Morgunblaðið - 08.02.1987, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1987
Morgunblaðið/RAX
Blásarakvintettinn, sem fram kemur á tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur, skipa, talið frá vinstri:
Martial Nardeau, Kristján Þ. Stephensen, Björn Árnason, Þorkell Jóelsson og Sigurður I. Snorrason.
Kammersveit Reykjavíkur:
100 ára afmælis
Villa-Lobos mirnist
FIMMTUDAGINN 12. febrúar
efnir Kammersveit Reykjavík-
ur til tónleika á Kjarvalsstöðum
og hefjast þeir kl. 20.30.
A þessum tónleikum mun
Kammersveitin halda upp á 100
ára afmæli brasilíska tónskáldsins
Heitors Villa-Lobos. Þijú tónverk
hans verða á dagskránni: Blásar-
akvintett í „Choros“-stíl, Bachian-
as Brasileiras nr. 1 fyrir 8 selló
og Bachianas Brasileiras nr. 5
fyrir sópran og 8 selló, en í þessu
verki mun Elín Ósk Óskarsdóttir
syngja sópraneinsönginn. Þetta
er í fyrsta sinn sem Elín Ósk kem-
ur fram með Kammersveitinni.
Gunnar Kvaran, sellóleikari, hefur
leiðbeint sellóleikurunum og mun
hann stjóma Bachianas Brasileir-
as nr. 1 og nr. 5 á tónleikunum.
Útrás, ný útvarpsstöð
fr amhal dsskólanema
NÝ útvarpsstöð mun á morgun hefja útsendingar á höfuð-
borgarsvæðinu. Það er Útvarpsfélag framhaldsskólanema hf.
sem rekur þessa nýju útvarpsstöð, sem hlotið hefur nafnið
Útrás og sendir út á tíðninni FM 88,6. Að Útvarpsfélagi fram-
haldsskólanema hf. eiga aðild nemendafélög átta framhalds-
skóla á höfuðborgarsvæðinu.Útsendingar Utrásar hefjast kl.
12:00 á hádegi mánudaginn 9. febrúar með þorravöku út-
varpi M.S.-inga, og verður sent út sleitulaust allan daginn til
kl. tólf á miðnætti.
Skólamir átta munu skipta með
sér útsendingatímanum og verður
dagskrárgerð í höndum hvers
nemendafélags fyrir sig. Engar
auglýsingar verða leyfðar í hinu
nýja útvarpi, enda ekki hugsað
sem gróðafírma, að sögn nemenda
framhaldsskólanna. Fram kom á
blaðamannafundi að öll vinna við
Útrás yrði unnin í sjálfboðavinnu,
enda talin hluti af félagslífi skól-
anna. Stofnkostnaður verður
greiddur sameiginlega úr sjóðum
nemendafélaganna, með hlutafé,
og hvert nemendafélag mun síðan
greiða þann kostnað sem fylgir
útsendingum þess.
Tilgangurinn með stofnun út-
varpsstöðvar er, að sögn nem-
enda, m.a. sá að þrýsta á
skólayfirvöld um að efla Qölmiðla-
kynningu í skólum og koma á fót
fjölmiðlabrautum. Nemendur
bentu einnig á að þeirra aldurs-
hópur hefði ekki tekið virkan þátt
í fjölmiðlabyltingunni svokölluðu,
Að lokum verður fluttur Sext-
ett fyrir píanó og blásara eftir
Francis Poulenc. Anna Guðný
Guðmundsdóttir leikur á píanó.
Blásarakvintettinn skipa: Martial
Nardeau, flauta, Kristján Þ. Step-
hensen, óbó, Sigurður I. Snorra-
son, klarinett, Björn Th. Ámason,
fagott og Þorkeli Jóelsson, hom.
Sellóleikarar í Bachianas Brasi-
leiras verða Inga Rós Ingólfs-
dóttir, Pétur Þorvaldsson, Amþór
Jónsson, Nora Kombluh, Haukur
Hannesson, Ásdís Amardóttir,
Auður Ingvadóttir og Lovísa
Fjeldsted.
Ytri-Njarðvík
í DAG kl. 14 verður guðsþjón-
usta í Ytri-Njarðvíkurkirkju.
Sóknarpresturinn messar.
Að messu lokinni verður um-
ræðufundur í safnaðarsalnum þar
sem rætt verður um starf safnaðar-
ins yfir kaffíbolla.
Morgunblaðið/Júlíus
Fulltrúar í Útvarpsráði framhaldsskólanema: Ragnheiður frá MR,
Hrannar frá MH, Sigþór frá FB, Logi frá FÁ, Björgvin frá FG,
Guðmundur frá MS og Agústa frá Kvennó.
aðeins verið neytendur, en nú yrði verður frumleg, ögrandi og fjöl-
ráðin á því bót. „Dagskra Útrásar breytt,“ sögðu aðstandendur.
og bregðum á leik með
staðgreiðsluafslætti af öllum vörum
Notaðu . %lr
tækifærið — Gerðu kjarakaup í
KOSTA
(BODA)
____ J