Morgunblaðið - 29.04.1987, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. APRIL 1987
Morgunblaðið/Bjami
Gestir á sýningfunni Sumarið ’87 koma úr ferðaherminum eftir ein-
hverja ævintýraferð.
Söfnun Krýsuvíkursamtakaima gengur illa:
Aðeins 100 þúsund
krónur hafa safnast
AÐEINS um 100 þúsund krónur
hafa safnast í söfnun Krýsuvík-
ursamtakanna fyrir starfsemi
meðf erðarheimilis fyrir ungl-
inga sem hafa ánetjast eiturlyfj-
um en markmiðið var að safna
um einni milljón króna á meðan
sýningunni Sumarið '87 stæði í
Laugardalshöll.
Pétur Ásbjörnsson fjallamaður
mun dvelja á þaki Laugardalshall-
arinnar til loka sýningarinnar, 3.
maí næstkomandi, og er hann þar
til að vekja athygli á söfnun
Krýsuvíkursamtakanna. Vonast er
til að söfnunin gangi betur nú síðari
viku sýningarinnar. Pétur Ásbjöms-
son tekur við áheitum í söfnunina
í síma sem hann hefur hjá sér á
þakinu, 687115, og einnig verður
söfnunin í gangi á sýningunni sjálfri
og hjá Krýsuvíkursamtökunum í
síma 621005 og samtökin hafa
póstgíróreikning með sama númeri.
Seinni hluta mánudagsins höfðu
tæplega 13 þúsund manns séð sýn-
inguna Sumarið ’87 í Laugardals-
höll. Gert er ráð fyrir að um 40
þúsund manns sjái sýninguna.
„Markmið kosningalag-
anna náðust að mestu“
segir Þorkell Helgason, prófessor
„MARKMIÐ nýju kosningalag-
anna náðust þokkalega miðað við
aðstæður og í raun kom ekkert
á óvart við úthlutun þingsæta.
Hins vegar eru vissulega ákveðn-
ir annmarkar á iögunum, sem
erfitt er að sníða af miðað við
óbreyttar forsendur, eins og þær
eru markaðar í stjórnarskrá",
sagði Þorkell Helgason prófess-
or, sem var ráðgjafi kosninga-
laganefndar við gerð nýju
kosningalaganna, er hann var
spurður hvort makmið laganna
hefðu náðst í nýafstöðnum þing-
kosningum.
Þorkell sagði að raunar hefðu
fleiri listar verið í framboði og meiri
dreifing atkvæða, en prófað hefði
verið á meðan kerfið var í undirbún-
ingi. Megintilgangur lagabreyting-
arinnar hefði verið að tryggja
jöfnuð á milli flokka, þ.e. að allir
flokkar fengju þá heildarþingsæta-
tölu, sem þeir ættu skilið miðað við
landsfylgi. „Þetta náðist að mestu,
nema að það skortir nokkur hundr-
uð atkvæði upp á að Framsóknar-
fiokkurinn eigi fyrir sínum
þrettánda manni. í þessu sambandi
vil ég kom því að, að ég veitti þessu
ekki athygli er ég var spurður um
þetta atriði í útvarpi á sunnudags-
morgun. Þetta er þó skárri árangur
en gömlu iögin hefðu skilað, en þau
hefðu fært Framsóknarmönnum
þremur þingsætum of mikið“, sagði
Þorkell.
„Hins vegar koma þama í ljós
úthlutanir sem orka tvímælis ef
maður fer að skoða þetta betur. I
fljótu bragði stingur það ef til vill
mest í augun að sjá að Sjálfstæðis-
menn ná ekki tveimur mönnum á
Norðurlandi eystra, en ná hins veg-
ar tveimur mönnum á Austurlandi.
Við nánari athugun sér maður þó
að það er hægara sagt en gert að
laga þessa úthlutun. I þessum efn-
um er í raun engin góð lausn
sjáanleg því að stjórnarskrárákvæð-
in mæla svo fyrir að Austurland
skuli fá sinn fimmta þingmann,
hvað sem raular og tautar, þannig
að ef Björn Dagbjartsson ætti frem-
ur skilið þingsæti en Egill á Selja-
völlum yrði að úthluta eihvetjum
öðrum flokki þingsæti á Austur-
landi. Hugsanlegt væri að láta
Alþýðuflokkinn fá þetta sæti, en
þá verður hann að skila þingsæti
einhvers staðar annars staðar og
hvar er sanngjarnt að gera það?
