Morgunblaðið - 20.01.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.01.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 1987 31 Þorsteinn Pálsson, fjármálaráðherra: „Vonbrigði að Verzlunar- banki skyldi sigla málinu í strand“ ÞORSTEINN Pálsson fjármála- ráðherra segir að það hafi verið sjálfstæðimönnum mikil von- brigði að Verzlunarbankinn skyldi sigla sameiningarviðræð- um Útvegsbanka, Iðnaðarbanka og Verzlunarbanka í strand. Nú sé ekki um annað að ræða, en hefja undirbúning að stofnun hlutafélags um Útvegsbanka og Búnaðarbanka. „Það voru okkur mikil vonbrigði að Verzlunarbankinn skyldi sigla málinu í strand," sagði Þorsteinn í samtali við Morgunblaðið. „Ég er sannfærður um að það var rétt mat hjá Iðnaðarbankanum að þetta hefði verið rekstrarlega hagkvæm banka- eining og þetta hefði verið mjög fysilegur kostur," sagði fjármála- ráðherra og kvaðst telja að þessi niðurstaða lýsti því að menn skynj- uðu ekki hvemig bankastarfsemi myndi þróast á næstu árum á grund- velli nýrrar bankalöggjafar. Þorsteinn sagði að sér sýndist nú sem vænlegast væri að vinna að samruna Útvegsbankans og Búnað- arbankans með því að stofna nýtt hlutafélag um samruna þeirra. Að- spurður um hvort ekki væri ágrein- ingur um það aðtriði að stofna hlutafélag um þessa banka strax við Framsóknarflokkinn, sagði Þor- steinn: „Það kemur í ljós.“ Matthías Bjarnason, viðskiptaráðherra: Vonast til að pólitísk sam- staða náist „BANKASTJÓRN Seðlabankans bendir nú á 2. tillöguna í sínum tillögum frá því í nóvember, það er sameiningu Útvegsbankans og Búnaðarbankans. Það er pólitísk ákvörðun hvernig tekið verður á málinu og vona ég slík samstaða náist,“ sagði Matthías Bjarnason viðskiptaráðherra. Matthías sagði að ekki væri hjá því komist að tryggja eiginfjárstöðu hins nýja banka og þyrfti þar að minnsta kosti 900 milljónir kr. Þessu fé ætti að vera mögulegt að ná inn aftur með því að gera hinn samein- aða Búnaðar- og Útvegsbanka að hlutafélagi þar sem ríkið ætti mest allt hlutaféð í byijun, en seldi hluta- féð til einstaklinga á næstu árum. Matthías taldi að ekki ætti að vera ágreiningur á milli stjómarflokk- anna um þessa leið. Það væri vilji stjórnarinnar að fækka bönkunum og stækka og væri þetta liður í því. Þá væri margt sem mælti með hluta- félagsforminu og draga úr ríkisaf- skiptum á þessu sviði. Hann benti einnig á reynsluna sem fengist hefði í samvinnu margra aðila innan þeirra einkabanka sem fyrir eru. Valdimar Indriðason, formaður bankaráðs Utvegsbankans: Lausn má ekki dragast lengur „VIÐ tókum ekki þátt í þessum viðræðum og erum að heyra það í fjölmiðlum að slitnað hafi upp úr viðræðunum. Því verður að bregðast við vanda Útvegsbank- ans á annan hátt,“ sagði Valdimar Indriðason formaður bankaráðs Útvegsbankans. Valdimar sagði einnig: „Ég veit ekki hvað ríkisstjómin hefur hugsað sér um framhaldið, en lausn á vand- anum hefur dregist allt of lengi en má ekki dragast lengur. í viðræðun- um að undanfömu hefur verið rætt um að Seðlabankinn aðstoðaði þann banka sem viðræðumar snemst um með 850 milljónir kr. vegna skuldar Útvegsbankans. Bankinn verður að starfa áfram og ég tel að Seðlabank- inn verði að koma honum til aðstoð- ar með þessa upphæð til þess að hann geti starfað eðlilega. Síðan væri hægt að gera hann að hlutafé- lagi og selja hlutabréfin, en þá væri bankinn líka búinn að rétta sig við og yrði betri söluvara." Steingrímur Hermannsson, f orsætisráðherra: Sameining Utvegsbanka og Búnaðar- banka næsta skrefið STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra telur að eðlileg- ast sé að taka upp viðræður um sameiningu Búnaðarbanka og Útvegsbanka, fyrst viðræðurnar um sameiningu einkabankanna og Útvegsbankans hafa siglt í strand. Hann telur að vegna tíma- skorts sé ekki rétt að hefja málið á stofnun hlutafélags um nýja bankann. „Þegar ákveðið var að kanna þessa leið, þá lágu fyrir tvær tillög- ur, önnur frá okkur og hin frá sjálfstæðismönnum," sagði Steingrímur í samtali við Morgun- blaðið. „Þegar ég samþykkti að leið sjálfstæðismanna yrði fyrst könnuð, þá var jafnframt samþykkt að mis- tækist hún, þá yrði okkar leið könnuð. Ég geri því fastlega ráð fyrir að næsta skrefið sé að athuga sameiningu Útvegsbanka og Búnað- arbanka.