Morgunblaðið - 08.02.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.02.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1987 Oskar fvrir Oliver Þrautagöngu Olivers Stone og myndar hans Platoon lokið Platoon: Charlie Sheen leikur Stone í kvikmyndinni. Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Síðasta mánuðinn hefur maður tæpast flett bandarísku blaði eða tímariti án þess að rekast á lof- grein um Oliver Stone og nýjustu mynd hans, Platoon. Mann sem sömu blaðamenn höfðu hakkað í sig undanfarín ár, allar götur uns Salvador kom fram á sjónarsviðið í fyrra. Enda ferillinn margar blóði- drifnustu og ofbeldisfyllstu myndir síðustu ára; Midnight Express, Year of the Dragon, 8 Million Ways To Die, og síðast, en ekki síst, ein hroðalegasta mynd kvik- myndasögunnar, Scarface. Mönnum brá því heldur betur í brún þegar Platoon var frumsýnd 19. des. í fyrra. Heilsteypt, magnað listaverk sem líkt hefur verið við bestu stríðsmyndir allra tíma var nýjasta afrek „Stones hins hræði- lega“. Síðan hefur bandarísk alþýða, gagnrýnendur og ekki síst kollegar hans í kvikmyndagerð haf- ið Platoon til skýjanna. Hver um annan þveran. Af þessu má ráða að Platoon er ein sárafárra mynda sem hefur til að bera þá töfra frá meistara síns hendi að hún ýtir við heilli stór- þjóð. Og á eftir að koma við fleiri. Segir margtuggða sögu uppá nýtt af meiri heiðarleik en áður þekkist, fersk, kraftmikil. Og ægileg hlýtur hún að vera á svo raunsannan hátt sem gamli hermaðurinn Stone lýsir ömurlegri stríðsreynslunni í Víet- nam. Ætli sami ljómi leiki um Rambo III og fyrri myndimar? Nú skulum við sjá hvað nokkrir nafn- kunnir Bandaríkjamenn segja um myndina: „Stórkostlegt listaverk. ... skínandi, gagnort, einstaklega áhrifaríkt... spennan eykst og lýk- ur aldrei." Vincent Canby, The New York Times. Woody Allen segir Platoon „afbragðsmynd, yfirburða- mynd“. Steven Spielberg, „meira en kvikmynd; þetta er að vera í Víetnam. Platoon kemur þér til að finnast þú hafa verið þar og viljir aldrei fara þangað aftur.“ James Woods sem lék í Salvador kallar Stone „listamann hvers skoðanir eru hafnar yfír stjómmál. Allir, frá gamla hippanum til fyrrverandi landgönguliða hrífast af Platoon. Tilfínningar hans eru ósviknar, hann þarf ekki að spila Imagine í myndarlok til að koma við hjörtu manna.“ Þá var þjóðkunnur blaða- maður, David Halberstam, spurður álits, en Halberstam skrifaði stríðsfréttir frá Víetnam fyrir New York Times: „Platoon er fyrsta, raunverulega Víetnam-myndin og ein stórkostlegasta stríðsmynd allra tíma. Aðrar Hollywood-Víetnam- myndir hafa verið sögunauðgun. En Platoon er pólitískt og sögulega nákvæm. Myndir eins og Rambo niðurlægja hermennina sem voru þar í rauninni; ef einn Stallone get- ur sigrað óvininn, hví þá ekki þeir? Myndin skilur nokkuð sem stríðsarkitektarnir botnuðu aldrei í: hvemig laufskrúðið, hvemig þétt- leiki frumskógarins ónýtti tækni- lega yfirburði Bandaríkjamanna; þeir einfaldlega hurfu. Ég held að myndin verði bandarísk klassík." Hér læt ég staðar numið i tilvitn- unum um þessa hátt prísuðu mynd, sem ég var rétt í þessu að