Morgunblaðið - 29.03.1987, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MARZ 1987
ÚTYARP/SJÓNVARP
Stöð 2:
Syst-
urnar
■■■■ Systurnar, sjón-
Q -f 15 varpsmynd frá
" A árinu 1981, er á
dagskrá Stöðvar 2 í kvöld.
Þtjár systur búa saman en
ólík lífsviðhorf valda
árekstrum. Elsta systirin
aðhyllist strangt siðferðis-
mat en er þó í tígjum við
giftan mann. Frieda systir
hennar er laus á kostunum
eftir misheppnað hjóna-
band en yngsta systirin,
Sissy, lætur sig dreyma um
frægð og frama sem
skautadrottning.
Diahann Carroll,
Rosalind Cash og Irene
Cara fara með
aðalhlutverk í
kvikmyndinni
Systrunum
Rás 1:
Um þjóðtrú og hjátrú
■■■■ Talan 13 hefur
1025 lengi verið
AU tengd hjátrú af
ýmsu tagi og telja margir
hana ógæfutölu. Nú teng-
ist hún beint þætti Ólafs
Ragnarssonar þar sem
þessi þáttur er hinn 13. í
röðinni í þáttasyrpuni um
þjóðtrú og þjóðlíf. Af
þessu tilefni verður tínt
til sitt af hverju er snertir
töluna þrettán og hjátrú
í sambandi við hana.
Reynt verður að varpa
ljósi á uppruna þessarar
trúar sem virðist allút-
breidd.
Huldufólk verður einn-
ig á dagskrá í þættinum
eins og í mörgum hinna
fyrri. Að þessu sinni verð-
ur rætt við Guðmund
Gíslason um kynni hans
af huldufólki í Hegranesi
í Skagafírði, en þar um
slóðir er mikil huldufólks-
byggð samkvæmt þjóð-
trúnni. Svonefnd
hulduljós eða leiðarljós
mun bera á góma, en þau
eru gjarnan rakin til
huldufólks eða annarra
vætta.
Bylgjan:
Japanskt
þrýstinudd
■■■■ í þættinum
1 rjOO Reykjavík
-I < síðdegis _ á
mánudag mun Asta
Ragnheiður ræða við
Soffíu Karlsdóttur um
japanskt fingurþrýsti-
nudd.sem m.a. er talið
styrkja ónæmiskerfi líka-
mans. Ásta ætlar líka að
ræða við Soffíu um nýst-
árlegar matarvenjur og
fæðuval. í Reykjavík
síðdegis um klukkan hálf
sjö verður dagleg umfjöll-
un Bylgjunar um komandi
alþingiskosningar.
AXIS
---------—----
MEÐ ALLT A
SlNUM STAÐ
Axis fataskápurinn er sérlega
stílhreinn og fallegur. Hvítar
innréttingar gefa skápnum nýtt
og ferskt útlit og Durolin-
klæðningin auðveldar þrif. Þú
kemur öllu á sinn stað í Axis
skápinn.
Með nýrrl framleiðslutækni
hefur okkur tekist að lækka
verðið á skápunum um 10%.
AXIS
Smiðjuvegi 9, Kópavogi,
sími (91)43500.
Stjórn BHM:
Ályktun
vegna
verkfalls
kennara
STJÓRN Bandalags háskóla-
manna telur að ef af verður
að hópur háskólamanna hefji
kennslu á framhaldsskóla-
stigi væri verið að ganga inn
í störf þeirra kennara sem
eru I verkfalli.
í ályktun um þetta mál segist
stjórn BHM líta þetta mjög al-
varlegum augum og skorar á
háskólamenn að sýna félögum
sínum sem eiga í kjarabaráttu
þá samstöðu að ganga ekki inn
í störf þeirra.
Fyrirlestur
um lifnaðar-
hætti smyrils
á Islandi
HIÐ íslenska náttúrufræðifé-
lag gengst fyrir fyrirlestri
um lifnaðarhætti smyrils á
íslandi mánudagskvöldið 30.
mars nk. í stofu 101 í Odda,
hugvísindahúsi Háskólans og
hefst hann kl. 20.30.
Ólafur Karl Nielsen líffræð-
ingur flytur fyrirlestur um
smyrilinn, sem er minnsta fálka-
tegund í Evrópu og annar
tveggja fulltrúa fálkaættarinnar
hér á landi.
I erindinu verður sagt frá út-
breiðslu smyrils hér á landi og
frá ferðalögum hans og vetrar-
heimkynnum á Bretlandseyjum
og írlandi. Smyrli er talið hafa
fækkað hér á landi á undanförn-
um árum og segir Ólafur frá
athugunum á stofnstærð og af-
föllum. Einnig fjallar hann um
fæðu smyrilsins og varphætti.