Morgunblaðið - 20.01.1987, Síða 21

Morgunblaðið - 20.01.1987, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1987 Sinfóníuhljómsveit Islands: Síðustu áskriftartón- leikar fyrra misseris eldri flokkum spariskírteina, nema nýju 2ja ára bréfín og 3ja ára bréf- in frá því í fyrra. Þar sem þessir tveir flokkar bréfa eru með sama gjalddaga, 10. janúar 1989, ættu vextir þeirra að vera nákvæmlega hinir sömu. Þó lítill munur sé á ávöxtun þessara bréfa, er hann 0,88% á ári, en jafnvel svona lítill munur er of stór á virkum markaði. Einnig má gera samanburð á bréfimum frá því í fyrra með gjald- daga 10. janúar 1992 og nýju 6 ára bréfunum með gjalddaga 10. janúar 1993, þó þessi bréf séu ekki nákvæmlega eins. Bréfín með gjald- daga 1992 eru boðin með allt að 8,4% ávöxtun í Verðbréfaþinginu, sem er töluvert meira en á nýju „Söfnunarskírteinunum", með 6,5% vöxtum. Á 5 ára binditíma fæst 49,7% samsöfnuð raunávöxtun af bréfunum frá því í fyrra, en einung- is 45,9% á 6 ára binditíma nýju „Söfnunarskírteinanna". Onnur sjónarmið er bein ávöxtun hljóta því að ráða ferðinni ef menn kaupa frekar nýju skírteinin, á meðan birgðir endast af eldri bréfunum á V erðbréfaþinginu. Þá kemur annað vandamál. Vegna hins mikla fjölbreytileika í útgáfu spariskírteina, hefur einung- is mjög lítið af bréfum verið selt í hveijum flokki, og því lítil eða eng- in viðskipti farið fram með hvern flokk á eftirmarkaði. Af þessari ástæðu er mjög lítið vitað um raun- verulega markaðsvexti. Jafnframt skapar Seðlabankinn stundum óvissu sem viðskiptavaki spariskír- teina. Er því fjárlosunaráhætta spariskírteina oft meiri en hún þyrfti að vera ef öðru vísi væri að málum staðið. Ef útgáfa spariskír- teina væri hins vegar stöðluð, væri mun meira framboð af hverri teg- und spariskírteina til sölu á eftir- markaðinum. Þetta myndi gera viðskipti með spariskírteinin auð- veldari og öruggari, þar sem vegna meiri viðskipta með hveija tegund bréfa myndi kaupendum spariskír- teina að jafnaði vera kunnugt um verð bréfanna á hveijum tíma, auk þess sem þeir ættu auðveldara með að losna við þau í endursölu. I þessu kerfi myndi ríkissjóður jafnframt vita betur hvaða vexti þeir þyrftu að bjóða á nýjum bréfum á hveijum tíma til að vera samkeppnisfærir, og gætu þeir því ákvarðað hversu mikið þeir vildu bjóða fram, og til hve langs tíma með hliðsjón af gild- andi markaðsvöxtum og spá þeirra um framtíðarvexti. Til dæmis væri hægt að ákveða að staðla 2—4 flokka spariskírteina með mismun- andi gjalddögum, og gæti ríkissjóð: ur ákveðið að bjóða eingöngu út styttri flokkana ef þeir teldu vextina of háa, en lengri flokkana aftur á móti þegar þeir teldu markaðsvext- ina hagstæða. Þessir ákveðnu flokkr bréfa yrðu hins vegar hinir sömu í nokkrum útboðum, t.d. í 3 ár. Ef nafnvextir umræddra bréfa yrðu frábrugðnir markaðsvöxtum ætti einfaldlega að selja bréfín með undir- eða yfírverði eftir því sem við á. Á því leikur enginn vafi að spariskírteini ríkissjóðs eru traust- asta form verðbréfa, og því grunnur hvers verðbréfamarkaðar. Það hlýt- ur þess vegna að vera sameiginlegt hagsmunamál ríkissjóðs og verð- bréfamiðlara að gera þennan markað sem virkastan, þar eð með því má efla þessi viðskipti enn frek- ar, gera spariskírteinin enn örugg- ari, sérstaklega hvað endursölu varðar fyrir gjalddaga, og þar með skapa ríkissjóði greiðari aðgang að ftjálsum fjármagnsmarkaði. Þessi grein er fyrst og fremst skrifuð til að opna umræðuna um þessi mál, og benda á að til eru betri aðferðir en nú er beitt við sölu spariskírteina ríkissjóðs. Það er sameiginlegt hagsmunamál allra landsmanna að sem best verði stað- ið að sölu nýrra spariskírteina í framtíðinni, þar eð það eykur stöð- ugleika á fjármagnsmarkaðnum, og gerir honum kleift að sinna hiut- verki sínu. Höfundur er rekstrarhagfræðing- iirhj.