Morgunblaðið - 22.02.1987, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. FEBRÚAR 1987
B 7
Líkanið af nýju Parísaróperunni hefur verið til sýnis í
Frakkiandi og í Kanada. Það stendur við Bastillutorgið
og verður húsið vígt á 200 ára afmæli
stjórnarbyltingarinnar 1989.
Líkan af píramída Peis, sem verður úr glæru og glampafríu gleri, til að trufla sem
minnst hina frægu sjónlínu milli Sigurbogans og safnsins
Glerpíramídinn fyrir framan Louvresafnið, en þar verður inngangurinn ísafnið úr
neðanjarðaranddyri.
skartgripi, mynt o.fl. frá fyrri öld-
um.
Fimm ára starf
Undanfarin fimm ár hefur verið
unnið gífurlegt verk við breyting-
amar á Louvre. Haustið 1981 fól
forseti Frakklands sínum mönnum
að he§a undirbúning að stækkun
Louvresafnsins og byrjað var á
framkvæmdum í árslok 1984. Einn-
ig var þá hafist handa um að velja
og undirbúa þær sýningar, sem
komið yrði upp þegar rýmkaði.
Jafnframt hefur verið endurskipu-
lagt fyrirkomulag í safninu og
komið fyrir nýjum vinnustofum.
Mestur hluti rýmisins, sem losnar
þegar fjármálaráðuneytið flytur, fer
undir ýmis sérsöfn, sem hvergi hef-
ur verið rúm fyrir.
Mestur verður munurinn á að-
komunni um móttökusalina neðan-
jarðar. Þangað er hægt að aka og
leggja bílum á stór bílastæði og
greið leið er þaðan og þangað um
stiga og lyftur beint inn í safnið.
Þarna niðri er áformuð þægileg
þjónusta fyrir gesti, stórar fata- og
böglageymslur, snyrtiherbergi, leið-
beininga- og bæklingaþjónusta,
sjálfsalar fyrir póstþjónustu, banka-
þjónusta, hvíldarherbergi, að
ógleymdum gríðarmiklum veitinga-
sal. Jafnan verður á hveijum tíma
hægt að fylgjast með umferðinni á
hinum ýmsu stöðum í safninu og
fjölda gesta, til að stýra straumnum
um safnið. Og þjónusta öll miðar
nú strax við 4,5 milljón gesta ársað-
sókn. Þama í móttökunni á fólk að
geta áttað sig á því sem það leitar
sérstaklega eftir, hvort sem það eru
sérsýningar, listar um ákveðið efni
eða annað. Og við hvetja deild er
svo líka leiðbeiningaborð og upplýs-
ingaefni á mörgum tungumálum.
Texti: Elínu Pálmadóttur
bjuggu um sig frá upphafi. Þótt
mest af því sem upp hefur komið
sé frá 16. og 17. öld, ná minjar
allt aftur á 14. öld. Og er ætlunin
að ganga þannig frá að gestir Lo-
uvresafnsins geti skoðað leirmuni,
Picassosafniö í hinni
gömlu Saléhöll
Ný Bastillu-
ópera á bylt-
ingarafmælinu
Operuhús 21. aldarinnar
„A la Bastille", syngja menn í
viðlagi byltingarsöngsins al-
kunna. Við Bastillutorgið með
háa minnismerkinu um stjórnar-
byltinguna má um þessar mundir
sjá miklar byggingarf ram-
kvæmdir. Þar er að rísa nýtt
óperuhús, sem á að verða tilbúið
á 200 ára afmælisdag byltingar-
innar 14. júlí 1989. Miðað er að
því að þetta verði eitt stærsta
óperuhús i heimi. Þar verði að-
stæður fyrir nútímaóperur og
tilraunastarfsemi fyrir höfunda,
auk þess sem húsið rúmi allar
hefðbundnar óperusýningar frá
fyrri tíma.
