Morgunblaðið - 01.03.1987, Page 44

Morgunblaðið - 01.03.1987, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MARZ1987 Séra Svavar A. Jónsson Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar: Við erum eitt í Kristí I dag er æskulýðsdagur Þjóð- kirkjunnar og mikið um að vera i söfnuðunum. Æskulýðsstarfið hefur gefið út ágætt rit í til- efni dagsins. Það ber yfirskrift dagsins. VIÐ ERUM EITT í KRISTI. Fyrsti hluti ritsins er um altarisgönguna og heitir: Að gera lífið að hátíð. Séra Guðni Þór Ólafsson á Melstað hefur þýtt þetta efni, sem kom- ið er frá kirkjunni í Vestur- Þýzkalandi. Þessum fyrsta kafla fylgja greinargóðar leið- beiningar fyrir fræðarana. Þá er kafli um guðsþjónustuna og helgihaldið. Þar er fjallað um svo nefnda smiðjumessu, messu, þar sem lögð er áherzla á að þátt- takendur taki raunverulega þátt í messunni. Líka er tillaga að fjöl- skylduguðsþjónustu fyrir æsku- lýðsdaginn. Þriðji kaflinn heitir: Málið snýst um mig. Það eru átta biblíulestrar með líflegum myndum, spurning- um og umhugsunarefni sem er sett fram á hátt, sem auðvelt og hressandi er að vinna eftir. Síðasti kaflinn er fundaefni, vangaveltur og leikir, krossgáta, söngur og annað efni til helgi- halds. Þetta hefti er sem hin fyrri hefti, sem æskulýðsstarfið hefur sent frá sér, afar gott og mun nýtast vel í æskulýðsfélögum og fermingarstarfí safnaðanna. Það er fáanlegt á skrifstofu æskulýðs- Herra Pétur Sigurgeirsson biskup. starfsins í Kirkjuhúsinu, Suður- götu 22. Æskulýðsfulltrúi er Guðmundur Guðmundsson guð- fræðingur. Ávarp biskups, herra Péturs Sigurgeirsson- ar, í upphafi ritsins Að vera eitt í Kristi, hvað er það? Mér kemur í hug atvik frá prestskaparárum. Það var þjóð- hátíð, 17. júní, á Akureyri. Knattspymulið var að búa sig til leiks í búningsklefa íþróttahússins við völlinn. Af tilviljun var ég nærstaddur og gat hlustað á ráð- leggingar þjálfarans. Aður en liðið tók til fótanna út á völlinn, sagði þjálfarinn: „Þið munið að gera það sem þið getið félaginu til góðs. Nú er enginn að leika fyrir sjálfan sig.“ Jesús Kristur sameinar okkur öll til liðs við sig, sem erum í fé- lagi hans, kirkjunni. Hann er þar ekki aðeins „þjálfari" okkar, held- ur leiðtogi í daganna þraut, og frelsari frá illu. Hann hvetur okk- ur til að gera allt, sem við getum, fyrir kirkjuna. í lífínu eigum við ekki að „leika“ fyrir okkur sjálf og vera eigingjöm, heldur hugsa um náunga okkar, hvað honum er fyrir bestu, starfa í kirkjunni okkar, sækja guðsþjónustur, vera í sunnudagaskóla og æskulýðs- félagi. Við þurfum að læra að þekkja Jesú til þess að líkjast honum, trúa á hann og biðja bænir okkar. Það gerir okkur eitt í Kristi og þjálfar okkur í að fara eftir kenningu hans. Ég á enga aðra heitari ósk þér til handa, ungi vinur, en að þú lítir ávallt til Jesú í lífí þínu, leik og starfí. Spyrðu hann ráða, halt þér fast í hann. Hann reisir þig á fætur aftur er þú hrasar. Hann hefur alltaf besta ráðið og for- dæmið að gefa þér á leikvelli lífsins. „Vertu trúr allt til dauða og Guð mun gefa þér lífsins kórónu." Mikil aðsóknað leik- ritinu um Kaj Munk Leikhúsið í kirkjunni hefur nú sýnt leikritið um Kaj Munk í næst- um tvo mánuði. Það hefur hlotið afar góða aðsókn, lof og þakkir margra. Ég hafði tal af Þorbjörgu Daníelsdóttur framkvæmdastjóra sýningarinnar. Hún sagði: „Þessi nýi vaxtarbroddur í kirkjustarfi hefur tekizt vel. Fólk hefur fagnað honum. Mörgum hefur komið sýningin á óvart. Meira að segja fólki, sem var til- búið að taka við trúarlegum boðskap, kom það á óvart hvað sýningin hafí sterk áhrif á það. En sýningin er líka gamansöm, fólk má skella upp úr og hlæja af hjartans lyst um leið og það tekur á móti þessum sterka trúar- boðskap. Samvinna leikaranna og kynni þeirra af leikritinu og höfundin- um, Guðrúnu Ásmundsdóttur, hefur haft mikil áhrif á þá. Ég held að ekkert okkar, sem störfum við sýninguna, hafi sömu afstöðu til trúarinnar og til sjálfra okkar eftir að hafa tekið þátt í þessu. Það er kannski djarft að segja þetta fyrir hönd annarra en ég held að það sé óhætt. Það hefur verið óskað eftir því að fá að þýða leikritið á dönsku og sýna það í Danmörku. Aðsóknin hefur verið góð. Hóp- ar hafa komið úr Reykjavík og grenndinni og það er upplagt fyr- ir fólk að taka sig saman um að Messan þarf að skírskota til kvenna og karla Ein