Morgunblaðið - 01.02.1987, Page 26

Morgunblaðið - 01.02.1987, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1987 Sovéskur verðlaunahafi leikur með Sinfómunni Merkasti fulltrúi kynslóðarinnar innan fertugs, segirgagnrýnandi „ The Arts “ Frægur sovéskur píanisti, Dmitri Alexeev, er væntanlegur til Islands nú um helgina og mun leika einleik með Sinfóníuhljómsveit íslands x vikunni. Alexeev, sem er fæddur í Moskvu 1947, gat sér frægðar og varð á hvers manns vörum er hann sigraði á árinu 1975 1 einni þekktustu tónlistarkeppni í heimi fyrir listamenn undir þrítugu, Leeds-keppninni. Síðan heftir hann hvarvetna hlotið frábæra dóma, hvort sem er fyrir flutning sinn á hljómplötum eða einleik með þekktum hljómsveitum. Hefur hann eignast ákafa aðdáendur, jafnvel svo að frá London hefur verið pantaður miði á tónleika hans með Sinfóníuhljómsveit Islands. Það mun vera einsdæmi að menn sæki tónleika um svo langan veg. Dmitri Alexeev á langan og glæstan tónlistarferil að baki þótt ekki hafi hann náð fertugu. Fimm ára gamall bytjaði hann að leika á píanó og hóf nám í Tónlistarskóla Moskvuborgar sex ára gamall, þar sem tónlistarhæfileikar hans þrosk- uðust mjög hratt. Eftir að skóla- göngu lauk varð hann nemandi hins virta píanóleikara Dmitri Bashkirov og útskrifaðist úr framhaldsnámi 1973. Samtímis tók Alexeev þátt í nokkrum alþjóðlegum samkeppn- um, þar sem hann hlaut jafnan fyrstu verðlaun. Má þar nefna Margueritu-Long-samkeppnina í París 1969, George-Enescu-sam- keppnina í Búkarest 1970 og Alþjóðlegu Tjækovsky-samkeppn- ina í Moskvu 1974. I september- mánuði árið eftir sigraði hann svo í alþjóðlegu píanósamkeppninni í Leeds á Englandi, fyrstur Sovét- manna og sá eini sem það hefur gert. Hún er haldin á þriggja ára fresti, er mjög viðamikil og verður næst í september í ár. Hlómleikferðir í Evrópu og Ameríku Síðan hefur Dmitri Alexeev leik- ið á hundruðum tónleika í Bretlandi og er gífurlega vinsæll þar. M.a. hefur hann leikið einleik með Lund- únahljómsveitunum fjórum, flestum sinfóníuhljómsveitum úti á landi, hjá meiri háttar tónlistarfélögum og á tónlistarhátíðunum í Alde- burgh og Edinborg. Þá leikur hann reglulega með öllum helstu hljóm- sveitum Sovétríkjanna, m.a. með sinfóníuhljómsveitunum í Moskvu og Leningrad og hefur farið tón- leikaferðir um Norðurlönd, Japan og flest Vestur-Evrópulöndin og þá leikið í stórborgunum París, Múnc- hen, Vínarborg, Brussel og Amst- erdam. Á árinu 1983 fór hann til dæmis í mikla Evrópureisu með sópransöngkonunni Barböru Hendricks með tónleikum í London, Stokkhólmi og Frankfurt. Til Bandaríkjanna fór hann fyrst 1976 og lék einleik með Chicago-sin- fóníuhljómsveitinni og tveimur árum síðar hélt hann tónleika í Carnegie Hall í New York. Á öllum þessum stöðum hefur hann fengið frábæra dóma fyrir ieik sinn og túlkun á þeim verkum sem hann flytur. Dominic Gill orð- aði það m.a. svo í Financial Times að flutningur hans á píanókonsert Griegs hefði einkum vakið aðdáun fyrir kraft og vald píanóleikarans á verkefninu en einkum þó frumleika í flutningi. Ekki hefðu áheyrendur endilega þurft að vera honum í einu og öllu sammála um túlkun eða jafnvel líkað hver einasta nóta, til þess að flutningur hans reyndist þeim ómótstæðilegur. Sama er upp á teningnum í umsögnum sem bor- ist hafa hingað um flutning hans á verkum Beethovens, Rachman- inovs, Prokofievs og Ravels. Segir Robert Henderson í „The Arts“ að hann sé merkasti fulltrúi þeirrar kynsloðar tónlistarmanna sem enn sé innan fertúgs. Stórverk á hljómplötum Dmitri Alexeev hefur leikið mörg þekkt verk inn á hlómplötur. Hann hefur t.d. leikið inn á tvær plötur hjá EMI píanóverk Brahms og Pro- kofievs og konserta Rachmaninovs, og gefið út margar hljómplötur í Sovétríkjunum. Auk þess hefur hann leikið í sjónvarp BBC. 1983 lék hann fyrir EMI píanókonsert Sjostakovits og flutti með Barböru Hendricks negrasálma fyrjr EMI í Frakklandi, en haustið 1984 skrif- aði hann undir langtímasamning við EMI um leik á völsum Chopins inn á hlómplötur. Einnig hefur píanóleikur hans á hljómplötum hlo- tið svipað lof gagnrýnenda, skv. úrklippum sem hingað hafa borist. Undanfarin tvö ár hafa verið við- burðarík á ferli Alexeevs. Þá lék hann í fyrsta sinn með útvarps- hljómsveitinni í Stuttgart, NDR í Hamborg, Fílharmóníunni í Monte Carlo, Kammerhljómsveit Zúrich- borgar, Fílharmóníu BBC og Konunglegu fílharmóníuhljómsveit- inni, en í fyrra lék hann í fyrsta sinn með Berlínarfílharmóníunni og Frönsku þjóðarhljómsveitinni. Tilboð óskast í Isuzu Trooper UBS522 Turbo diesel 4x4 dls. árgerð 1986, ekinn 10 þús. km, ásamt öðrum bifreiðum er verða sýndar að Grensásvegi 9, þriðjudag- inn 3. febrúar kl. 12.—15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA unuF-f oiMni öor\no Glæsibæ, sími 82922.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.