Morgunblaðið - 20.01.1987, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 20.01.1987, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1987 71 Níu hanar handteknir LÖGREGLAN í Reykjavík fékk það óvenjulega verkefni á sunnudagskvöld að safna saman hön- um, sem einliverjir gárungar höfðu dreift viðs vegar um borgina. Gekk það verk fljótt og vel fyrir sig enda hanamir hinir spökustu. Hönunum, r.íu talsins, hafði verið komið fyrir á nokkrum stöðum í borginni, m.a. í Bankastræti 1, í útvarpsstöð Bylgjunnar við Snorrabraut og í keilusaln- um við Öskjuhlíð. Ekki var vitað í gær hvaðan hanamir vora fengnir eða hverjir vora hér að verki og því síður hver tilgangurinn var með þessu óvenju- lega uppátæki. Morgunblaðið/RAX Hanarnir virtust una hag sínum hið besta í fangageymslum lögreglunnar.A efri myndinni em lögregluþjónar með hanana eftir handtökuna. Yfirheyrslur í Kaffibaunamálinu: Kaffibrennslunni endurgreitt vegna erfiðleika fyrirtækisins LOKIÐ var við að yfirheyra siðustu vitnin í Kaffibaunamálinu svo- nefnda í Sakadómi í gær. Að því loknu komu fyrir dóminn þeir Erlendur Einarsson, fyrram forstjóri Sambandsins, og Hjalti Páls- son, framkvæmdastjóri verslunardeildar. Sagði Hjalti að Kaffi- brennslu Akureyrar hafi verið endurgreiddur afsláttur af kaffisendingum vegna þess að fyrirtækið átti í fjárhagserfiðleikum. Tvö vitni vora kölluð fyrir í gær. Það fyrra var Snorri Egilsson, sem tók við starfi aðstoðarfram- kvæmdastjóra innflutningsdeildar í nóvember 1981. Hann kvaðst ekki hafa vitað af tvöföldu kerfi vöra- reikninga fyrr en 1983 eða 1984 og ekki heldur um fyrirkomulag vaxtamála vegna fyrirgreiðslu skrifstofu SÍS ( London. Þá sagðist hann ekki hafa fengið bein fyrir- mæli um að halda avisos-greiðslum, eða afslætti frá Brasilíumönnum, leyndum fyrir forráðamönnum Kaffibrennslu Akureyrar. Snorri sagði að hann hefði gert Kaffibrennslunni tilboð af hálfu SÍS í viðræðum sem fram fóru milli fulltrúa fyritækjanna til að ræða skiptingu tekna af kaffiinnflutn- ingnum. í tilboðinu fólst að avisos fyrir árin 1979 og 1980 yrði alfarið Sambandsins, tekjur ársins 1981 miðuðust við 10% þóknun og ársins 1982 við 4% þóknun ofan á brúttó- verð kaffisins. Avisos rynni þá óskiptur til Kaffibrennslunnar. Sagði Snorri að mikill ágreiningur hefði verið milli sín og fulltrúa Kaffibrennslunnar, Guðmundar Skaftasonar, um þessi mál og hefði engin niðurstaða fengist. Sa.gðist Snorri hafa byggt tilboð sitt á óánægju Kaffibrennslunnar með að avisos rynni til Sambandsins, breyt- ingum á kaffímarkaðinum sem var I báðum fyrirtækjunum í óhag og að auki hefði hann viljað að þessi við- skiptavinur SÍS væri ánægður. Snorri sagði það hafa verið skoð- un sína að SÍS ætti kaffið og byggt þá skoðun á því að SÍS borgaði kaffið í London og sendi kröfu á Kaffibrennsluna í Landsbankann á Akureyri. Síðasta vitnið var Guðrún Þor- valdsdóttir, sem starfaði í fóður- vöradeild árin 1979-1981. Hún bar að Sigurður Ámi Sigurðsson og Hjalti Pálsson hefðu oftsinnis rætt verkefni deildarinnar og fundir þeirra gjaman staðið lengi. Samprófanir Erlendur Einarsson, fyrram for- stjóri SÍS, var þessu næst kallaður fyrir og borinn undir hann fram- burður annarra ákærðra og vitna. Hann gerði fáar athugasemdir, en