Morgunblaðið - 22.02.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.02.1987, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1987 STALLONE SKIPTIR UM AKREIN Rick Zumwalt, sam leikur kraftajötunninn í myndinni, býöur blaða- mönnunum í sjómann. Við sófaborðið hjá Stallone Það eru tveir lífverðir fyrir utan svítuna. í fínum jakkafötum og með talstöðvar. Þrátt fyrir áhrifa- ríka notkun ilmefna má vel greina einhverja sérstaka lykt sem fylgir duldum vopnaburði. En hulstrin Mér fínnst þetta varhugaverð þró- un.“ En eru myndir hans ekki eiri- mitt til þess fallnar að kenna ungum drengjum að hermennska og dugnaður við mannvíg sé dyggð og hetjuskapur? „Eg tel mig hafa verið að gera myndir, eða búa til sögur, sem eru framhald af ævagamalli hefð bæði í sögum og síðar bíómyndum. Það eru sögur um bardagahetjur. Til dæmis Ben Húr.“ En Stallone langar að fara að breyta svolítið til. „Ég vil fara að fíkra mig yfír í bitastæðari persónur. Bara svona hægt og rólega. Fara dálítið að dæmi Clint Eastwood í því efni. Þessi mynd „Over the Top“ er vissulega skref í þá átt. Eg er búinn að vera löðrandi í svita í níu ár en það er ekki fyrr en í lokin á þessari mynd sem eitthvað slíkt gerist. Svo þetta er tímamóta- verk hjá mér,“ segir hann og hlær. Vélbyssulaus og altalandi birtist hann í nýjustu mynd sinni, „Over the Top“ þama í tuminum, því ég sé engan þesslegan á leið minni. Lyftan er svo hraðskreið að sokkamir rúllast niður kálfana þegar ég þýt uppávið inni í tumin- um. Þegar upp er komið og inn í svítu númer 2805, hitti ég fyrir blaðafulltrúann sem áður hafði haft samband við mig og ég sé að þama eru fleiri blaðamenn mættir. Smám saman kemur í ljós að hér eru á ferðinni valdir fulltrú- ar erlendu pressunnar. Geðugur Fransmaður frá Le Monde, voða smart nýbylgjustúlka frá Nieuwe Revu í Hollandi og aðrir venju- legri frá Sviss, Venesúela, Arg- entínu og Ítalíu, Bretlandi og Þýskalandi. Enginn frá Norður- löndunum nema undirritaður. IJtsýnið um gluggana er stór- brotið. Það sést út yfír alla borg og til fjalla í norðri og austri. Landið er baðað í heitri Kalifomíu- sól og í vestri blikar Kyrrahafið eins og hvítglóandi málmur í löð- um. Ylvolgur gusturinn bærir glitofín gluggatjöldin þar sem opið er. Nú hefst biðtími. Því stjömum- ar hafa mikið að gera við að skína og þetta er annar dagur þeirra í stöðugum fjölmiðlaviðtölum. Ekk- ert má gerast sem getur komið þeim úr jafnvægi. Hver mínúta er skipulögð og ijölmiðlunum skammtaður ákveðinn tími, hveij- um um sig. En á meðan við bíðum er hægt að njóta góðgerða þeirra Cannon- manna. Freistandi kalt borð og óáfengir drykkir standa til boða. Fólk situr og hripar niður hug- myndir að spumingum, les blöðin. A meðan sitja stjömumar í öðrum svítum á haeðinni og veita áheym- ir. Kannski Richelieu kardínáli líka. Meðal aðstoðarfólks stjam- anna ríkir lotningarfull spenna. Okkur, útlensku blaðasnápunum, fínnst hún pínulítið hlægileg. Við þekkjum ekki eins vel hvað það merkir að einhver sé stjama hér í Vesturheimi. sjást ekki í gegnum jakkafötin. Þegar inn er komið er þar nokk- ur hópur manna sem allir virðast vera einhvers konar aðstoðarmenn eða vemdarar leikarans. Menn hvíslast á og benda líkt og ekkert megi gerast sem raskað geti hug- arró stjömunnar. Allur undirbún- ingurinn, með lífvörðum og öllu saman, er á þá lund að maður gæti haldið að þegar til þess kæmi sæti leikarinn í hásæti og rétti fram hanskaklædda hönd með gullbaugi til að kyssa á. Svo er þó ekki. Stallone lætur fara vel um sig í sófanum, frjáls- lega klæddur, með axlabönd utan yfír peysunni. Hann heilsar glað- hlakkalega. Það er þegar ljóst að hér er á ferðinni allur annar mað- ur er sá gersamlega ótalandi Ur myndinni. Stallone býr sig undir að keppa í sjómanni. Rambo eða Rocky 2 til 4 sem birst hefur á tjaldinu og korrað setning- ar, sem meðalgreindur páfagaukur hefði skammast sín fyrir. Þessi leikari er einn þeirra sem búa við geysilega hylli almenn- ings, en eru nánast álitnir áferðar- ljótir leikmunir af gagnrýnendum. Og stundum ekki einu sinni það. Stallone hefur legið undir miklu ámæli fyrir síðustu myndir sínar, svo sem Rambo og Cobra, þar sem ofbeldið er svo gegndarlaust og blóðið flýtur í svo stríðum straum- um að helst minnir á árviss frétta- skot íslenska ríkissjónvarpsins úr sláturhúsunum á haustin. Hann er uppáhalds skotspónn grínista og eftirhermukúnstnera og Iíklega aðeins ein bandarísk persóna sem fær aðra eins útreið á þeim vett- vangi, Ronald gamli Reagan. „Já, mér fínnst þetta svolítið skiýtið. Það er eins og ég hafí verið að fínna upp stríðið. Eins og ég sé bara að búa það til. Ég hef verið að gera myndir sem fjalla um stríð. Stríð er hroðalegt fyrirbæri. Það er hrikalegasta form ofbeldis. Þess vegna er auð- vitað ansi mikið ofbeldi í þessum myndum. En ég er ekki að reyna að auglýsa það sem eitthvað gott. Ég er bara að segja sögu.“ Það er greinilegt að þetta er honum mikið hjartans mál, því hann er sestur fram á sætisbrún- ina í sófanum og farinn að rista einhver ósýnileg tákn í harðviðar- borðið með höndunum til að fylgja skoðunum sínum eftir. „Sko. Það virðist vera allt í lagi að gera bíómyndir, varðandi of- beldi og ógeð ef það er sett fram sem grín. Ef það er sett fram á þann hátt að áhorfendur eigi að hlæja að því. Ef það er hins vegar hluti af einhveijum hrikalegum veruleika sem verið er að lýsa, þá þykir það hið versta mál. Þetta fínnst mér annarlegt hugarfar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.