Morgunblaðið - 22.02.1987, Blaðsíða 12
12 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRUAR 1987
Mynd fyrir fólk
en ekki fræðinga
— segir Menahem Golan, leikstjóri og framleiðandi, sem vísaði
spurningunni um sögulokin til fulltrúa áhorfenda sjálfra
Kvikmyndir
Sveinbjörn I. Baldvinsson
„Þetta er ameríski
draumurinn. Þetta er saga
um mann sem fær að bæta
fyrir mistök sín. I
uppáhalds atriðinu mínu,
þar sem Linc er í fangelsi
og Mike í heimsókn hjá
honum, þá segir hann allt
sem segja þarf um sjálfan
sig. — Eg er bara faðir sem
gerði vitleysu. Það er
málið."
Það er leikstjórinn og annar
framleiðandinn, Menahem Golan,
sem talar. Þetta er roskinn gyð-
ingur, eins og nafnið gefur til
kynna. Fluttist til Bandaríkjanna
frá ísrael eftir að honum fór að
ganga vel með kvikmyndir sínar.
Hann verkar á mig sem vellauð-
ugur listiðnaðarmaður með sál.
Gengst greinilega fremur upp í
því sem hann gerir, heldur en til
dæmis því sem hann klæðist. Við
sitjum við dálítið hringborð í einni
svítunni á Century Plaza ásamt
David Mendenhall.
„Ég var strax með Sly (Stall-
one) í huga í þetta hlutverk. Ég
byrjaði að þróa þessa hugmyd
fyrir fjórum og hálfu ári síðan
og svo núna þegar ég hafði sam-
band við hann, þá liðu ekki nema
tuttugu og fjórir tímar þangað
til hann gaf svar og það var já-
kvætt.
Ég hef alltaf verið hrifinn af
Stailone sem kvikmyndaleikara.
Hann er stjama á tjaldinu. Hann
er einn sá besti í Hollywood.
Hann er auðvitað ekki menntaður
sem leikari sem getur leikið hvað
sem er, eins og Paul Newman
eða Dustin Hoffman. En á tjald-
inu er hann jafn áhrifaríkur og
John Wayne og Cary Cooper,
þegar best tekst til. Þetta er eitt-
hvað sem hann býr yfir, eitthvað
náttúmlegt og fjarri því að vera
úthugsað eða gáfulegt."
„Talaðu við mig, Sly“
Cannon-kvikmyndastórveldið
er fyrst og fremst þekkt fyrir vin-
sælar myndir eins og „Missing in
Action", „Superman 4“ og fleira
í þeim dúr. En þar með er þó
ekki öll sagan sögð því þeir félag-
ar Menahem Golan og Yoram
Globus hafa einnig fengið til
starfa virta leikstjóra og framleitt
mjög metnaðarfullar myndir eins
og „Runaway Train" og „Maria’s
Lovers" eftir Rússann Andrei
Konchalovsky, „Camorra" eftir
Linu Wertmiilíer og „Othello" eft-
ir Franco Zeffírelli.
„Ég leitaðist við að nálgast efn-
ið ekki sem einhvers konar
„sápuþátt". Leitaðist við að koma
einhverju til skila, bæði sögu og
meiningu. Reyndi að bregða upp
mynd af félagslegum andstæðum,
Menahem Golan
leikstjóri og framleiðandi.
sem óvíða em reyndar meiri en
hér í Bandaríkjunum. En þetta
er líka ástarsaga og saga um
mikilvægi fjölskyldunnar.
Ég vona að hún verði til að
breikka áhorfendahóp sem Stall-
one á vísan. Hann leikur hér
mann sem ekki getur dulist á bak
við vélbyssu. Mann sem ekki tjáir
sig bara með ofbeldi. Það var
reyndar mjög skemmtilegt að
vinna með honum. Hann er sér-
stakur leikari. Hann leit til dæmis
aldrei nokkurn tímann í handritið
á meðan við vomm við upptökur.
Alveg óvíst að hann hafi haft ein-
tak af því með sér. Hann kunni
það bara. Allt saman. Hveija ein-
ustu línu.
En ég þurfti alltaf að vera að
passa að hann dytti ekki í gamla
farið með umlið og korrið í stað
þess að tala eins og maður. Það
fyndna við það er, að hann talar
alls ekki svona í raun og vem.
Svo ég var alltaf að hóa í hann
og segja: — Talaður við mig, Sly!
TALAÐU við mig!“
Golan getur ekki varist hlátri
þegar þetta riijast upp fyrir hon-
um.
Ekki bara að
græða peninga
„Annars var þetta svolítið erfíð
mynd í töku. Þriðjungur hennar
gerist inni í vömbílnum og það
em nú takmörk fyrir því hve mik-
ið getur verið að gerast í myndinni
á svoleiðis stað. Þessar senur gera
því miklar kröfur til leikaranna.
