. sonur hefur orðið til þess að gefa fordæmi fyrir ungu tæknikratana, sem vinna að því að koma umbóta- áætlunum Deng Xiaoping þjóðarleið- toga í framkvæmd. Zhao er álitinn íhaldssamari í stjómmálaskoðunum en fyrirrennari hans í flokksleið- togastarfinu, Hu Yaobang. Mest hefur hann látið að sér kveða á efna- hagssviðinu og einkum helgað sig málefnum landbúnaðarins. Zhao fæddist í Henan-héraði og gekk í æskulýðssamtök kommún- istaflokksins árið 1932. Hann varð fullgildur félagi í flokknum 1938, fullum áratug áður en kommúnistar tóku við valdataumunum í Kína. Meðan Zhao gegndi embætti á vegum flokksins í Suður-Kína á sjötta áratugnum, stjómaði hann „hreinsunum" í Guangdong-héraði, er látið var til skarar skríða gegn spillingu embættismanna, sem taldir vom hallir undir þjóðemissinna- stjómina á Formósu og börðust á móti umbótum í jarðnæðismálum. Árið 1957 hafði hann umsjón með sérstakri hreinsunarherferð og vom 80.000 embættismenn þá sendir til starfa úti á landsbyggðinni. Zhao varð seinna að sæta sömu meðferð, þó að hann reyndi að bjarga eigin skinni með því að lofsyngja Árið 1967 var honum gert að ganga um götur Canton með tossahúfu á höfðinu. Hann var aftur tekinn í sátt fyrir að fara hörðum orðum um einkaframtak, efnishyggju og fijáls- an atvinnurekstur, sem vom forboðn- ir hlutir á Maó-tímabilinu. Frá 1971 til 1975 var Zhao flokks- ritari Innri Mongólíu og embættis- maður í Guangdong-héraði, þar sem honum varð vel ágengt við stjómun landbúnaðarmála. Þegar Deng Xiaoping féll í ónáð hjá Maóistunum í annað sinn 1976, síðasta ár menningarbyltingarinnar, krafðist Zhao þess opinberlega, að yfirvöld gerðu hreint fyrir sínum dymm og upplýstu, í hveiju meintir glaepir Dengs fælust. í tíð menningarbyltingarinnar gaf Zhao út stuðningsyfirlýsingar við fjórmenningaklíkuna svonefndu, þ.e. eiginkonu Maós og þijá vinstrisinn- aða félaga hennar, en fagnaði handtöku þeirra 1976. Þessi tækifærismennska Zhaos er ekkert einsdæmi í Kína, þar sem það er lenska, að frammámenn í stjóm- málum grípi til svipaðra ráða til að fleyta sér áfram. Árið 1975 var Zhao tilnefndur flokksritari og héraðsstjóri í Sichuan, Qölmennasta héraði Kína. Þar lagði hann samyrkjubúakerfið niður að hluta til og skipti jarðnæðinu upp á meðal einstaklinga, auk þess sem hann innleiddi einkaframtak á fleiri sviðum_ og afkastahvetjandi launa- auka. Árangurinn varð metuppskera og bjargaði hún þessu mannmarga héraði, sem var á barmi hungurs- neyðar. Landbúnaðarframleiðsla héraðsins jókst um 25% milli 1977 og 80, og iðnframleiðsla margfalt meira, eða um 81%. Koma Dengs til valda 1978 var aðalástæða þess, að Zhao hafði fijálsar hendur við að framkvæma stefnu sína í Sichuan. Árið 1980 var hann kallaður til Peking, þar sem hann tók sæti í stjómmálaráðinu og var skipaður varaforsætisráðherra. Sex mánuðum síðar var hann skip- Zhao Ziyang aður forsætisráðherra og tók við af Hua Guofeng, sem Deng ýtti til hlið- ar vegna hollustu hans við vinstri- stefnu Maós. Lítið er vitað um einkalíf Zhaos. Hann er tvíkvæntur og á fjóra syni og eina dóttur. Bretland: Vöxtur í iðnaði St. Andrews, frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttamanni Morgunblaðsins. FRAMLEIÐSLUIÐNAlÐUR er í örum vexti nú eftir lítinn vöxt á síðastliðnu ári, framleiðni eykst og vinnuaflskostnaður