Morgunblaðið - 08.02.1987, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1987
37
B
Frá höfninni í Rhodos.
í öngstræti hittirðu konu sem selur dúka. Krakkarnir á róluvellinum eru ósýnileg.
rist, klædd svörtu frá hvirfli til ilja.
Eitt svart pils fyrir hveija sorg.
Enn er hægt að sjá hvar vatns-
veitan var lögð fyrir tvö þúsund
árum. Það eru hinsvegar ekki
herskáir kastalaverðir sem gæta
virkisveggja fyrir óvinum. Heldur
er stöku geit að kroppa skófir milli
tröllvaxinna veggjanna.
í síkjunum liggja fallbyssukúlur.
Of þungar í vasa.
Róluvöllur og
lambakjöt
Á kvöldgöngu um gömlu borgina
gekk ég inn á lítið torg. Þar voru
þrír matsölustaðir, allir öðru megin.
Beint á móti var róluvöllur, við hlið-
ina á tyrkneskri mosku. Eg sat og
sötraði límonaði og horfði í kringum
mig. Kvöldið var rólegt og eigand-
inn notaði tækifærið til að kenna
mér nokkur orð í grísku. Þegar
hann þóttist viss um að ég væri frá
Islandi, brosti hann út að eyrum
og sgaðist hafa heyrt að við ættum
besta lambakjöt í heimi. Allt í einu
vissi ég að ég hafði verið þama
áður. Eg hafði rólað mér í þessum
rólum, meðan foreldrar mínir hafa
eflaust setið og rabbað yfir bjór-
glasi. Á næsta borði við mig sat
danskt par með nokkurra mánaða
gamalt ungbam. Stúlkan hafði unn-
ið tvö ár á Rhodos og var nú komin
aftur með fjölskylduna, að vísu
bara í vikufrí. Ég sagði henni frá
því að ég væri að koma aftur til
Grikklands, eftir tuttugu ár. Það
fannst henni afar merkilegt og túlk-
aði fyrir eigandann. Sem fannst það
enn merkilegra og sagðist hafa átt
þennan stað á þeim tíma. En ekki
mundi hann eftir mér. Hann sagð-
ist líka hafa haldið að ég væri frá
írlandi.
Ég velti fjallalambinu soldið fyrir
mér, en nennti ekki að fara út í
nánari samræður um landbúnaðar-
afurðir. Það hlyti að enda með
hangikjöti. Ég pantaði mér annan
límonaði og sat góða stund og
horfði á okkur Illuga leika í rólunum
og einhveiju snúningsapparati. Á
matsölustaðnum sátu foreldrar okk-
ar og reyndu að hafa stjóm á
Hrafni, tæplega ársgömlum, meðan
þau diskútemðu íslenskt lambakjöt
við veitingahúseigandann: Það væri
heimsins besta kjöt. Og hann hlýtur
að hafa haldið að þau væm frá Ir-
landi.
Þessar hugrenningar gengu allar
ljómandi vel, en ekki veit ég af
hveiju manni finnst þetta sniðugt.
Að vera til á tveim tímum í einu.
Kannski vegna þess að á þann hátt
er hægt að upphefja hversdagsleik-
ann.
Þegar mér var farið að þykja nóg
um nostalgíuna, stóð ég á fætur,
kvaddi og skellti mér á diskótek.
Að lifa akkúrat
hér og nú
Grikkir em gestrisnir og höfð-
ingjar heim að sækja. Og hefur að
því leytinu oft verið líkt við íslend-
inga. Þeir em stolt þjóð sem á
rætur sínar í frægri fortíð, en þeir
vita líka að þeir getá boðið þér allt,
sem þú ert að sækjast eftir núna,
í fríinu þínu.
Hvort sem þú vilt skoða fom hof
um leið og þú rifjar upp gríska leik-
ritagerð, byggingarlist, stjómlist og
goðafræði, þama, þar sem þú ert
staddur, við upphaf eða á
rústum ... vestrænnar menning-
ar... þá geturðu líka farið að
hugsa um fortíðina, nútíðina og
framtíðina í víðara samhengi. Altj-
ent ef þú manst nógu vel hvað það
var sem þú lærðir í mannkynssögu:
Var það ekki Zenón frá Ela sem
sagði um ör, sem skotið er af boga,
að á hveiju andartaki stæði hún
kyrr? Og ef þú manst ekki neitt
geturðu pælt soldið í súlupólitík og
dáðst að því hvað þetta em miklar
öndvegissúlur...