Þetta gekk allt vel. Við byijuð-
um á útiskotum á hraðbrautunum
og enduðum á alþjóðlega arm-
glímumótinu í Las Vegas. Það var
gaman að því. Fyrst tókum við
upp efni á sjálfu mótinu með sex
vélum og svo settum við allt á
svið aftur og klipptum þetta svo
saman. En keppnin var að þessu
leyti alveg raunvemleg, þótt Stall-
one væri auðvitað ekki raunvem-
lega keppandi á mótinu sjálfu.
Það var þá sem við vomm dá-
lítið að velta því fyrir okkur hvort
Linc ætti að vinna eða tapa í úr-
slitaglímunni. Sly vildi endilega
láta hann tapa. Ég brá á það ráð
að vísa málinu um það hvemig
myndin ætti að enda til fulltrúa-
ráðs áhorfenda, sem vom tvö
þúsund statistar sem áttu að vera
áhorfendur á mótinu. Það var
samþykkt einróma að Linc ætti
að sigra í keppninni og það varð
úr. Þetta var ákvörðun þess fólks
sem þessi mynd á að höfða til.
Almennings.
Annað sniðugt sem við gerðum
í Vegas var að framkvæma þá
hugdettu Stallones að skjóta inn
í myndina stuttum viðtölum við
keppenduma á mótinu. Dálítið
hliðstætt við það sem var gert í
myndinni hans Warrens Beatty,
„Reds“. Við ákváðum að prófa
þetta bara á staðnum, alveg óund-
irbúið og ekki eitt einasta orð
skrifað. Armglímukappamir réðu
því alveg sjálfír hvað þeir sögðu
í þessum viðtölum og það tókst
mjög skemmtilega, finnst mér.“
Það er forvitnilegt að heyra
hvaða augum Golan lítur á störf
sín í kvikmyndaiðnaðinum.
„Málið er ekki bara að græða
peninga. En auðvitað er nauðsyn-
legt að afla fyrirtækinu tekna til
að geta staðið undir rekstrinum
og nýjum framkvæmdum. Við
seldum dreifíngarréttinn að „Over
the Top“ í Bandaríkjunum til
Warner Brothers fyrir fímmtán
milljónir dala og það gerir áhætt-
una nánast enga hjá okkur, því
myndin kostaði tuttugu og fimm
og enn á eftir að selja hana til
útlanda.
Ég er fyrst og fremst leik-
stjóri. í öðm lagi bissnessmaður.
Ég held að það sé mikilvægt að
einhvers staðar sé til kvikmynda-
fyrirtæki þar sem lokaákvarðanir
eru ekki teknar af bókhöldurum
og peningamönnum, heldur
mönnum sem sjálfír eru kvik-
myndagerðarmenn. Við erum
búnir að gera margar myndir hjá
Cannon og við höfum leitast við
að halda hlutfallinu 1 á móti 3,
milli listrænna mynda og
skemmtimynda. Sjálfur vil ég
gera svona mynd á tveggja ára
fresti. Næst verður það líklega
„The Yellow Jersey" sem fjallar
um Tour de France-hjólreiða-
keppnina. Með mér í því verða
líklega Dustin Hoffman og Carl
Foreman.
Ég er hrifnastur af tilfínninga-
ríkum myndum og leitast við að
gera myndir í þeim anda. Þessari
mynd, sem við erum að fara að
sýna núna, „Over the Top“, er
heldur ekki ætlað að vinna til
neinna verðlauna eða flakka um
kvikmyndahátíðir. Þetta er einföld
saga. Einföld mynd. Mynd handa
fólki fremur en fræðingum. Ég
vona að hún snerti við fólki og
geri það þokkalegt íjárhagslega.
Ef hún gerir það, þá er ég ánægð-
ur.“
Til sölu
Lengd 5,45
Segl 5 stk.
Kojur 4
Upplýsingar
í síma 52905
Tölvunámskeid
fyrir fullorðna
Fjölbreytt, vandað og skemmti-
legt byijendanámskeið fyrir fólk
á öllum aldri.
Dagskrá
★ Grundvallaratriði við notkun tölva.
★ Forritunarmálið BASIC, æfingar.
★ Ritvinnsla með tölvu, æfingar.
★ Notkun töflureikna, æfingar.
★ Notkun gagnasafnskerfa, æfingar.
★ Umræður og fyrirspurnir.
Tími: 3., 5., ÍO. og 12. mars kl. 20—23.
Innritun í símum 687590 og 686790
Tölvufræðslan
BORGARTÚNI 28, REYKJAVÍK
Sportvöruútsal-
an í Spörtu
helduráfram
Fimleikaskór
kr. 199,-
Aerobik-skór
kr. 1.490,-
Innanhússskór
kr. 490,-
Uppháir skór
kr. 1.190,-
Adidas trimmskór
kr. 990,-
Töskur frá
kr. 190,-
Sokkar
kr. 99,-
o.fl. o.fl.
Adidas franskir trimmgallar nr. 162—186
kr. 1.690,-