Morgunblaðið - 29.03.1987, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 29.03.1987, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MARZ 1987 35 Þýskaland er aldrei „í dag“. Það er „í gær“ eða það er „á morgun". Eitthvað á þessa leið sagði Nietzsche í vondri orðréttri þýðingu. Hefur líklega viljað sagt hafa: Að fortíð skal hyggja er framtíð skal byggja. Þessa sömu hugsun, með ofurlítið öðrum for- merkjum, mátti greina nú í vikunni í erindum á ferðamálaráð- stefnu um landkynningarmál og náttúruvernd. Enda mikilvæg mál á íslandi nú um stundir. Ferða- þjónustan þegar orðin býsna umfangsmikil atvinnugrein í landinu. Kynningin á þessu landi eftir Reykjavíkurfund stórkarla heimsins farin fram úr viðbúnaði og hvorugur þessara þátta klár. Þ.e.hvernig við viljum kynna landið og hvemig halda árunni hreinni, svo að einhverjir vilji heimsækja okkur í framtíðinni. Og nú er að setjast niður og reyna að ná áttum. Aukningin á erlendum ferða- mönnum til landsins hefur á undanförnum 2-3 árum verið svo hröð, eftir lægðina sem varð á gengisfellinga og óróatímanum í íslenskum peningamálum, að tvö- földun hefur orðið á fáum árum. Olafur Walter Stefánsson skrif- stofustjóri í samgönguráðuneyt- inu lét að gamni sínu reikna út þróunina með sömu hraðaaukn- ingu á ferðamannastrauminum hingað. þá munu eftir 100 ár koma til landsins 133 milljarðar og 300 þúsund ferðamenn á ári. Og ef við lítum aðeins 13 ár fram í tímann, þá mundu koma 803 þúsund erlendir ferðamenn til ís- lands árið 2000. Ekki er það nú samt líklegt, enda hefðu þeir þá raunar ekki það að sækja til íslands sem dreg- ur þá að nú. Eða er það ekki einmitt sérstæð náttura landsins og kyrrðin? Löngu áður en svo væri komið, væri nefnilega það litla sem eftir er af íslenska gróð- urteppinu farið út í sjó eða upp í háloftin undan átroðningnum, eins og Þorleifur Einarsson jarð- fræðingur vakti raunar athygli á í sínu erindi. Þorleifur var ekki sáttur við að í nýjum landkynningarbæklingum fýrir ferðamenn, sem yfirleitt eru sæmilga upplýstir, sé enn verið að kynna Island sem „ósnortið" land. Enda er það lygi. Við hveij- um manni, íslenskum og erlend- um, á ferð um þetta land blasir að það er land í tötrum. Fá lönd eru nefnilega jafn illa slitin af ágangi mannsins sem okkar land. Vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að hver íslend- ingur, sem hér hefur búið frá landnámi, hafí með hjálp náttú- runnar eytt um einum fermetra graslendis. Allt fokið út í buskann vegna skemmda á gróðurkápunni í þessu viðkvæma landi. Féð látið naga í kviku, fýrst á bestu stöðun- um, síðan næstbestu, þá þarnæst- bestu o.s.frv. og sár opnuð fyrir vatn og vind til að ljúka verkinu. Og þrátt fyrir þjóðargjöf og átak höldum við ekki í við eyðilegging- una, enn fer meira land en við vinnum. Nú er ofbeitin af rollunum væntanlega fyrir bý, enda ekki lengur arðvænleg. Og við erum að bytja á öðrum atvinnuvegi í staðin og beita mannskap á landið. Hvernig ætlum við nú að bera okkur að? Beita túrhestunum á það sem eftir er af gróna landinu á sama hátt og fyrrum rollunum. Ætlum við að hópa þeim fyrst öllum á bestu staðina, meðan þeir endast. Nú þegar eru margir þeirra svo illa farnir eða að fara af traðkinu að hver maður sér hvað verða vill, svo sem Dimmu- borgir sem kunnugt er af nýlegum fréttum, Goðafosssvæðið, vestur- bakki Gullfoss, o. fl., þar sem troðningar eru að rista allt sundur og opna vatni og vindum leið til að rífa áfram vegna þess að ekki eru stígar til að ganga eftir. Þeg- ar þessir vinsælustu ferðamanna- staðir hafa bæst við götin í tötrakápunni , þá má beita liðinu á næstbestu staðina og svo næst- bestu. Ef ekki verður beitt einhvers konar ítölu á liðið, eða það lokkað á minna viðkvæma staði verður líklega á endanum ekkert til að flytja það yfir á, því það verður hætt að langa til að koma. Offjárfestingin í hótelum og veitingastöðum orðin álíka og í gripahúsum og grasköglaverk- smiðjum nú. Guð láti gott