Morgunblaðið - 01.03.1987, Side 37

Morgunblaðið - 01.03.1987, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MARZ 1987 37 Morgunblaðið/Einar Falur Byggðahraun 4 í Hafnarfirði þar sem gistiheimili verður til húsa á annarri hæð. Verslanir eru á fyrstuhæð en á efstu hæðinni verður rekin líkamsrækt. Þegar hafa verið sett upp skil- rúm í núja gistiheimilinu en steftn er að opnun þess með vor- inu. Gistiheimili opnað í Hafnarfirði TILLAGA um opnun gistiheimilis í Hafnarfirði hefur verið lögð fyrir byggingarnefnd, sem hefur lýst sig samþykka henni með fyr- irvara um smávægilegar lagfær- ingar að sögn Óskars Valdimars- sonar framkvæmdastjóra Byggðaverks hf., en það fyrirtæki á húsnæðið. Gistiheimilið er á annarri hæð hússins við Byggðahraun 4, og er gert ráð fyrir 14 herbergjum sem eru 15 til 30 fermetrar að stærð. Verið er að innrétta hæðina og er gert ráð fyrir sameiginlegu salemi með 10 sturtum, eldhúsi og matsal. Handlaugar verða á herbergjunum. Óskar sagði að gistiheimilið yrði leigt út til rekstrar og er steflit að opnun þess með vorinu. Það væri ætlað ferðamönnum og námsfólki og benti hann á að ekkert húsnæði væri í Hafnarfirði fyrir námsmenn í Fiskvinnsluskólanum sem tekur til starfa næsta haust. „Þetta er gisti- heimili með aðstöðu sem er betri en á farfuglaheimili en ekki eins góð og á hótelum," sagði Óskar. Sigurður Eyþórsson sýnir í Gallerí Gangskör SÝNING á verkum Sigurðar Eyþórssonar listmálara var opnuð laugardaginn 28. febrú- ar i Galleri Gangskör, Amtmannsstíg 1. Er þetta fimmta einkasýning Sigurðar. Sýndar verða um 25 myndir, olíumálverk, rauðkrítarmyndir, eggtempera-olíumálverk, portret og teikningar. Sigurður Eyþórsson útskrifað- ist frá Myndlista- og handíða- skólanum árið 1971, stundaði grafíknám og almennt myndlist- arnám við Konunglegu Listaaka- demíuna í Stokkhólmi 1974-1976 og nám í Austurríki í framhaldi af því. Margar af myndunum á sýningunni eru málaðar með gömlum málunar- aðferðum. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 12.00 til 18.00 og um helgar frá kl. 14.00 til 18.00. Sýningin stendur til 15. mars nk. ■ T 1 ® 1 / ® 1 ® P 1 margir stórir aðilar sem koma Undirbumngfur kosnmgfautvarps A J k- p JL varpsins fyrr en eftir að hafa haft • f • -w . i • samráð við þá um kynningu. Við og-sjonvarpsmislangtkominn UNDIRBÚNINGUR kosningaútvarps og sjónvarps er mislangt kom- inn samkvæmt þeim upplýsingum, sem forráðamenn útvarps- og sjónvarpsstöðva sögðu í samtölum við Morgunblaðið á fimmtudag- inn. í síðustu alþingiskosningum höfðu landsmenn um útvarp og sjónvarp ríkisins að velja en nú hafa Bylgjan og Stöð 2 bæst í hópinn. Kári Jónasson, fréttastjóri ríkisútvarpsins, sagði að útvarpað yrði beint frá öllum átta talninga- stöðunum og yrðu reiknimeistarar Reiknistofu Háskóla Islands í hljóðstofu í Reykjavík ásamt fréttamönnum útvarpsins. Þeir munu spá í tölur og frambjóðend- ur, bæði samkvæmt nýjum og gömlum kosningalögum. Frétta- menn útvarpsins verða einnig úti á landi og sjá um dagskrár þaðan. Verið er að undirbúa dagskrá fyrir kosningar viðvíkjandi kynningu stjómmálaflokkanna og stefnu- skráa þeirra , meðal annars umræðuþætti með þátttöku full- trúa flokkanna. Lögð verður áhersla á kynningu úr öllum kjör- dæmum auk sérstakrar dagskrár með formönnum flokkanna. Á kosninganótt verða tíð viðtöl við frambjóðendur og forsvarsmenn flokkanna, sem við fáum í hljóð- stofu eða hringjum í. Síðan verður sérstök kosningadagskrá um morguninn og aftur í hádegi, verði talningu lokið og þá yrði hægt að gera sér einhveija heildarmynd af niðurstöðum kosninganna, að sögn Kára. Allt tiltækt lið fréttastofu útvarpsins verður kallað út og má ætla að 24 fréttamenn verði að störfum fyrir útvarpið auk sama fjölda af tækniliði. Ingvi Hrafn Jónsson, fréttastjóri ríkissjónvarpsins, sagði að ætlunin væri að kosningasjónvarpið yrði geysiöflugt og skemmtilegt í senn. „Við erum að bíða eftir úttekt frá Pósti og síma vegna beinnar út- sendingar á kosninganótt frá Akureyri, Sauðárkróki, Borgar- nesi, Hvolsvelli, Hafnarfirði og Reykjavík og auðvitað verður sjón- varpsbíllinn á ferðinni á höfuð- borgarsvæðinu