Morgunblaðið - 22.02.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.02.1987, Blaðsíða 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1987 \ Ég leitaði blárra blóma eða Þú bláfjallageimur með heiðjökla hring eða Bláa vegu brosfögur sól gengur glöðu skini eða Nú blánar yfir beijamó eða Svarblá alda saga ný eða Belja rauðar fossavöður blágrár reykur yfir sveif Varla fer á milli mála að íslend- ingar hafa mikið dálæti á bláa litnum. Hann kemur alls staðar fyrir þegar góðskáldin vilja dá- sama eitthvað. Ekki laust við að hann sé líka meira áberandi í myndlist hér en annars staðar. Hvað annað? Er ekki landið okkar „blátt"? Enginn grænn litur til að trufla bláma fjarlægðarinnar nema 2-3 mánuði á ári. Og honum ekki einu sinni ausið í okkur þenn- an stutta tíma. Það sér maður best á gerfitunglamyndunum af landinu yfír hásumarið, þegar gróðurbletti má vart greina í auðninni. Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla. Málshátt- urinn sýnir meðal annarrar visku að við teljum bláa litinn til tekna. Miklumst af honum. Blái liturinn er yfirgnæfandi í þjóðfánanum okkar. Við segjum gjaman að hann tákni bláma fjall- anna. En ef farið er í merkinga- fræði vexillológíunnar, sem er víst sérstök og merkileg fræðigrein um fána og á sér alþjóðasamtök með rannsóknastöð í Banda- ríkjunum, þá kemur í ljós að blái liturinn í öllum þessum þjóðfánum er talinn merki um staðfestu og öryggi. Gæti ekki hið síðara átt við okkur? En dæmin um þetta em t.d. blár grunnur Sameinuðu- þjóðafánans og Evrópubandalags- ins. Og býsna margir þessara 170 þjóðfána í heiminum hafa bláan lit, þótt rauði liturinn hafí þar vinninginn. Táknmálið vísar þá ekki til blárra fjalla, heldur er bláfáninn í fræðunum tákn fyrir haf og himin. Kannski rökrétt, því fánastússið sem hófst af þörf fyrir merki til að flykkja mönnum í orustum og láta vita hvort omst- an væri að tapast eða óvinurinn sigraður, varð brátt líka að nauð- synlegum siglingafána á höfun- um. Himininn er vissulega oft blár á íslandi, en líklega þó oftar hul- inn gráma og skýjum en víða annars staðar. Og sjórinn okkar við ströndina er sem betur fer ekki jafti blár og hafflötur svo margra annarra hafa, því slikt er merki um dauða, að svæðið sé lífvana. Verður að fara alla leið suður í Karabískahafið til eyjar- innar Sánkti Luciu til að fínna eina fjallatáknið í bláma þjóð- fánans. En það er líka eldfjalla- eyja sem hefur tvær bláar abstrakt mjmdir af eldfjallakeilum á gulum og svörtum gmnni í fána sínum og á að sýna hvemig þessi bröttu eldfyöll renna saman við bláan hafflötinn og ofan í „hið djúpa bláa haf“, vonartákn um betri daga. Kannski er blái ein- kennisliturinn okkar bara einfald- lega að okkur þyki blátt svo fallegt. Eða liggur eitthvað annað að baki? Dekur þessa spjallara á bláu byggist a.m.k. mest á því. En af hveiju? Og af hveiju allt þetta blámatal núna? Blái liturinn og hvemig menn sjá hann reynist nefnilega gagn- merkt rannsóknarefni. Og að öllum rannsóknum er einhver kveilq'a. Fmmmaðurinn þurfti vit- anlega einhveija ástæðu til að fara að velta fyrir sér hlutunum. Og bömin til að spyija af hveiju. Kveikjan að þessum bláu vanga- veltum_ barst úr nánasta um- hverfi.Áttatíu og fjögurra ára gamall faðir minn fór nefnilega í augnuppskurð hjá þeim fádæma flínku augnlæknum á Landakoti. Þeir skiptu snarlega um augastein í honum. Gátu meira að segja gert það án svæfíngar, sem fer oft illa í slitna skrokka. Nýi auga- steinninn reynist þvílíkt djásn, að ekki aðeins veitir hann nýja og gleggri sýn heldur líka gleði yfír nýjum bláum lit, sem eigandinn mundi vart eftir að hafa séð, a.m. k. ekki í langan tíma. Þegar haft var orð á þessu við lækninn sagði hann bara: Nú tókstu eftir því? Gámhöfundur, sem aldrei virð- ist ætla að vaxa upp úr bama- spumingunni „akkuru?", greip tækifærið til að leggja þá spum- ingu fyrir sinn augnlækni, Eirík Bjamason, og kom