Morgunblaðið - 29.04.1987, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 29.04.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. APRÍL 1987 55 MorgunblaðiÖ/Júlíus • Rúnar Kristinsson til hœgri í leik t Reykjavíkurmótinu á dögunum. Hann lók sinn 19. landsleik í gær og bar af á vellinum. Evrópukeppni unglingalandsliða: Danir þökkuðu fyrir óverðskuldað stig Rúnar Kristinsson bestur á vellinum „LEIKURINN var harður og gróf- ur, en mjög skemmtilegur. Okkar strákar léku frábærlega, voru mun betri og áttu skilið að sigra. Við getum samt vel sætt okkur við 1:1 jafntefli gegn Dönum á útivelli, sem sýnir, svo ekki verð- ur um villst, að við erum á réttri leið,“ sagði Lárus Loftsson, þjálf- ari islenska landsliðsins í knatt- spyrnu skipað piltum 18 ára og yngri, eftir fyrsta leik liðsins í Evrópukeppninni í gær. Að sögn Lárusar áttu Danir í vök að verjast allan tímann. íslenska liðið sótti stíft og misnotaði þrjú dauðafæri í fyrri hálfleik, en á 43. mínútu tókst gestgjöfunum óvænt að skora. Þeir náðu boltanum á miðlínu, brunuðu upp og skot frá vítateigshorni í hornið fjær var óverjandi fyrir Karl Jónsson í mark- inu. Sókn íslands hélt áfram í seinni hálfleik og á 53. minútu jafnaði Rúnar Kristinsson, besti maður leiksins, með hnitmiðuðu skoti. Skömmu síðar var Valdimar Kristó- ferssyni brugðið innan vítateigs Dana, en slakur finnskur dómari sá ekkert athugavert. Danir töfðu undir lokin og tókst að halda jöfnu. Um tvö þúsund áhorfendur voru á leiknum og var mikil stemmning. Fjölmargir hinna dönsku áhorf- enda voru klæddir í rautt og hvítt og málaðir í framan eins og í Mexi- kó í fyrra. Þeir komu til að sjá auðveldan sigur sinna manna, en varð ekki að ósk sinni. „Danirnir voru gersamlega búnir í lokin og gengu niðurdregnir af velli, en þeir þökkuðu okkur fyrir annað stigið, sem þeir viður- kenndu að hefði verið óverðskuld- að,“ sagði Lárus. „Danir eru hátt- skrifaðir í knattspyrnuheiminum, en undirbúningur okkar skilaði sér svo sannarlega og ef svo heldur sem horfir þurfum við ekki að kvíða framtíðinni. Við megum samt ekki ofmetnast, en það er gaman að byrja vel," bætti hann við. Rúnar Kristinsson, sem lék sinn 19. landsleik, bar af hvað tækni og leik snerti og var bestur á vellirí-^ um, en fékk að sjá gula spjaldið ásamt einum Dana. Haraldur Ing- ólfsson var einnig mjög góður, en annars léku íslensku strákarnir mjög vel. Næsti leikur verður gegn Belgum á Laugardalsvelli 26. maí, en þeir gerðu einnig 1:1 jafntefli við Dani. Lið íslands: Karl Jónsson, Þrótti, Eg- ill Örn Einarsson, Þrótti, Bjami Bene- diktsson, Stjörnunni, Þormóður Egilsson, KR, Valdimar Kristófersson, Stjörnunni, Rúnar Kristinsson, KR, Stein- ar Adólfsson, Val, Gunnlaugur Einars- son, Val, Haraldur Ingólfsson, ÍA, Ólafur Viggósson, Þrótti Neskaupsstað og Áml Þór Árnason, Þór Akureyri. Islenska liðið undirbýr sig af mikilli alvöru Frá Skúla Unnari Sveinssyni blaöamanni M< ÍSLENSKA landsliðið í knatt- spyrnu undirbýr sig af mikilli alvöru fyrir Evrópuleikinn gegn Frökkum í kvöld. Æfingar, hvíld, kvikmyndir og fleira kemur þar inn f og er greinilegt að Sigfrid Held er ákveðinn stjórnandi, þó svo hann hafi ekki hátt né sé fyrir- ferðamikill. Eitt af því sem einkennir allan undirbúning landsliðsins, og sýnir hve ákveðinn Held er, er hversu erfitt er að ná tali af leikmönnum. Blaðamenn fá að fylgjast með æf- ingum hjá þeim, elta þá síðan á hótelið sem þeir búa á og freista