þá um nottina. Settir verða upp svokölluð tengi á þessum stöðum svo hægt sé að sjónvarpa beint nema hvað sent verður í gegnum ljósleiðara frá Hafnarfirði, Hvolsvelli og víðsveg- ar í Reykjavík. Eg reikna með að við byrjum með beinar útsendingar kvöldið fyrir kosningadag og síðan á kosningamorgun kl. 9.00 aftur. Á sjálfan kosningadaginn ætlum við að koma með fréttir á klukk- utíma fresti og inn á milli stefnum við að því að vera með myndarlega dagskrá þess á milli. Ámi Scheving ætlar að setja saman hljómsveit sem verður í beinni útsendingu á kosninganótt auk hinna ýmsu skemmtikrafta sem munu koma fram. Hópur sérfræðinga aðstoðar okkur við að vinna úr tölum og spá um útkomu. Hewlett Packard og Verk- og kerfisfræðistofan er að vinna með okkur þessa dagana í tölvuforritum og hvernig best sé að koma upplýsingum á framfæri við kjósendur á sem bestan og auðskyldastan hátt.“ Aðalumsjón- armenn kosningasjónvarpsins verða auk Ingva Hrafns, Helgi H. Jónsson og Edda Andrésdóttir, en Guðbergur Davíðsson mun stjóma útsendingu. Einar Sigurðsson, útvarpsstjóri Bylgjunnar, sagðist ekki vera kom- in með fastmótaðar hugmyndir um hvernig skipulagning kosningaút- varps skyldi háttað. Hinsvegar gerði hann sér grein fyrir því að sjónvarpsmiðillinn væri mun vin- sælli þetta kvöld en útvarp. „Við munum gera kosningaspár eins og aðrir fjölmiðlar og munum nota til þess það tölvukerfi, sem við höfum yfir að ráða. Það er ýmislegt sem við emm að velta fyrir okkur viðvíkjandi kosningaútvarpi. Við munum þurfa á öllum okkar vinnu- krafti að halda og munum flytja fréttir víðsvegar af að landinu til að sinna þeim sem kjósa að hlusta á útvarp þessa nótt.“ Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, sagði að eftir væri að ákveða fyrirkomulag kosninga- sjónvarps á Stöð 2. „Það eru GENGIS- SKRÁNING Nr. 40 - 27. febrúar 1987 Eíd.KI. 09.15 Kr. Kaup Kr. Sala ToU- gengi Dollari 39,210 39,330 39,230 Stpund 60,513 60,698 60,552 Kan.dollari 29,436 29,526 29,295 Dönskkr. 5,6973 5,7147 5,3335 5,7840 Norskkr. 5,6163 5,6393 Sænskkr. 6,0654 6,0840 6,0911 Fi.mark 8,6585 8,6850 8,7236 Fr.franki 6,4522 6,4719 6,5547 Belg. franki 1,0376 1,0408 1,0566 26,1185 Sv.franki 25,5440 25,6222 HoU. gyUini 19,0109 19,0691 19,4303 V-þ. mark 21,4832 21,5489 21,9223 ít.Ura 0,03020 0,03030 0,03076 Austurr. sch. 3,0537 0,2777 3,0631 3,1141 Port escudo 0,2785 0,2820 Sp.pesetí 0,3052 0,3062 0,3086 Jap.yen 0,25602 0,25681 0,25972 Irsktpund 57,162 57,337 58,080 SDR(Sérst) 49,5867 49,7384 50,2120 ECU, Evrópum. 44,3661 44,5019 45,1263 Á síðasta ári náðu fjármunir á fjárvörslusamningum Ávöxt- unar sf. yfir 31 % ársávöxtun. VERÐTRYGGÐ VEÐSKÍJLDABRÉF: Ávöxt- Tíma lengd Ár 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Nafn vextir 4% 4% 5% 5% 5% 5% 5% 5% 5% 5% unar- krafa 14.00 14.25 14.50 14.75 15.00 15.25 15.50 15.75 16.00 16.25 Gengi 93.4 89.2 86.7 83.2 79.9 76.7 73.7 70.9 68.2 65.6 ÁVÖXTUN sf jjj! Fjármálaráðgjöf - Ávöxtunarþjónusta - Verðbréfamarkaður LflUGAVEGI 97 - 101 REYKJAVÍK - SÍMI 621660 ÓVERÐTRYGGÐ V SKÍILDABRÉF: Mikil eftirspum eftir verðtryggðum og óverðtryggðum veðskuldabréfum. Tíma- lengd Ár 1 2 3 4 5 Ákv. umfr. verðb.- spá 7.00 8.00 9.00 10.00 11.00 GENGI Hæstu Árs- lögl. vextir 84.3 77.6 71.6 66.3 61.7 vextir 20% 87.6 82.0 76.9 72.3 68.2 /\ ÁVÖXTUNARBRÉF VERÐBRÉFASJÓÐS ÁVÖXTUNAR H Áhyggjulaus og örugg (járfesting til lengri eða skemmri .F. tíma. Við vekjum sérstaklega athygli á eftirtöldum kostum bréfanna: 1) Þau bera hæstu ávöxtun hveiju sinni. 2) Enginn aukakostnaður er dreginn frá andvirði við innlausn bréfanna. 3) Engin bíndiskylda er á bréfunum. 4) Áhyggjulaus ávöxtun á óöruggum tíma. 5) Þægilegar stærðir á verðgildum bréfanna. Innleysum spariskírteini ríkissjóðs fyrir viðskiptavini: Innlausnar- Flokkur Vextirumfram dagur sparískírteina verðtryggingu 10.01.87 1975/1 4,31% 25.01.87 1973/2 9,25% 25.01.87 1975/2 4,29% 25.01.87 1976/2 3,70% 25.01.87 1981/1 2,83% 1.02.87 1984/1A 5,08% 25.02.87 1979/1 3,70% Við bendum á besta kostinn í dag, Ávöxtun- arbréf verðbréfasjóðs Ávöxtunar hf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.