Morgunblaðið - 22.02.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.02.1987, Blaðsíða 30
30 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1987 ÉE UEIMI rVirMTNW)ANNA Streep og Nicholson hittast í fyrsta skipti í brúðkaupi. Háskólabíó/Regnboginn: Nýjar myndir vestra Þá hefur nýjasta Sylvester Stallone-myndin verið frumsýnd vestur í Bandaríkjunum. í þetta skiptið snýst myndin, sem heitir Over the Top, ekki um hnefa- leika eða eins-manns-hernað heldur Sjómann, þ.e. kraftaleik- inn Sjómann. Stallone fékk litlar 12 milljónir fyrir að leika í mynd- inni sem þeir Golan og Globus framleiða en það er einmitt Menahem Golan sem leikstýrir. Handritið er eftir Stallone og Stirling Silliphant en Giorgio Moroder sér um tónlistina. Mót- leikarar Stallone eru Robert Loggia, Susan Blakely og David Mendenhall. Stallone leikur vörubílstjóra sem er þrusugóður í Sjómanni en hann þarf líka að ala upp ungan son sinn og kenna honum á lífið. Það er ekki allt fengið með sigrum, segir pabbinn þótt hann lifi að vísu ekki fyrir annað. Anne Bancroft og Anthony Hopkins leika saman í myndinni 84 Charing Cross, sem David Jones (Betrayal) leikstýrir, um sérkennilegt samband banda- Good Father). Leikstjóri er Mike Newell, sá sami og gerði hina bráðgóðu mynd í trylltum dansi (Dance With a Stranger). Nýjasta Arthur Penn-myndin er þriller sem heitir Dead of Winter og er með Mary Steen- burgen og Roddy McDowall í aðalhlutverkum. Penn mun sækja sitthvað í smiðju Hitc- hcocks í þessari mynd sinni eins og Bob Rafelson í Black Widow Julie Andrews í Dúett fyrir einn. Svarta ekkian með Winger og Russell Svarta ekkjan er heitið á nýjustu mynd Rob Rafelsons, en við minntumst lítillega á hana hér um daginn. Það er sálfræðilegur þriller í ætt við meistara Alfred Hitchcock en þetta er í fyrsta skipti sem Rafelson reynir færni sína á slíkum myndum. Hún er um konu sem tælir, giftist og myrðir auðuga og valdamikla menn. Morðkvend- ið leikur Theresa Russell en Debra Winger leikur lögreglu- Theresa Russell konu, sem verður gagntekin af því að koma henni undir lás og slá. Rafelson segist ekki hafa horft á aðrar myndir til að und- Anne Bancroft rískrar konu við bókavörð í London. Hopkins leikur í annarri mynd sem frumsýnd var nýlega vestra en það er Góði faðirinn (The Nicholson og Streep í„Heartburn“ Líklega er einfaldast að segja að „Heartburn", nýjasta mynd Mike Nichols, sé um nútíma hjóna- band. Myndin, sem væntanleg er í annaðhvort Regnbogann eða Háskólabíó á næstunni, segir sögu Rachel Samstat, sem býr í New York og skrifar um mat, og Mark Forman, dálkahöfundar frá Wash- ington, og hún hefst þegar þau hittast og verða ástfangin. Rachel og Mark giftast, kaupa hús, eign- ast barn, eyða letilegum frídögum með vinum sínum og einn daginn, komin sjö mánuði á leið með ann- að barn þeirra, uppgötvar Rachel að Mark er ástfanginn af annarri konu. Þetta erfyrsta mynd Mike Nich- ols (The Graduate) eftir Silkwood. Með aðalhlutverkin fara þau Meryl Streep og Jack Nicholson en með önnur hlutverk fara Jeff Daniels, Maureen Stapleton, Stockard Channing og m.a. leikstjórinn Mil- os Forman (Amadeus), sem leikur júgóslavneskan vin Rachel. Þetta er í fyrsta skipti sem leikstjórinn frægi stendur framan við mynda- vélarnar. Myndin er byggð á samnefndri metsölubók Nora Ephron um skiln- að hennar við Watergate-blaða- manninn Carl Bernstein. Ephron sjálf skrifar handritið aö myndinni en þau Nichols, Streep og Ephron unnu áður saman að gerð Silk- wood. Það var einmitt á meðan á tökum þeirrar myndar stóð að Ephron lauk við þessa fyrstu bók sína. Löngu seinna sendi hún hana til Nichols, sem þá var að færa upp leikrit í Boston. „Það var ekki ætlun mín að hann gerði mynd eftir sögunni," segir Ephron. „Ég vildi bara að hann læsi hana." En Nichols segir: „Mér fannst að það væri hægt að gera góða mynd eftir bókinni. Flestir sem ég þekki eru að skilja." Hann hringdi í Ephr- on og þau ákváðu að gera mynd. Sagan breyttist mjög mikið við flutning hennar frá bók yfir á filmu. „Það sem Nora var að hugsa í upphafi þegar hún skrifaði bókina hefur breyst svo mörgum sinnum í meðförum okkar," segir Nichols. „Myndin sýnir hvað ég veit um menn og konur og um hjónabönd og skilnaði og hvað Meryl veit og hvað Jack veit. Þetta er mynd um upphaf, miðju og endi á ástarsam- bandi en mest er hún um hversu erfitt og fyndið það er að búa í stórri borg og reyna að elska ein- hvern.“ „Heartburn" er nýjasta og fer- tugasta mynd leikarans Jack Nicholsons. „Ég elska konur," seg- ir hann þegar hann er spurður að því hvort hann sé kvennabósi eins og Mark í myndinni. „En það er ekki satt að ég sé kvennabósi. Ég skal viðurkenna hinsvegar að ég er svolítið karlrembusvín. Þegar konur eru sífellt að leggjast að fótum manns er eina leiðin sú að fara illa með þær. Það koma þeir tímar þegar maður vill eiga frum- kvæðið sjálfur." Þegar Nicholson velur sér myndir að leika í er það leikstjórinn sem skiptir.öllu máli fyrir hann. „Ég leita eftir leikstjóra með handrit sem hann er sjálfur mjög ánægður með, en leikstjórinn er númer eitt. Það eru margir miðlungsleikstjórar sem gert hafa mestanpart góðar myndir og svo eru þeir sem hafa gert góðar og siæmar myndir. Ég býst við að líf mitt hefði getað orð- ið auðveldara ef ég hefði haft dálæti á einhverjum öðrum en þeim." í þennan síðari flokk leikstjóra setur Nicholson Stanley Kubrick, Roman Polanski, John Huston, Bob Rafelson, Mike Nichols og Micelangelo Antonioni. Auðvitað hefur hann unnið með þeim öllum en hann hefur líka leikstýrt sjálfur (Drive, He Said og Goin’ South) og ekki með góðum árangri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.