Morgunblaðið - 29.03.1987, Page 64

Morgunblaðið - 29.03.1987, Page 64
STERKTKORT Ferðaslysa trygging SUNNUDAGUR 29. MARZ 1987 VERÐ I LAUSASOLU 50 KR. Deila heilbrigðis- stétta og ríkisins: Fundum frestað til mánudags ÖLLUM samningafundum í kjaradeilu heilbrigðisstétta við ríkið var frestað fram yfir aðalfund Launaráðs Banda- lags háskólamanna sem var í gær. í gær var búist við samn- ingafundum á mánudag. Að sögn Birgis Björns Sigur- jónssonar hagfræðings BHM, -i^íáti á aðalfundinum að ræða stöðu þá sem komin er upp í kjaramálunum, og venjuleg aðal- fundarstörf þá væntanlega látin víkja og þeim frestað. Mjög þunglega virðist horfa til lausnar í kjaradeilum háskóla- menntuðu heilbrigðisstéttanna og ríksins, bæði hvað varðar verkföll og uppsagnir sem koma til framkvæmda 1. apríl. Þá mun, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, geta brugðið til beggja vona um að samningur Hjúkrunarfélags íslands og ríksins verði samþykktur, en verið er að greiða atkvæði um samninginn í félögum út um landið og verða atkvæðin talin á þriðjudag. Morgunblaðið/Bjami FYRSTU FERMINGARNAR ALLS ganga 1.500 til 1.600 börn um land allt til ferminga i ár og eru það börn sem fædd eru árið 1973. „Börnin hafa gengið til spurninga í allan vetur einu sinni í viku, en síðustu vikuna fyrir fermingu hittumst við _ nær daglega," sagði séra Ólafur Skúlason dómprófastur í samtali við Morgunblaðið. Aðalfermingardagamir í þéttbýli eru 5. apríl, pálmasunnudagur 12. apríl og annar í páskum 20. apríl. í dag verður fermt í þremur stærstu prestaköllunum, Selja- prestakalli, Fella- og Hólapresta- kalli og Digranesprestakalli. Ólafur sagði að árgangarnir færu minnkandi ár frá ári, en flest hefðu fermingarbömin verið yfir 2.000 talsins. Kennaradeilan: Samningsgnmd- völlur staðfestur Rúðubrot í miðbænum í Austurstræti var ófagurt um að litast í gærmorgun því margar rúður höfðu verið brotnar í verslunum þar nóttina áður líkt og margar fyrri helgar. Lögreglan stóð í ströngu í miðbænum aðfaranótt laugardagsins vegna drykkjuláta fólks. Þó ekki hafi verið íjölmennt í miðbænum voru óvenju margar rúður brotnar og þurfa verslunareigendur marg- ir hveijir að byija enn eina vikuna á því að fá nýtt gler í glugga sína. SAMNINGANEFNDIR Hins íslenska kennaraféiags og ríkisins staðfestu hjá ríkis- sáttasemjara ákveðinn samn- ingsgrundvöll, áður en samningafundi nefndanna var frestað klukkan 5 aðfaranótt laugardags. Samningafundur hófst aftur klukkan 13.00 á laugardag og í samtölum við Alirefir eru vaxandi # vandamál í náttúrunni MEÐ fjölgun refabúa eru alirefir sem sleppa úr haldi vaxandi vandamál. Blárefirnir eru fijó- samari en íslenska tófan og eru auk þess stærri og sterkari og geta því valdið meira tjóni á búfé. I*á óttast náttúruverndarmenn blöndun þeirra við íslenska ref- inn. Páll Hersteinsson veiðistjóri sagði að eitthvað væri um að aliref- ir gengju lausir og nokkrir hefðu náðst. Búast mætti við fjölgun á þessu eftir því sem búrin og búin gvngju úr sér og þyrfti því að veita gott aðhald. Veiðistjóraembættið gæti lítið annað gert en að tala við bændur og biðja þá um að bæta úr vömum, ef þær væru ekki í lagi, og lagt síðan til að loðdýrarleyfið sé tekið af viðkomandi, ef fortölur dygðu ekki. Páll sagði að þeir þyrftu að hafa heimild til að láta gera lag- færingar á búunum, á kostnað viðkomandi bónda, ef þörf væri á slíku. Páll sagði að ekki væri vitað til að silfurrefur hefði sloppið úr haldi, en einn blendingur silfurrefs og blárefs (blue-frost) hefði verið drep- inn af hundi heima við bæ. En eftir því sem fleiri bú tækju inn silfur- refi ykist hættan á því að þeir slyppu. Þeir væru enn erfiðari við- fangs en blárefurinn. Veiðistjóri sagði að loðdýrabænd- ur ættu að tilkynna strax þegar dýr slyppu af búunum, en það væri aldr- ei gert. Sagði hann að ef það væri gert væri oft hægt að ná dýrunum strax. Nefndi hann að nú væru nokkrir blárefir lausir í Vestur- Landeyjum. Þeir hefðu sennilega sloppið i desember og ef þá hefði verið tilkynnt um atburðinn hefðu þeir sjálfsagt náðst strax. Nú hefðu þeir aðlagast betur breyttum að- stæðum og orðnir styggir vegna þess að óvaningar hefðu verið að eltast við þá. Páll Hersteinsson sagði að íslensku tófunni hefði fjölgað tölu- vert á Suð-Austurlandi, en hafði ekki skýringar á því. Sagði hann að á þessu svæði hefðu fáir refir verið og ef til vill óeðlilega fáir miðað við aðra landshluta. Á und- anfömum ámm hefði ref fjölgað á Vesturlandi og Vestfjörðum en þar virtist stofninn nú vera kominn í jafnvægi. Þá virtist refum fara fækkandi á Norð-Austurlandi. Morgunblaðið fyrir þann fund lýstu báðir aðilar yfir von um að endanlegir samningar tak- ist um helgina. Kristján Thorlacius formaður HIK sagði í samtali við Morgun- blaðið að samninganefndirnar hefðu færst nær settu marki á fundinum á föstudagsnóttiria. Hann sagðist vona að samningar næðust nú yfir helgina þótt hann þyrði ekki að fullyrða neitt þar um. Indriði H. Þorláksson formað- ur samninganefndar ríkisins sagðist fremur eiga von á að samningar tækjust um helgina og staðan nú væri að minnsta kosti mun betri en áður. Fulltrúaráð HÍK fundaði lengi um þau samningsdrög sem lágu fyrir samningafundinum á föstu- dagskvöldið. Kristján Thorlacius sagði um fulltrúaráðsfundinn að þar hefðu komið fram skiptar skoðanir um ýmsar áherslur enda væru samningar kennara talsvert mikið mál og flókið. Þó hefðu menn orðið sammála um að taka upp viðræðurnar aftur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.