Morgunblaðið - 08.02.1987, Page 60
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1987
60
Riley „Blues Boy“ King með Lucille.
Albert King með Lucy í fanginu.
Albert King — Riley „Blues Boy“ King
Tveir blúskóngar
Blús
Árni Matthíasson
Kóngamir í blúsnum eru taldir
fjórir, Albert, B.B., Earl og
Freddy, allir með eftirnafnið.King.
Skyldleiki er enginn þeirra á milli,
þó að stundum hafí plötuútgef-
endur og umboðsmenn séð sér hag
í að ýja að því.
Ég ætla að láta mér nægja að
ræða um tvo þeirra að sinni, tvo
þá merkari (a.m.k. frægari), þá
Albert og B.B. King.
B.B. King
Riley B. King, sem síðar fékk
viðumefnið „Blues Boy“, eða bara
B.B. sem flestir þekkja hann und-
ir í dag, fædaÍSÍ í l&SSPPÍ 1925-
Hann hóf snemma að leika á hljóð-
færi. Að hans sögn urðu þáttaskil
í afstöðu hans til gítarleiks þegar
hann heyrði fyrst leikið á raf-
magnsgítar um 1940, er hann
heyrði í T-Bone Walker.
Hann náði þegar vinsældum
með fyrstu upptökum sínum, og
varð eftirsóttur á tónleikum. Til
gamans má geta þess að 1956 lék
hann á 342 tónleikum. Það hefur
líka loðað við hann að hans aðal
em tónleikar og hans bestu plötur
eru tónleikaplötur. Til eru frá-
sagnir af fólki sem liðið hefur
ýíír á tÚn'e’kum' svo 5elur t)a5
lifað sig inn í það sem fram ior.
Sú hljómplata B.B. sem telja
verður hans fremstu er Live at
the Regal, sem tekin er upp 1964.
Á henni er að finna lög sem marg-
ir kannast við, lög eins og Every
Day (I Have the Blues), How Blue
Can You Get, You Upset Me Baby
og Woke Up This Momin’. Hljóð-
færaleikur er aliur fyrsta flokks,
enda eru gítarleikarar í blúsnum
yfirleitt bornir við B.B. til að
meta þá. Það sem þó gerir plöt-
una hvað merkilegasta er
stemmningin sem glöggt má
greina. Það fer nefnilega ekki á
milli mála að B.B. á áheyrendur
með húð og hári.
Seint á síðasta ári gaf Charly
út tvær af Blueswayplötum B.B.,
Live and Well og Completely Well.
Á Live and Well er önnur plötu-
hliðin tekin á tónleikum í New
York 1969, en hin hliðin í hljóð-
veri. Completely Well er aftur á
móti öll tekin upp í hljóðveri.
Þeir hjá Charlie hafa ákveðið
að setja þessar tvær plötur saman
í pakka og gefa þær út undir
nafninu Completely Live and
Well. Það er vel til fundið því
þessar tvær plötur eiga einna
mestan þátt í því að gera B.B.
að þeirri stjömu sem hann er í
Bandaríkjunum, og þar með að
eina milljónungnum í blúsnum.
Þetta er góður pakki þó hljóm-
leikahliðin nái ekki upp í Live at
the Regal, en þó er þar afbragðs
útgáfa af My Mood.
Hljóðversupptökumar eru aftur
á móti með því besta sem heyrst
hefur frá kappanum, enda með-
spilaramir ekki af verri endanum.
Þar sýnir hann hvað hægt er
að gera innan ramma blúsins, t.d.
í laginu The Thrill Is Gone, sem
fór reyndar inn á topp tuttugu
þeirra Bandaríkjamanna, og sam-
spil hans og gítarleikarans Hugh
McCracklin í laginu You’re Mean
Albert King
Albert King, f. 1923 í Miss-
isippi, hefur löngum staðið í
skugga B.B. King og af mörgum
er hann talinn skuggi B.B. Kemur
þar margt til, þar á meðal eflaust
að hann hefur gefið sínum gitar
gælunafnið Lucy, en frægt er ein-
mitt að gítar B.B. ber heitið
Lucille.
