Morgunblaðið - 01.03.1987, Page 1

Morgunblaðið - 01.03.1987, Page 1
96 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 50. tbl. 75. árg. SUNNUDAGUR 1. MARZ 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Eldur í hjólhýsi: Móðir og átta börn biðu bana Bourges, AP. KONA og átta börn hennar biðu bana þegar kviknaði í hjólhýsi þeirra árla i gær. Mun hafa kvikn- að í gluggatjöldum út frá kerta- loga og varð hjólhýsið alelda á augabragði. Atvikið átti sér stað við þorpið Concressault, sem er 60 km norður af borginni Bourges í Mið-Frakk- landi. Konan, sem hét Catherine Miiller, var 36 ára gömul og börnin átta á aldrinum eins til 11 ára. Heimilisfaðirinn, Mario Muller, var sofandi ásamt fjögurra ára syni þeirra hjóna, í öðru hjólhýsi, sem stóð við hliðina á því sem brann. Vaknaði hann við bninann en tókst aðeins að bjarga einu barni, átta ára gamatli telpu, úr eldhafinu. Israel; Peres samdi án umboðs stjómarmnar Tel Aviv, Reuter. BÚIST er við hörðum deilum á fundi ríkisstjórnar ísraels i dag vegna samkomulags Peresar ut- anríkisráðherra landsins og Hosnis Mubarak, forseta Egypta- lands, um alþjóðlega ráðstefnu á þessu ári til að fjalla um ágrein- ingsmál araba og Israelsmanna í Miðausturlöndum. Yitzhak Shamir, forsætisráðherra Ísraels, hefur lýst yfir andstöðu við slíka ráðstefnu og sagt að utanríkis- ráðherrann hafi ekki haft umboð ríkisstjórnarinnar til að gera þetta samkomulag. Ríkisstjórn Verka- mannaflokksins og Likud-banda- lagsins hefur setið að völdum í 29 mánuði og hefur gengið á ýmsu í stjórnarsamstarfinu. Telja sumir að þreyta sé komin í samstarfið og að líklegt sé að boðað verði til kosninga seint á þessu ári. Reykjavík að nóttu Morgunblaðið/Bára Útnefning Bakers sögð styrkja stöðu Reagans Donald Regan rauk í fússi út úr Hvíta húsinu Washington, AP. RONALD Reagan, Bandaríkja- forseti, er sagður hafa styrkt stöðu sína með því að fela How- ard Baker embætti starfsmanna- stjóra Hvíta hússins. Akvörðunin hefur mælzt vel fyrir í Banda- Frakkland: Hry ðj uverkamaður í lífstíðarfangelsi París AP. GEORGES Ibrahim Abdallah, hryðjuverkamaður frá Líbanon, var í gær dæmdur í lífstíðarfang- elsi í París, fyrir aðild að morðum á tveimur sendiráðs- starfsmönnum og morðtilræði við þann þriðja. Sérstakur dóm- stóll skipaður 7 dómurum kvað upp dóminn og hafði þar með að engu tilmæli saksóknarans um að Abdallah yrði ekki dæmdur til lengri fangelsisvistar en 10 ára, til þess að koma í veg fyrir frekari hryðjuverk í Frakklandi. Abdallah, sem talinn er leiðtogi hryðjuverkasamtaka er kalla sig „Vopnaða líbanska byltingahópinn" var ekki í réttarsalnum er dómurinn Abdallah (t.h.) og lögfræðingur hans, Jacques Verges. var kveðinn upp. Hann hafði neitað að mæta þar eftir fyrsta dag réttar- haldanna þar sem hann sagðist ekki viðurkenna réttmæti þeirra. Jacques Verges, lögfræðingur Abdallah, sagði er dómurinn hafði verið kveðinn upp að hann vissi ekki hvort koma myndi til hryðju- verka í Frakklandi, en bætti við: „Eg held að það hljóti að skipta stuðningsmenn Georges Ibrahim Abdallah verulegu máli að honum er haldið í fangelsi." í september sl. dóu 11 manns og 150 særðust í sprengjutilræðum í París. Hópur sem sagðist standa að baki spreng- ingunum krafðist þess að Abdallah og tveir aðrir fangar yrðu látnir lausir úr fangelsi. ríkjaþingi, bæði hjá andstæðing- um forsetans og stuðningsmönn- um. „Þetta er góð byrjun á vandasömu verki," sagði Alan Cranston, öldungadeildarmaður, einn helzti andstæðingur forset- ans í þinginu. „Howard Baker nýtur mikils stuðnings meðal þingmanna. Hann þekkir vinnubrögð í þinginu og hef- ur starfað mikið með fulltrúum beggja flokka. Hann kann einnig á „gangverkið" í Hvíta húsinu því sem fyrrum leiðtogi meirihlutans í öldungadeildinni átti hann mikil samskipti við forsetann og hans menn,“ sagði Bob Dole, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni. „Howard Baker hefði ekki hugs- að sig um tvisvar í vopnasölumál- inu. Hann hefði umsvifalaust lagzt gegn vopnasölu til Irans,“ sagði Edward Kennedy, öldungadeildar- maður og demókrati, er hann gagnrýndi frammistöðu Donalds Regan, sem sagði af sér sem starfs- mannastjóri í fyrrakvöld. Tower- nefndin sagði Regan hafa borið ábyrgð á „stórkostlegu klúðri“ í Hvíta húsinu í sambandi við vopna- sölumálið. Regan sagði ekki af sér fyrr en hann hafði heyrt um ráðningu Bakers í sjónvarpsfréttum. Varð hann þá bálreiður, skrifaði upp- Howard Baker Reuter sagnarbréf í snatri og rauk á dyr, að sögn embættismanns. Forsetinn hefur verið undir miklum þrýstingi frá konu sinni, Nancy, að láta Reg- an fara. Áreiðanlegar heimildir hermdu að forsetafrúin hefði séð til þess að fréttinni um ráðningu Bakers var lekið til fjölmiðla. Henni var í nöp við starfsmannastjórann og sá Regan sig t.d. knúinn til þess að kvarta undan henni við forsetann á ráðherrafundi 20. febrúar sl. Er sagt að forsetanum hafi þá fundizt nóg komið og ákveðið að láta Reg- an fara. Howard Baker sagði í gær að með því að taka við embættinu úti- lokaði hann sig frá framboði við forsetakosningarnar 1988.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.