Morgunblaðið - 29.03.1987, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MARZ 1987
að kemur þvi ekki á óvart
■JB að til er „Place Colette"
eða Colettetorg í hjarta
Pansarborgar, rétt við „Comédie
Francaise" og skammt frá Louvre-
safninu. En síðustu fimmtán
æviárin bjó Colétte þama rétt hjá,
stofugluggamir snem út að garðin-
um við „Palais Royal“-konungs-
höllina.
Skáldkonan Colette hét fullu
nafni Sidonie Gabrielle Colette, hún
fæddist árið 1873 í Burgundy-
héraði, yngsta dóttir foreldra sinna.
"Faðir hennar var höfuðsmaður i
hemum og hafði misst annan fót-
inn, móðir hennar, Sido, hafði
negrablóð í æðum og þótti um
margt óvenjuleg kona. Sido var
ákafur náttúruunnandi, umhverfið,
dýralíf þess og gróður átti hug
hennar allan. Hún elskaði að sönnu
þessa ungu dóttur sína sem hún
kallaði alltaf „Minet Chéri", kisulór-
una sína. En þyrfti hún að velja á
milli samvista við menn og að vera
ein með sjálfri sér út í náttúrunni,
varð hið síðamefnda oftar fyrir
valinu. Hún var hálfgerður einfari
í eðli sínu og gat átt það til að
vera all orðhvöss. Þekkt er sú saga
um Sido, þegar falast var eftir rós-
um úr garðinum hennar til að nota
við útför nágranna, og hún neitaði
með eftirfarandi orðum: „Aldrei!
Hvílík óhæfa að ætla að setja rós-
imar mínar á lík. Rósimar verða
ekki dæmdar til dauða þó einhver
manneskja hrökkvi upp af.“ Þegar
Sido var 76 ára að aldri afþakkaði
hún dvöl á heimili Colette dóttur
sinnar, vegna þess, að bleiki kaktus-
inn hennar var kominn að því
blómstra. En það gerði hann aðeins
á fjögurra ára fresti og taldi hún
Colette með WiIIy, myndin tekin
árið 1896.
Þeir hafa löngum haft þann háttinn á
Frakkar, að votta iátnum rithöfundum
sínum virðingu með því að nefna eftir
þeim stræti eða torg. Staðsetningin gefur
síðan til kynna í hve mikium metum hver
og einn hefur verið, miðsvæðis eru götur
með nöfnum þeirra sem í hvað mestum
metum hafa verið.
Colette 15 ára heima í Burgundy.
Colette árið 1954 stuttu áður en hún lést.
ósennilegt að sér gæfist annað
tækifæri til að líta slíkt augum.
Willy
Colette ólst upp og gekk í skóla
í Burgundy en aðeins tvítug að aldri
giftist hún sér mikið eldri manni,
Henry Gautier Villard, og fluttist
með honum til Parísar. Eigin-
maðurinn var sagður sannkallaður
Parísarbúi, hann var kvenhollur og
dálítið eirðarlaus. Hann vann við
ritstörf, nokkurskonar rit-smiðju og
hafði leigupenna í föstu starfí hjá
sér. Afraksturinn, sem var afþrey-
ingarsögur, var svo gefínn út undir
pennanafninu Willy, en það var það
nafn sem Henri Gautier Villard
gekk almennt undir meðal kunn-
ugra.
En það var svo einu sinni, þegar
lítið fé var til á heimilinu, að Willy
stakk upp á því við Colette, að hún
festi á blað endurminningar frá
bemsku og skólagöngu í sveitinni.
Við þau skrif var bætt kafla eftir
einhvem annan og bókin: „Claudine
í skóla" var gefín út undir nafni
Willy. Þetta var árið 1900 og er
skemmst frá því að segja að bókin
sló í gegn, en það leið heill aldar-
fjórðungur þar til hið sanna kom í
Ijós með höfundinn.
Vinsældir bókarinnar voru svo
miklar, að á markað komu ýmsir
hlutir með Claudine-merki, t.d.
Claudine-kjólar, Claudine-ís og svo
var svoköliuð Claudine-klippingtil.
Þat' sem fyrsti þáttur um Colette
endaði í sjónvarpinu um daginn var
„Claudine í skóla" nýkomin út, en
Claudine-bækumar urðu alls fjórar
í þessum flokki og komu út á árun-
um 1900-1903.
En þar kom að tilfínningar Col-
Zoe Caldwell S hlutverki Colette
I leikriti sem gert var eftir ævi-
sögu hennar: Jarðnesk paradís.
