Morgunblaðið - 08.02.1987, Qupperneq 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1987
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1987
33
fttrtgta Útgefandi Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoðarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágústlngi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 500 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakiö
Bann
við tilraunum
Umræðumar um hlut kjam-
orkuvopna hafa vemlega
breyst eftir fund þeirra Ronalds
Reagan og Mikhails Gorbachev
hér í Reykjavík síðastliðið haust.
Þar vom viðraðar hugmyndir
annars vegar um fækkun kjam-
orkuvopna og hins vegar um
vamarkerfí gegn þeim. Þótt ein-
kennilegt sé strönduðu viðræð-
umar ekki, þegar rætt var um
fækkunina, heldur vegna þess
að Gorbachev krafðist þess, að
Bandaríkjamenn hyrfu frá
áformunum um vamarkerfín.
Þetta er einkennileg þverstæða,
ef það er í raun vilji Sovét-
manna að útiýma kjamorku-
vopnum, sem fellur væntanlega
saman við markmið Reagans
að gera þau gagnslaus með
geimvömum.
Þverstæðan á rætur að rekja
til þess, að í umræðum um tak-
mörkun vígbúnaðar eða fækkun
vopna líta menn ekki fyrst og
síðast á vopnin sjálf heldur
meta eigin stöðu, áhrif og völd
ríkja sinna og þá hagsmuni, sem
þeir telja vera í húfí. í raun er
það alltof mikil einföldun að
telja eldflaugar og kjamaodda.
Það er til að mynda sameiginleg
niðurstaða á vettvangi Atlants-
hafsbandalagsins, að öflugur
fælingarmáttur kjamorkuvopna
hafí tiyggt frið með frelsi í að-
ildarríkjum þess. Vamarstefna
bandalagsins hefur verið byggð
á þessari niðurstöðu í nokkra
áratugi. Spumingin er, hvort
unnt sé að tryggja sama öryggi
með öðmm hætti, án kjamorku-
vopna, með færri kjamorku-
vopnum eða með geimvömum.
Við þessari spumingu hafa ekki
fengist nein algild svör.
Kannski fást þessi svör aldr-
ei. Vonandi þarf heldur aldrei
að reyna á það í okkar heims-
hluta, hvort þetta ráðið eða hitt
dugar betur til að varðveita frið.
Mestu skiptir að friðurinn rofni
ekki. Til þess að friðurinn hald-
ist þurfa þjóðir hins vegar að
leggja ýmislegt á sig, sem þeim
kann að vera þvert um geð, en
em þó smámunir í samanburði
við byrðar og hörmungar styij-
alda.
I skjóli þess vamarkerfís, sem
komið var á fót við Atlantshaf
fyrir tæpum fjömtíu ámm, hef-
ur oft verið hart deilt í lýðræðis-
löndunum um flesta þætti
öryggismálanna. Höfum við ís-
lendingar ekki farið varhluta
af því, þar sem löngum hefur
verið tekist á um sjálfan gmn-
dvöllinn, hvort við ættum að
eiga aðild að Atlantshafsbanda-
laginu og eiga tvíhliða vamar-
samstarf við Bandaríkin. Á
hinum síðari ámm hafa deilum-
ar hér á landi tekið á sig nýja
svip. Rætt er um einstaka fram-
kvæmdaþætti vamarsamstarfs-
ins og meginþætti í vamar-
stefnu Atlantshafsbandalagsins
og deilumál milli Bandaríkjanna
og Sovétríkjanna.
Eitt af ágreiningsefnum risa-
veldanna var á dagskrá Alþingis
á fímmtudag. Þar var rætt um
tilraunir með kjamorkuvopn.
1963 staðfestu risaveldin samn-
ing, sem bannar tilraunir með
kjamorkuvopn í gufuhvolfínu,
geimnum og neðansjávar. Þá
hafa bæði Bandaríkjamenn og
Sovétmenn ritað undir samn-
inga, sem banna tilraunir með
kjamorkusprengjur neðanjarð-
ar, ef þær eru öflugri en 150
kílótonn. Hvomgt ríkið hefur
staðfest þessa samninga en
heitið því að virða 150 kílótonna
mörkin. Bandaríkjamenn sækj-
ast ekki eftir því, að þessir
samningar verði staðfestir, þar
sem þeir telja ekki unnt að hafa
fullnægjandi eftirlit með því, að
Sovétmenn geri ekki tilraunir
með stærri sprengjur en 150
kílótonn neðanjarðar. Samning-
ar um bann við tilraunum með
smærri sprengjur stranda ekki
síst á eftirlitsþættinum.
