Morgunblaðið - 29.04.1987, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1987
UTVARP / SJONVARP
Margt smátt
Það fór einsog mig grunaði í
gærdagsgreininni að stjórn-
málamenn og fréttahaukar féllust í
faðma á skjánum og spáðu þar í
óskastjómina. Ég hélt því fram í
gærdagsgreininni að slíkt bauk
gæti hugsanlega haft áhrif á stjóm-
armyndunarviðræður. Þannig hefir
Jón Baldvin nánast sest í hásætið
fyrirfram á skjánum og biðlar þar
ákaft til Kvennalistans. Auðvitað
hefir slíkt frumhlaup á skjánum
engin bein áhrif á stjómarmyndun-
arviðræður en hvað um hin óbeinu
áhrif á hinn almenna flokksmann
er stendur að baki flokksforystunni?
ínánd
Og meira um kosningamar. í gær
minntist ég einnig á hið mikla afrek
er fréttastofa ríkissjónvarpsins vann
á kosninganótt þá kosningatölumar
bárust beint frá hvorki fleiri né
færri en sex kjörstöðum. Þá viðr-
aði ég þá hugmynd að hvíla ögn
grínara höfuðstaðarins en leiða þess
í stað fyrir framan sjónvarpsvélam-
ar sex leikara, söngvara og grínista
landsbyggðarinnar, en óvíða kunna
menn betur að skemmta sjálfum sér
og öðmm en úti á landi og mikið
væri nú gaman að beija augum ný
andlit á skjánum. í raun og sann-
leika markaði þessi beina útsending
ríkissjónvarpsins tímamót í
íslenskri sjónvarpssögu og þá er
stóra spumingin hvemig tæknibylt-
ingunni verður fylgt eftir. Má til
dæmis gera ráð fyrir því að ríkis-
sjónvarpið muni á næstunni reisa
útibú úti á landi þar sem hægt verð-
ur að fylgjast með atburðum líðandi
stundar? Væri úr vegi að sveitarfé-
lögin og ríkið rækju slíkar sjón-
varpsstöðvar í sameiningu þannig
að smám saman yxu hér úr grasi
öflugar landshlutasjónvarpsstöðv-
ar. Minni ég á að forsvarsmenn
Stöðvar 2 hafa leitað til sjónvarps-
félaga úti á landi um samstarf. Ég
hef áður hreyft þessu máli og mun
gæta þess að það falli ekki í
gleymsku, enda er ég persónulega
þeirrar skoðunar að það sé nánast
lífsspursmál fyrir hinar dreifðu
byggðir að komast í sviðsljósið á
sóknharðri Qölmiðlaöld þar sem
sviðsljósið skilur oft á milli Jóns og
séra Jóns. Ég læt svo áhorfendum
eftir að spá frekar í spilin.
Á götunni
í morgunþætti rásar 1 í gær var
að venju símaspjall og gafst áheyr-
endum þar kostur á að segja álit
sitt á væntanlegu stjómarmynstri
einsog það er nefnt af stjómmála-
sérfræðingunum blessuðum. Ég
kann vel við þá breytingu sem hefir
orðið á samskiptum ljósvakamiðl-
anna við hinn almenna hlustanda
og sjónvarpsglápara í þá veru að
„ljósvaldar" (starfsmenn ljósvaka-
miðla) em nú mun ötulli að leita
álits hins almenna borgara á at-
burðum líðandi stundar. Efnið er
að vísu oft auðfengið en þó er létt-
ara verk og löðurmannlegra að
bregða plötu á fóninn. Haldið endi-
lega áfram á sömu braut, ágætu
ljósvaldar, því þannig þjóniði ekki
aðeins ykkar umbjóðendum heldur
og lýðræðinu.
Og þá man ég eftir spjalli Sigurð-
ar G. Tómassonar í gærdagsmorg-
unþætti Bylgjunnar við tvo
píanóflutningamenn, en Sigurður
hefir lag á því að kveðja til sín fólk
úr ólíklegustu starfsstéttum og
víkkar þannig sjóndeildarhring okk-
ar er heima sitjum í básnum þrönga.
Annars fínnst mér Sigurði takast
best upp í spjalli við stjómmálamenn
því hann er logandi pólitískur og
kann þá iist að þjarma að pólitíkus-
unum, en mætti þó stundum hlusta
svolítið betur á gestina, en svona
er þetta með þessa logandi pólitísku
ljósvalda, að þeir ráða bara ekki við
sig þá þeir komast í ham.
Ólafur M.