Hana samdi Robert Phelps að
henni látinni.
ette til Willy kólnuðu og þau skildu
árið 1906. Willy var með svokallað
„Prins Albert“-skegg og þegar hér
var komið sögu sagði Colette, að
’það væri leitt að segja það en Willy
ætti mikið meira sameiginlegt með
Viktoríu (Breta)drottningu en Al-
berti prins, eiginmanni hennar.
En það má þó segja að það hafí
verið Willy, sem kom Colette til að
hefja rithöfundarferil sinn.
„Cheri“
Ári eftir skilnaðinn, árið 1907,
kom út bók eftir Colette, önnur
árið 1908 og sú þriðja árið 1910,
Colette á þeim árum sem hún
skrifaði Claudine-bækumar.
og nú var að sjálfsögðu rétt höfund-
amafn á bókunum.
Colette giftist í annað sinn árið
1912, Henry Jouvenel hét sá mað-
ur, en það hjónaband endaði einnig
með skilnaði. Dóttir þeirra, fædd
árið 1913, varð móður sinni fyrir-
mynd persónu, sem kom fram í
mörgum skáldsögum hennar undir
hinu próvenska nafni Bel-Gazou.
Colette vann við ýmislegt næstu
árin til að sjá sér farboða, hún var
dansmær, kom fram á leiksviði t.d.
í gerfí trúðs, sígauna og svarts
kattar. Síðasttalda hlutverkið er
sagt hafa verið henni mjög að
skapi, hún var alla tíð mjög elsk
að köttum, sumir sögðu jafnvel að
í henni væri dálítið kattareðli.
Þess má geta, að saga hennar
„La Chatte" — Kötturinn, sem kom
út árið 1933, hefur af mörgum ver-
ið talin ein sú besta. En sagan
fjallar um unga, nýgifta konu sem
þjáist af afbrýðisemi út í kött eigin-
mannsins.
En það var svo árið 1920 sem
bókin „Cheri" kom út og með henni
varð Colette fræg á einni nóttu.
Bókmenntagagnrýnendur, jafnvel
þeir allra kröfuhörðustu, luku upp
einum rómi um ágæti sögunnar,
þar væri ekki hægt að gera betur.
Sagan sú fjallar um ást konu á sér
miklu yngri manni.
Colette hélt áfram að skrifa
skáldsögur, jafnframt starfaði hún
sem blaðamaður í áratug, hún hélt
fyrirlestra í Evrópu og Norður-
Afríku. Hún skrifaði meira að segja
óperu með tónskáldinu Maurice
Ravel: „L’Enfant et les Sortiléges"
hét hún.
Colette fékk hátt kaup fyrir öll
sín störf enda mikils metin og virt.
Sjálf sagðist hún hata peninga og
var óspör á þá, jafnvel eyðslusöm.
Sem dæmi má nefna að eitt sinn
þegar hún hafði hug á að dvelja á
Spáni um páska, en hafði láðst að
tryggja sér far sté hún upp í leigubíl
í París og sagði: „Til Madrid, takk
fyrir."
Besti vinurinn
Það var eftir útkomu bókarinnar
„Cheri" sem Colette kynntist stóru
ástinni sinni, Maurice Goudeket,
hún var þá 52 ára en hann 35. Hún
upplifði þar með sjálf, það sem hún
hafði skrifað um í „Cheri", og er
það undarleg tilviljun svo ekki sé
meira sagt.
Þau hófu sambúð ógift en létu
gefa sig saman árið 1935, áður en
þau tóku sér ferð á hendur með
jómfrúrferð Normandie frá Frakk-
landi til New York. Talið var að
þau hefðu gert þetta til að gefa
ekki blaðamönnum færi á að skrifa
um pappírslaust ástarsamband
þeirra við komuna til New York.
Blaðamönnum fannst þau hjón
áhugaverð fyrir það, og ekki var
laust við að Colette vekti undrun
þegar hún sté í land á mikið opnum
sandölum og glitti í skarlatsrauðar
táneglur hennar. Að minnsta kosti
var skrifað um það í dálitlum
hneykslunartón. En hvað um það,
þriðja hjónaband Colette var afar
ástríkt og hélst til hennar dánar-
dags. Við aðra nefndi hún aldrei
mann sinn annað en „besta vin
sinn“. Það var eitt sinn, þegar Col-
ette var komin á efri ár, að gestur
gekk inn í stofu þeirra og heyrði
þau hlæja, um ieið og hann kom.
Gesturinn spurði hvað hefði verið
svona skemmtilegt hjá þeim: „Það