Það er enginn vandi að njóta
lífsins á Rhodos. Lifa akkúrat hér
og nú, því er það ekki þannig sem
maður safnar orku. Til að full-
nægja ferðamönnum er höfuðborg
eyjunnar nánast byggð upp af
krám, veitingahúsum, hótelum og
diskótekum, ásamt aðskiljanlegri
tegund af þjónustu. Þú getur farið
á sjóskíði, í skútusiglingu, tekið
rúnt með hraðbát eða bmgðið þér
til annarra eyja. Það er boðið upp
á ódýrar ferðir til nærliggjandi eyja
og ef þú ert þijár vikur á staðnum
er upplagt að nota þijá til íjóra
daga í þannig ferðir. Eyjar eins og
Kos, Kalki, Karpanhos, Symi og
Castelorizo liggja vel við höggi. Ég
ferðaðist með Samvinnuferðum, að
vísu á eigin vegum, og þar er lögð
áhersla á að tvinna þessa þætti
saman. Sjálf borgin Rhodos er ákaf-
lega falleg, sérstaklega þær bygg-
ingar sem standa frá tímum
Feneyinga. Hinar hefðbundnu
minjagripabúðir selja mikið sömu
gripina. Við fyrstu sýn má ekki frá-
leitt teljast að hér sé Díónýusar-
dýrkun í hávegum höfð . ..
Borgin er fríhöfn að einhveiju
leyti og ódýrt að versla þar. Þú
getur komið heim með vandaðar
leðurvömr, grísk leirker og ofin
teppi. Þú getur meira að segja keypt
þér sófasett, matarstell, og ferða-
töskur undir góssið. Svo em víst
hvergi fleiri né ódýrari regnhlífar
en í Rhodos.
Enda hefur sólguðinn aldrei sést
me_ð eina.
I gömlu borginni er verslun með
öðm sniði. Margar smærri búðir og
ótrúlegustu skúmaskot. í einu
þeirra situr fótalaus maður og selur
mynt og frímerki frá því fyrir fyrra
stríð. I öngstræti hittirðu afgamla
konu sem býður teppi og dúka. Hún
gefur þér í skyn að systur hennar
og frænkur hafi ofíð það allt í
heimahúsum. Kannski em þau
heimahús í litlu afskekktu þorpi á
annarri eyju.
I einni röð standa teiknarar sem
bjóðast til að teikna mynd af þér
og þínum nánustu. Til að sanna list-
ræna hæfíleika sína hafa þeir dregið
upp eftir ljósmyndum, rambóa og
maddonnur slúðurdálkanna. Þama
em sígaunamir með skartgripi sína
og fatnað og ef þú gætir þín ekki,
geturðu staðið daglangt í prútti við
þá. Það er ósjaldan sem böm em
höfð við söluna. Kannski til að
kenna þeim að vinna fyrir sér og
læra inn á túristana. Fyrir marga
hafa þau meira aðdráttarafl.
Menningarhundurinn
grafinn
Á morgnana meðan sólin klifrar
markvisst yfír húsþökin og hita-
mælirinn með sama hraða upp á
40 gráðumar, er verið að sópa
strætin og undirbúa komandi dag.
Meðan ferðamennimir em að borða
brekkfastinn, horfandi djúpt í aug-
un yfir borðið, og tygja sig til
strandferðar. Baðstrendur em til
fyrirmyndar á Rhodos. Þú fínnur
baðstrendur, þéttvaxnar fólki, eins
og klipptar út úr sólarlandaauglýs-
ingu. Og ef þú vilt þykjast vera
einn í heiminum, geturðu fundið
eyðistrendur. Þar sem sjórinn skol-
ar þér til og frá, eftir feitan
sundsprett, og þú liggur alveg mátt-
laus og fínnur hvernig hægt er að
grafast ofan í sandinn. Meðan sólin
skín brennandi heit á líkama þinn
og svalar öldumar kaffæra þig.
Þá langar þig kannski allt í einu
burt.
Á matsölustöðum er boðið upp á
margvíslega rétti: Octopus og kala-
mari, sem er grískur smokkfiskur
en mun smávaxnari en okkar.
Kotapúllur og souvlaki er hvort
tveggja vinsælt. En ég þóttist fyrst
komin til Grikklands þegar ég gat
fengið mér, giros. Og fékk vatn í
munninn. Við lyktina! Giros er
hveitikaka, fyllt grilluðu nautakjöti
og nýju grænmeti. Bjór með og þú
ert með lostæti. Þetta var uppá-
haldsfæða okkar Illuga, að frátöld-
um bjómum! Bæði mamma og hann
voru búin að vara mig við; samlok-
umar sem við kölluðum svo væru
ekki eins ljúffengar og minningin
um þær. Mér fannst þær jafngóð-
ar. Éitt af því sem er mest gaman
þegar þú kemur til annarra landa,
er að kynnast mat og matarvenjum
viðkomandi þjóðar. Sumir segja að
menningarhundurinn liggi þar graf-
inn. Þegar ég var spurð um matinn
heima á íslandi, sagði ég drauga-
sögur af kindahausum, súmm hval
og kæstri skötu. Hnýtti svo af sam-
viskusemi aftan í að amerískur
skyndibitamatur væri í hávegum
hafður.