Þegar„Parísaróperan“ var byggð
og vígð á árinu 1875 fór fram sam-
keppni meðal frægustu arkitekta á
þeim tíma. Nú var aftur efnt til
alþjóðlegrar samkeppni um nýja
óperuhúsið og þetta mikla verk fal-
ið kanadíska arkitektinum Carlos
Ott. Þar eiga að vera aðstæður til
mjög fjölbreytts ljóðaflutnings auk
allra tegunda af óperum og tækni-
legar nýjungar til að gera möguleg-
an flutning á öllu nútíma efni í
óperum og tónlist. Er gert ráð fyrir
450 sýningum á ári og reiknað með
900 þúsund sýningargestum fyrsta
árið. Til þess verða tveir sýningar-
salir á sömu hæðinni. Annar með
2700 sætum fyrir umfangsmiklar
nútímaóperur, 20 sýningar á ári þar
af 5 uppfærslur á nýjum óperum.
Eitt stórt svið er þar og fímm hliðar-
svið til þess að gera auðveldari
skiptingar. Hinn salurinn með
600-1300 sætum fyrir venjulegar
óperur og þar hægt að stækka og
dýpka svið og sal eftir þörfum.
Carlos Ott leggur áherslu á að
gæði gangi fyrir stærðinni og því
séu tveir salir heppilegri, sjónrænt
og vegna hljómburðar, en einn risa-
salur. í þessu nýja óperuhúsi verða
líka bókasafn, plötusafn, kvik-
myndaóperusafn og fyrirlestrasalir.
Enda er því líka ætlað að þjóna
skapandi list á óperusviðinu. Sérsal-
ir verða þar fyrir erlenda og inn-
lenda listamenn á þessu sviði, sem
gerir þeim fært að prófa og æfa
væntanlegar óperusýningar.
Byggingin, sem er 150 þúsund
fermetrar að stærð, virðist gera
fallið ágætlega inn í umhverfið við
Bastillutorgið og virða þetta gamal-
gróna umhverfi. Fyrir utan neðan-
jarðarbrautarstöðina, sem verður
innangengt úr í óperuhúsið, og neð-
anjarðarbflastæðin, er þama
skammt frá Lyonjámbrautarstöðin,
sem gerir bæði dreifbýlisfólki í
Frakklandi og útlendingum auð-
veldara fyrir að sækja þangað
sýningar. Rétt hjá er smábátahöfn-
in við Signu. í neðri hluta hússins
verður verslanamiðstöð með kaffi-
húsum og börum og áformað að
gera upp kvikmyndahúsin og veit-
ingahúsin við Bastillutorgið, svo
sem hinn gamalþekkta matstað
„Tour d’Argent".
Auk ópemsalanna tveggja í nýja
húsinu verða á efri hæð salir, sem
taka í sæti 280 manns, ætíaðir
undir ýmiskonar sýningar og kvik-
myndir. Og saumastofur, leik-
myndaverkstæði og snyrtistofur í
húsinu ættu að gera öllum sem
þarna starfa lífið léttara. Vegna
fjölbreyttrar notkunar og samnýt-
ingar á þjónustu á óperuhúsið nýja
að verða hagkvæmara í rekstri og
þar með spara niðurgreiðslur frá
ríkinu. Auk þess sem tilgangurinn
er að ná með tónlistina til fjölbreytt-
ari gestahóps en hingað til.
Hugmyndin er að þessi listamiðstöð
verði ópemshús með sýningum,
samkomum, upplýsingum og gögn-
um, hljómleikum og tónlistarhátíð-
um frá útlöndum og utan af landi.
Á þessum stað eiga tónskáldin líka
að fá tækifæri til að þróa listrænt
sköpunarverk sitt, þar geti orðið
nokkurs konar vinnustaður þeirra.
Ópemhúsið og starfsemin þar á að
vera sveigjanleg. Þetta á að verða
ópemhús 21. aldarinnar.