samtaka anglikanskra safnaða í Bandaríkjunum fjalla um guðsþjópustu og útbreiðslu trúarinnar. Á ráðstefnu, sem þau héldu í apríl sl., fjölluðu þau um orðalag í guðsþjónustunni með tilliti til þess hvemig það mismun- ar konum og körlum. Þau álykt- uðu að nauðsynlegt væri að nota jafnt kvenímyndir og karlímyndir um Guð í stað þess að nota alltaf karlkynsímynd Guðs eða komast hjá því með því að gera Guð óper- sónulegan. Þá skyldi líka skírskota til manneskjunnar, hvort sem hún er kona eða karl, í messunni, í stað þess að ávarpa annað hvort karla eða konur. Þá þyrfti að rannsaka orðalag biblíu- texta, sem oftast ávörpuðu karla en útilokuðu konur, og bera ensku þýðinguna saman við frumtext- ana, hebresku og grísku. Auka þyrfti í upplestri messunnar ritn- ingarkafla, sem töluðu um kven- ímynd Guðs og segðu frá konum í Ritningunni. Kollektur, altaris- göngubænir og fleiri messuliðir skyldu endurritaðir svo að ekki væri aðeins skírskotað þar til karla heldur beggja kynja. Alþjóðlegur bænadagur kvenna 100 ára Á föstudaginn kemur, 6. marz, verður Alþjóðlegur bænadagur kvenna haldinn í 100. skipti. Um víða veröld munu konur safnast saman til bæna, biðja hver fyrir annarri og fyrir heiminum öllum með áhyggjum hans og gleði. Dagurinn á upphaf sitt í Norður- Ameríku meðal landnámskvenn- anna á 17. og 18. öld sem bjuggu við undur hörð kjör. Þær bjuggu of langt hver frá annarri til að geta haft stöðugt samband en þurftu hins vegar á styrk hver annarrar að halda til að sigrast á daglegum erfíðleikum. Þá ákváðu þær að biðja reglulega hver fyrir annarri. 0g þær fundu hvað það Þorbjörg Danielsdóttir fram- kvæmdastjóri sýningarinnar: — Sýningin hefur komið mörgum á óvart vegna þess hvað hún hefur sterk trúarleg áhrif — og svo er hún lika gamansöm. koma því það þarf ekki stærri hóp en 8 til að fá afslátt. Það var höfð aukasýning fyrir aldraða borgara í Reykjavík og önnur stendur fyrir dyrum. Það var upp- selt á fyrstu sýningamar og við urðum vör við að fólk veigraði sér við að hringja og spyrja um miða af því að það hélt að alltaf væri uppselt. Það. er athyglisvert að fólki hefur þótt óþægilegt að nota símsvarann okkar. Því finnst það vera að tala við vél og óttast að pantanimar komist ekki til skila af því að enginn svarar þegar það talar. En nú er auðveldara að ná í miða. Þeir eru nú seldir í Bóka- verzlun Sigfúsar Eymundssonar og líka í Hallgrímskirkju á laugar- dögum, sunnudögum og mánu- dögum. Og svo er alltaf hægt að hringja í símsvarann. var gott að leggja hver aðra, fjöl- skyldumar og lífsbaráttuna alla í hendi Drottins. Þegar auðveldara varð að hitt- ast fóru bænahópar að koma saman og þegar árin liðu fóru þessar konur líka að biðja fyrir konum í öðrum löndum. Um miðja 19. öld hafði myndazt vísir að bænahring. Og þegar konur fóru að koma saman í kirkjuráðstefn- um og þingum og ráða þar málum sínum saman var þessi bænadag- ur ákveðinn, Alþjóðlegur bæna- dagur kvenna. Enn sem fyrr er það mikil bless- un að biðja hver fyrir annarri, hittast til bæna og taka þátt í bænadeginum í einrúmi. Það er stórfenglegt að vita af konum um heiminn allan, sem helga þennan dag bæninni. Frá sólarupprás við Kyrrahafseyjar til sólarlags á ísi- þöktum ströndum Alaska eru konur að biðja. Eftir því sem dag- urinn vekur konur í fleiri og fleiri löndum bætast þær í bænahópinn. Og þegar þær, sem vöknuðu fyrst- ar, eru gengnar til náða, halda bænimar enn áfram að stíga upp til Drottins unz deginum er hvar- vetna lokið. íslenzkar konur hafa tekið þátt í Alþjóðlegum bænadegi kvenna um áraraðir. Árið 1964 var mynd- að samkirkjustarf um bænadag- inn en enn fyrr höfðu konur úr ýmsum kirkjuhópum og kirlqu- deildum haldið hann saman. Þegar við komum saman á bæna- daginn emm við bæði að taka þátt í öflugu dagsverki og starfi, sem stendur yfír allan ársins hring. Bæði er að bænir kvenna stíga stöðugt upp til Drottins árið um kring og líka hitt, að af þessu bænastarfí hefur sprottið mikið starf til hjálpar og réttindabar- áttu. Aðalstöðvar bænadagsins em í New York. Á þessum bæna- degi em 100 ár frá því að hann var fyrst haldinn og yfirskriftin, sem valin hefur verið í ár, er í samræmi við það: Komið, fögnum fyrir Drottni. Samkomur verða haldnar víða um landið og við skulum fylgjast með auglýsing- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.