Morgunblaðið - 22.02.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.02.1987, Blaðsíða 28
28 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1987 ,, gc.turáu sé& hvort ósLÍpobur demouotur 5é eLctcx?>‘, . ... ekkiaUt, sem skeð- ur oft $, dl/. Ég var heppinn og rekinn úr skólanum! »17 POLLUX Svo heitt elska ég þig að ég ætla að drekka freyði- vínið úr fullum skó þínum, jafnvel þó hann sé númer 46... HÖGNI HREKKVÍSI Fundarsalur Neðri deildar og Sameinaðs þings en þar á einnig að endurnýja húsgögnin. Hver tók ákvörðun um húsgögnin? Jóhanna skrifar: 1. Hvar og af hveijum var sú ákvörðun tekin að kaupa erlend húsgögn í kaffístofu Alþingis? 2. Var leitað til íslenskra hús- gagnaframleiðenda um tilboð í þetta verkefíii? 3. í hveiju felst sú mikla hag- kvæmni sem réttlætti að gengið sé framhjá íslenskri framleiðslu á þennan hátt? Með von um svör. Aðstandendur eru oft ekki minni þolendur Aðstandandi skrifar: Mig langar til að láta álit mitt í ljós á nafn- og myndbirtingum af sakamönnum í fíölmiðlum. Mér fínnst að verði að taka tillit til þess hvort maðurinn sé síafbrotamaður eða sé að bijóta af sér í fyrsta sinn. Það verður að gefa mönnum tæki- færi til þess að bæta sig, en það getur orðið ansi erfítt fyrir mann sem stimplaður er orðinn af al- menningi. Einng verður að taka tillit til aðstandenda, en af fenginni reynslu veit ég, að þeir eru oft ekki minni þolendur en fómarlambið sjálft. Fólk er æði oft fljótt að dæma og refsa ef það kemur ekki við það sjálft. Myndir þú, lesandi góður, vilja sjá birta mynd eða nafn þíns nán- asta ef honum yrði á í lífínu? Ég hjó eftir því sem einn sagði, er hringdi í opna línu á Stöð 2 sl. mánudag, þegar íjallað var um þetta mál, að eitthvað meira en lítið hlyti að vera að í fjölskyldum saka- manna. Er það næg ástæða? Á ekki að taka tillit til aðstæðna? Jú, ég veit að víða er pottur brotinn og oft má rekja afbrot til einhvers sem miður fer f t.d. uppeldi. En yfírleitt held ég þó að aðstandendur séu ósköp venjulegt fólk svona rétt eins og ég og þú og af ýmsum stétt- um þjóðfélagsins. Víkverji skrifar z/VIE) ER.UM EKKEf?T HRÆDDIRVlÐ PÍWO- LITLAMÁI-/ER MöKROE) ? " Fyrir skömmu var Naustið opnað á ný. Það em ánægjuleg tíðindi. Þessi veitingastaður, sem nokkrir ungir hugsjónamenn ný- skriðnir út úr háskóla settu á stofn fyrir u.þ.b. þremur áratugum, hefur öðlast svo fastan sess í borgarlíf- inu, að eitthvað vantaði þann tíma, sem staðurinn var lokaður. Hinir nýju eigendur hafa tekið þá skynsamlegu ákvörðun að þilja af stækkun Naustsins, þannig að veitingahúsið er nú rekið í sinni uppmnalegu mynd. Það er vel. Stækkunin var ekki vel heppnuð. Það sem mestu skiptir er hins veg- ar, hvort staðurinn standi undir nafni sem matsölustaður. Þegar hugsjónamennimir ungu, sem fyrr vom nefndir, opnuðu Naustið lýstu þeir því yfír, að veitingahúsið mundi sérhæfa sig í fískréttum. Það var líka bylting á þeim tíma, þar sem fólki þótti í þá tíð ekki ástæða til að fara á veitingastað til þess að borða físk. Nú er fískur áreiðanlega aðalmálsverður fólks, a.m.k. í há- degi. Þótt Víkveiji hafí ekki haft mikil kynni af matargerð þeirra í Naustinu nú verður þó ekki annað séð en þeir hafí farið myndarlega af stað og lofí góðu. XXX IMorgunblaðinu í gær var frá því skýrt, að nú stæði yfír atkvæða- greiðsla meðal kennara um það, hvort boða ætti til verkfalls frá 16. marz nk. Það hlýtur að setja ugg að fólki við þessi tíðindi. Fýrir tveimur ámm stóð kennaraverkfall, einmitt á þessum árstíma. Það kom hart niður á öllum nemendum. Víkveiji minnist þess, að fyrstu vik- una eða svo litu krakkamir á þetta sem ágætt frí, eftir það fór að kom- ast los á suma, en aðrir urðu mjög áhyggjufullir. Þar var um að ræða stúdentsefni. Það er nefnilega ekk- ert gamanmál fyrir stúdentsefni að lenda í kennaraverkfalli á þessum tíma. Þau eiga að ljúka ákveðnu náms- efni fyrir stúdentspróf og fengu fyrir tveimur ámm alls ekki fuli- nægjandi undirbúning fyrir þau. Nú á dögum skiptir það máli fyrir þessa krakka, hvers konar einkunn- ir þau fá, vegna þess, að það getur ráðið úrslitum um í hvaða háskóla eða háskóladeildir þau komast. Ef stúdentsprófum hins vegar er frest- að kemur það niður á sumarvinnu og tekjum námsmanna og dregur úr möguleikum þeirra á að standa á eigin fótum fíárhagslega. í kennaraverkfallinu fyrir tveim- ur ámm var mikið um það rætt, að kennarar gætu ekki leyft sér að fara í verkfall á þessum tíma. Það væri skömminni skárra að það gerð- ist þá þegar skólar væm að byija á haustin. Ef nú á að endurtaka þennan ljóta leik verður lítið um samúð með málstað kennara. XXX Víkveiji er orðinn hundleiður á þessu vetrarveðri, enginn snjór, ekkert frost, ekkert fallegt íslenzkt vetrarveður. Hvað ætla veðurguðimir að svíkja okkur lengi um það, sem okkur ber?!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.