Jóhannesson
Ríkis-
sjónvarpið:
Login í
Söngva-
keppn-
inni
Lögin í úrslita-
9A40 keppninni fyrir
£ ” Söngvakeppni
sjónvarpsstöðva í Évrópu
1987 verða leikin í sjón-
vapinu í kvöld. Kynnir er
Kolbrún Halldórsdóttir.
Kolbrún Halldórsdóttir
Stöð 2:
Sumar-
draumur
■■■■ Kvikmyndin
Ort 50 Sumardraumur
(Summer Fant-
asy) verður sýnd á Stöð 2
í kvöld. Myndin er
bandarísk, frá árinu 1984.
Leikstjóri er Noel
Nosseck.Myndin fjallar um
örlagaríkt sumar í lífi 17
ára stúlku. Hún þarf að
taka mikilvægar ákvarðan-
ir um framtíðina og hún
kynnist ástinni i fyrsta
sinn.
Julianne Phillips og Ted Shackelford fara með aðal-
hlutverkin í kvikmyndinni Sumardraum.
ÚTVARP
©
MIÐVIKUDAGUR
29. apríl
6.45 Veðurfregnir. Bæn.
7.00 Fréttir.
7.03 Morgunvaktin — Jón
Baldvin Halldórsson og Jón
Guðni Kristjánsson. Fréttir
eru sagðar kl. 7.30 og 8.00
og veðurfregnir kl. 8.15. Til-
kynningar eru lesnar kl.
7.25, 7.55 og 8.25.
9.00 Fréttir. Tilkynningar.
9.05 Morgunstund barn-
anna: „Antonía og Morgun-
stjarna" ettir Ebbu Henze.
Steinunn Bjarman þýddi.
Þórunn Hjartardóttir les (8).
9.20 Morguntrimm. Lesið úr
forustugreinum dagblaö-
anna. Tónleikar.
10.00 Fréttir. Tilkynningar.
10.10 Veðurfregnir
10.30 Úr fórum fyrri tiðar.
Umsjón: Ragnheiður Vigg-
ósdóttir.
11.00 Fréttir. Tilkynningar.
11.05 islenskt mál. Endurtek-
inn þáttur frá laugardegi
sem Jón Aðalsteinn Jónsson
flytur.
11.20 Morguntónleikar.
a. Konunglega fílharmoníu-
sveitin í Lundúnum leikur
þrjú lög eftir Gilbert og Sulli-
van. Einsöngvarar og kórar
syngja með; Isedore God-
frey stjórnar.
b. Prelúdía í fís-moll op. 23
nr. 1 eftir Sergej Rakhman-
inoff. Richard Gresco leikur
á píanó.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veöurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
13.30 í dagsins önn — Börn
og skóli. Umsjón: Sverrir
Guðjónsson.
14.00 Miðdegissagan: „Fall-
andi gengi" eftir Erich Maria
Remarque. Andrés Krist-
jánsson þýddi. Hjörtur
Pálsson les (6).
14.30 Noröurlandanótur.
Svíþjóð.
15.00 Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
15.20 Landpósturinn. Frá
Vesturlandi. Umsjón: Finn-
bogi Hermannsson.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
16.05 Dagbókin. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið.
17.00 Fréttir. Tilkynningar.
17.05 Síödegistónleikar.
a. Suðureyjaforleikur op. 26
eftir Felix Mendelssohn.
Fílharmoníusveitin í Vínar-
borg leikur; Christoph von
Dohnanyi stjórnar.
b. Blumenstuck op. 19 eftir
Robert Schumann. Claudio
Arrau leikur á píanó.
c. „Karnival í Feneyjum", til-
brigði eftir Giulio Briccialdi.
James Galway leikur á flautu
með „NationaP-fílharm-
oníusveitinni í Lundúnum:
Charles Gerhardt stjórnar.
d. Allegro-þátturinn úr Ser-
enöðu í A-dúr op. 16 eftir
Johannes Brahms. Conc-
ertgebouw-hljómsveitin í
Amsterdam leikur; Bernard
Haitink stjórnar.
17.40 Torgið — Nútimalífs-
hættir. Umsjón: Steinunn
Helga Lárusdóttir.
18.00 Fréttir. Tilkynningar.
18.05 Torgiö, framhald. Til-
kynningar. %
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Tilkynningar.
Fjölmiðlarabb. Gunnar
Karlsson flytur.
19.45 Tónleikar í útvarpssal.
a. Síðasta blómið, tónver
fyrir kór og hljómsveit eftir
Þorkel Sigurbjörnsson.
