Morgunblaðið - 22.02.1987, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.02.1987, Blaðsíða 11
V8CI HAÖH83'? .22 HUDAaUHVIUg .01QAJ8VHJDHOM MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1987 a nr B ll Sonurinn (David Mendenhall) hvetur föðurinn (Stallone) fyrir lokakeppnina. á reynir. Lífíð er einskis virði þeg- ar ást er ekki til staðar. Hún fær hluti til að vaxa og dafna." Það fer ekki hjá því að blaða- manni verði hugsað til einkalífs Stallones þegar hér er komið sögu. Hjónaband hans við þá dönsku Birgit Nielsen. Til sonar hans af fyrra hjónabandi sem á við mikla fotlun að stríða og til sonar Birg- ittu sem þau hafa verið að reyna að fá til sín með öllum tiltækum ráðum, þar á meðal peningum. Þrautseigja og harka Og hvemig var samstarfið við David Mendenhall? „Það var gaman að vinna með David. Það er alltaf dálítið erfítt að vinna með krökkum, dálítil hætta á að þeir verði einum of sætir og steli allri athyglinni frá sögunni sem verið er að segja. En það gekk ákaflega vel hjá David. Við létum strákinn oft hafa síðasta orðið í atriðunum hjá okkur, vegna þess að það styrkir þá mynd sem við vildum draga upp af föðurnum. Staða hans er veikari en staða stráksins. Eins og strákurinn seg- ir reyndar við hann: — Það er fleira sem gildir í lífínu en vöðvam- ir. Við göntuðumst mikið milli at- riða og David lærði að bera nokkra virðingu fyrir mér. Það var mjög gott. Það styrkti samband okkar í myndinni." Talið berst að útkomunni. tilviljun. Ævi hans er mjög á sömu lund. Hann varð fertugur á liðnu ári. Það eru ekki nema tíu ár síðan hann var staurblankur atvinnulaus leikari. Stallone ólst upp í verstu hverfum New York-borgar og var rekinn úr fjórtán skólum á ellefu árum í æsku. Hann fór í leiklistar- deild háskólans í Miami í Florida og kennaramir hans þar sögðu honum að vera ekki að láta sig dreyma um að geta nokkum tíma fengið vinnu við leiklist. Hann hvarf þaðan fljótlega á braut. Hann var alltaf ákveðinn í að verða leikari og reyndi fyrir sér í nokkur ár í New York og fékk nokkur smáhlutverk. Og svo var það um miðbik síðasta áratugar að hann var atvinnulaus einu sinni sem oftar. Orðinn fjölskyldumaður og átti von á bami og illt í efni í ijármálunum. Hann fór að skrifa handrit og skrifaði fyrsta uppkastið að „Rocky" á þremur sólarhringum. Svo fór hann að reyna að selja handritið. Það gekk ekki allt og vel. Að vísu vantaði ekki að menn hefðu áhuga á handritinu. Þeir höfðu bara ekki nokkum áhuga á hinu, sem var skilyrði Stallones fyrir að selja það, — að hann fengi sjálfur að leika aðalhlutverkið. Þó tókust loks samningar. Þá átti hann aðeins um hundrað doll- ara eftir inni á bankareikningnum sínum. Hann seldi kvikmyndarétt- mun hún þó í hugum flestra tengd knæpum og krám, trukkabílstjór- um og slörkurum. Ef til vill verður breyting á þessu með tilkomu þéssarar bíómyndar. „Já, ég vona að þetta viðhorf breytist eitthvað eftir að þessi mynd verður tekin til sýninga. Við áttum ágætt samstarf við lands- samband „annglímumanna" og viljum gjaman auka veg þessarar íþróttar. Hún er mjög skemmtileg og spennandi og hreint ekki bara spuming um vöðvamagn. Ég hef alltaf haft gaman af að fara í sjó- mann og fannst enn skemmtilegra að æfa þetta svona skipulega og undir leiðsögn íþróttamanna á þessu sviði.“ Hvað með nánustu framtíð? Hvað stendur til? „Ég hugsa að við gerum nú aðra „Cobra“-mynd, en svo fer ég að reyna að koma mér yfír í ann- an farveg. Við Eddie Murphy höfum til dæmis verið að spjalla saman um að gera mynd í samein- ingu. Svo fæ ég kannski einhvem tíma tækifæri til að leika hlutverk sem mig hefur lengi dreymt um, en það er prestshlutverk. Mig langar að prófa að leika prest, til dæmis prest í slæmu stórborgar- hverfí. Það væri gaman." SJÁ VIÐTAL VIÐ MENA- HAN GOLAN LEIKSTJÓRA MYNDARINNAR Á NÆSTU SÍÐU Myndinni eins og hún birtist. „Ég er nokkuð ánægður með hana. Sko, í upphafi var hugmynd- in alveg fáránleg. Ég átti að vera einhvers konar indjána-Rambó með boga og örvar. Það leist mér ekkert á. Ég vildi hafa þetta meira persónudrama og minna ofbeldi og líka hversdagslegri umgjörð. Við Menahem vomm sammála um flest í myndinni, en ekki alveg allt. Ég vildi til dæmis fá að hafa endinn öðruvísi. Vildi ekki sigra í armglímukeppninni. En þá tók Menahem upp á því að láta tvö þúsund statista greiða atkvæði um það hvemig endirinn ætti að vera. Og auðvitað var það engin spum- ing. Liðið vildi láta Linc sigra. Ég vildi líka losna við þessa senu þeg- ar Mike er rænt. Það er_ óþarfa angur að mínum dómi. Ég vildi helst setja smá textaskilti inn á hana: — Þetta er ekki eins og ég vildi hafa það!