fer minnk- andi, að því er segir í skýrslu frá atvinnumálaráðuneytinu, sem kom út í gær. Ef svo heldur sem horfir, má búast við því, að vinnuaflskostnaður í Bretlandi aukist hægar en í helstu samkeppnislöndum. Iðnaður ætti því að verða samkeppnishæfari, ef Saur makað á áhorfendur Helsinki, frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins í Finnlandi. GETUR það talist leiklist að maka saur á áhorfendur, lemja þá með svipu og reka þá loks á flótta út úr leiksalnum, með slökkvi- tækjum? Finnskt leiklistarfólk og fulltrú- ar ákæruvaldsins velta þessa dagana fyrir sér, hvort háttemi af þessu tagi á að teljast hermdar- verk eða leiklist. En „leiksýning" í þessum dúr, var sett á svið af hópi leiknema á leiklistarráð- stefnu í Oulu í Finnlandi um sl. helgi. Uppákoman í Oulu getur dregið nokkum dilk á eftir sér fyrir leik- listarkennslu í Finnlandi, að mati margra úr kennaraliði skólans o.fl. Undanfarin ár hafa leiklistar- háskólinn og vinnubrögð hans oft verið til umræðu. Frétt fyrir nokkmm ámm um að fyrrverandi skólastjóri hefði beitt ofbeldi í inntökuprófum, vakti mikla at- hygli á sínum tíma. „Sýning" nemendaleikhússins í Oulu var upphaflega pöntuð af umsjónarmönnum ráðstefnunnar. Forráðamenn leiklistarháskólans bönnuðu hins vegar nemendum að taka boðinu vegna þess, að margir höfðu skrópað í prófum undanfarið. Þeir fjórir, sem tóku þátt í sýningunni, vom því ekki formlega fulltrúar nemendaleik- hússins. Nú em menn einnig ósammála um hveijum eigi að senda reikning fyrir hreinsun leikhússins og á fatnaði áhorfenda. Tjónið er metið á 100.000 krónur íslenskar. Fjór- menningamir em í gæsluvarð- haldi. pundið hækkar ekki miðað við aðra gjaldmiðla. Pundið lækkaði um 25% á síðast- liðnu ári gagnvart þýsku marki. Sú lækkun ætti að duga til að iðnaður nái ömm vexti. Ef svo fer, er talið að spá ijámálaráðuneytisins um 1,5 milljarðs punda viðskiptahalla á yfirstandandi ári muni standast og einnig að verðbólga verði komin undir 4% í lok ársins. Að mati hagfræðinga hjá Credit Suisse-Boston First bankanum þá hefur framleiðni í iðnaði aukist um 6% á ársgmndvelli að undanfömu í Bretlandi og búast megi við því að hún eigi eftir að aukast. Vinnuaflskostnaður eykst um þessar mundir hratt í Vestur- Þýskalandi og Japan, þar sem hægt hefur á vexti í efnahagslífinu. I Vestur-Þýskalandi hefur aukin harka einnig færst í samskipti verkalýðsfélaga og atvinnurekenda. Ekki er talið að þessi vöxtur muni hafa áhrif á atvinnuleysi, af því að framleiðslan eykst vegna aukinnar framleiðni. Danmörk: Bjartsýni í kjaravið- ræðunum Kaupmannahöfn, frá fréttaritara Morg- unblaðsins, Ib Björnbak. VIÐRÆÐURNAR um kjaramál í Danmörku hafa fengið óskabyij- un öllum á óvart og hefur mikilvægur árangur í samkomu- lagsátt náðst miklu fyrr en búizt hafði verið við. Mestu munaði þar, er samkomulag náðist milli sambands málmiðnaðarmanna og vinnuveitenda. Samkomulagið felur það í sér, að vinnutíminn verður styttur í 37 klukkustundir á viku og á sú breyt- ing að gerast á fjórum árum eða um hálfa klukkustund á ári. Vinnu- vikan hefur þegar verið stytt niður í 39 klukkustundir. Gerðist sú breyting 1. janúar sl. Með þessu verður vinnuvikan styttri í Danmörku en í nokkru öðru iðnaðarlandi á Vesturlöndum. Samkomulagið felur það ennfremur í sér, að