frétta að hefði hlotið Golden Globe verð- launin og Stone sömuleiðis, fyrir leikstjómina. Að sjálfsögðu spá margir Platoon miklu gengi við Óskarsverðlaunaafhendinguna 30. mars nk. óg það kæmi víst engum á óvart að hún stæði uppi sem sigur- vegari. Og við erum svo lánsöm að þurfa ekki að bíða nema fram í mars—apríl eftir þessari umtöluðu og forvitnilegu mynd, því þá verður hún frumsýnd í Háskólabíói. Hér á eftir fer svo stytt blaðagrein eftir Peter Blauner og birtist í New York Magazine 8. des. ’86 og hefur því það til síns ágætis að vera samin áður en myndaðist sú landlæga hrifningaralda sem nú umlykur Platoon. Oggefum Blauner orðið: „Allt í lagi,“ segir Oliver Stone þegar ljósin deyja út í sýningarsaln- um. „Eru allir tilbúnir?" Á tjaldinu, fimmtán mínútum síðar, er nótt og ungur maður rumskar. Hann er dökkhærður, laglegur og virðist eiga í erfiðleikum innra með sér. Frumskógamýið ásækir hann og hann grefur höfuðið í handklæði. Aðrir hermenn f flokksdeild hans steinsofa. Þá tekur hann eftir hreyf- ingu á milli tijánna, fimmtán metrum framundan. Smám saman sér hann að útlínumar taka á sig mynd hermanns frá Norður-Víet- nam, haldandi á riffli. Norður-víet- namski hermaðurinn gefur félögum sínum merki um að nálgast Banda- ríkjamennina. Ungi maðurinn er stirðnaður af skelfingu. Hann gýtur augunum á óvininn sem nálgast. Síðan lítur hann á vopnin við fætur sér en fær ekkert aðgert. í sýningarsalnum í Hollywood, þar sem tylft manna er að fylgjast með Platoon, nýjustu mynd hans, aðhefst Stone, handritshöfundur og leikstjóri myndarinnar, ekki mikið heldur. Hann situr bara á stólbrún- inni og fylgist með nálunum á hljómtækjunum. Hávaxinn, fertug- ur maður, herðabreiður með dökkt hár, sem farið er að þynnast og virðist hafa takmarkaða ánægju af því að skoða eigin myndir. „Eg get tæpast setið undir þeim,“ segir Stone, sem hljómar gjarnan einsog háskólakennari. „Ég sé alla hlutina sem ég gerði rangt og hefði getað gert betur." Tjaldið splundrast af ljósagangi og skothríð. Charlie Sheen, sem leikur útgáfu af ungum Oliver Stone, skríður loks í skjól og mund- ar riffilinn er Norður-Víetnamar leggja til atlögu og Bandaríkja- mennimir reyna að halda þeim í íjarlægð. Árásin stendur aðeins í mínútu, en að herlni lokinni liggur einn hinna bandarísku hermanna í valnum, btjóstkassinn tættur í sundur. Annar er alvarlega særður og maðurinn sem Sheen leikur ligg- ur í blóði sínu með svöðusár á hálsi. „Jamm, þetta kom fyrir mig,“ segir Stone seinna og sýnir hvítt ör í hnakkagrófinni. „Ég var heppinn, tommu innar og ég hefði drepist. En ég lét þá koma alveg upp að okkur“. í gegnum árin hafa blóðidrifin atriði verið vörumerki Stone. í þeim kvikmyndum sem hann hefur skrif- að, að meðtöldum Midnight Express og þeirri alræmdu Scarface, eru menn tungubitnir, útlimir afhöggnir og blóðspýjur standa uppum veggi úr holsárum veittum af keðjusögum. Þó sumar mjmdanna gengju vel — Stone hlaut Óskarsverðlaunin fyrir handrit Midnight Express — þá hötuðu gagnrýnendur oftast 'verk hans. Orð einsog „viðbjóðslegur" og „æsinga- mennska" voru gjaman notuð og gagnrýnandi New