varðandi framburð Sigurðar Áma um tvo fundi hans með Erlendi og Hjalta sagði hann að hann myndi eftir því að auknar tekjur af kaffi- viðskiptum hafi borið á góma á fundi sín og Sigurðar Áma árið 1979. Síðan hafi hann fundað með Sigurði Áma þrisvar í viðbót, en þeir fundir ekki snúist um kaffimál og Hjalti ekki verið viðstaddur. Þá sagði Erlendur að hann vissi ekki hver tók ákvörðun um að láta Kaffibrennsluna greiða vexti af lánsfjárhæðum í samræmi við hærri reikninginn. Þetta hafi heyrt undir Lundúnaskrifstofuna og fjármála- deild SÍS. Þá sagðist hann ekki vita hver hefði tekið ákvörðun ráðstöfun vaxtamismunarins. Loks sagðist Erlendur ekki kannast við að hafa átt hlut að því við endurgreiðslu avisos til Kaffibrennslunnar að láta að því liggja með launung að af- slátturinn væri að fullu endur- greiddur frá miðjum maí 1981 fram á fyrri hluta árs 1982 með greiðslu á rúmlega 1,5 milljónum dollara. Endurgreiðslur vegiia erfiðleika Kaf fi- brennslunnar Hjalti Pálsson tók í sama streng og Erlendur hvað varðaði ákvörðun um að láta Kaffibrennsluna greiða vexti af hærri reikningnum og um ráðstöfun vaxtamismunar. Hann hefði ekki staðið að ákvörðunum þar um, né heldur að láta að þvi liggja að avisos væri að fullu endur- greiddur og mótmælti framburði Sigurðar Áma þar um. Hann kvaðst ekki kannast við neian launung í sambandi við þá fjármuni sem Kaffíbrennslan fékk. Þessar greiðslur hafi hann vitað um og Sigurður Gils Björgvinsson hafi borið undir sig tillögu um þær. Umræddar greiðslur hafi ekki verið hugsaðar sem endurgreiðslur held- ur afsláttur til Kaffibrennslunnar til að bæta stöðu fyrirtækisins. Hjalti sagði að Kaffibrennslan hafi ekki óskað eftir íjárstuðningi SÍS en að því er hann héldi hefðu þeir sem unnu við kaffiviðskiptin hjá SIS og Kaffibrennslunni talið þetta nauðsynlegt. Þegar Hjalti var inntur eftir því hvort hann gæti bent á eitthvað í gögnum málsins sem benti á erfíða stöðu Kaffíbrennslunnar á þessum tíma kvaðst hann ekki geta það. Kaffibrennslan hafi hins vegar fyrir 1980 j)egið fjárhagslegan stuðning frá SIS vegna erfiðleika. Hjalta var þessu næst kynntur framburður annarra fyrir dóminum. Hann gerði engar athugasemdir við framburð Erlendar. Hann mótmælti því hins vegar sem Sigurður Ámi bar, að hann hafi ætíð haft samráð við Hjalta um kaffíviðskipti. Hjalti sagði að kaffimál hefðu sjaldan komið inn á borð til sín og yfirmenn deildanna hafí verið sjálfstæðir í starfí. Framburði Amórs Valgeirs- sonar um að hann hafi líka haft samráð við Hjalta varðandi kaffivið- skiptin mótmælti hann einnig. Hjalti gerði engar athugasemdir við framburð Gísla Theódórssonar, nema hvað hann óskaði eftir að taka það fram að hann vilji kalla viðskiptin við Kaffibrennsluna samráðskaup, en ekki umboðsvið- skipti. Engar athugasemdir gerði Hjalti við framburð vitna og gögn í málinu, en vísaði til fyrri fram- burðar síns. í dag verður samprófunum hald- ið áfram og kemur fyrstur fyrir dóminn Sigurður Ámi Sigurðsson og því næst Gísli Theódórsson og Amór Valgeirsson. Fer þá að stytt- ast í málflutning og loks dóm í málinu. p El< I<|NG REV nsl^ pjÓNf5^ FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 ;^^SÍMI 84670^^ ÖRKIN/SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.