Morgunblaðið - 20.01.1987, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 20.01.1987, Blaðsíða 72
STERKT KORT wgunfrlftfrtfe ÞRIÐJUDAGUR 20. JANUAR 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Verzlunarbankinn dró sig út úr viðræðunum; Seðlabankinn vill sameiningu Búnað- *ar- og Útvegsbanka VIÐRÆÐUM Seðlabankans við fulltrúa einkabankanna um sameiningu Iðnaðarbankans, Verzlunarbankans og Útvegsbankans í nýjan hlutafé- lagsbanka, var hætt í gær þegar fulltrúar Verzlunarbankans drógu sig út. Bankastjórn Seðlabankans hefur nú lagt til við ríkisstjómina að þess í stað verði tekin ákvörðun um að sameina Búnaðar- og Út- vegsbanka i hlutafélagsbanka. Matthías Bjarnason viðskiptaráðherra hefur lýst sig fylgjandi þessari tillögu og vonast til að pólitísk sam- staða náist um hana. Fulltrúar allra viðkomandi banka eru sammála um að veruleg hag- ræðing hefði náðst fram í bankakerf- inu með stofnun bankans, vegna fækkunar starfsfólks og afgreiðslu- staða. Stjómendur Verzlunarbank- ans treystu sér hins vegar ekki til að standa að stofnun hans, meðal -wnars vegna upplýsinga sem fram komu í viðræðunum um erfiða stöðu Verkfall undir- manna á kaupskipum: Málfar- inað skýrast SAMNINGAVIÐRÆÐUM í kjaradeilu undirmanna á kaupskipum og útgerða þeirra var haldið áfram fram eftir nóttu í gær. Samninga- menn vonuðust til að þá skýrðist endanlega hvað bæri I milli, en drógu í efa að sam- komulag næðist fyrir daginn í dag. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, sagði í samtali við Morgunblaðið undir miðnættið í gær, að enn væri lítið farið að ræða um beinar launakröfur undirmanna. Hins vegar gerðu menn sér vonir um að það skýrðist hvað bæri í milli deiiuaðila. Óvist væri því hvort samkomulag næðist í nótt. Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannaféiags Reykjavíkur, sagði að verið væri að skoða ýmsa möguleika en engin sérstök ástæða væri til bjartsýni. „Þetta er farið að ganga nokkuð, en ég býst síður við niðurstöðu í nótt,“ sagði Guðmundur. >ýskaland: JóhannIngi Gunnarsson þjálfari ársins JÓHANN Ingi Gunnarsson, þjálf- ari vestur-þýsku meistaranna Tusem Essen í handknattleik, var kosinn handknattleiksþjálfari ársins 1986 í Vestur-Þýskalandi af lesendum tímaritsins Handball Magazin. Tusem Essen lék 14 leiki í röð án taps í fyrri hluta deildarkeppn- innar tii áramóta, sem er einsdæmi í Þyskalandi, og liðið er komið í undanúrslit í Evrópukeppni meist- araliða. r Sjá nánar á bls. 1B. Útvegsbankans og vildu ekki taka þá áhættu sem væri samfara sam- einingunni. Fulltrúar Iðnaðarbank- ans hafa lýst yfir vonbrigðum með að sameiningin skyldi ekki hafa tek- ist en lýsa sig reiðubúna til að ræða aðra kosti til endurskipulagningar bankakerfísins. Sameining Iðnaðar- banka og Verzlunarbanka hefur komið til tals, en engar ákvarðanir hafa verið teknar um viðræður þeirra á þeim nótum. í tillögu Seðlabankans kemur fram að vegna slæmrar eiginfjár- stöðu Útvegsbankans sé ekki hægt að sameina hann Búnaðarbankanum nema um leið verði tryggt verulegt nýtt eiginfjárframlag ríkisins, að minnsta kosti 900 milljónir kr. en talið mögulegt að ná því fé til baka síðar með því að hafa bankann í hlutafélagsformi og selja hlutaféð. Geir Hallgrímsson seðlabankastjóri segist vera vongóður um að tillögur Seðlabankans um sameiningu Bún- aðar- og Útvegsbanka næðu fram að ganga. Þetta væru tveir ríkis- bankar og því algerlega á valdi ríkisins að sameina þá ef vilji væri fyrir hendi. Sjáfréttir ogviðtölábls. 