Barnakór Garðabæjar syng-
ur með hljómsveit nemenda
í Tónmenntaskólanum í
Reykjavík; Gígja Jóhanns-
dóttir stjórnar.
b. Blokkflautusveitin í Vínar-
borg leikur tónverk eftir
Erich Urbanner, Kasimierz
Serocki, Thomas Crecquill-
on, Orlandi do Lasso,
Salomoni Rossi og Tylman
Susato.
20.40 Að tafli. Jón Þ. Þór flytur
skákþátt.
21.00 Létt tónlist.
21.20 Á fjölunum. Þáttur um
starf áhugaleikfélaga. Um-
sjón: Haukur Ágústsson.
(Frá Akureyri.)
22.00 Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir
22.20 Frá útlöndum. Þáttur
um erlend málefni í umsjá
Bjarna Sigtryggssonar.
23.10 Djassþáttur. Jón Múli
Árnason.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
Næturútvarp á samtengd-
um rásum til morguns.
SJÓNVARP
MIÐVIKUDAGUR
29. apríl
17.55 Evrópukeppni landsliöa
i knattspyrnu. Frakkland —
ísland. Bein útsending frá
París.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.35 Auglýsingarogdagskrá
20.40 Söngvakeppni sjón-
varpsstöðva í Evrópu 1987.
Lögin í úrslitakeppninni.
Kynnir Kolbrún Halldórs-
dóttir.
21.00 Spurt úr spjörunum —
Þrettándi þáttur. Spyrlar:
Ómar Ragnarsson og Kjart-
an Bjargmundsson. Dóm-
ari: Baldur Hermannsson.
Stjórn upptöku: Ásthildur
Kjartansdóttir.
21.30 Kane og Abel. Annar
þáttur. Bandarískur fram-
haldsmyndaflokkur í sjö
þáttum gerður eftir skáld-
sögu Jeffrey Archers.
Aöalhlutverk: Peter Strauss
og Sam Neill. Þýðandi: Jón
O. Edwald.
22.20 Nýjasta tækni og
vísindi. Umsjón: Siguröur
H. Richter.
22.50 Fréttir i dagskrárlok.
6
í
5TOD2
MIÐVIKUDAGUR
29. apríl
) 17.00 Vorboði (Swarm in
May). í þessari bresku sjón-
varpsmynd er börnum og
unglingum gefið tækifæri til
að spreyta sig á kvikmynda-
gerð og koma hugmyndum
sínum á framfæri. Kvik-
myndageröarmennirnir og
leikararnir eru á aldrinum
10-15 ára.
i 18.30 Myndrokk
19.05 Teiknimynd
19.30 Fréttir
20.00 Opin lína. Áhorfendur
Stöðvar 2 á beinni línu í
síma 673888.
20.20 Happ í hendi. Orða-
leikur í umsjón Bryndísar
Schram.
§ 20.50 Sumardraumar
(Summer Fantasy).
Bandarísk kvikmynd frá
1984 með Julianne Phillips
og Ted Shackelford í aðal-
hlutverkum. Leikstjóri er
Noel Nosseck. Myndin fjall-
ar um örlagaríkt sumar í lífi
17 ára stúlku. Hún þarf að
taka mikilvægar ákvaröanir
um framtíöina og hún kynn-
ist ástinni í fyrsta sinn.
§ 22.20 Listræningjarnir
(Treasure Hunt). Nýr ítalskur
spennumyndaflokkur í 6
þáttum. Frægum listaverk-
um er stoliö víðs vegar um
ftaliu.
§ 23.20 Jacksonville Ánd Áll
that Jazz. Spyro Gyra, Adam
Makowicz, The Swing Re-
union og Phil Woods flytja
kraftmikinn jass á Mayport-
hátíðinni 1984.
00.10 Dagskrárlok.
wa
MIÐVIKUDAGUR
29. apríl
00.10 Næturútvarp.
Óskar Páll Sveinsson stend-
ur vaktina.
6.00 í bítið. Erla B. Skúladótt-
ir léttir mönnum morgun-
verkin, segir m.a. frá veðri,
færð og samgöngum og
kynnir notalega tónlist (
morgunsárið.
9.05 Morgunþáttur í umsjá
Kristjáns Sigurjónssonar og
Kolbrúnar Halldórsdóttur.
Meðal efnis: „Plötupottur-
inn", gestaplötusnúður og
miðvikudagsgetraun.