í águst 1985, í þann mund
sem 10 ára afmælisfundur
Helskinki-samþykktarinnar var
að hefjast, lýstu Sovétmenn yfír
því, að þeir myndu ekki gera
tilraunir með kjamorkuvopn
næstu sex mánuði. Hafa þeir
síðan ítrekað samskonar yfírlýs-
ingu nokkmm sinnum. Banda-
ríkjamenn hafa á hinn bóginn
haldið tilraunum áfram og á
þriðjudaginn sprengdu þeir 20.
sprengjuna, frá því að Sovét-
menn settu sjálfa sig í tilrauna-
bann. Nú segjast Sovétmenn
ætla að hefja tilraunir að nýju.
Fyrir Reykjavíkurfundinn
lýstu Bandaríkjamenn yfír því,
að þeir væm fúsir til að ræða
ýmsa tæknilega þætti kjam-
orkuvopnatilrauna við Sovét-
menn. Er ekki vafí á því, að á
fundinum hefði verið unnt að
ná samkomulagi um þennan
þátt vígbúnaðarmála, ef vilji
hefði verið til þess. Eins og
kunnugt er vom umræðumar á
allt öðm stigi. Tilraunir með
kjamorkuvopn skipta engum
sköpum, hvorki um samskipti
risaveldanna né þróun alþjóða-
mála nema menn kjósi að draga
athyglina að þeim í stað megin-
atriða.
Helztu atbur ðir
Leiðtogafundurinn var
síður en svo efst á blaði
í skoðanakönnunum sem
gerðar vora í Banda-
ríkjunum um áramótin
um helztu viðburði ársins
1986. Þar var Challeng-
er-slysið efst i hugum manna, næst kom
vopnasöluhneykslið og samskiptin við íran
og þar næst sprengjuárásin á Lýbíu, allt
í raun innanlandsviðburðir í augum Banda-
ríkjamanna.
Chemobyl-slysið var neðarlega á listan-
um, en það hefði að allra dómi verið harla
ofarlega, ef Chemobyl hefði verið í ná-
munda við Miami, Pittsburg eða Los
Angeles. Stórþjóðir era ekkert öðravísi en
smáþjóðir, þegar slíkir hlutir era annars
vegar.
Nú telja Bandaríkjamenn að baráttan
við fíkniefni verði brýnust á þessu ári,
síðan vamir gegn útbreiðslu alnæmis eða
ónæmistæringar (það er misskilningur að
rangt sé að nota fleiri en eitt orð um nýja
sjúkdóma, menn töluðu ýmist um berkla,
tæringu eða hvíta dauða á sínum tíma,
fjölbreytni er aðalsmerki tungunnar) en
nú er talið að 10—30% þeirra sem smitast
af sjúkdómnum veikist með öllum einkenn-
um, en vonir era bundnar við ný lyf.
Þá telja margir Bandaríkjamenn að
vandamál bandarísks landbúnaðar, írans-
málið, halli á fjárlögum og afstaðan til
skæraliða í Níkaragúa verði brýn verkefni
á þessu ári.
Framtíðin
Annars er erfítt að spá og þá einkum
um framtíðina eins og kunnugt er.
En þegar bandarískir sérfræðingar
horfa fram í tímann sjá þeir fýrir sér, jafn-
vel á næstu grösum, mjög breytta heims-
mynd frá því sem nú er og allt öðravísi
þjóðlíf en við þekkjum. Breytingamar
munu einkum eiga rætur að rekja til tækni-
framfara, og þá sérstaklega á rafeinda-
sviðinu. Nokkur dæmi mætti nefna til
gamans.
í framtíðarhúsinu verða svo nákvæmir
skjáir í herbergjunum að unnt verður að
kalla fram listaverk sem gefa fyrirmynd-
inni í órafjarlægð ekkert eftir.