“ Stallone hefur jafnan leikið menn sem hafa verið illa staddir í lífínu en komist áfram með þraut- seigju og hörku. Það er engin inn fremur ódýrt en gegn vænum prósentum af hugsanlegum hagn- aði, sem kaupendumir töldu harla óvissan. Hann lék sjálfur aðal- hlutverkið. Myndin vann til Óskarsverðlauna þetta ár, 1976, og náði feykilegum vinsældum. Síðan hefur Stallone getað gert nánast það sem honum sýnist og altént ekki þurft að hafa ányggjur af að eiga ekki nema huridrað dollara inni á bankabókinni sinni. „Það var ekki erfítt fyrir mig að setja mig í spor Lincoln Hawk. Þó var ég ekki alveg nógu góður fyrstu tvær vikumar sem við vor- um að taka. Ég lék of sterkt. En til allrar hamingju þurftum við að taka þetta flest aftur vegna mis- taka í kvikmyndatökunni og þá gat ég lagfært þetta. í upphafí myndarinnar er Linc neftiilega bugaður maður. En í myndinni nær hann að sigrast á samvisku- bitinu og þar með að breyta örlögum sínum.“ Það að keppa í sjómanni er orð- in töluverð keppnisíþrótt í Banda- ríkjunum. En enn sem komið er STAÐREYNDIR MALSINS Kvlkmyndir Sveinbjörn I. Baldvinsson „Over the Top“ segir sögu vöru: bflstjórans Lincoln Hawk. í upphafí myndarinnar snýr hann til baka til fjölskyldunnar sem hann yfirgaf mörgum árum áður. Fyrrum eiginkona hans, sem nú liggur þungt haldin á sjúkrahúsi, er af ríkum ættum og fyrrum tengdafaðir hans lítur á Lincoln sem hvetja aðra pest sem afkom- endum sínum hafi blessunarlega tekist að losa sig við. Lincoln á son sem hann hefur varla séð. Þegar fyrrum eiginkona hans biður hann um að gera það fyrir sig að sækja strákinn sem nú er á táningsaldri og taka hann með sér til Kaliforníu þar sem hún er á sjúkrahúsi, þá leggur hann ótrauður af stað og myndin lýsir því hvemig þeim feðgum gengur að kynnast hvor öðmm og hvem- ig móðurafinn tekur þessum nýju kynnum þeirra. Ýmislegt ber til tíðinda á ferð feðganna í vörubílnum til Kali- fomíu og þegar þangað er komið hefur margt breyst. Þó á jafnvel enn fleira eftir að breytast. Ekki er vert að upplýsa ferkar um sögu- þráðinn, en þess má geta að ekki er Sylvester Stallone alveg laus við að sýna líkamlega hreysti- mennsku í myndinni því Linc, eins og hann er nefndur, er allgóður í sjómanni, eða „armglímu" eins og það er nefnt vestanhafs og þessi íþrótt kemur verulega við sögu í myndinni. Stallone er annar tveggja hand- ritshöfunda myndarinnar, en hann hefur reyndar skrifað handrit að mörgum mynda sinna. Leikstjór- inn er Menahem Golan, en hann er annar helmingur tvíeykisins GOLAN/GLOBUS, sem rekur kvikmyndafyrirtækið The Cannon Group Inc., og hefur sent frá sér mikið magn af vinsælum myndum á síðustu ámm auk nokkurra metnaðarfullra og listrænna mynda. Með aðalhlutverk í myndinni, auk Stallones sjálfs, fara David Mendenhall, sem leikur Mike, son- inn unga, Robert Loggia, sem leikur tengdaföðurinn og loks Susan Blakely, sem leikur hina helsjúku móður drengsins. Tón- listin í myndinni er eftir Giorgio Moroder, sem hefur verið viðrið- inn margar vinsælar myndir á síðustu árum, svo sem „Top Gun“. Keppnin mikla. „Nú stendur til að breyta þessu. Nú á að skipta um akrein. „Over the Top“ er lítil mynd. i. Það eru engar stórhamfarir eða > drápsveislur í henni. Þetta er bara saga um mann sem fær það sjald- gæfa tækifæri að eiga þess kost að bæta fyrir það sem honum hefur mistekist. I upphafí er Linc ekkert. Á enga framtíð, ekkert markmið. Hann dröslast bara áfram í lífinu eins og fólk gerir sem þannig er ástatt fyrir. Fólk f'sem hefur ekkert eða engan að lifa fyrir. En honum gefst þetta tækifæri til að bæta fyrir mis- gerðir sínar, sem fólust í því að yfirgefa móðurina og drenginn á sínum tíma. Þetta er ástarsaga í vissum skilningi. Um ást milli föður og sonar. Um nauðsyn þess að eiga fjölskyldu. Um mikilvægi þess að rækta þau tengsl og treysta þau bönd. I fyrstu er strákurinn algerlega á móti föður sínum og vill ekkert með hann hafa. Finnst hann kjánalegur og fávís og það er vissulega nokkuð til í því. Én þeg- ar til kemur hafa þeir báðir svo mikið að gefa hvor öðrum að þeg- ar upp er staðið eru þeir báðir óendanlega miklu ríkari en í upp- hafí. Og þá ekki í peningalegum skilningi, því stákurinn, Mike, hef- ur alist upp við allsnægtir hjá moldríkum afa sínum. Hann snýr baki við þeim vegna þess að faðir hans er honum meira virði þegar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.