þess þar að ná sambandi við þá. Eina leiðin til þess er að hringja á herbergi þeirra og mæla sér mót unblaösins f Parfs í anddyri hótelsins við einn og einn í einu. Ekki mega þeir þó vera of lengi í anddyrinu, því blaðamenn mega aðeins trufla þá í samtals tuttugu mínútur, þ.e. ef tala á við fjóra leikmenn þýðir það fimm mínútur fyrir hvern. Enginn hætta? Á hótelinu sem liðið dvelur á eru geysilegar öryggisráðstafanir vegna tíðra sprenginga í París i vetur. Leitað er í töskum og pinkl- um hjá hverjum þeim sem inn kemur, nema íslenska landsliðinu. Þegar þeir koma inn af æfingum með stórar íþróttatöskur ganga þeir framhjá vörðunum sem kinka góðlátlega kolli til þeirra, svona rétt eins og þeir vilji undirstrika að enginn hætta stafi af íslending- um. Vonandi afsanna strákarnir það á Parc des Princes leikvang- inum í kvöld. Sáu Platoon Eftir síðari æfinguna í gær brugðu strákarnir sér í kvikmynda- hús, sem er á hótelinu þar sem þeir búa. Það var ekki mynd af verri endanum sem þeir sáu, Óskarsverðlaunamyndina Platoon. það virðist vera orðinn fastur liður hjá Held að fara með strákana í bíó til að láta þá gleyma um stund þeim leik sem framundan er, þvi síðan hann tók við landsliðinu hafa strákarnir séð margar myndir. S-in þrjú hjá Frökkum Knattspyrna: Víkingurvann VÍKINGUR vann Þrótt 2:0 í Reykjavíkurmótinu f meistara- flokki karla í gærkvöldi. Bæði mörkin voru skoruð í seinni hálfleik. Trausti Ómars- son skoraði fyrra markið og Atli Einarsson það seinna undir lok leiksins. HENRY Michel, þjálfari franska landsliðsins hefur sett sér og liði sínu þrjú markmið fyrir leikinn í kvöld. Þeir ætla að sigra, skora mikið af mörkum og skemmta sér, eða með öðrum orðum hafa gaman af leiknum. Þeir stefna semsagt á 3xS Frakkarnirl Markmið þessi eru í sjálfu sér góðra gjalda verð, en við verðum að vona að þau standist ekki öll. Frakkar eru hins vegar staðráðnir í að gera sitt besta til þess að svo megi verða, enda finnst mörgum tími til kominn að þeir fari að standa sig. Þeir hafa ekki skorað mark í fjórum síðustu landsleikjum og stefna að því að bæta þar um í kvöld. MorgunblaðiÖ/Símamynd/B. Valsson • I gærmorgun æfði íslenska landsliðið á íþróttavelli í Gevallois- Perret, sem or smábær rétt utan við París. Af þvf tilefni afhentu forsvarsmenn knattspyrnufélags bæjarins, þeir Dubus og Mantler, Atla Eðvaldssyni, fyrirliða íslenska liðsins, fána félagsins. Atli þakk- aði fyrir sig með þvf að gefa þeim fána íslenska landsiiðsins. Áttatíu íslendingar mæta á völlinn ÍSLENDINGAR verða í miklum minnihluta á meðal þeirra 35.000 áhorfenda sem búist er við að komi á leik íslands og Frakka f kvöld. Um það bil 80 íslendingar komu til Parísar í hópferð frá íslandi í fyrrakvöld til þess að sjá lelkinn og verða þeir að hafa hátt ef þeir ætla að hafa við Frökkunum sem verða í meirihluta. Ekki er loku fyrir það skotið að einhverjir (slendingar, sem hér eru við nám mæti til leiks og hvetji landann. Ekki er þó víst að náms- menn fjölmenni á leikinn, því miðaverð samsvarar 900 islensk- um krónum og er það fullmikið, þegar námsmenn á erlendri grund, sem lifa á námslánum, eiga í hlut. Bein útsending LANDSLEIKURINN í París verður í beinni útsendingu í íslenska sjónvarpinu. Útsendingin hjá Bjarna Felixsyni hefst klukkan 17.55, en flautað verður til leiks klukkan 18. Þess má geta að ieik- urinn verður ekki sýndur beint f Frakklandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.