Hægt verður að tala við tölvur sem
þekkja ákveðinn málróm og segja henni
t.a.m. að sýna viðkomandi úrval úr mynd-
verkum stórmeistara á þessum stóra skjám
hússins, eða hvaðeina sem manni dettur í
hug.
Þá þarf fólk ekki að fara út fyrir húss-
ins dyr til að upplifa það sem hugurinn
gimist, tölvan sjái um að framkalla marg-
víslegan „raunveraleika", útsendingar-
stjóri sjónvarps, t.a.m. á knattspymuleik
eða leiksýningu, verður óþarfur, því að
áhorfandinn getur valið á milli sjónvarps-
‘véla heima í stofu eftir sínu eigin höfði,
sjónvarpið mun senda innrauða geisla frá
sér, svo sjónvarpsáhorfandinn upplifír hita,
kulda eða lykt þar sem upptakan fer fram
og getur þannig lifað sig inn í aðstæður
eins og hann sé viðstaddur atburðinn, jafn-
vel svo að óþægilegt gæti orðið við
sjónvarpssendingar á ástalífsmyndum og
því nauðsynlegt að ijúfa hluta geislanna
sem þessu muni valda!
Með lítilli einkatölvu mun fólk á nokkram
sekúndum geta náð öllum þeim upplýsing-
um úr gagnabönkum sem það hefur þörf
fyrir.
Þá verða ráðstefnur með þeim hætti að
þátttakendur sitja hver í sínu landi, jafn-
vel heima hjá sér, og þurfa ekki önnur
tengsl. Ráðstefnuglaðir menn geta því
setið á rökstólum allan sóiarhringinn árið
um kring.
Tölvur og vélmenni munu annast öll
störf og maðurinn verður ekki lengur hlut-
laus áhorfandi eða hlustandi, heldur
þátttakandi, þannig að hugsun tekur við
af starfinu. Maðurinn mun lifa í þjóðfélagi
upplýsinganna, sem munu jafngilda pen-
ingum og tækjum okkar tíma. Þannig
verða allir hugsuðir, það verður jafnsjálf-
sagt að böm eigi tölvur og strigaskó. Allir
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 7. febrúar
8HL Jvm aLd P " Ví jjrrr \L>J V \ S \ \ \\ \ i j
*'— ^ ls v % ■
Morgunblaðið/RAX
verða einhvers konar fræðingar eða fræði-
menn, s.s. sálfræðingar, heimspekingar
og tölvufræðingar.
Flokkapólitík mun heyra sögunni til í
þessu þjóðfélagi raftækninnar. Engum
heilvita manni mun detta í hug að treysta
stjómmálamönnum fyrir lagasetningu
frékar en nokkram dytti í hug að biðja
þingmann að velja fyrir sig víntegund!
Allir munu bera ábyrgð á stjómsýslunni.
Það verður gert með því, segir einn sér-
fræðinganna, að kjósa um meginmál um
sjónvarp, s.s. í hádeginu á sunnudögum,
en það verður aðeins kosið um mikilsverð
mál, ekki flokka, fólk eða yfírborðslega
frambjóðendur sem komast gegnum kosn-
ingar með tilfínningarausi og fagurgala.
Eiturlyf verða gamaldags. Allt það sem
unnt er að gera með efnum nú um stund-
ir verður hægt að gera með heilabylgjum,
en þær verða skaðlausar. Menn geta sett
nokkurs konar heymartæki í eyrað og
getur það „talað við“ heilann á hans máli.
Þannig verður hægt að stilla heilann eins
og menn vilja, örva hugsun eða hægja á
henni og með því móti fæst stjóm á heila-
bylgjunum.
Margt verður merkilegt í læknisfræði,
samgöngumálum, geimkönnun, stjömu-
fræði, sálvísindum og öðram þáttum
mannlegs umhverfis, en óráðlegt að fara
nánar út í það hér. Hitt er víst að þjóð-
félag framtíðarinnar verður harla ólíkt því
sem við eigum að venjast og raunar sér
enginn fyrir þær ótrúlegu breytingar sem
liggja í loftinu. Það verður ekki langt þang-
að til okkar tími verður afgreiddur á
svipaðan hátt og við tölum um miðaldim-
ar. En umfram allt, þá mun fólk hafa
nægan tíma til að sinna hugðarefnum
sínum, njóta lista og bókmennta í ýmsu
formi.
