Morgunblaðið - 01.02.1987, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 01.02.1987, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1987 Sovéskur verðlaunahafi leikur með Sinfómunni Merkasti fulltrúi kynslóðarinnar innan fertugs, segirgagnrýnandi „ The Arts “ Frægur sovéskur píanisti, Dmitri Alexeev, er væntanlegur til Islands nú um helgina og mun leika einleik með Sinfóníuhljómsveit íslands x vikunni. Alexeev, sem er fæddur í Moskvu 1947, gat sér frægðar og varð á hvers manns vörum er hann sigraði á árinu 1975 1 einni þekktustu tónlistarkeppni í heimi fyrir listamenn undir þrítugu, Leeds-keppninni. Síðan heftir hann hvarvetna hlotið frábæra dóma, hvort sem er fyrir flutning sinn á hljómplötum eða einleik með þekktum hljómsveitum. Hefur hann eignast ákafa aðdáendur, jafnvel svo að frá London hefur verið pantaður miði á tónleika hans með Sinfóníuhljómsveit Islands. Það mun vera einsdæmi að menn sæki tónleika um svo langan veg. Dmitri Alexeev á langan og glæstan tónlistarferil að baki þótt ekki hafi hann náð fertugu. Fimm ára gamall bytjaði hann að leika á píanó og hóf nám í Tónlistarskóla Moskvuborgar sex ára gamall, þar sem tónlistarhæfileikar hans þrosk- uðust mjög hratt. Eftir að skóla- göngu lauk varð hann nemandi hins virta píanóleikara Dmitri Bashkirov og útskrifaðist úr framhaldsnámi 1973. Samtímis tók Alexeev þátt í nokkrum alþjóðlegum samkeppn- um, þar sem hann hlaut jafnan fyrstu verðlaun. Má þar nefna Margueritu-Long-samkeppnina í París 1969, George-Enescu-sam- keppnina í Búkarest 1970 og Alþjóðlegu Tjækovsky-samkeppn- ina í Moskvu 1974. I september- mánuði árið eftir sigraði hann svo í alþjóðlegu píanósamkeppninni í Leeds á Englandi, fyrstur Sovét- manna og sá eini sem það hefur gert. Hún er haldin á þriggja ára fresti, er mjög viðamikil og verður næst í september í ár. Hlómleikferðir í Evrópu og Ameríku Síðan hefur Dmitri Alexeev leik- ið á hundruðum tónleika í Bretlandi og er gífurlega vinsæll þar. M.a. hefur hann leikið einleik með Lund- únahljómsveitunum fjórum, flestum sinfóníuhljómsveitum úti á landi, hjá meiri háttar tónlistarfélögum og á tónlistarhátíðunum í Alde- burgh og Edinborg. Þá leikur hann reglulega með öllum helstu hljóm- sveitum Sovétríkjanna, m.a. með sinfóníuhljómsveitunum í Moskvu og Leningrad og hefur farið tón- leikaferðir um Norðurlönd, Japan og flest Vestur-Evrópulöndin og þá leikið í stórborgunum París, Múnc- hen, Vínarborg, Brussel og Amst- erdam. Á árinu 1983 fór hann til dæmis í mikla Evrópureisu með sópransöngkonunni Barböru Hendricks með tónleikum í London, Stokkhólmi og Frankfurt. Til Bandaríkjanna fór hann fyrst 1976 og lék einleik með Chicago-sin- fóníuhljómsveitinni og tveimur árum síðar hélt hann tónleika í Carnegie Hall í New York. Á öllum þessum stöðum hefur hann fengið frábæra dóma fyrir ieik sinn og túlkun á þeim verkum sem hann flytur. Dominic Gill orð- aði það m.a. svo í Financial Times að flutningur hans á píanókonsert Griegs hefði einkum vakið aðdáun fyrir kraft og vald píanóleikarans á verkefninu en einkum þó frumleika í flutningi. Ekki hefðu áheyrendur endilega þurft að vera honum í einu og öllu sammála um túlkun eða jafnvel líkað hver einasta nóta, til þess að flutningur hans reyndist þeim ómótstæðilegur. Sama er upp á teningnum í umsögnum sem bor- ist hafa hingað um flutning hans á verkum Beethovens, Rachman- inovs, Prokofievs og Ravels. Segir Robert Henderson í „The Arts“ að hann sé merkasti fulltrúi þeirrar kynsloðar tónlistarmanna sem enn sé innan fertúgs. Stórverk á hljómplötum Dmitri Alexeev hefur leikið mörg þekkt verk inn á hlómplötur. Hann hefur t.d. leikið inn á tvær plötur hjá EMI píanóverk Brahms og Pro- kofievs og konserta Rachmaninovs, og gefið út margar hljómplötur í Sovétríkjunum. Auk þess hefur hann leikið í sjónvarp BBC. 1983 lék hann fyrir EMI píanókonsert Sjostakovits og flutti með Barböru Hendricks negrasálma fyrjr EMI í Frakklandi, en haustið 1984 skrif- aði hann undir langtímasamning við EMI um leik á völsum Chopins inn á hlómplötur. Einnig hefur píanóleikur hans á hljómplötum hlo- tið svipað lof gagnrýnenda, skv. úrklippum sem hingað hafa borist. Undanfarin tvö ár hafa verið við- burðarík á ferli Alexeevs. Þá lék hann í fyrsta sinn með útvarps- hljómsveitinni í Stuttgart, NDR í Hamborg, Fílharmóníunni í Monte Carlo, Kammerhljómsveit Zúrich- borgar, Fílharmóníu BBC og Konunglegu fílharmóníuhljómsveit- inni, en í fyrra lék hann í fyrsta sinn með Berlínarfílharmóníunni og Frönsku þjóðarhljómsveitinni. Tilboð óskast í Isuzu Trooper UBS522 Turbo diesel 4x4 dls. árgerð 1986, ekinn 10 þús. km, ásamt öðrum bifreiðum er verða sýndar að Grensásvegi 9, þriðjudag- inn 3. febrúar kl. 12.—15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA unuF-f oiMni öor\no Glæsibæ, sími 82922.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.