Morgunblaðið - 20.01.1987, Síða 41

Morgunblaðið - 20.01.1987, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1987 41 „ Að reka prívatskóla- pólitík og senda reikninginn suður“ STURLA Kristjánsson, fyrrver- andi fræðslustjóri Norðurlands- kjördæmis eystra, bað um að eftirfarandi athugasemd yrði birt í Morgunblaðinu: „Vegna ummæla Vilhjálms Egils- sonar um norðlenska skólapólitík í morgunútvarpinu mánudaginn 19. janúar 1987 get ég ekki orða bund- ist. Hagfræðingurinn er greinilega með það á hreinu á hveiju lands- byggðin lifir. Við norðanmenn rekum þá skólapólitík, sem landsins lög ætla okkur og fetum okkur áfram eftir þeim fyrirmælum, sem framkvæmdavaldið gefur út þar um í formi bréfa og reglugerða undirrit- aðra af ráðherra og ráðuneytisstjóra hveiju sinni. Hvað sérkennslu varðar höfum við komist næst því allra umdæma að geta fullnægt þeim skyldum er lög kveða á um samkæmt þeirri stefnumörkun er framkvæmdavaldið hefur gefið út i reglugerð. Við búum ekki til okkar eigin lög og reglur - við höfum framfylgt landslögum og reglugerðum ráðu- neytis af meiri nákvæmni en áður hefur þekkst. Engin kennsla er hér framkvæmd án vitundar og samþykkis ráðuneyt- is. Engin rök eru því fyrir umfram- kostnaði vegna framkvæmda gegn fyrirmælum ráðuneytis. Umdæmið er því ekki i mínus vegna óhlýðni eða undanbragða fræðslustjóra. Sé bókfærður 11 miljóna kr. mínús á umdæmið er ábyrgðin að fullu og öllu menntamálaráðuneytis og ástæður þessar: l.Stöðvun færslu af lið grunnskól- ar almennt til sérkennslu. Sam- kvæmt tillögum fjármálaskrifstofu ráðuneytis til hagsýslu og fundar- gerð ráðuneytis 26. águst 1985 var sérkennslu umdæmisins visað á grunnskóla almennt. Sjá fjárlög 1986 bls. 42 02-720 Grunnskólar almennt 1-80. 2. Ógreidd skuld framhaldsskóla við umdæmið. 3. Kennsla of lágt metin i verð- lagningu ráðuneyta. Kennslumagn innan heimilda, en framkvæmd kost- ar meira en ráð er fýrir gert milli ráðuneyta. Þegar menntamálaráðuneytið hefur gengið frá þessum van-efnd- um sinum af drengskap og einurð verður umdæmið ekki lengur í mín- us. Þess má af gefnu tilefni geta, að þau ummæli að umdæmið hafi ráðið of marga kennara til starfa standast ekki vegna þess að ráðuneytið sjálft setur og skipar alla grunnskólakenn- ara landsins. Ráðherra gat þess á fundi norðan heiða sl. vetur að ofstjóm og van- stjóm blasti hvarvetna við í ráðu- neytinu og enginn fengi um fijálst höfuð strokið fyrir ógnarvaldinu. Þau orð finnast mér nú íhugunar verð. Sturla Kristjánsson Morgunbladið/Guðmundur Svansson Á myndinni hér að ofan eru slökkviliðsmenn að slökkva eldinn i gripahúsinu við Grænhól. Þrjú brunaútköll um helgina f hitaveituhúsi við Hafnarstræti. Á sunnudag var slökkviliðið síðan kallað út vegna þess að reyk- skynjari fór í gang í Sútunarverksmiðju Sambands- ins. Þar reyndist vera um bilun í skynjara að ræða. ÞRJÚ brunaútköll voru um helgina hér á Akur- eyri. Á laugardag kviknaði í gripahúsi úti við Græn- hól og brann hann til gmnna. Þá varð smábmni Fræðslustj óramálið: Utandagskrárumræðu á Alþingi í dag beðið með spenningi „VIÐ getum ekki litið á þetta öðruvísi en sem skort á sam- starfsvilja hjá ráðherra," sagði Már V. Magnússon, starfsmaður á fræðsluskrifstofunni eftir fund starfsfólks siðdegis i gær. Már á hér við afstöðu starfsfólksins tíl þess að svar hefur enn ekki bor- ist frá menntamálaráðherra við bréfi, sem það sendi honum í síðustu viku. Fundi, sem vera átti í fræðslu- ráði síðdegis í gær, var frestað til morguns þegar það spurðist norður að Sverrir Hermannsson, mennta- málaráðherra, myndi svara utan dagskrár á Alþingi í dag ásökunum í fræðslustjóramálinu. Hér bíða því margir