Morgunblaðið - 01.03.1987, Síða 9

Morgunblaðið - 01.03.1987, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MARZ 1987 9 HUGVEKJA Upphaf nýrratíma - eftir séra JÓN RAGNARSSON Jóhannes skírari stóð við Jórdan og boðaði tímamót í sögu mannkyns. Honum var mikið niðri fyrir og margir komu til að heyra mál hans. Þar kvað við tón, sem ekki hafði lengi heyrst, en átti sér hljómgrunn í lífsmáta og hugsunarhætti samtíðarinnar. Jóhannes hrópaði út í tómið, og fékk endurróm. Hann náði eyr- um fólks, sem ekki fann lengur ferskleika í trúarhefð sinni og vænti sín einskis af pólitískum öflum landsins. Jóhannes boðaði upphaf nýrra tíma. Aheyrendur hans þráðu nýja tíma — en vissu ekki, hvem- ig þeir mættu verða. Jóhannes boðaði iðrun; — stefnubreytingu — sinnaskipti — raunverulega, ósvikna nýsköpun mannlegrar tilvistar. Eggjaði menn til að meta líf sitt — vega það og gegnumlýsa. Líta yfir farinn veg og spyija: Hvar hef ég verið? Hvað hef ég gert? Hef ég gengið til góðs? Er þetta það líf, sem ég vil lifa þá daga, sem mér gefast? Iðrun sú, sem Jóhannes talar um, er slíkt endurmat. Hún er uppgjör við trú og lífsmáta. Hann kenndi hart. Hann gaf engan kost á undanbrögðum eða hálfvelgju, heldur krafðist þess, að hver og einn færi yfir allan spumingalistann og glúpnaði ekki gagnvart óþægilegum sannleika um sjálfan sig. Skímin, sem Jóhannes bauð, var tákn um ákvörðun. Sá mað- ur, sem hann skírði, var ákveð- inn í að breyta lífi sínu. Kveðja lífshætti, sem voru honum fjand- samlegir. Andstæðir menns- kunni og manninum sköpuðum í Guðs mynd. Skímin var áhrifamikill þvott- ur. Gagnger hreingeming líkama og sálar. Hún var útför hins fyrra lífs. Hinn skírði var reiðubúinn fyrir nýja tímann, sem Jóhannes sá bjarma fyrir. Tímann, þegar stjómarvald Guðs yrði staðfest meðal dauð- legra og syndugra manna. Jóhannes boðaði ekki fyrir- gefningu syndanna. Þeir, sem hann hafði skírt, voru ekki synd- lausir. Meðal þeirra var svo margt sinnið sem skinnið. — Líka eftir að þeir komu upp úr gámm Jórdanar. Þetta fólk var samt breytt, að því leyti að það var reiðubúið að taka á móti náðargjöf fyrirgefningarinnar í nýjum tíma Guðsríkis. Það er í þessum klíðum miðj- um, að Jesús kemur. Hann birtist einn daginn í hópi þessa fólks af öllum stigum og skap- gerðum. Fólks með misjafnlega flekkótta fortíð og hlykkjóttan ævistig að baki. Það er með þessu fólki, sem hann gengur til móts við nýtt upphaf. Hann tekur sér stöðu með því mannkyni, sem væntir sér nýrrar lífsfyllingar í vist sinni á jörð. Koma andans við skím Jesú er yfírlýsing Guðs föður og skap- ara um stofnun Guðsríkis meðal manna. Eilífðin er ekki bara einhvers staðar handan við gröf og dauða. Guð er ekki átthagafjötraður í dýrð himnanna. Hann er hér. Hann er í — og með — þessum þrítuga smið, sem Jóhannes styður til lands úr ánni. Orðin: „Þessi er minn elskaði sonur, sem ég hefí velþóknun á,“ taka af öll tvímæli. Guð tekur afstöðu með þess- um manni. — Guð ábyrgist hann. Allt sem hann talar og gerir er milliliðalaust orð og verk Guðs. Guðsríki er hér. FJÁRFESTINGARFÉIACIÐ VEI RÐB IR IE F A IV m IRI KA iÐI Jl Rl n\ n\ Gengiðídaq 1 marsi987 Markaðsfréttir Kjarabréf Gengi pr. 27/2 1987 = 1,931 500 = 966 5.000 = 9.655 50.000 = 96.550 Tekjubréf Gengi pr. 27/2 1987 = 1,122 100.000 = 112.200 500.000 = 561.000 fjármál þín - sérgrein okkar Fjárfestingarfélag íslands hf., Hafnarstræti 7,101 Reykjavík. ® (91) 28566, ® (91) 28506 símsvari allan sólarhringinn Innlausnarhæf spariskírteini Innlausnar- dagur Flokkur Nafn- vextir 10. jan. '87 1975-1 4,3% 25. jan. '87 1973-2 9,2% 25. jan. '87 1975-2 4,3% 25. jan. '87 1976-2 3,7% 25. jan. '87 1981-1 2,8% 1. feb. '87 1984-1A 5,1% 25. feb. '87 1979-1 3,7% Nú geta allir verið með! Kjarabréfm fást nú í 500 kr, að nafhverðL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.