Morgunblaðið - 01.03.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 01.03.1987, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MARZ 1987 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Tækifæri fyrir auglýsingateiknara Ef þú ert auglýsingateiknari og getur vel hugsað þér að starfa með samstilltum hópi í Grjótagötunni þá viljum við gjarnan fá að heyra í þér. Við leynum því ekki að auglýsingamenntun og starfsreynsla er mjög æskileg en hæfileiki og metnaður til góðra verka vega líka þungt. Fyrir liggja mörg spennandi verkefni fyrir trausta viðskiptavini okkar. Við getum boðið þér góð laun og afbragðs vinnuaðstöðu í nýju húsnæði á besta stað í bænum. Æskilegt er að viðkomandi geti byrjað strax en við erum líka reiðubúin til að bíða í 1-3 mánuði ef svo ber undir. Þú getur treyst því að með allar fyrirspurnir og umsóknir verður farið sem trúnaðarmál. Taktu af skarið og hafðu samband sem allra fyrst við Hall A. Baldursson framkvæmda- stjóra YDDU hf. YIDID/A AUGLÝSINGASTOFA Grjótagötu 7 sími 622992. Tónlistarskólinn í Færeyjum óskar eftir tónlistarkennurum frá og með 1. ágúst 1987 á eftirfarandi hljóðfæri: píanó og orgel strengjahljóðfæri tréblásturshljóðfæri auk slagverkshljóðfæra og gítars. Umsækjendur sem geta kennt á aukahljóð- færi (auk aðalhljóðfæris) og/eða hafa reynslu í stjórnun (kór, lúðra- og hljómsveit) hafa forgang. Árslaunin eru í byrjun ísl. kr. 1.000.000.- (84.600.- á mán.) en geta hækkað um allt að 10.000.- kr. á mán. Kennslutíminn er 20 tímar á viku (60 mín.). Kennarar fá borgað far auk flutningskostnað- ar með því skilyrði að þeir kenni að minnsta kosti eitt ár. Umsækjendur verða að hafa lokið námi frá tónlistarháskóla eða sambæri- legu námi og auk þess helst kennslu- og uppeldisfræði. Umsóknir með prófskírteinum og meðmæl- um verða að hafa borist fyrir 15. apríl nk. til: FÖROYA MUSIKKSKÚLI Pósthólf 379 FR-110 Tórshavn. Nánari upplýsingar fást hjá tónlistarstjórn, Ólav Hátún tónlistarstjóra, sími 90298- 15555 (kl. 10-12) eða í síma 15811 (heima). Afgreiðslumaður Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki óskar að ráða mann til afgreiðslu og lagerstarfa. Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu á vélbúnaði. Við leitum að frískum manni á góðum aldri. Framtíðarstarf. Umsóknir óskast sendar á auglýsingadeild Mbl. merktar: „P-1801“. Bílstjórar Viljum ráða vana meiraprófsbílstjóra til starfa. Upplýsingar í síma 622700. ístakhf., Skúlatúni4. Ritari - hlutastarf Fyrirtækið er í miðbæ Reykjavíkur Starfið felst í toll- og verðútreikningum, vél- ritun, telexþjónustu og öðrum almennum skrifstofustörfum. Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu með verslunar- eða stúdentspróf og hafi reynslu af skrifstofustörfum. Viðkomandi þarf að geta byrjað sem allra fyrst. Vinnutími er frá kl. 9.00-13.00. Umsóknarfrestur er til og með 4. mars 1987. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9.00-15.00. Skobvordustig la - Wi Reyk/avik - Simi 621355 Laus staða Staða lögregluþjóns á Fáskrúðsfirði er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir um stöðuna sendist undirrituðum fyrir 18. mars 1987. Sýslumaðurinn í Suður-Múlasýslu, bæjarfógetinn á Eskifirði, 25. febrúar 1987, Sigurður Eiríksson. Skíðasvæði - Skálafelli Óskum að ráða starfsmann á skíðasvæðið í um mánaðartíma frá miðjum mars. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 5. mars merktar: „S — 5885“. Afgreiðslugjaldkeri Óskum að ráða starfskraft í stöðu afgreiðslu- gjaldkera á bæjarskrifstofu Ólafsvíkurkaup- staðar. Um er að ræða heils dags stöðu og eru laun samkv. kjarasamningi BSRB. Við leitum að duglegum starfskrafti með við- skiptamenntun og reynslu í skrifstofustörfum. Allar nánari upplýsingar veitir bæjarstjóri í síma 93-6153. Járniðnaðarmenn — trésmiðir Bátalón hf óskar að ráða plötusmiði, vél- virkja, rafsuðumenn og trésmiði til starfa nú þegar. Mikil vinna. Upplýsingar hjá verkstjóra. Bátalón hf., Hafnarfirði, sími50520 og 50168. Heimilistækjaversl- un/sölustarf Óskum að ráða konu til sölustarfa í nýrri og glæsilegri verslun okkar sem verður opnuð í næsta mánuði. Tilboð sendist í pósthólf 991,121 Reykjavík. Einar Farestveit & Co., hf. Störf á aðalskrif- stofu Kópavogs- kaupstaðar Auglýst er eftir móttökugjaldkera í fullt starf (til eins árs). Jafnframt er auglýst eftir starfs- manni í hálft starf í innheimtu (eftir hádegi). Launakjör samkvæmt kjarasamningi starfs- mannafélags Kópavogskaupstaðar. Upplýsingar gefur undirritaður. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Kópa- vogskaupstaðar. Þess er vænst að væntan- legir starfsmenn geti hafið störf sem allra fyrst. Bæjarritarinn í Kópavogi. Forstöðumaður sölusviðs Stórt fyrirtæki sem starfar á sviði innflutn- ings og framleiðslu á neytendavörum óskar eftir að ráða duglegan starfsmann til að veita sölumálum fyrirtækisins forstöðu. I boði er: — Skemmtilegt en krefjandi stjórnunar- starf á sviði sölumála, — góð laun og miklir framtíðarmöguleikar fyrir réttan aðila. Við leitum að duglegum starfsmanni á aldr- inum 30-35 ára. Þarf að hafa: — Frumkvæði til verka, — viðskiptamenntun eða sambærileg menntun, — stjórnunarreynslu, — góða enskukunnáttu , — reynsla í notkun tölva er æskileg. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „Sala — 5479“ fyrir 7. mars 1987. Gjaldkeri Fyrirtækið er ein stærsta byggingavöruversl- un landsins. Starfið felst í móttöku greiðslna, tölvuinn- slætti, umsjón með útfyllingu víxla og vaxtaútreikningum ásamt öðrum almennum gjaldkerastörfum og aðstoð við bókhald. Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi góða bókhaldsþekkingu og hafi unnið við tölvu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst. Vinnutími er frá kl. 9.00-17.00. Umsóknarfrestur er til og með 5. mars 1987. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9.00-15.00. Skólavördustig 1a - 101 Reykjavik - Simi 621355
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.