York, David Denby, kallaði hann eitt sinn „hinn hræðilega Oliver Stone“. En í árs- byijun í fyrra fór orðspor hans að breytast með tilkomu frumsýningar Salvador, myndar sem hann bæði leikstýrði og skrifaði handrit að, ásamt öðrum. Hið æsilega ferðalag um helvíti Mið-Ameríku, Salvador, samtvinnaði hæfileika Stones að skapa hraða, oft ódýra spennu í bland við siðferðilega, dramatíska alvörugefni. Denby álítur hana eina af bestu myndum ársins ’86 og fleiri gagnrýnendur taka undir hól- ið. Þó svo að Salvador tæki ekki inn fúlgur íjár, þá var hún persónuleg- ur sigur fyrir Stone og enn meira er í húfí þegar Platoon verður frumsýnd 19. desember. Ólíkt Apocalypse Now og The Deer Hunter, sem notuðu Víetnam sem myndlíkingu, fjallar Piatoon um raunverulegan stað og stund. Stone lýsir hveiju hermennimir gengu í gegnum dagsdaglega í Víetnam og hvemig stríðið sneri þeim gegn hvorum öðrum. Þetta er mynd um þroskaúttekt í líkingu við The Red Badge of Courage og AIl Quiet on the Westem Front, og gagn- rýnendur sem hafa séð hana segja að hún hafi til að bera þau sann- indi sem prýða bestu stríðsmyndir kvikmyndasögunnar. Hún er sterkt, óhagganlegt verk — framlag Stones til að komast í tölu þeirra leik- stjóra, bandarískra, sem máli skipta. „Hann hefur afl og vilja,“ segir Martin Scorsese, sem kenndi Stone kvikmyndagerð við NY Uni- versity. „Það er gott til þess að vita að land okkar getur ennþá alið af sér leikstjóra á borð við hann. Hann hefur einstakan stíl og er orðinn ósvikinn, persónulegur kvik- myndagerðarmaður. Enginn er að fást við þá hluti sem hann er að gera. Hann er þama úti einn og óstuddur." Platoon er ævisaga Stones. Hann ólst upp á efri-miðstéttar- heimili á Upper East Side (New York), gekk í einkaskóla, hætti í Yale og dvaldist í fímmtán martrað- arkennda mánuði í Víetnam. Síðan hann sneri til baka hefur hann eytt miklum hluta ævi sinnar — villtum, erfíðum árum eiturlyfja, mistaka °g bjargarleysis — í að koma mann- raunum sínum í Víetnam á fílmu. Núna, þegar það hefur tekist, er hann mildari, jafnvel aðgætinn. „Platoon er mikilvæg sökum þess að hún sýnir okkur í raun hvemig stríðið lítur út,“ segir hann, eftir að hafa skoðað myndina, sitj- andi inná skyndibitastaðnum E1 Pollo Loco, í Hollywood. „Þú sérð mynd eins og Top Gun, ef þú ert unglingur þá hvetur hún þig að ganga í sjóherinn. Hún lítur stór- kostlega út.“ Drengjalegt brosið hverfur og dökk augun gneista. „Ég geng í sjóherinn, fæ að ganga í þessum glæsta einkennisbúningi, fæ þessa flugvél undir fæturna svo ég fái kynorkuna, auk þess sem ég fæ Kelly McGillis ef ég sprengi MIG í loft upp! Enginn minnist á að með því að gera svo hefji hann mögu- lega þriðju heimsstyijöldina. Svo boðskapur myndarinnar er: ég næ mér í stelpu ef ég hleypi af stað þriðju heimsstyijöldinni! Ég held að Platoon sýni ungling- um — ef þeir sjá myndina, sem ég vona að þeir geri — um hvað bar- dagar f rauninni snúast og hvað styijöld þýðir í raunveruleika. Stríðssveitir Norður-Víetnama töldu góða hermenn. Þeir drápu okkur unnvörpum og við gleymdum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.