Þekktastur er Albert fyrir tón-
list þá er hann tók upp hjá Stax
á árunum frá 1966 til þess að
Stax fór á hausinn skömmu eftir
1970. Þar naut hann aðstoðar
Booker T. Jones og sveitar hans,
en Booker T. og The MGs voru
einskonar húshljómsveit hjá Stax.
Með þeirra aðstoð tók Albert upp
mikið af efni, og þar á meðal sitt
frægasta lag, Bom Under a Bad
Sign, sem er reyndar samið af
Booker T. Jones og William Bell.
Mikið af því efni er svo endurút-
gefið á Edsel plötunni Laundro-
mat Blues.
Þar er einnig að finna lög eins
og I Love Lucy (þ.e. gítarinn),
Laundromat Blues og Kansas
City. Tónlistin er þéttur rokkaður
blús, með áberandi góðum ein-
leiksköflum Alberts.
Eftir að Stax rúllaði yfir, fór
Albert á samning hjá Tomato og
á vegum þess fyrirtækis fór hann
til New Orleans og tók upp efni
undir stjórn hins fræga Allen
Toussaint. Það efni er gefið út á
plötunni New Orleans Heat.
Allen setur sinn svip á tónlist-
ina, hún hefur meira soul yfir-
bragð og meira ber á bakröddum
og homablæstri. Ekki er það þó
til vansa, Albert skín í gegn og
sýnir af sér meistaratakta á gítar-
inn og í blúsuðum söng. Ef
eitthvað þá hefur hann meira
svigrúm til að sýna fæmi á gítar-
inn, t.d. í laginu I Got the Blues
og I Get Evil. Lögin á plötunni
eru ýmíst “ÖIRU! eða samin fyrir
þessa plötu. Á meðal laganna er
ný útgáfa af Born Under a Bad
Sign, og er gaman að bera saman
útgáfurnar tvær, sem tíu ár em
á milli, annars vegar af Laundro-
mat Blues, og hins vegar af New
Orleans Heat.
Ferðasögur mínar hafa batnað til
muna eftir að ég hóf að ferðast
með SAS’
* Hannes Guðmundsson
framkvæmdastjóri.
g er einn af þeim sem ferðast mikið
starfs míns vegna. Ég verð að geta
treyst einum aðila fyrir ferðaáætlun minni.
Ég vil ferðast þægilega og láta hlutina ganga
snurðulaust fyrir sig. Hratt og örugglega.
Þegar ég kem því við þá flýg ég með SAS flug-
félaginu. Þjónusta SAS er frábær. Fyrir venju-
legt fargjald flýg ég á Euro Class og nýt margs
konar fyrirgreiðslu á jörðu niðri. Ég hef aðgang
að Scanorama þjónustustöðvum á flugvellinum.
Þar býðst mér fyrsta flokks hvíldaraðstaða og ég
hef einnig aðgang að góðri skrifstofuaðstöðu þar
sem ég get haldið litla og stóra fundi. SAS tryggir
mér þægilegt ferðalag og styttir ferðalagið með þjón-
ustu og fyrirgreiðslum á áfangastöðum, þannig að
þegar öllu er á botninn hvolft er ódýrara að fljúga með
SAS á Euro Class heldur en að reyna að brjótast í gegn-
um fargjaldafrumskóginn á eigin spýtur“.
Þú getur hagnast á því að vera SAS farþegi. Leitaðu
upplýsinga um það hjá ferðaskrifstofunni þinni eða hjá
SAS skrifstofunni.
Efþú ferðast mikið starfs þíns vegna.
MÍS4S
Laugavegi 3 101 Reykjavík Símar 21199 og 22299