lágmarkstímakaup hækk- ar. Sérstakar viðræður milli aðila eiga að fara fram, þegar samnings- tímabilið, sem er 4 ár, er hálfnað. Gengi gjaldmiðia London, AP. BANDARÍKJADOLLAR lækkaði enn i gær og varð þá lægri gagn- vart flestum helztu gjaldmiðlum heims en nokkru sinni í mörg ár. I London lækkaði dollarinn um meira en 2 cent gagnvart brezka pundinu, sem kostaði þar síðdegis í gær 1,5370 dollara (1,5160). Gengi dollarans var annars þannig, að fyrir hann fengust 1,8070 vest- ur-þýzk mörk (1,8460), 1,5150 svissneskir frankar (1,5500), 6,0525 franskir frankar (6,1750), 2,0370 hollenzk gyllini (2,0780), 1.287,75 ítalskar lírur (1.312,50), 1,3585 kandaískir dollarar (1,3633) og 150,82 jen (153,10). Verð á gulli hækkaði og var það 422,00 dollarar únsan (415,25). Chris Dickson fékk bátadellu fimm ára SKIPSTJÓRI nýsjálenzku skút- unnar New Zealand er þjóðhetja í heimalandi sínu eftir glæsilega frammistöðu í Ameríkubikam- um (America’s Cup). Eftir fádæma yfirburði í undanrásum, þar sem hann vann 37 kappsigl- ingar en tapaði aðeins einni, gerðu Nýsjálendingar sér vonir um að Dickson keppti til úrslita um verðlaunin eftirsóttu. I und- anúrslitunum mætti Dickson þó ofjarli sínurn, Bandaríkjamann- inum Dennis Conner, og féll úr leik. Chris Dickson var aðeins fímm ára þegar hann fékk bátadellu og hefur allt hans líf snúizt um sigling- ar, en hann er aðeins 25 ára. Áhuginn kviknaði í sumarbúðum, sem hann dvaldi í árlega þar til hann varð fjórtán ára. Búðimar voru á gígbarmi eldfjalls skammt frá heimabæ hans, Auckland. í gígnum var stöðuvatn og þar byij- aði Dickson siglingar sínar á flekum og jullum. „Við vorum yfirleitt í 11 klukku- tíma á vatninu á hverjum einasta Chris Dickson AP/Símamynd degi og enginn dagur leið öðruvísi en að sett var á einhvers konar keppni. Þannig gengu mánuðimir og árin fyrir sig, ég ólst eiginlega upp í bátum," hefur Dickson sagt. Á íjórtánda ári, eftir 10 sumur í búðunum, komst Dickson fyrst í kynni við siglingar á sjó. Komu hæfileikar hans þá fljótt í ljós því innan árs hafði hann sigrað í hverri einustu siglingakeppni, sem haldin var á heimaslóðum hans. Fimmtán ára gamall sneri hann sér að stærri skútum, sem á voru áhafnir, með keppni á ólympíuleikum í huga. Varð hann heimsmeistari unglinga í siglingum þrisvar í röð. Þáði hann síðan boð um að taka að sér skip- stjóm á úthafsskútum og lét þar með draumin um ólympíusiglingar lönd og leið. Hefur hann nú sýnt og sannað að hann er með fremstu skútustjómm heims. Nýsjálendingur hefur aldrei sigr- að í Amerikubikamum og hefur frammistaða Dicksons því vakið gífúrlega hrifningu í Nýja Sjálandi. I áhöfn hans vom 22 menn, allir ungir að ámm, en aldrei em þó nema 11 um borð í hverri siglingu. Hefur ástundun þeirra og ósérhlífni verið jafnað við líf klaustursmunka. Þeir bragða t.a.m. ekki áfengi og héldu sig venjulega í búðum sínum og fóm ekki „út á jífíð" meðan á keppninni stóð. „Áhöfnin ákvað ímyndar sinnar vegna að láta ekki sjá sig á krám og öldurshúsum Skútan New Zealand siglir seglum þöndum í Ástralíubikarnum. Til að nýta byrinn sem bezt hefur Chris Dickson, skipherra, látið setja upp stagsegl milli belgseglsins og stórseglsins. Skrokkur skútunnar var sá eini í keppninni, sem gerður var úr trefjagleri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.