Morgunblaðið - 20.01.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.01.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1987 Tímabært að ríkissjóð- ur aðlagi spariskírteini að markaðsaðstæðum Nýjasta útgáfa spariskírteina er ekki spor í þá átt eftir Gunnar * Oskarsson Nú liggur það fyrir að stór hópur kaupenda spariskírteina ríkissjóðs keypti á sl. hausti spariskírteini ríkissjóðs með 6 lh% vöxtum til rúmlega 2ja ára á meðan hægt var að fá sambærileg spariskírteini með 7—9% vöxtum í gegnum Verðbréfa- þing íslands. Að sætta sig við slík kjör kalla sumir að verið sé að greiða heimskuskatt til ríkissjóðs. Þessu virðast flestir fjárfestar hafa verið sammála, því þó stór hópur hafi keypt skiptibréfin, þá nýttu margir sér aðra möguleika á fjár- magnsmarkaðnum. Þrátt fyrir reynsluna frá síðasta ári kemur ríkissjóður nú fram með fyrsta útboð spariskírteina 1987 með sömu vöxtum og sl. haust, en þó með nýjum áherslum hvað varð- ar binditíma og heiti bréfa, til að ná markmiðum sínum um 1500 millj. króna sölu spariskírteina á fijálsum markaði. Eins og oftast áður gera þessar nýju áherslur greiðslukjör nýju spariskírteinanna að einhveiju leyti frábrugðin öðrum útistandandi flokkum spariskírteina. Eins og síðar verður vikið að í þessari grein gerir þessi fjölbreytileiki viðskipti með eldri flokka spariskírteina erf- iðari og óöruggari en þau væru ef útgáfa spariskírteina væri stöðluð, og leiðir þetta ennfremur til þess að ríkissjóður á erfíðara með að ná árangri í öflun fjármagns á þessum markaði en ella. Vextirá verðbréfamarkaði Vextir nýju spariskírteinanna eru 6,5% auk verðtryggingar, en það eru mun lægri vextir en hægt er að fá af öðrum mjög traustum verð- bréfum. Vaxtamunurinn getur orðið allt að 5% í bankatryggðum skuldabréfum og allt að 7—8% í traustustu verðbréfasjóðum. Ekki verður dregið í efa að spariskírteini ríkissjóðs eru traustustu verðbréf sem hægt er að kaupa, þó þau séu ekki með öllu áhættulaus. Þar sem öll önnur verðbréf eru talin áhættu- meiri en spariskírteinin krefst markaðurinn hærri ávöxtunar af þeim, eðli málsins samkvæmt. Hversu miklu hærri vextir annarra verðbréfa með sama binditíma eru á hveijum tíma fer eftir mati mark- aðarins á þeirri viðbótaráhættu sem felst í öðrum verðbréfum. Á virkum markaði gera fjárfestamir sér völ grein fýrir þessu, og er mismunur á vöxtum svipaðra verðbréfa hvað áhættu og binditíma varðar aldrei mikill til lengdar. Með auknum verðbréfaviðskiptum á allra síðustu árum hefur íslenskur verðbréfa- markaður orðið virkari, og mismun- ur á vöxtum svipaðra verðbréfa hefur því minnkað. Því má gera ráð fyrir að ríkissjóður eigi erfítt með að selja spariskírteinin með þeim vöxtum sem þau eru nú boðin á. Áhersla á einkenni í stað vaxta Til að reyna að selja spariskír- teinin á þessum lágu vöxtum leggur ríkissjóður nú áherslu á aðra söluráða, og býður fram ný form spariskírteina. í fyrsta lagi er um að ræða bréf þar sem kaupendur eiga val um binditíma, 2_eða 4 ár á sama flokk skírteina. I raun er ekki um nýjung hér að ræða, held- ur nýja framsetningu á því sama og boðið var í fyrra þegar menn gátu valið um mismunandi bind- itíma, 3, 4 eða 6 ár, en þá í formi þriggja mismunandi flokka spari- skírteina í staðinn fyrir einn flokk nú með val um binditíma. í báðum tilvikum er hámarkslánstími 14 ár. Það eina sem er hins vegar frá- brugðið í þessum nýja flokki frá því í fyrra er það, að innlausnardög- um að loknum lágmarks binditíma hefur verið fjölgað úr 1 á ári í 2 á ári. í öðru lagi er um að ræða „Söfn- unarskírteini", þar sem vextir, vaxtavextir og verðbætur leggjast við höfuðstólinn út binditímann sem er 6 ár án framlengingarmöguleika. Þetta er í raun engin nýjung held- ur. Nákvæmlega það sama hefur verið gert í flestum flokkum spari- skírteina til þessa. Fyrir skynsama íjárfesta virkar fastákveðinn bind- Gunnar Óskarsson „Á því leikur enginn vafi að spariskírteini ríkissjóðs eru traust- asta form verðbréfa, og því grunnur hvers verð- bréfamarkaðar. Það hlýtur þess vegna að vera sameiginlegt hagsmunamál ríkis- sjóðs og verðbréfamiðl- ara að gera þennan markað sem virkastan, þar eð með því má ef la þessi viðskipti enn frek- ar, gera spariskírteinin enn öruggari, sérstak- lega hvað endursölu varðar fyrir gjalddaga, og þar með skapa ríkis- sjóði greiðari aðgang að frjálsum fjármagns- markaði.“ itími í raun alveg eins og gagn- kvæmur uppsagnarfrestur. Þetta stafar einfaldlega af því, að ef markaðsvextir spariskírteina eru hærri en nafnvextir bréfanna á fyrsta innlausnardegi munu eigend- ur bréfanna að sjálfsögðu innleysa þau og kaupa ný á hærri vöxtum. Verði markaðsvextirnir hins vegar lægri en nafnvextimir á fyrsta inn- lausnardegi mun ríkissjóður eflaust nýta sér uppsagnarákvæði bréfsins, og skipta þeim fyrir ný skírteini á lægri vöxtum, nema kostnaðurinn við nýja útgáfu sé meiri en kostnað- urinn af vaxtamuninum. Það er því í raun enginn munur á því hvort bréfin séu bundin í fyrirfram ákveð- inn tíma eða uppsegjanleg af beggja hálfu. Öðru gildir ef einungis annar aðilinn hefur framlengingar- eða uppsagnarrétt, eins og reyndar gild- ir um marga eldri flokka spariskír- teina. Hvemig ríkissjóði tekst að selja spariskírteinin með framangreind- um áherslum er enn ekki vitað, en það er hins vegr nokkuð ljóst að þeir vextir sem nú em boðnir á nýjum spariskírteinum eru vart samkeppnisfærir viið önnur form verðbréfa. Stöðlun spariskírteina allra hagur Ný spariskírteini ríkissjóðs eru ekki eingöngu í samkeppni við önn- ur form verðbréfa, heldur eru þau einnig í samkeppni við eldri flokka spariskírteina ríkissjóðs, sem em í endursölu, aðallega í gegnum Verð- bréfaþing íslands, sem er milli- gönguaðili um þau viðskipti. Á virkum markaði ætti ríkissjóður ekki að geta selt ný spariskírteini með annarri ávöxtun en sambærileg bréf í endursölu, eða á eftirmarkaði eins og markaður fyrir eldri bréf er stundum kallaður. Þar sem nán- ast engir tveir flokkar spariskír- teina em nákvæmlega eins, er nær óframkvæmanlegt að gera saman- burð á nýju spariskírteinunum og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.