Morgunblaðið - 29.03.1987, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.03.1987, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MARZ 1987 9 HUGVEKJA Lífsins brauð — Daglegt brauð eftir JON RAGNARSSON 4. sunnudagur í föstu 1987 Jh. 6:1-15. Einhvern veginn fínnst okkur það erfitt að koma kraftaverkun- um í Ritningunni heim og saman við þekkingu nútímans á náttú- runni og lögmálum hennar. Við vitum að slík kraftaverk gerast ekki, og okkur er gjamt að telja þau bábiljur manna, sem glímdu við að finna skynsamlegar skýringar á umheimi sínum, en brast tækni og þekkingarforsend- ur til að vita betur og eygja mun raunveru og fjarstæðu. Kannski voru þeir blindaðir og gagnrýnis- lausi’r í trúhrifni sinni, og hneigð- ust því til að varpa skilningsleysi sínu yfir til hins óræða Guðs. Létu hann taka alla ábyrgðina. Enginn trúmaður gerir kröfur til að þekkja alla vem Guðs, eða geta sagt til um allar hans gerðir. Guð er samt ekki með öllu óræður, því að við höfum kynnst honum i Kristi — eins og þeir menn, sem skráðu Guðspjöllin. Þau em markvisst samansett og þeim er ætlað það verkefni frá upphafi að boða trú. Þau leitast við að draga upp svipleiftur þeirra andstæðna, sem skapast þegar maðurinn bæði sér og snertir þann allsheijarmátt, sem skapar nýtt. Máttinn, sem gerir brenglað heilt og nærir það líf, sem hann vekur. — Sá máttur er Guð — Guð sem er yfir og allt um kring, en við fömm gjaman á mis við í leitinni að skilningi og lífsþekkingu. Guðspjöllin bregða gjarnan upp myndum — dæmum til saman- burðar — þegar verk Guðs er til umræðu, vegna þess að það er vemleiki, sem varla verður komið orðum að. Svipmynd úr mannleg- um aðstæðum segir meira án þess þó að geta nokkurn tíma sagt allt um það, sem aldrei verður lýst að gagni, heldur aðeins lifað. Að leita eftir skynsamlegri skýringu á kraftaverki er alveg vinnandi vegur, en óviðkomandi trúboðserindi frásögunnar. Fólkið fylgdi Jesú til að sjá hann vinna máttarverkin. Það elti hann til að sjá eitthvað óvenjulegt og spenn- andi, því fæstir skynjuðu hann sem Krist — son hins lifandi Guðs. Býsna margir eltu hann af rót- lausri nýjungagirni, og gerðu sér tæplega grein fyrir því að hann gerir alla hluti nýja. Heimurinn mundi aldrei verða samur eftir komu hans og starf. Sagan af mettun þúsundanna fimm er að margra dómi einhver lygilegasta saga af kraftaverki sem fyrir finnst á síðum Heilagrar bókar. Við erum vön að leita rökrænn- ar ástæðu fyrir framvindu hlu- tanna — erum heft af fordómum skynseminnar — og komumst yfirleitt ekki nær kjarna málsins, en að þessum lygilegu umbúðum. Við ströndum við reikningsdæmið um tvo físka á stærð við smásíld og fimm brauð, sem samanlagt eru kannski á við eitt vísitölu- brauð, skuli nægja til að seðja hungur fimm þúsunda. Samkvæmt okkar daglegu reynslu og skólalærdómi er þetta einfaldlega ekki hægt — og frá- sögnin því hindurvitni. Það má ýmislegt lesa út úr þessari sögu um fólkið, sem forð- um settist að skrínukosti í grónu holtinu við Galfleuvatnið. Við getum þar m.a. kannast við eðlilega áhyggju af daglegri afkomu — og við finnum hvatn- ingu til að treysta umhyggju Skaparans. Frumkvæði Jesú þegar hann brýtur brauðið í þakkargerð til Skaparans, verður að hreyfingu meðal fólksins, sem hverfíst í samfélag um lífsnæringu. Fimm þúsund manns í bróðerni þessarar máltíðar, og frá þessu borðhaldi í brekkunni upp af vatnsbakkanum ganga sístækk- andi bylgjur út yfir aldimar, því enn heiðrum við það frumkvæði Krists, að deila með okkur Guðs gjöfum. Því allt skapað er hans eign. Allt sem við tökum til okkar og stingum í eigin mal, til eigin nota, það er aðeins fengið að láni. Hið daglega brauð er ekki bundið við fæðuna eina. Við þrífumst ekki síður á samneyti manna — öllu góðu atlæti, sem við getum veitt hvert öðru. Lífið væri ömur- legt, ef fólk deildi ekki með sér gáfum sínum til hugar, handa og hjarta. Það skapar lifandi sam- félag. Friðarlíf, sem setur niður deilur og eyðir böli. Við vitum aldrei, hvenær til okkar verður leitað og við beðin um fiskana og brauðin úr okkar mal. Á Skólavörðuholti Á Skólavörðuholti eru til 2ja og 3ja herbergja nýjar íbúðir. íbúðirnar verða seldar fullgerðar með vönduðum inn- lendum innréttingum. Val á flísum, málningu og öðru í samráði við kaupend- ur. Húsið verður fullbúið að utan og lóð frágengin með malbikuðum bílastæðum. Upplýsingar í síma 31104. Örnísebarn, byggingameistari. J Höfóar til .fólksíöllum starfsgreinum! Góð eign til sölu Hef af sérstökum ástæðum fengið til sölu 4ra herb. íbúð í Sólheimum 23. Góð eign á góðum stað. Upplýsingar gefnar í símum 622012 og 18163. Jóhann Pétur Sveinsson, lögfræðingur. FJÁRFESTINGARFÉIAGIÐ VERDBREFAMARKAÐURINN Genqió í daq ». mars i987 Markaðsfréttir Innlausnarhæf Kjarabréf spariskírteini Gengipr. 27/3 1987 = 1,980 —a, F|okkur Na,n- ly / 500 = 990 10.jan.'87 1975-1 4,3% / BM ■ M Ér e; nnn = q qnn 25.jan.'87 1973-2 9,2% O.UUU e.euu 25,jan. '87 1975-2 4,3% 50.000 = 99.000 25.jan '87 1976-2 3,7% » 25 jan '87 1981-1 2,8% W W% MTÉ Tta allir verið með! zfin fást nú í 500 kr. verðL < Sj 8 _,.... 1. (eb. '87 1984-1A 5,1% M %, Tekjubref 25 ieb. '87 1979-1 3,7% Gengipr. 27/3 1987 = 1.150 j^l 3,5% >C 100.000 = 115.000 25Í mars '87 ?97M 37% " 500.000 = 575.000 g* fjármál þín - sérgrein okkar Fjárfestingarfélag íslands hf., Hafnarstræti 7, 101 Reykjavík. © (91) 28566, © (91) 28506 símsvari allan sólarhringinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.