Friðsæl lítil skógar-
veröld
Síðasta daginn minn á Rhodos
fór ég með Barböm og Fasymi í
ferðalag. Fasymi er grísk banka-
starfsstúlka og ástfangin af fom-
leifafræðingi. Nafn hennar þýðir
Ljósin á Symi. Ég kynntist Barböm
á Castelorizo. Hún hafði gefíst upp
á föðurlandi sínu, Þýsklandi, en
vann þó útvarpsþætti um Grikkland
fýrir Þjóðveija. Barbara ætlaði að
búa alla ævi á Rhodos. Hún ákvað
að sýna mér eyjuna „sína“. Fyrst
fómm við á ströndina, syntum og
spókuðum okkur í sólinni. Þær tíndu
handa mér litla kuðunga, skeljar,
og steina. Svo ég gæti tekið örlítið
af Grikklandi með mér til íslands.
Við ókum um skógi vaxin svæði, í
íjarlægð vom fjöll, vaxin ólífutijám,
þar teygðu sig lítil þorp upp fy'alls-
hlíðamar. Þó mikill túrismi sé á
eyjunni, má fínna- mörg ósnortin
þorp, þar sem lífíð er enn í hæga-
gangi. Næst komum við á undur-
fagran stað sem heitir The spring
of the seven reasons. Við gengum
fyrst lengi, lengi, lítinn og mjóan
stíg, gegnum skóg, vaxinn margvís- .
legum tijátegundum. Ég hef aldrei
verið sérlega uppnumin fyrir tijám
en fínnst fínt að hafa þau í útlönd-
um, en komst nær því að kynnast
skógi en áður, því Barbara og
Fasymi stoppuðu hvað eftir annað
mjög áhugasamar. Þær sögðu mér
hvað hvert tré héti og hvemig
mætti nota laufín og ávextina: í te,
salöt og svo framvegis.
Allt í einu opnaðist skógurinn og
við komum í ijóður. Þar var dáind-
is matsölustaður og gegnum allt
dirrumdíaði fjörugur lækur. Þama
voru líka sérstök göng, svo þröng,
að aðeins einn gat fótað sig í einu.
Gegnum göngin rann lækur, að
vatni. Þá var hægt að fara sömu
leið til baka. Fasymi sem einnig
starfar sem leiðsögumaður, sagði
svona halarófuferðir mest vinsælar
af bömum og gömlu fólki, sem
kæmi til þess sérstaklega. Þegar
við komum var fátt um manninn.
Bara friðsæl lítil skógarveröld. Blá-
ir og skrautlegir páfuglar spássér-
uðu um staðinn og þóttust eiga
hann. Mér var tjáð að þegar kona
með ferlega fætur mætir á svæðið,
reki páfuglamir upp sérstök hljóð.
Við þóttumst því sleppa fótfagrar,
því aldrei rufu þeir kyrrðina. Virt-
ust bara vera til, til að láta dást
að sér.
Loks ætlaði Barbara að sýna mér
uppáhaldsveitingastaðinn sinn. Eft-
ir stundarakstur komum við
þangað. Matsölustaðurinn stóð al-
veg á íjörukambinum. Pálmagrein-
ar skýldu fyrir sól og sjó.
Kvöldgolan var farin að gera vart
við sig og sólin að búa sig undir
að setjast.
Vinur Barböru, veitingahúseig-
andinn, var löngu hættur að velta
því fyrir sér, hvers vegna hún ók
alla þessa löngu leið til hans til að
borða, en hafði ákveðið að taka það
sem gullhamra. Eineygður, haltur
og skælbrosandi dreif hann okkur
í eldhúsið, þar sem kvenleggur Qöl-
skyldunnar var við matartilbúning.
Hann sýndi okkur heilsteikta físka,
glóðaðar steikur, litsterk salöt og
nýbakað brauð. Hver pantaði sitt
og við sátum lengi eftir að sólin var
sest, áður en við ókum í Fiatdósinni
til baka í bæinn.
Orea
Einhverra hluta vegna man ég
ekki lengur hvað þessi staður heit-
ir. Svona undarlega hráslagalegur
og hlýlegur í senn. Allt fylltist brátt
af fólki og úr hátalara hljómaði
þessi ástríðufulla sársaukaþrungna
gríska tónlist. Meðan hafið gerði
sér dælt við ströndina. Ég var búin
að rifja upp grískuna mína á þessum
vikum, og bæta nýjum orðum í safn-
ið. Eitt fyrsta orðið sem þú lærir
að segja í grísku er „orea“ sem
þýðir fallegt. Eftir að hafa notað
þetta orð ótal sinnum, svo þjált í
munni í þessu umhverfí, þá skildi
ég þetta orð. Þegar sólin var að
setjast, eldhnöttur á dökkum næt-
urhimninum, sem seig með virðu-
leika ofan á hafflötinn, stór, rauð
og gul, svona kringlótt út við sjón-
deildarhringinn: Þá allt í einu
öðlaðist þetta framandi orð merk-
ingu og ég hugsaði: Orea.
Texti og myndir: Elísabet
Jökulsdóttir