Morgunblaðið - 29.04.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1987
21
Mynd Ragnars Axelssonar, ljósmyndara Morgnnblaðsins, en Ragnar var eini íslenski
ljósmyndarinn sem tók þátt í keppninni. Myndin sýnir Vigdísi Finnbogadóttur og
Ronald Reagan á göngu við Bessastaði.
Þessi mynd hlaut fyrstu verðlaun í flokknum Fólk i fréttum og er tekin af Valentin
Kuzmin. Myndin sýnir Andrei Sakharov eftir að honum var leyft að snúa aftur til
Moskvu í desember sl. eftir útlegðina í Gorky.
Verðlaimamyndir fréttaljós
myndara í Listasafni ASÍ
Fréttaljósmyndasýningin World Press Photo ’87 verð- r-
ur opnuo í Listasafni ASI a morgun 30. april kl. 16.00.
Þetta er í þrítugasta sinn sem alþjóðleg samkeppni og
sýning fréttaljósmynda er haldin, en Listasafn ASÍ hef-
ur fengið þessar sýningar þrisvar áður.
í samkeppnina bárust að þessu sinni 6.765 myndir eftir
969 ljósmyndara frá 55 löndum. Verðlaun voru veitt í 9
efnisflokkum, en auk þess hlutu nokkrar myndir og mynda-
flokkar sérstaka viðurkenningu. Úr samkeppninni voru síðan
valdar myndir í tvær misstórar sýningar og voru þær frum-
sýndar í Amsterdam 16. apríl sl.
Minni sýningin er sú sem fólki gefst kostur á að sjá í
Listasafni ASI. Á henni eru allar verðlaunamyndimar og
þær sem fengu viðurkenningar. Á stærri sýningunni eru
einnig aðrar myndir, sem sérstaklega voru valdar úr þeim
aragrúa sem í keppnina barst.
Aðeins einn íslenskur ljósmyndari tók þátt í keppninni að
þessu sinni, Ragnar Axelsson (RAX) frá Morgunblaðinu.
Mynd hans, af forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur og
Ronald Reagan Bandaríkjaforseta á gönguferð um Bessa-
staði, er meðal þeirra sem valdar vom á stærri sýninguna.
Fréttaljósmynd ársins 1986 er eftir Alon Reininger, ísra-
elskan ljósmyndara, sem búsettur er í New York. Myndin
sýnir eyðnisjúkling fáeinum dögum fyrir andlát sitt. Reinin-
ger hlaut einnig mannúðarverðlaun Búdapestborgar fyrir
myndaflokk sem lýsir starfí manns, sem helgar sig umönnun
eyðnisjúklinga.
Oskar Barnack-verðlaunin eru kennd við höfund Leica-
myndavélarinnar. Þau eru veitt árlega fyrir þá mynd eða
myndaflokk sem best lýsir tengslum mannsins við umhverfi
sitt. Þessi verðlaun hlaut Bandaríkjamaðurinn Jeff Share
fyrir myndaflokk sem lýsir 3.500 mílna langri friðargöngu
um Bandaríkin.
Fréttaljósmynd ársins 1986 er tekin af Alon Reininger,
ísraelskum Ijósmyndara. Myndin sýnir eyðnisjúkling
fáeinum dögum fyrir andlátið.
Þessi mynd hlaut önnur verðlaun i flokknum Daglegt
líf og er tekin af Bradley Clift. Myndin sýnir Stevie
Jacques, 9 ára gamlan bandarískan dreng, sem brennd-
ist mjög illa sem ungbarn í eldsvoða á heimili hans.
Móðir hans er með honum á myndinni.
Sýningin í Listasafni ASÍ verður opin kl. 16.00-20.00 virka
daga og kl. 14.00-22.00 um helgar. Sýningunni lýkur 17.
maí nk.
Iðgjald ábyrgðartrygginga bifreiða
var á gjalddaga 1. mars.
Við leggjum þó ekki dráttarvexti
á ógreidd iðgjöld
fyrr en á miðvikudaginn kemur
TRYGGING HT=”