30og31. mw W' W Fiðurfé í fangageymslu Morgunblaðið/RAX LÖGREGLAN í Reykjavík hafði á sunnudags- kvöld afskipti af níu hönum sem dreift hafði verið víðs vegar um borgina. Ekki er ljóst hver tilgangurinn var með dreifingu hananna, en vísast að hér hafi gárungar nokkrir brugðið á leik. Meðfylgjandi mynd var tekin af fiðurfénu í fangageymslu lögreglunnar eftir handtökuna. Sjá nánar bls. 71 Flugleiðir hafa pantað 3 nyj ar Boeing-þotur 737-400 og 737-300 í Evrópuflugið og 757 í Ameríkuflugið FLUGLEIÐIR hafa pantað þijár nýjar þotur hjá bandarísku Bo- eing flugvélaverksmiðjunum, Boeing 737-300 og 737-400 fyrir Evrópuflugið og Boeing 757 fyrir Ameríkuflugið. Staðfestingar- gjald, um 3 milljónir króna fyrir hveija þotu, hefur verið greitt til verksmiðjanna. Félagið hefur ekki endanlega ákveðið kaup á þessum vélum og fæst staðfest- ingarféð endurgreitt ef pantan- irnar verða afturkallaðar. Sigurður Helgason forstjóri Flug- leiða sagði í gær að endumýjun flugvélaflotans hefði verið í athugun hjá félaginu um tíma. Nú væri fyrir- sjáanlegt að einhver endumýjun væri óumflýjanleg fyrir Evrópuflug- ið, meðal annars vegna nýrra hávaðareglna sem tækju gildi á flug- völlum í Evrópu á næstu árum. Sigurður sagði að verið væri að bera saman þá kosti sem fyrir hendi væm, meðal annars kaup á Boeing 727-200. Einnig væri rætt um kaup á nýjum vélum sem tækju um 150 manns í sæti. Þar kæmu aðeins til greina vélar sem væm tveggja hreyfla og með tvo menn við stjórn. I þessu sambandi hefði verið rætt um Airbus A320, sem tæki 160 manns í sæti, og Boeing 737-300 eða -400, sem tækju 140—160 Boeing 737-300, sömu gerðar og önnur þeirra véla sem Flugleiðir hafa pantað fyrir Evrópuflugið. Boeing 757, eins og verksmiðjurnar hafa tekið frá fyrir Ameríku- flug Flugleiða. manns í sæti. Langur afgreiðslu- frestur væri á þessum flugvélum og því hefðu Flugleiðir látið taka frá tvö framleiðslunúmer hjá Boeing verksmiðjunum og ættu þær vélar að koma til afhendingar vorið 1989, en þetta væri þó án skuldbindingar af hálfu félagsins. Boeingvélamar kosta rúman milljarð kr. hvor vél. Varðandi Ameríkuflugið sagði Sigurður að athyglin beindist að Airbus og Boeing 757, 220—230 sæta vélum með tveimur hreyflum og tveimur flugmönnum, en engin ákvörðun hefði verið tekin um hvor tegundin yrði fyrir valinu. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa Boeing verksmiðjumar lagt mikla áherslu á að Flugleiðir kaupi eina 757 og hefur boðið fyrirtækinu hagstæð kjör. Nokkur flugfélög, bæði í Evrópu og Ameríku, fljúga tveggja hreyfla vélum yfír Atlants- hafíð. Þó að Flugleiðir hafí ekki tekið ákvörðun um kaup á vélinni hafa Boeing verksmiðjumar, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, tekið frá eina vél og Flugleiðir greitt inn á hana staðfestingargjald með sömu skilmálum og varðandi hinar og geta fengið hana afhenta vorið 1988. Boeing 737-300 er 2,6 metmm lengri en 737-200 (þota Arnarflugs) og með aflmeiri hreyflum en tækni- lega að ýmsu leyti lík Boeing 757 og 767. Hún er spameytnari og hljóðlátari en 737-200 vegna nýrra hreyfla. Farþegafjöldi er 110—149 eftir því hvemig innréttingum er hagað, 114—120 á tveimur farrým- um en 132—149 á einu. 737-400 er örlítið lenjrri en -300 gerðin og get- ur flutt fleiri farþega og meira af vömm. Boeing 757 tekur 186—240 farþega, eftir því hvemig hún er innréttuð. Í Bandaríkjunum, þar sem farrými er tvískipt, em höfð 178—186 sæti í vélinni, en miðað við eitt fanými er hægt að koma fýrir sætum fyrir 239. Flugdrægni vélarinnar er 4.400—7.000 km. Hún er spameytin og hugsuð sem arftaki Boeing 727.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.