Morgunblaðið - 22.02.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.02.1987, Blaðsíða 18
18 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1987 Kristín María Ingimars- dóttir sýnir í Jónshúsi Jónshúsi, Kaupmannahöfn. pÉR f félagsheimilinu er nú sýning á verkum Kristínar Maríu Ingim- arsdóttur og sýnir hún 12 myndir unnar með mismunandi aðferðum. Sýningin var opnuð sunnudaginn 8. febrúar og stendur í mánuð. Kristín María er fædd 1962 á Egilsstöðum og uppalin þar. Fór hún ung suður til náms í Mennta- skólanum við Sund og lagði um leið stund á teikningu m.a. í Mynd- listaskóla Reykjavikur. Þá nam hún við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands á annað ár og héit 1984 til San Francisco, þar sem hún var innrituð í San Francisco Art Insti- tute. Lauk listakonan þar námi sl. vor. Á sýningu Kristínar Maríu hér í Jónshúsi eru myndir unnar með pastel og kolum, með bleki ogtrélit- um, olíumálverk á striga og einnig notar hún blandaða tækni. Eru myndimar allar málaðar 1986 og ’87. Kristín hefur haldið sýningu í Gailery Diego Rivera í listaskólan- Kristín María Ingimarsdóttir ásamt einu verka sinna. um í San Francisco og á veitinga- húsi þar. Þá tók hún þátt í fjölbreyttri samsýningu 16 Islend- inga í menningarmiðstöð þar í borg 1983 og loks sýndi listakonan á íslandi í fyrra í Samkvæmispáfan- um í Fellabæ ásamt Amgunni Ýri Gylfadóttur. Er Kristín María nú aftur á leið til San Francisco, jafnvel til fram- haldsnáms, en segist munu láta kylfu ráða kasti. Rómar hún að- stæður fyrir listafólk þar á Kyrra- hafsströnd, er svo margs konar menning mætist úr austri og vestri í hinni fögm borg. - G.L.Ásg. Um ágreininginn innan BHM Háskólamenn eiga mörg sameiginleg markmið — rætt við Grétar Ólafsson formann Bandalags háskólamanna Nokkur umræða hefur skap- ast um hlutverk Bandalags háskólamanna og í kjölfar þess að Félag verkfræðinga gekk úr Bandalaginu á síðasta ári hafa fleiri aðildarfélög BHM íhugað að gera slíkt hið sama. Gagnrýni í framsöguerindi sínu á 7. þingi BHM í haust sagði Eggert A. Sverrisson formaður Félags við- skiptafræðinga og hagfræðinga m.a.: „Kjaramál og þá einkum kjaramál ríkisstarfsmanna hafa verið mjög ríkur þáttur í starfí BHM. Þegar markmið Bandalags- ins eru skoðuð gefa þau til kynna að kjaramál ríkisstarfsmanna hafa ekki verið megintilgangurinn með stofnun þess, heldur efling háskólamenntunar og vísinda. Þróun í starfsemi Bandalagsins hefur orðið á þann veg að mikill hluti starfsins hefur farið í kjara- baráttu og þá fyrst og fremst kjarabaráttu ríkisstarfsmanna. Hagsmunaárekstrar og skoð- anaágreiningur um áherzlur í starfí BHM hafa síðan leitt til þess að stofnuð voru sérstök sam- tök ríkisstarfsmanna, BHMR, sem hafa það að meginmarkmiði að gæta kjaralegra hagsmuna há- skólamenntaðra starfsmanna ríkisins. Það er ljóst að áhugamál og hagsmunir þeirra einstaklinga, sem lokið hafa háskólamenntun eru mjög ólík. Að ríkisstarfsmönn- um undanskildum er mjög ólíklegt að hin mörgu félög, sem standa að Bandalaginu í dag, fínni sam- eiginlegan starfsgrundvöll í stétt- arfélagi. Félögin eru ólík vegna mjög ólíkra starfa og menntunar félagsmanna. Ennfremur eru sum félög innan Bandalagsins stéttar- félög, þar sem kjaramál eru í fyrirrúmi, en önnur hrein fagfélög og kjaramál óverulegur hluti starfsemi þeirra. í sumum félög- um eru nær allir félagsmenn opinberir starfsmenn en í öðrum félögum eru mjög fáir opinberir starfsmenn og svo allt þar á milli." Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við Grétar Ólafsson for- mann BHM um þann ágreining sem verið hefur um starfsemi Bandalagsins. Því er ekki að neita að nokkur óánægja hefur verið meðal nokk- urra aðildarfélaganna og hefur Félag viðskipta- og hagfræðinga sett fram gagnrýni á starfsemi bandalagsins og gert tillögur um breytingar á starfseminni, sagði Grétar. Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga skipaði nefnd árið 1985 til að kanna kosti þess og galla að vera áfram í BHM. Nefndin skilaði ítarlegri greinar- gerð í nóvember 1985 og var niðurstaðan sú, eins og Eggert Á. Sverrisson sagði í framsöguer- indi á 7. þingi BHM í nóvember 1986, að félagið ætti að segja sig úr Bandalagi háskólamanna. Ákvörðun um þetta var þó frestað en félagið skipaði vinnuhóp til að endurskoða starfs- og fjárhags- áætlun BHM og lagði síðan fram umfangsmiklar breytingartillögur á starfsáætlun áranna 1986-1988 og íjárhagsáætlun 1987. Félagsgjöld lækkuð í þeim tillögum koma fram, að skilgreina þyrfti betur tilgang BHM, lækka félagsgjöld, draga saman rekstur skrifstofu og fækka starfsfólki þannig að ein- ungis yrði starfsmaður í 75% starfí. Einnig gerði FVH að tillögu sinni að hluti af húseignum Bandalagsins yrði seldur, svo eitt- hvað sé nefnt. Þessar tillögur nefndarinnar voru ræddar ítar- lega á þinginu og um þær ljallað í starfs- og fjárhagsáætlunar- nefnd þingsins. í nefíidinni varð samkomulag um að stjóm BHM drægi tillögu sína til fjárhagsáætlunar til baka og legði fram aðra, en þar kom fram að árgjöld félagsmanna yrðu lækkuð, afsláttur félaga með eig- in skrifstofu yrði aukinn og fleira. í umræðum á þinginu komu fram breytingartillögur við þessa niðurstöðu og voru þær sam- þykktar og þegar fjárhagsáætlun í heild var borin fram til atkvæða, greiddu fuíltrúar FVLI atkvæði gegn henni. Hvað viðvíkur starfsáætlun þá lagði starfs- og fjárhagsáætlunar- nefnd þingsins fram tillögu til viðbótar, þar sem kveðið yrði á um að markmið og rekstrarum- fang BHM yrði tekið til endur- skoðunar á starfstímabili nýrrar stjómar með hliðsjón af tillögum FVH. Starfsáætlun var samþykkt án mótatkvæða. — Mun starfsemi BHM drag- ast saman af þessum sökum? Það á eftir að koma í Ijós en segja má að samkvæmt starfsá- ætlun sem þingið samþykkti ætti hún að vissu leyti að aukast, því samþykkt var að stofna þrjár nýj- ar fastanefndir: Atvinnumála- nefnd, skattamálanefnd og jafnréttisnefnd. Fjárhagsáætlun ársins 1987 er hins vegar svipuð í krónutölu og áranna 1985 og 1986, sem þýðir lækkun að raun- gildi, þannig að verulega minna fé er tiltækt til starfseminnar nú. Þetta kemur sér auðvitað illa fyrir starfsemi bandalagsins, sér- staklega í ár, þar sem það kemur í okkar hlut á þessu árí að halda fund Bandalags háskólamanna á Norðurlöndum (Nordisk Aka- demikerrád). Bandalög háskóla- manna á Norðurlöndum skiptast á að veita þessu félagi for- mennsku og kemur það í Islands hlut þetta ár. Ráðgert er að halda fund á Hótel Sögu í haust á vegum Norr- æna sambandsins og eigum við von á u.þ.b. 60-70 fulltrúum hingað frá hinum Norðurlöndun- um. Þá er ljóst að af þessum fundi verður nokkur kostnaður fyrir BHM, m.a. vegna leigu á fundar- sölum o.fl., en að öðru leyti greiða fulltrúar Norðurlandanna sjálfír ferðir og uppihald. Það er ljóst að ijárhagur okkar er þröngur, en við stefnum samt að því að láta enda ná saman og víkja ekki frá þeirri fjárhagsáætlun sem samþykkt hefur verið. — Hvað um framtíð Bandalags Háskólamanna? Víötæk samstaða Ég hygg að viðtæk samstaða sé um að BHM starfí áfram. Eins og fram hefur komið var skipuð Grétar Ólafsson formaður Bandalags háskólamanna. nefnd til að endurskoða markmið og rekstrarumfang Bandalagsins á starfstímabili nýrrar stjómar. Framkvæmdastjómin er þessa dagana að skipa neftidina og hef- ur hún óskað eftir að fulltrúar FVH eigi þar sæti. Umbótum á starfsemi BHM verður hagað í samræmi við niðurstöðu nefndar- innar. Félag verkfræðinga sagði sig úr BHM árið 1985, en einnig hef- ur Læknafélag Islands íhugað úrsögn. Niðurstaða Læknafélags- ins varð hins vegar sú, að halda áfram þátttöku og í framhaldi af því var þess óskað að ég gæfí kost á mér til formannskjörs sl. haust á vegum félagsins. Þó Ijóst sé, að áhugamál og hagsmunir þeirra einstaklinga, sem lokið hafa háskólanámi séu mismunandi, eiga háskólamenn mörg sameiginleg markmið. Þessi markmið em skilgreind í starfsá- ætlun BHM árin 1986-1988. Þar kemur fram að markmið Banda- lagsins eru meðal annars: Að efla samstöðu og samvinnu háskóla- manna og sameina þá í einu bandalagi. Að gæta sameiginlegra hags- muna félagsmanna á sviði vísinda, menntunar og endurmenntunar og á öðrum sviðum, sem hafa þýðingu fyrir alla háskólamenn. Að gæta að sameiginlegum hagsmunum í atvinnu-, skatta- og jafnréttismálum. Nýskipuð framkvæmdastjórn BHM hefur nú hafíð störf af full- um krafti og er nefndaskipan hafín í samráði við aðildarfélögin. Framkvæmdastjóm Bandalagsins heldur fundi viku til hálfsmánað- arlega og önnur starfsemi er svipuð og Verið hefur, sagði Grét- ar að lokum. - bó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.