Morgunblaðið - 29.03.1987, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MARZ 1987
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Fjármálaráðuneytið
ígytíf’ Ríkisbókhald
óskar að ráða sem fyrst viðskiptafræðing
eða starfsmann með víðtæka bókhalds-
reynslu og -þekkingu.
Starfssvið verður m.a. öflun og yfirferð árs-
reikninga ýmissa ríkisstofnana, frágangur
ársuppgjöra stofnana, bókhaldsleiðbeiningar
auk ýmissa annarra verkefna.
Um er að ræða framtíðarstarf. Laun sam-
kvæmt kjarasamningi BSRB (BHMR) og
fjármálaráðuneytisins.
Umsóknir með upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist ríkisbókara, c/o ríkis-
bókhald, Laugavegi 13, Reykjavík, fyrir
3. apríl nk.
Auglýsingateiknari
Okkur vantar afkastamikinn, lærðan auglýs-
ingateiknara sem fyrst. Starfsreynsla æski-
leg.
Góð laun í boði. Farið verður með allar um-
sóknir sem trúnaðarmál.
Augh/singastofa
ErnstJ. Backman
Bakarar óskast
Vegna mikilla anna getum við bætt við okkur
bakarasveinum í verksmiðju okkar Skeifunni 11.
★ Við leitum að áhugasömum mönnum sem
eiga gott með að vinna með öðrum.
★ í boði er fast starf hjá traustu fyrirtæki
með vinnutíma frá kl. 5.00-14.00 einungis
virka daga.
Nánari upplýsingar veitir yfirverkstjóri.
Brauð hf.,
Skeifunni 11.
Aðstoðarfólk í bakarí
Vegna mikilla anna óskum við eftir starfs-
fólki í eftirtalin störf í verksmiðju okkar í
Skeifunni 11.
★ Aðstoðarfólk í brauðabakstur. Vinnutími
frá kl. 12.00-20.00 sunnudaga til fimmtu-
daga.
★ Aðstoðarfólk í bakstur. Vinnutími frá kl.
5.00-14.00 virka daga.
Nánari uppl. hjá verkstjórum á staðnum.
Brauð hf.,
Skeifunni 11.
Vertíðarvinna
Enn vantar okkur nokkrar stúlkur til fisk-
vinnslustarfa. Fæði og húsnæði á staðnum.
Upplýsingar í síma 97-81200.
K.A.S.K. fiskiðjuver,
Höfn í Hornafirði.
MAIZENA SCPC Foods A/S TVhcvt
Sölustjóri
Fyrirtækið er CPC FOODS A/S í Danmörku,
sem er dótturfyrirtæki CPC International Inc.
Umboðsaðili á íslandi er heildverlsun
Ásbjörns Ólafssonar hf. CPC FOODS A/S
selur m.a. eftirtalin vörumerki: Knorr, Lidano,
Mazola, Maizena, Heliemann’s og Winborgs
sild. Starfsmannafjöldi CPC FOODS A/S í
Danmörku eru 80 manns. Velta 150 millj. dkr.
CPC FOODS A/S er traust og vel skipulagt
fyrirtæki með áherslu á skipulega sölustarf-
semi og markaðssókn.
Starfssvið sölustjóra: Sala og markaðssetn-
ing á vörum CPC FOODS A/S bæði til
smásöluverslana, hótela, mötuneyta og mat-
vælaiðnaðar. Hann skal einnig leggja áherslu
á öflun nýrra markaða og fylgja eftir mark-
aðsáætlunum.
Við leitum að hugmyndaríkum, ástundunar-
sömum og sjálfstæðum manni með góða
kunnáttu í dönsku og/eða ensku. Verslunar-
próf ásamt reynslu af verslunarstörfum eða
lærður matreiðslumaður. Aldur 30-40 ára,
3-5 ára reynsla af sölustörfum, verslunar-
stjórn eða stjórnun við matreiðslustörf.
Nauðsynlegt að viðkomandi geti hafið störf
í maí eða júní nk.
í boði er áhugavert framtíðarstarf, góð laun,
frjáls afnot af bíl CPC FOODS Á/S. Nám-
skeið í Danmörku 2-3 á ári.
Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson.
Skriflegar umsóknir merktar „CPC FOODS
A/S“ óskast sendar til Ráðningarþjónustu
Hagvangs hf. fyrir 4. apríl nk.
Hagvangurhf
RÁÐNINCARÞJÓNUSTA
CRENSÁSVECI 13, 108 REYKJAVÍK
Sími: 83666
Byggingatækni-
fræðingur
Ný útskrifaður byggingatæknifræðingur af
framkvæmda- og lagnasviði óskar eftir at-
vinnu. Hef sveinspróf í húsasmíði.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 3.
apríl merkt: „B - 2123“.
Matreiðslumaður
Matreiðslumaður óskast sem fyrst á Hótel
Geysi í Haukadal.
Upplýsingar gefnar á staðnum.
Fyrrverandi fram-
haldsskólakennari
óskar eftir skemmtilegu, lifandi og vellaun-
uðu framtíðarstarfi. í boði er: Hress 36 ára
Dani (auðvitað altalandi á íslensku), með
sveinspróf, cand. mag. próf og mikla tungu-
málakunáttu. Er vanur stjórnun og skipulags-
vinnu. Starfsreynsla og meðmaeli frá
Þýskalandi, Danmörku, Englandi og íslandi.
Tilboð merkt: „H — 8229“ leggist inná aug-
lýsingadeild Mbl.
fÁÐCjOF OC FAÐNINCAR
Framtíðarstörf
Við höfum verið beðnar um að leita að góðu
starfsfólki í eftirtalin störf:
1. Fjölbreytilegt og krefjandi starf í einka-
banka. Starfið gefur góða framtíðarmögu-
leika.
Viðkomandi þarf að vera hraustur og van-
ur bankastörfum.
2. Afgreiðslustarf í húsgagna- og listmuna-
verslun. Lifandi og skemmtilegt starf fyrir
þann sem hefur áhuga á listum og sölu-
mennsku.
Viðkomandi þarf að hafa fallega fram-
komu og enskukunnáttu. Heilsdagsstarf.
3. Afgreiðslustarf í sælgætisverslun í mið-
bænum. Góð vinnuaðstaða.
Viðkomandi þarf að vera eldri en 30 ára
og vanur afgreiðslustörfum. Vinnutími
9.00-16.00 virka daga.
Engjateig 7,
105 Reykjavík.
Sími 689099.
Fyrirtæki okkar vill ráða eftirtalið starfsfók á
næstunni:
Rafvirkja
í heimilistækjadeild. Starfið felur í sér af-
greiðslu á heimilistækjum og tengdum vörum,
prófun og athugun á tækjum og skyld störf.
Rafvirkja
til afgreiðslustarfa í heildsöludeild.
Leitað er að drífandi og snyrtilegum mönnum
á aldrinum 25-30 ára með vöruþekkingu og
áhuga á viðskiptum og þjónustu.
Þeir, sem áhuga hafa á þessum störfum,
sendi eiginhandarumsóknir er tilgreini aldur
og fyrri störf í pósthólf 519 fyrir 13. apríl nk.
SMÍTH&
NORLAND
Varkfræftingar, lnnf1ytj<MKÍur
P6*1MH519, Nóatðnl 4.121 Rayfcjwrfk
Wmi 28322.
Garðabær
— sumarstörf
Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir laus til
umsóknar eftirtalin sumarstörf 1987:
1. Áhaldahús: Aðstoðarfólk við almenna
verkamannavinnu, vélamenn.
2. Garðyrkja: Almenn garðyrkjustörf.
3. Vinnuskóli: Flokksstjórar og mann á
dráttarvél.
4. íþróttanámskeið: Leiðbeinendur.
5. Siglinganámskeið: Leiðbeinanda og að-
stoðarfólk.
6. Starfsvöllur: Leiðbeinendur.
Umsóknum skal skilað á bæjarskrifstofur
Garðabæjar, Sveinatungu. Umsóknarfrestur
er til 10. apríl nk.
Allar nánari upplýsingar á bæjarskrifstofun-
um í síma 42311. Innritun í vinnuskóla
auglýst síðar.
Bæjarritari.