á vita þegar kölluð er saman ferðamála- ráðstefna, sem tekur þennan þátt til meðferðar með aðdráttarþætt- inum. I fyrrasumar kom þar í spjalli við sænsk hjón með tvö börn, sem höfðu eins og við kosið sér gist- ingu á bóndabæ, Brunnhóli í A-Skaftafellssýslu, að þau spurðu hvað er það sem við eigum að sjá í Mývatnssveit? Þau ætluðu dag- inn eftir að skila bílaleigubflnum í Höfn og fljúga norður. Ferða- skrifstofan sem skipulagði Is- landsferðina hafði sagt að þangað ættu allir ferðamenn að fara. Nú veltu þau þessu fýrir sér þegar þau heyrðu um skemmtilega leið okkar suður eftir Austfjörðum. Því er öllum ferðamönnum beint á þessa perlu, Mývatnssveitina, þar sem nægilega margir eru þeir náttúruunnendur sem koma gagngert til að njóta þar hins ein- stæða fuglalífs og annarra nátt- urugersema. Af hveiju er hinum ekki kynntir aðrir og minna ásett- ir staðir? Og nú berast þær fréttir að ferðamannastraumurinn í Mý- vatnssveit kalli á ný hótel, sem er ágætt, en að Mývetningar hyggist velja því stað á vatns- bakkanum, þar sem umferð bæði truflar fuglalífíð og frárennsli með eyðileggjandi þvottaefnum af sængurfatavaski stórhótels fer beint eða óbeint gegn um gljúp hraunin í vatnið, í stað þess að velja því stað þar sem afrennsli má leiða frá vatninu. Hvað endist vatnið lengi með fuglalífí ef síau- knu afrennsli verður ekki veitt frá því? Sænsku hjónin með krakkana hefðu ekki síður skemmt sér vel á íslandi með því að aka áfram á bflaleigubíilnum sínum, fara fyrir Hvalnesskriður og áfram um Austfírði, og t.d. verið þeim hreint æfíntýri að aka niður hriklega leiðina í Mjóafjörð til að gista þar í ágætu skólahúsinu, sem ferða- kynningar virðast ekki einu sinni setja á skrár og skreppa svo út á Dalatangavita. Til að létta á við- kvæmustu stöðunum og nýta vel öll þau hótel sem verið er að byggja upp á suðaustuhomi landsins mætti allt eins fara með ferðafólkið, sem ekki er að sækj- ast eftir einhveiju ákveðnu í ferð um Reykjanesskagann. I Heið- mörk þar sem em fyrir göngustíg- ar eða t.d. Reykjanesfólkvang þar sem er að fínna allt landslag og náttumfyrirbrigði sem einkenna Island. Kostimir em margir til dreifíngar á túrhestunum, svo þeir ekki traðki upp og eyði dýr- mætu perlunum sakir ofbeitar. Og nú skulum við bara reikna að hefðbundnum hætti okkar bjartsýnisfólksins: Hvað skyldu 800 þúsund túrhestar geta etið mikið af lambakjöti á árinu 2000 ,- ef eitthvert gróðurlendi verður þá eftir á tötrakápu Islands til að beita á rollum og erlendum túrhestum? Kannski þeir sem em að reikna okkur tekjumar í fram- tíðinni geti reiknað út að arð- bærara sé jafnvel tötmm klætt land en nakið. TOYOTA FJÖLVENTIA VÉUN Tveir knaslasar, górir venllar og „kross-flicði"... TOYOTA FIÖLVENTLA VÉLAR Tvívirk títringsdempun á trissu ... Rismyndað brunahólf og kertí í miðju ... Camry og tjöh entla vélin Enn kynnir Tovota tækninýjung á sviði fólksbfla, fjölventla vélma, sem er tvímælalaust upphafið að nýrri kynslóð bflvéla. Þessi vél hefur 4 ventla við hvem strokk, eða alls 16, og tölvustýringu á vél og bensíninnspýtingu. Þessi búnaður eykur afl vélarinnar, nýtir eldsneytið betur og minnkar eyðsluna. Aðrir kostir Fjölventla vélin hefúr einnig svonefnt „breytilegt sogkeifi". í tveggja hólfa soggrein er annað hólfið lokað \dð lágan snúning vélarinnar. Við aukinn snúning eykst lofttæmi í soggreininni, sérstakur búnaður opnar hitt hólfið og eykur þar með flæði blöndunnar tfl brunahólfa. Ái'angurinn er ótvíi'æður Hraðari og betri bruni Meira nýtanlegt afl Aukin sparneytni ' Snarpara viðbragð Þessi léttbyggða og kraftmikla vél er einmitt í hinum nýja og glæsilega Toyota Camrj', íjölskyldu- bflnum sem nú hefur öðlast akstui'seiginleika sportbfls. Sem sagt: Háþróuð tækni... og bíll sem hæfir henni. Hvort sem ekið er hægt eða sprett úr spori, verður ánægjan af Toyota Camry óblandin. TOYOTA Fjölventla vélin - bflvél framtíðarinnar TOYOTA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.