Morgunblaðið - 08.02.1987, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1987
39
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
í dag ætla ég að fjalla um
Vatnsberann (21. jan.—19.
feb.) í bemsku. Einungis er
fjaliað um hið dæmigerða og
lesendur minntir á að hver
maður á sér nokkur stjömu-
merki. Margir og oft mót-
sagnakenndir þættir geta því
spilað saman hjá hverjum og
einum.
BráÖþroska
Hið dæmigerða barn í
Vatnsberamerkinu er fljótt
að þroskast andlega. Það er
því iðulega fullorðinslegt eftir
aldri, er fljótt að læra að tala
og skilja heim fullorðinna.
Vitsmunir
Þar sem Vatnsberinn er
vitsmunamerki er besta upp-
eldisaðferðin fólgin í umræð-
um og skymsamlegum
fortölum. Vatnsberar em
þijóskir og lítið þýðir að skipa
þeim fyrir eða ætla sér að
beygja þá til hlýðni með
skömmum. Ef þeim er sagt
af hverju einhver aðferð sé
best, sýnt fram á það með
rökum, gegna þau af sjálfs-
dáðum.
Vinátta
Best er að koma fram við
bamið sem vitsmunalegan
jafningja og vin, trúa því fýr-
ir „leyndarmálum" og fara
fram á að það sýni traust á
móti. Heiðarleiki skiptir bar-
nið miklu og að það fínni að
foreldrið segi satt. Annars er
hætt við að það missi álit á
foreldrinu og þá er hætt við
að hið ljúfa og skynsama
Vatnsberabam breytist í
sjálfstæðan og uppreisnar-
gjaman „byltingarmann".
Traust
Segja má að það sem fram
hefur komið hér að framan
eigi við um bamauppeldi al-
mennt. Yfirveguð umræða,
gagnkvæmt traust, einlægni
og vinátta eru aðferðir sem
duga vel við öll böm. Áhersl-
ur eru hins vegar mismunandi
eftir merkjum. Þegar Krabbi,
Sporðdreki og Fiskur em
annars vegar þarf að leggja
höfuðáherslu á tilfinninga-
lega hlýju. Hvetja þarf einnig
böm í þessum merkjum til
að opna sig og fylgjast þarf
með því að þau dragi sig ekki
í skel.
Yfirvegun
Vatnsberinn er aftur á
móti hugarorkumerki og því
skipa umræður og skynsam-
legar fortölur fyrsta sæti. Það
er t.a.m. áberandi með Vatns-
beraböm að þau sýna ást og
væntumþykju á heldur óper-
sónulegan hátt. Þau sýna
ekki mikla tilfínningasemi,
em frekar vingjamleg og
yfirveguð.
Þroskaleikföng
Vegna þess að áherslan er
á huga og vitsmuni er gott
að gefa Vatnsberabömum
þroskandi leikföng og al-
mennt að svala forvitni
þeirra, skapa aðstæður sem
víkka sjóndeildarhringinn,
s.s. að fara með þau í heim-
sóknir og gefa þeim góðar
bækur.
Tilgangur
Hvetja þarf litla Vatnsbera
og hjálpa með skólanámið.
Þeir eiga auðvelt með að
læra, en þeim leiðist á hinn
bógjnn vanabinding og stíf
innræting. Á þessu sviði eins
og öðmm verða þau að skilja
til hvers þau em að læra. Það
þarf því reglulega að ræða
tilgang skólanáms og sýna
þeim fram á notagildi hvers
fags fyrir sig.
Abyrgðarkennd
Sem bam er Vatnsberinn
að öllu jöfnu glaðlyndur, vin-
gjamlegur og auðveldur
viðureignar. Hann getur
snemma axlað ábyrgð, er
uppfínningasamur, fmmleg-
ur og fullorðinslegur.
GARPUR
X-9
VonSK/--V£(r6
EJNHtÆPSKOtfAR
F£Li/8C>tf/tftfUH!‘
g^/
fcKFS/Distr. BULLS
GRETTIR
OG V£1ÖT(J HVERNJIG , / /
PERL'Jf? MÓTAST ""
i' SKHLJUN-
UOSKA
!!!!!!!!?i!!!!i!!!i!!!!!!!!i!ii!!!?1!.l.,!!!!!!!!!!!!!{!!!!!!!!!!!!!!!!!!!.l!?!?i!!i!i!!?!???!.,?!!!?!S?!S!!??!!!S!ii???S!??*??i::!ii?i!?i!!!i?!???!!!