“ Forsætisráðherra sagði að sér þætti vel koma til greina að stofnað yrði hlutafélag um samruna þessara banka, „en það fer óskaplega mikið eftir því hvemig um hnútana verður búið. Ég held að langfljótlegast sé að sameina bankana, án þess að vera að hugsa um hlutafélag á þess- ari stundu,“ sagði Steingrímur, „því ég held að slíkt þurfi að undirbúa mjög vel og tíminn sem til stefnu er, er mjög naumur." Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Verzlunarbankans: Vandamál Utvegsbank- ans of erfið fyrir einka- bankana BANKARÁÐ Verzlunarbankans ákvað að draga sig út úr viðræð- um um stofnun nýs hlutafélags- banka. í fréttatilkynningu frá bankaráðinu segir um ástæður þessa: „Eftir ítarlegar umræður og nákvæmar athuganir, sem meðal annars byggja á gögnum, sem lögð hafa venð fram um stöðu Utvegsbanka íslands, hefir bankaráð einróma komist að þeirri niðurstöðu, að af hálfu Verzlunarbanka Islands hf. sé ekki grundvöllur fyrir að gerast þátttakandi í nýjum banka þeirr- ar gerðar, sem hugmyndir voru um. Höskuldur Ólafsson bankastjóri Verzlunarbankans sagði að í banka- viðræðunum hefði viðfangsefninu verið skipt í tvo þætti, rekstur og eignastöðu. Varðandi fyrri þáttinn sagði Höskuldur að mönnum hefði sýnst að það gæti verið fysilegur kostur að stækka rekstrareininguna með sameiningu bankanna. En þá þyrfti að fara út í verulega hagræð- ingu með fækkun starfsfólks og minnkun húsnæðis og annarrar að- stöðu: Um seinni þáttinn, það er eignim- ar, sagði Höskuldur að þar hefðu menn staðið frammi fyrir gríðarleg- um vandamálum hjá Utvegsbankan- um sem þessir litlu en traustu einkabankar gætu ekki leyst án mikillar áhættu. „Við verðum að meta kostina út frá hagsmunum hluthafa okkar, viðskiptavina og starfsfólks og varð það einróma nið- urstaða bankaráðsins að við treyst- um okkur ekki út í sameiningu á þessum gmndvelli." Höskuldur sagði, þegar hann var spurður um möguleika á sameiningu Verzlunarbankans og Iðnaðarbank- ans nú þegar viðræðum þeirra og Seðlabankans hefur verið hætt: „Þessi hugmynd hefur komið til tals og þær viðræður sem verið hafa í gangi hafa verið mjög gagn- legar. En við viljum ekki að svo stöddu leggja út í nýjar viðræður, viljum bíða átekta og sjá hvaða stefnu bankamálin taka á næst- unni.“ Valur Valsson, bankastjóri Iðnaðarbankans: Æskilegast að einka bankarnir hefðu boðið í Utvegs- bankann „VIÐ erum þeirrar skoðunar að nýr hlutafélagsbanki hefði getað orðið hagkvæm rekstrareining og leitt til verulegrar lækkunar rekstrarkostnaðar. Við töldum jafnframt að æskilegast hefði verið núna að einkabankarnir tveir gerðu tilboð i Útvegsbank- ann með þeim skilyrðum sem þeir teldu nauðsynleg til að tryggja hag hluthafa, viðskipta- manna og starfsfólks bankanna," sagði Valur Valsson bankastjóri Iðnaðarbankans. „Nú hefur okkur hins vegar verið tilkynnt að Verzlunarbankinn hafi dregið sig út úr viðræðunum. Þar með eru brostnar forsendur fyrir þessum viðræðum, sem byggðust á þriggja banka samstarfi. Við höfum lýst því jrfir að við erum reiðubúnir til að ræða aðra kosti í endurskipu- lagningu bankakerfisins sem leitt gæti til meiri hagkvæmni í rekstri," sagði Valur. — Kemur það til álita að sameina Iðnaðarbankann og Verzlunarbank- ann? „Það er eflaust álitlegur kostur, en hvort einhvem tímann verður af því verður tíminn að leiða í ljós. En engar slíkar viðræður eru ákveðn- ar,“ sagði Valur. Sharp Z-60 Ijósritunarvélin er lítil og nett, enleynirásér. Hún Ijósritar í fjórum litum: svörtu, rauðu, bláu og brúnu. Hún Ijósrítará allan venjulegan pappír, glærurogkarton. Hún Ijósritará allar pappírsstærðir upp íB4. SKRIFBÆR HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.