í Fjárfestingarfélagi íslands hf. og forstöðumaður Verðbréfa- sjóðsins. ÁTTUNDU og síðustu áskriftar- tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands á fyrra misseri starfsárs- ins verða í Háskólabíói á fimmtu- dagskvöld, 22. janúar. Á efnisskrá tónleikanna verða þijú verk: Veisla köngulóarinnar, balletttónlist eftir franska tón- skáldið Albert Roussel (1869-1937), Pianókonsert í a- moll eftir Robert Schumann (1810-1856), en þetta verk er talið ein af skærustu perlum ró- mantíska tímabilsins í tónlist, og loks Sjöunda sinfónía Ludwigs van Bethoven (1770-1827), sem tónskáldið sjálft taldi eitt af bestu verkum sínum. Einleikari með Sinfóníuhljóm- sveitinni í píanókonsert Schumanns verður Anna Áslaug Ragnarsdóttir, píanóleikari, sem undanfarin ár hefur búið í Munchen í Vestur- Þýskalandi og starfað við kennslu og píanóleik. Anna Áslaug stundaði fyrst píanónám hjá föður sínum, Ragnari H. Ragnar, í Tónlistarskóla Ísaíjarðar, en síðan í Tónlistarskól- anum í Reykjavík hjá Áma Kristj- ánssyni. Að loknu einleikaraprófí fór Anna Áslaug til framhaldsnáms við Royal College of Music í Lund- únum og lauk þaðan prófi árið 1969. Síðan stundaði hún nám í Róm og Freiburg í Þýskalandi. Þá kenndi hún um skeið við Tónlistar- skólann á Akureyri, en hélt aftur til Þýskalands haustið 1973, hóf nám við Tónlistarháskólann í Munchen og lauk þar einleikara- prófí haustið 1976. Síðan hefur hún verið búsett í Munchen. Anna Áslaug hefur haldið tón- leika víða um lönd og margsinnis leikið í útvarpi og sjónvarpi. Á und- anfömum ámm hefur hún lagt sig sérstaklega eftir verkum ungra höfunda og hafa íslensk tónskáld samið ýmis píanóverk fyrir hana. Hún lék ný íslensk píanóverk á hljómplötu sem íslensk tónverka- miðstöð gaf út og hlaut á árinu 1985 sérstaka' viðurkenningu frönsku hljómplötu-akademíunnar. Stjómandi tónleikanna á fípimtu- dagskvöld verður austurríski hljómsveitarstjórinn Gerhad Dec- kert, sem stjómaði Vínartónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar á dögun- um og stjómar auk þess Aidu hjá íslensku ópemnni. , IBM SYSTEM/36 Óskatök á aiviimurekstrinum Tölva atvinnumanna. Það er engin tilviljun hve mikið kveður að IBM SYSTEM/36 í atvinnulífinu. Af fjöl- mörgum notendum má nefna: Iðnfyrirtæki, bæjarfélög, kaupfélög, banka, heildsölur, smásölur, vél- smiðjur og fyrirtæki i sjávarútvegi. Alvörutölvuvæðing eða tölvuvæðing til málamynda? Ljóst er að í mjög náinni framtíð stóreykst notkun á tölvum. Þróun hugbúnaðar verður enn stórkostlegri en áður. Nauðsyn- legt er að fyrirtæki séu viðbúin fram- þróuninni og komi sér upp réttum vélbún- aði í tæka tíð. Allt hálfkák er til óþurftar, það getur reynst dýrkeypt síðar meir að sitja uppi með óhentugan vélbúnað. Að duga i samkeppninni. Þegar fyrirtækið er vaxið upp úr einmenn- ingstölvunni er ekki hyggilegt að leita bráðabirgðalausnar. Sjálfsagt er að hefja strax alvörutölvuvæðingu með IBM SYSTEM/36. Þar tekur reynslan af öll tvímæli. IBM SYSTEM/36, árgerð 1987, er ný fjölnotendavél með geysilega öflugum örgjafa. Hún er tæknilega fullkomin, auðveld í notkunog bagkvæm í rekstri enda sérhönnuð til að veita þér óskatök á atvinnurekstrinum. Hringdu eða littu inn hjá okkur. Þú ert aufúsugestur hjá IBM. VANDVIRKNIIHVIVETNA Skaftahlíð 24-105 Reykjavík • Simi 27700 ARGUS/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.