FERDINAND
SMAFOLK
50 HERE I AM A6AIN
R.IPIN6 ON THE BACK
OF MOM'5 BICYCLE..
MOM POES THE
PEPALIN6 ANP THE
STEERIN6, ANP I PO
THE NAVI6ATIN6...
KEEP THE 5UN ON OUK
LEFT.THE OCEAN ON
OUR RI6HT, THE RIVER
ON OURLEFTANPTHE
NORTH STAR IN FRONT..
“"'ZC
Rétt einu sinni er ég aftan Mamma hjólar og stýrir
á hjólinu hjá mömmu... og ég annast leiðsög-
una...
Höfum sólina vinstra meg-
in við okkur, sjóinn á
hægri hönd, ána til vinstri
og Norðurstjörnuna fyrir
framan ...
Enn höfum við villzt!
BRIDS
*-p
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Aðalsveitakeppni Bridsfélags
Flskifjarðar stendur nú sem
hæst. Sl. þriðjudag áttust við
tvær efstu sveitimar, Aðalsteinn
Jónsson og Trésíld. Leikurinn
endaði með naumum sigri Aðal-
steins og munaði þar mest um
þetta spil:
Suður gefur; NS á hættu.
Norður
♦ KD8
V KD8543
♦ G543
♦ -
Vestur Austur
♦ 4 ♦ G972
♦ ÁG9762 IIIIH ♦ 10
♦ K7 ♦ 98
♦ KG64 ♦ Á97543
Suður
♦ Á10653
V-
♦ ÁD1052
♦ D108
í lokaða satnum varð Aðal-
steinn sagnhafi í þremur hjört-
um dobluðum í vestur, tvo niður
og 300 í NS. f lokaða salnum
varð norður fyrri til að segja
hjarta, svo niðurstaðan varð allt
önnur. í NS sátu Kristján Krist-
jánsson og Pálmi Kristmarsson, -
en AV vom Jóhann Þorsteinsson
og Hafsteinn Larsen. Sagnir
gengu:
Vestur Norður Austur Suður
Vestur Norður Austur Suður
J.Þ. K.K. H.L P.K.
— — — 1 spaði
Dobl 2 hjörtu Pass 3 tíglar
Pass 4 lauf Pass 4 tíglar
Pass 4 grönd Pass 5 työrtu
Pass 6 tíglar Pass Pass
Slemman er all þokkaleg, en
þó er ekki sama hvemig hún er -
spiiuð. Vestur kom út með ein-
spiiið 1 spaða, lítið, gosi og ás.
Páimi trompaði strax lauf, fór
svo heim á tígulás og trompaði
aftur lauf. Stakk næst hjarta
heim og trompaði síðasta laufið.
Spiiaði svo spaða.
Vestur gat trompað með
kóngnum ef hann kærði sig um,
en fleiri slagi gat vömin ekki
fengið.
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á tékkneska meistaramótinu
í ár kom þessi staða upp í skák
alþjóðlega meistarans Prand-
stetter, sem hafði hvítt og átti
leik, og stórmeistarans Ftacnik.
Hviti riddarinn á f6 stendur
í uppnámi, en hvítur kærði sig
kolióttan um það og iék
stórsnjöUum leik: 45. dD4!
(Fómar manni, en leppar bæði
hrók og riddara svarts.) Kxf6,
46. Hf8+ - Kg6 (Eða
46 .. .Ke7, 47. Dxe5 - Kxf8,
48. Dh8+ - Kf7, 49. Dh7+ og
svarta drottningin fellur), 47.
Dxe5 — De7, 48. Hg8+ og
svartur gafst upp. Stórmeistar-
inn Jan Smejkal sigraði ömgg-
lega á mótinu, með 10 v. af 15
mögulegum. Næstur kom al-
þjóðlegi meistarinn Pekarek með
9 v. og kom það mjög á óvart.
Smejkal er nú fremsti skákmað-
ur Tékka eftir að Vlastimil Hort
settist að í V-Þýzkalandi.