Á döfinni
Margt er á döfínni vestur í Bandaríkjun-
um um þessar mundir. Þar er gefínn út
fjöldi bóka, en mest virðist keypt af því
sem tengt er skemmtiiðnaðinum eins og
þættir Cosbys, sem íslendingar þekkja af
frábæram sjónvarpsþáttum hans, og ævi-
saga Franks Sinatra. Þó era bókmenntir
einnig keyptar án þess þær hlýti upp-
mælingarstuðli metsölubóka og sá spennu-
höfundur sem nú vekur hvað mesta athygli
er Elmore Leonard sem hefur nýlega gef-
ið út Bandits og fellur hún í góðan jarðveg.
Hún tengist Níkaragúa með sérkennileg-
um hætti og engu líkara en höfundurinn
hafí séð fyrir, að ástandið þar yrði efst á
baugi um svipað leyti og bókin kæmi út.
Hún þykir því brýn og pólitískt athyglis-
verð.
En sú bók sem alvöragagniýnendur og
rithöfundar — en oft era þetta sömu menn-
imir — hafa staldrað einna helzt við, þegar
athyglin beinist að fagurbókmenntum, er
The Golden Gate, skáldsaga eftir Vikram
Seth, sem nú vinnur að doktorsritgerð við
Stanford-háskóla, en saga þessi er í
bundnu máli, fersk og öðravísi en annað
í þessum dúr. Rithöfundurinn frægi sem
hefur lengi verið búsettur í Tanzír, Gore
Vidal, hefur hrósað þessu óvænta og
ferska verki og fagnað því ásamt Qölmörg-
um öðram sem marka má. Þetta er heldur
stór og viðamikil bók, á 400. bls. að stærð.
Höfundurinn er nær hálffertugur og hefur
áður gefíð út ljóðabók og ferðabók.
Mikið er gefíð út af heimsbókmenntum
sem góðir upplesarar eða höfundamir
sjálfír lesa inn á segulbönd og era þessar
útgáfur harla athyglisverðar og vinsælar,
að því er starfsfólk bókaverzlana hefur
sagt bréfritara.
Þá ryðja smádiskspilarar með leysigeisl-
um sér til rúms á markaðinum og hafa
vinsældir þeirra stóraukizt og langt um-
fram það sem búizt var við. Má nú fá
fjöldann allan af frábæram upptökum á
slíkum disklingum við góðu verði, þ. á m.
verk helztu meistara tónlistarinnar og túlk-
enda eins og Horovitz og söngvara eins
og Pavarottí og Placidó Domingó.
Ættum við að huga rækilega að þessum
útgáfum og færa okkur tæknina í nyt.
Segulbönd með upplestram era seld í bóka-
verzlunum eins og um bók væri að ræða
og mættu íslendingar hefja slíkar útgáfur
fyrr en síðar í ríkum mæli.
Einn þeirra sem unnt er að fá á diskling-
um er Áshkenazy, en hann hefur verið á
hljómleikaferð um Bandaríkin ásamt Royal
Philharmonic Orchestra í Lundúnum, sem
hann stjómar á þessu ferðalagi. Það vekur
dálitla athygli að hann skuli stjóma, en
ekki leika sjálfur og minnist útbreiddasta
dagblað Bandaríkjanna, USA Today, á það
í frétt um heimsókn þessa og segir að
athyglisvert sé, hvað margir einleikarar
kjósi nú fremur að gegna starfí stjómand-
ans en leika einleik eins og áður. Blaðið
hefur eftir Ashkenazy að hann sé svo
ánægður með þetta hlutverk að honum
hafí fundizt hann vera endurborinn, þegar
hann hóf að stjóma hljómsveit. Það hafí
verið á þvísa landi, íslandi. „Ef ég ætti
að deyja á morgun," segir Ashkenazy, „þá
segði ég Gott og vel! Þetta er fullkomn-
að. Ég gæti ekki verið hamingjusamari".
Hljómsveitin sem leikur verk eftir Síbelí-
us, Rachmaninoff og Strauss á einnig leið
um Camegie Hall í New York á þessu
ferðalagi.
