Morgunblaðið - 29.03.1987, Síða 51

Morgunblaðið - 29.03.1987, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MARZ 1987 51 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Saumakona Okkur vantar vana saumakonu til starfa á saumastofu okkar sem fyrst. Um er að ræða heilsdags starf. Upplýsingar veittar á skrifstofu. Dugguvogi 8, Reykjavík Sími 686066. Kjötiðnaðarmaður Viljum ráða hugmyndaríkan og duglegan kjöt- iðnaðarmann sem er stundvís og getur unnið sjálfstætt. Góð laun í boði fyrir réttan mann. Umsóknir leggist inn á auglýsingadeildl Mbl. fyrir 6. apríl merkt: „Kjötiðnaðarmaður — 2126“. Sölustarf Ef þú hefur reynslu af sölustörfum og ert á aldrinum 23-30 ára þá höfum við starf fyrir Þig- Við erum fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu í örum vexti og leitum að sölukonu eða sölu- manni sem fyrst. Viðkomandi þarf að uppfylla eftirtalin skilyrði: Að vera stundvís, heiðarleg(ur), reglusöm(- samur), hafa góða framkomu og reykja ekki. Um er að ræða prósentusölu og mun viðkom- andi hafa bíl frá fyrirtækinu til umráða. Góðir tekjumöguleikar fyrir réttan aðila. Ef þú telur þig uppfylla ofangreind skilyrði þá vinsamlega sendu inn á auglýsingadeild Mbl. nafn, heimilisfang, símanúmer, mynd ef til er og uppl. um fyrri störf, fyrir 3. apríl nk. merkt: „Sölustarf — 727“. Öllum umsókn- um verður svarað. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál. Sölumenn Við leitum að hörkuduglegum sölumönnum á aldrinum 25-35 ára, fyrir öflugt sérhæft verslunarfyrirtæki í Austurborginni. Unnið eftir bónuskerfi. Miklir tekjumöguleikar fyrir rétta aðila. Umsóknir er tilgreini aldur ásamt starfs- reynslu sendist skrifstofu okkar fyrir 5. aprífl nk. GudntTónsson RÁÐCJÖF &RÁÐN1NCARÞJÓNUSTA TÚNGÖTU 5, 101 REYKJAVÍK — PÓSTHÓLF 693 SÍMl 621322 LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVIKURBOR6 Fóstrur óskast til starfa á leikskólann Brákar- borg v/Brákarsund. Fóstrur og ófaglært starfsfólk óskast á: Dagheimilið Laufásborg, Laufásvegi 53-55, Dagheimilið Valhöll, Suðurgötu 39, Leikskólann Fellaborg, Völvufelli 9, Leikskólann Tjarnarborg, Tjarnargötu 33. Upplýsingar veitir forstöðumaður viðkom- andi heimila og umsjónarfóstrur í síma 27277. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Góð laun íboði fyrir áhugasamt starfsfólk Axis hf. framleiðir húsgögn og innréttingar fyrir innanlandsmarkað og til útflutnings. Við viljum ráða áhugasama og vandvirka karla eða konur til starfa í verksmiðjunni: 1. Almenn vinna við samsetningu og frá- gang framleiðsluvara. 2. Vélavinna. Upplýsingar hjá framleiðslustjóra. AXIS, AXEL EYJÓLFSSON HF. SMIÐJUVEGUR 9, 200 KÓPAVOGUR, SlMI 43500 AXIS LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVIKURBORG Laus staða félagsráðgjafa, fulltrúa í ellimála- deild Félagsmálastofnunar, 50% (ný staða). Nauðsynleg er menntun félagsráðgjafa eða sambærileg menntun. Staðan er laus nú þegar. Ennfremur vantar starfsmann í afleysingar (100%) í vor og sumar. Nánari upplýsingar gefur Anna S. Gunnars- dóttir deildarfulltrúi í síma 25500. Umsóknarfrestur er til 6. apríl nk. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Útréttingar Fyrirtækið er auglýsingastofa í Austur- bænum. Starfið felst í sendiferðum og aðstoð á skrif- stofu. Viðkomandi þarf að nota eigin bíl í starfi. Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu spor- léttir og ábyggilegir. Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf sem fyrst. Vinnutimi er frá kl. 10.00-12.00 og 14.00- 17.00. Umsóknarfrestur er til og með 3. apríl nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9.00-15.00. Afleysmga- og ráðnmgaþjónusta «1^ Lidsauki ht @ Skólavörðustig la - 10i Reykjavik - Simi 621355 LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVIKURBORG Droplaugastaðir, heimili aldraðra, Snorrabraut 58. Starfsfólk óskast til sumarafleysinga: Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar á hjúkr- unardeild heimilisins. Starfsfólk í eldhús, ræstingu, þvottahús o.fl. Sjúkraþjálfara Lausar stöður frá og með 1. maí 1987, hjúkr- unarfræðingar og sjúkraliðará hjúkrunardeild. Upplýsingar gefur fostöðumaður í síma 25811 milli kl. 9.00-12.00 f.h. virka daga. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Fjölritun /silkiprentun Viljum ráða karlmenn til starfa við skilkiprentun og fjölritun. Umsækjendur þurfa að vera hand- lagnir og hafa reynslu í að umgangast vélar. Krafist er stundvísi og samviskusemi og er óskað eftir meðmælum. Æskilegur aldur 20 til 30 ára. Boðið er upp á mjög góða starfsaðstöðu og góð laun að reynslutíma loknum. Uppl. um starfið eru aðeins veittar á staðnum. EMM OFFSETsf., Skipholti 35, 105 Reykjavik. Byggðaþjónustan auglýsir Við leitum að starfsfólki fyrir öflug félagasam- tök til eftirtalinna starfa: Félagsráðgjafi: Starfið felst í: • Aðstoð við félagsmenn, viðtöl, fyrir- greiðslu, ráðgjöf og úrlausn ýmissa málefna. • Að vera tengiliður milli stjórnar og félags- manna. • Aðstoða nefndir félagsins við þeirra við- fangsefni. • Að afla sér frekari þekkingar á námskeið- um heima og erlendis til að auka hæfni sína í starfi. Starfið krefst: • Sjálfstæðis, frumkvæðis og hæfni í mann- legum samskiptum. • Aðlögunarhæfni, þolinmæði og nær- gætni. Við leitum að félagsráðgjafa, félagsfræðingi, sálfræðingi eða kennara. Onnur menntun kemur einnig til greina. Ritari forstöðumanns: Starfið felst í: • Ritun fundagerða. • Undirbúningi funda. • Bréfaskriftum. • Öflun gagna og úrvinnslu þeirra. Starfið krefst: • Góðrar íslenskukunnáttu. • Kunnáttu í erlendum tungumálum. • Vélritunarkunnáttu. • Hæfni í mannlegum samskiptum. Við leitum að starfskrafti með stúdents- menntun eða hliðstæðu þess. (Til greina kæmi hálfsdags starf til að byrja með). Tölvuritari (Operator): Starfið felst í: • Innskrift á tölvu. • Notkun nokkurra hugbúnaðarforrita. • Tölvuvinnslu bókhalds, félagaskráa o.fl. Starfið krefst: • Þekkingar og reynslu í tölvuvinnslu. • Hæfni í mannlegum samskiptum. • Að viðkomandi sé reiðubúinn að sækja námskeið í tölvuvinnslu og tileinka sér nýjungar á því sviði. Við leitum að dugmiklum öruggum starfs- krafti sem getur unnið starf sitt í góðum tenglsum við marga aðila. í boði er: • Góð vinnuaðstaða. • Góð laun. • Góður starfsandi á vinnustað. • Hlunnindi. Umsóknir berist okkur bréflega fyrir 5. apríl nk. og tilgreini þær aldur, menntun og fyrri störf umsækjenda. Með allar umsóknir verður farið sem trúnað- armál og öllum umsóknum verður svarað. Byggðaþjónustan, Nýbýlavegi 22, pósthólf97, 200 Kópavogur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.