spenntir eftir þeirri ræðu. Már sagði að starfsemi fræðslu- skrifstofunnar væri meira og minna lömuð, en starfsmenn reyndu að sinna bráðatilfellum. Skólastarf var með eðlilegum hætti í kjördæminu í gær. Maraþonskákmót 13 drengja: Rúmlega 500 skákir á sóiarhring ÞRETTÁN drengir i 6. bekk Barnaskóla Akureyrar tefldu rúm- lega 500 skákir á einum sólarhring nú um helgina og söfnuðu þannig með áheitum á milli 60-70 þúsund krónum, sem þeir ætla að nota til kaupa á hljómflutningstækjum i skólann sinn. Að sögn ívars Bjarklind, eins af strákunum, hófu þeir taflið kl. 13.00 Morgunblaðið/Fríða Proppé Myndin er tekin seint á laugardagskvöldið, en þá voru strákarnir hinir hressustu og sögðust ekkert þreyttir. á laugardeginum og tefldu með litlum vegna mótsins væru á milli 60 og hléum í heilan sólarhring. Teflt var 70 þúsund krónur og myndu þeir í félagsmiðstöðinni i Dynheimum. strax fara að kanna hljómflutnings- ívar sagði að áheit sem söfnuðust tækjamarkaðinn. Framboðslisti Stefáns Valgeirssonar og stuðningsmanna: Sækjum um listabókstafina B6 - segir séra Pétur Þórarinsson sem skipar annað sætið. STUÐNINGSMENN Stefáns Val- geirsonar, alþingismanns Fram- sóknarflokksins, samþykktu framboðslista sinn nú um helg- ina. Stefán skipar siálfur efsta sætið, en séra Pétur Þórarinsson, sem skipar annað sætið, sagði i samtali við blaðamann að þeir vonuðust til að fá listabókstafina BB á listann. Hann sagði að nú væri verið að safna þeim eitt hundrað undirskrift- um sem þyrfti með listanum og að þeir myndu síðan senda beiðnina til kjördæmisráðs Framsóknar- flokksins i Norðurlandaslq’ördæmi eystra. Listinn er þannig skipaður: 1. Stefán Valgeirsson alþingis- maður Auðbrekku, Hörgárdal. 2. Séra Pétur Þórarinsson sókn- arprestur, Möðruvöllum, Hörgárdal. 3. Auður Eiriksdóttir, oddviti, Heiðargarði, Eyjafirði. 4. Jóhann A. Jónsson fram- kvæmdastjóri Þórshöfn 5. Jón ívar tíalldórsson skip- stjóri, Akureyri. 6. Sigurður V. Olgeirsson, skip- stjóri, Húsavík. 7. Dagbjartur Bogi Ingimundar- son, bóndi, Brekku, Núpasveit. 8. Gunnhildur Þórhallsdóttir, húsmóðir, Akureyri. 9. Friðjón Guðmundsson, bóndi, Sandi, Aðaldal. 10. Gunnlaugur Konráðsson út- gerðarmaður og skipstjóri Árbæ, Arskógsströnd. 11. Lilja Bjömsdóttir, húsmóðir, Raufarhöfn. 12. Bjami E. Guðleifson, ráðu- nautur Möðmvöllum, Hörgárdal. 13. Ágúst Guðröðarson, bóndi, Sauðanesi, Sauðaneshreppi. 14. Jón Samúelsson, bátasmiður,' Akureyri. Prófkjör Alþýðu- flokks um næstu helgi -A Frambjóðendur hafa að undan- fömu ferðast um kjördæmið og um helgina vom haldnir sameigin- legir fundir á Akureyri og Húsavík. Frekari fundahöld em fyrirhuguð í vikunni. Utankjörfundaratkvæða- greiðsla hefur staðið síðustu vikurnar. í Reykjavík er hægt að greiða atkvæði í skrifstofu Al- þýðuflokksins. Prófkjörinu lýkur á sunnudags- kvöld, og verður þá þegar byrjað að safna saman atkvæðum og hefst talning eins fljótt og unnt er. Niðurstöður munu þó varla^ liggja fyrir fyrr en á mánudags- kvöld. Blaðbera vantar Blaðbera vantar í Innbæ Upplýsingar í síma 23905. Hafnarstræti 85. SÍÐASTA prófkjör stjórnmála- flokkanna vegna væntanlegra Alþingiskosninga, fer fram hjá Alþýðuflokknum í Norðurlands- kjördæmi eystra um næstu helgi, 24. og 25. janúar. Kosið verður á 12 stöðum í kjördæm- inu. Kosið verður um skipan tveggja efstu sæta framboðslista flokks- ins, og em frambjóðendur fimm. í 1. og 2. sæti gefa kost á sér Ámi Gunnarsson, ritstjóri, og Kol- brún Jónsdóttir, alþingismaður. í 2. sæti eingöngu gefa kost á sér Amór Benónýsson leikari, Hreinn Pálsson lögfræðingur og Sigbjörn Gunnarsson verslunarmaður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.