Kvikmyndir
Vinsælasta kvikmyndin í Bandaríkjun-
um um þessar mundir er Platoon, sem
ijallar um Víetnam-stríðið og margir telja
meistaraverk og langbeztu mynd um þær
hörmungar sem gerð hefur verið. Oliver
Stone sem tók þátt í stríðinu stjómaði
myndinni sem gefur mikið í aðra hönd,
þótt sýningar séu aðeins nýbyijaðar. Þá
er Litla hryllingsbúðin næst vinsælust, en
hún er ekki betur gerð en sýningin heima
og skemmtilegt að bera þessar sýningar
saman. Þá kemur Round Midnight sem
fjallar um djass og er lofgjörð til hans,
fíórða í röðinni er Star Trek iv, The Voy-
age Home þar sem fjallað er um hvali og
vemdun þeirra, þá er Brighton Beach
Memoir, gamanmynd í fímmta sæti á lista
helztu kvikmyndagagnrýnenda Banda-
ríkjanna, en í sjötta sæti er No Mercy sem
er spennumynd og loks koma The Moming
After með Jane Fonda sem leikur drykkju-
konu sem reynt er að sanna að hafí framið
morð í ölæði, en ... nei, látum það bíða
svo áhorfendur geti séð myndina í friði,
en Fonda leikur vel í fyrra hluta myndar-
innar, en verður svo aftur Fonda, þegar á
líður, en þessum frægu stjömum hættir
mjög til þess að leika sjálfar sig! Loks
rekur síðasta mynd Clint Eastwood borg-
arstjóra lestina af toppmyndunum, en hann
leikur bandarískan liðþjálfa í landgönguliði
flotans harla vel og hefur því verið haldið
fram í blöðum að leikur hans sé svo góð-
ur og myndini sem hann leikstýrir einnig
svo vel úr garði gerð að útnefna ætti hana
til Óskarsverðlauna. Athyglisverðar senur
era í myndinni um töku Grenada á sínum
tíma og af þeim má ráða að Eastwood er
enginn venjulegur bandarískur þjóðemis-
sinni!
Þá er verið að sýna athyglisverðar
myndir eins og Nafn rósarinnar, en Banda-
ríkjamenn era ekkert ginkeyptir fyrir
evrópsku efni og skilja það líklega ekki
alltof vel. Gagnrýnandi Time var sá eini
sem nefndi Fómina eftir Tarkovskí heit-
inn, þann töframann, en sú kvikmynd er
eins og seyður af ljóðrænum myndvefn-
aði. Gagnrýnandi Time valdi fjórar evr-
ópskar myndir á sínum lista, gagnrýnandi
Los Angeles Times, sem er eitt albezta
blað Bandaríkjanna, nefndi fímm, en flest-
ar myndimar á lista stórblaðanna vora
bandarískar, t.a.m. allar á lista The Wash-
ington Post.
Þær kvikmyndir sem oftast vora nefnd-
ar á þessum listum vora Hannah and her
Sisters eftir Woody Allen, Blue Velvet eft-
ir David Lynch og svo Platoon.
Meðal vinsælustu mynda var Gone with
the Wind og segir það nokkra sögu um
hungrið í þessa framleiðslu, en meiri hluti
þeirra bíómynda sem sýndur er í banda-
rískum sjónvarpsstöðvum er gamlar
myndir, margar afar lélegar. En hvemig
á annað vera? Seðja þarf skemmtanafýsn
milljóna manna nánast allan sólarhringinn
frá austri til vesturs, norðri til suðurs,
enda skipta sjónvarpsstöðvamar tugum,
eða hundraðum, ef allt er tekið með í reikn-
inginn. Það virðist ríkja e.k. hungursneyð
í skemmtanabransanum og afþreyingar-
þörfín aldeilis óendanleg, ef marka má
efnið, og því flestir sótraftar á sjó dregniri!
„Flokkapólitík
mun heyra sög-
unni til í þessu
þjóðfélagi raf-
tækninnar.
Engum heilvita
manni mun detta
í hug að treysta
stj ór nmálamönn-
um fyrir laga-
setningu frekar
en nokkrum dytti
í hug að biðja
þingmann að velja
fyrir sig vínteg-
und.“