12.20 Hádegisfréttir
12.45 Á milli mála. Leifur
Hauksson kynnir létt lög við
vinnuna og spjallar við
hlustendur.
16.05 Hringiðan. Umsjón:
Broddi Broddason og
Margrét Blöndal.
18.00 Iþróttarásin. Ingólfur
Hannesson lýsir knatt-
spyrnuleik fslendinga og
Frakka í undankeppni' Evr-
ópumóts landsliða sem
háður er í París og hefst kl.
18.00. Samúel Örn Erlings-
son tekur við af Ingólfi þegar
leiknum lýkur.
22.05 Perlur. Jónatan Garð-
arsson kynnir sígilda
dægurtónlist. (Þátturinn
verður endurtekinn nk.
sunnudagsmorgun kl.
9.03.)
23.00 Við rúmstokkinn. Guð-
rún Gunnarsdóttir býr fólk
undir svefninn með tali og
tónum.
00.10 Næturútvarp. Hjörtur
Svavarsson stendur vaktina
til morguns.
02.00 Nú er lag. Gunnar Sal
varsson kynnir gömul og ný
úrvalslög. (Endurtekinn
þáttur frá gærdegi.)
Fréttir kl. 7.00, 8.00, 9.00,
10.00, 11.00, 12.20,15.00,
16.00, 17.00, 18.00, 19.00,
22.00 og 24.00.
SVÆÐISUTVARP
AKUREYRI
18.03-19.00 Svæðisútvarp
fyrir Akureyri og nágrenni
—FM 96,5
Fréttamenn svæðisútvarps
ins fjalla um sveitarstjórnar-
mál og önnur stjórnmál
Umsjón: Gísli Sigurgeirs-
MIÐVIKUDAGUR
29. apríl
07.00—09.00 Á fætur með
Siguröi G. Tómassyni. Létt
tónlist með morgunkaffinu.
Siguröur lítur yfir blöðin og
spjallar við hlustendur og
gesti. Fréttir kl. 7.00, 8.00
og 9.00.
09.00—12.00 Páll Þorsteins-
son á léttum nótum. Palli
leikur uppáhaldslögin ykkar,
gömul og ný. Opin lína til
hlustenda, mataruppskrift
og sitthvaö fleira. Fréttir kl.
10.00, 11.00
12.00-12.10 Fréttir
12.10—14.00 Þorsteinn J. Vil-
hjálmsson á hádegi. Frétta-
pakkinn. Þorsteinn og
fréttamenn Bylgjunnar fylgj-
ast með því sem helst er i
fréttum, segja frá og spjalla
við fólk i bland við létta tón-
list. Fréttir kl. 13.00 og
14.00.
14.00—17.00 Pétur Steinn á
réttri bylgjulengd. Péturspil-
ar siðdegispoppið og spjall
ar við hlustendur og
tónlistarmenn. Fréttir kl.
15.00, 16.00 og 17.00.
17.00—19.00 Ásta R. Jóhann-
esdóttir í Reykjavik síðdeg-
is. Ásta leikur tónlist, Iftur
yfir fréttirnar og spjallar við
fólk sem kemur við sögu
Fréttir kl. 18.00.
19.00—21.00 Anna Björk
Birgisdóttir á flóamarkaði
Bylgjunnar. Flóamarkaður
og tónlist. Fréttir kl. 19.00.
21.00—23.00 Ásgeir Tómas
son á miðvikudagskvöldi.
Ásgeir leikur rokktónlist úr
ýmsum áttum.
23.00-24.00 Vökulok. Ljúf
tónlist og fréttatengt efni.
Dagskrá í umsjá Árna Þórð
ar Jónssonar fréttamanns.
24.00—07.00 Næturdagskrá
Bylgjunnar. Tónlist og upp-
lýsingar um veður og flugs-
amgöngur.
Fréttir kl. 03.00.
Útrás
MIÐVIKUDAGUR
29. apríl
17.00—18.00 Rokk að hætti
hússins. Hafsteinn Braga-
son og Pétur Hallgrímsson
(FG).
18.00-19.00 Hér og þar.
Þáttur f umsjón (FG).
19.00—21.00 Sýnishorn úr
Ármúlanum (FÁ).
21.00—22.00 Ástar-birnir.
Ásta Bjarnadóttir ræðir við
þig (MH).
22.00—23.00 Heitt kakó með
rjóma. Óli Jón Jónsson lagar
(MH).
23.00—00.00 Kvennaskólinn
Reykjavík í hljóðstofu.
00.00—01.00 Kvennaskólinn
Reykjavík bindur endahnút-