ekki að tómum kofanum. Það kom í ljós, að þetta er þekkt fyrirbrigði. Danskur augnlæknir, sem hafði málað alla æfi í tómstundum sínum og var því áhugamaður um málaralist, hafði veitt því athygli að margir frægir listmálarar virtust mála æ sterkari bláan lit í myndir sínar með aldrinum. Þegar hann svo komst á eftirlaun og fékk rýmri tíma, fór hann að rannsaka þetta fyrirbrigði vísindalega. Niðurstað- an varð sú að með aldrinum daprist sýn á bláum lit. Þetta gerir flestum lítið til. Þeir veita því ekki einu sinni athygli. Ekki nema þeir allt í einu öðlist aftur snögglega sýn á blátt og séu nægilega vakandi til að veita því athygli. Svona getur lífíð lengi átt óvæntan glaðning í pokahom- inu, ef fólk hefur þá enn hæfileik- ann til að taka við og njóta. Sá með nýja augasteininn er himinlif- andi. Og þá kemur að hinni hliðinni á peningnum. Þeim sem ekki vita að þeir sjá ekki lengur bláa litinn sem fyrr. Er það vont eða gott? Kannski hefðu fjölmörg málverk- anna , sem við dáum á söfnum og sýningum, ekki orðið svona dásamlega blá ef málarinn hefði áttað sig á breytingunni á skynjun sinni. Læðist að manni grunur um að ef til vill hefðu dýrðarmálverk- in hans Manets af vatnaliljunum, sem setja heimsmet um verðlag á listaverkauppboðum þá sjaldan þau liggja á lausu, orðið eitthvað svolítið minna blá ef meistarinn hefði ekki verið orðinn aldraður þegar hann málaði þau. Og tákn- ar dálæti okkar íslendinga á bláu í margar aldir kannski einhveija skynvillu? Svo mjög höfum við dáð blátt að við köllum svertingja blá- menn. Þama kemur upp heil syrpa af spumingum, sem gæti dugað í margar doktorsritgerðir, nú þeg- ar svo mikil framleiðsla er á doktorum að efnivið fer vísast að þijóta. En við höldum bara áfram að segja með Jóhannesi úr Kötlum: Mín fjöll eru blá min fjöll eru bvít lífsins fjöll við dauðans haf. MinfjöU eru sannleikans fjöU blátt gijót hvítur snjór. Mín fjöU standa þegar lygin hrynur min bláu fjöU min hvitu fjöU COSTA DEL SOL Ferðatilhögurr. Flogið síðdegis í beinu leiguflugi til Malaga. í Torremolinos og Fuengirola mun fararstjóri Sögu efna til fjölbreyttra kynnisferða, en einnig gefst þátttakendum kostur á því að leigja bíl og ferðast um Spán og Marokkó á eigin vegum, eða í skipulögðum ferðum með enskumælandi fararstjórum. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu okkar. RÓM Ferðatilhögun: Flogið til Rómar í gegnum Amsterdam. Akstur frá flugvelli að HÓTEL METROPOLE, sem er gott fyrsta flokks hótel í miðbænum. Dvalið þar næstu 5 næturnar og farið í kynnisferð um Róm, aðra um Vatíkanið og síðan snætt á ítölskum veitingastað með ítalskri tónlist o.fl. Að öðru leyti er dvölin frjáls. Á heimfarardegi er akstur frá hóteli að flugvelli og síðan flogið heim aftur um Amsterdam. Fararstjóri verður Pétur Björnsson. Innifalinn er morgunverður, þær skoðunarferðir er nefndar eru að framan ásamt kvöldverðinum. Aukagjald vegna einbýlis kr. 4.500.- PARÍS Ferðatilhögun: Flogið til Parísar í gegnum Amsterdam. Akstur frá flugvelli að HÓTEL MERCURE MONMATRE, sem er fyrsta flokks hótel í Pigalle hverfinu, stutt frá verslunum og næturlífi. Á meðan dvalið verður í París verður farið í kynnisferð um borgina og aðra um Versali. Að lokinni dvöl er akstur aftur á flugvöllinn og flogið heim um Amsterdam. Fararstjóri verður Torfi Tuliníus. Innifalinn morgunverður og kynnisferðirnar. Aukagjald vegna einbýlis kr. 8.000.- AMSTERDAM Hér er um einstaklingsferð að ræða án fararstjóra. Innifalið er flug, gisting, morgunverður og akstur til og frá flugvelli í Amsterdam. VOR OG PASKAFERÐIR I/ 13 Verð í íhtóáPB'NCPITOSOU ,4,4-27/4 27.825 me6 Sögualsl®® z • MftRBELLft 34 ,30 28,6 SÆoU4,4—. n h^lmwcub^on^ 35.410 hotelmetbopols l5/4-2-'/4 6n33ú/7 ðag- 26/3-31/3 5 n33l/® ðag- -14/4-21/4 7 na3l ./8 dag- g/4-30/4 3 vikur „ hotelbembbanot 28300 Smorgunverö. JM GA VÆTLUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.