Menn geta reynt að hnika til þing-
sætum á þennan hátt en munu þá
sannfærast um að það „slys“, sem
varð á úthlutun á Austulandi skýtur
einfaldlega upp kollinumn í öðru
kjördæmi eða hjá öðrum flokki.
Það má kannski segja að þessi
nýju kosningalög séu helst til of
flókin og ég held að það mætti ná
álíka árangri með einfaldara kerfi.
Hins vegar er það staðreynd að
sanngjörn iausn finnst ekki á meðan
að meginmarkmið laganna, að ná
jöfnuði á milli flokkanna, og svo
hitt, að viðhalda misvægi atkvæða
eftir kjördæmum stangast á svo
sem raun ber vitni. Á meðan svo er
í pottinn búið hljóta alltaf að verða
umdeilanlegar úthlutanir þing-
sæta“, sagði Þorkell.
Ný tækni hjá Land-
helgisgæslunni;
Morgunblaðið/Emilía
Aðeins eitt mál var á dagskrá á síðasta ríkisstjórnarfundi ríkisstjórn-
ar Steingríms Hermannssonar, sem hófst kl. 10 i gærmorgun -
lausnarbeiðni stjórnarinnar.
Morgunblaðið/Einar Falur
Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar í Valhöll síðdeg-
is í gær. Hér ræðast þeir Kjartan Gunnarsson, Sigurður M. Magnússon
og Þorsteinn Pálsson við.
Framsóknarmenn vilja að
Steingrímur fái umboðið
Andstaða við það í Alþýðuflokki
og Sjálfstæðisflokki
MYNDUN nýrrar ríkisstjórnar gæti tekið langan tíma, ef marka má
þær könnunarviðræður sem nú eru hafnar. Eins og kom fram í Morgun-
blaðinu í gær eru sjálfstæðismenn og alþýðuflokksmenn áfram um að
reyna að fá Samtök um kvennalista til samstarfs, en enn liggur ekk-
ert fyrir um afstöðu þeirra. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því
að skoðanir séu skiptar innan þeirra vébanda um það hvort rétt sé
að stefna að þátttöku í ríkisstjórn eða ekki.
Framsóknarmenn telja að eðlilegt
sé að Steingrími Hermannssyni verði
falið umboð til stjórnarmyndunar og
samkvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins þá leggja þeir áherslu á að hann
leiði stjórnarmyndunarviðræður. Þeir
Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins og Jón Baldvin
Hannibalsson, formaður Alþýðu-
flokksins hafa á hinn bóginn hafíð
óformlega könnunarviðræður sín á
milli, auk þess sem þeir hafa rætt
við kvennalistakonur um stjómar-
þátttöku.
„Urslit þessara alþingiskosninga
eru mjög ákveðinn stuðningur við
áframhaldandi stjómarsamstarf
þessara flokka, en það þarf að finna
þriðja aðilann," sagði Steingrímur
Hermannsson forsætisráðherra í
samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég
túlka það svo, að okkur beri að vinna
áfram saman,“ sagði Steingrímur.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins munu þeir Steingrímur, Halldór
Ásgrímsson, Guðmundur Bjamason
og Guðmundur G. Þórarinsson vilja
leita eftir samstarfi við Alþýðuflokk-
inn, en aðrir þingmenn Framsóknar-
flokksins munu fremur vilja leita
eftir samstarfi við Kvennalista eða
Alþýðubandalag.
Sömuleiðis er talið að ákveðinn
hluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins
vilji leita eftir áframhaldandi sam-
starfi við Framsóknarflokkinn, en sé
ekki ginnkeyptur fyrir samstarfi við
alþýðuflokksmenn. Þar em nefndir
þingmenn eins og Matthías Bjarna-
son, Halldór Blöndal, Egill Jónsson
og fleiri. Enn aðrar raddir í þing-
flokki Sjálfstæðisflokksins hafa uppi
miklar efasemdir um ágæti sam-
starfs við Kvennalista. Benda
ákveðnir þingmenn á að tillögur
kvennalistakvenna til úrbóta í hags-
munamálum kvenna og barna séu
gríðarlega kostnaðarsamar, en fjár-
öflunartillögur til þess að fjármagna
slík útgjöld ríkisssjóðs fylgi ekki út-
gjaldatillögunum. Sömu raddir
heyrast úr röðum framsóknarmanna
og alþýðuflokksmanna.
Þá hafa verið reifaðar hugmyndir
Morgunblaðið/Emilía
Fyrsti þingflokksfundur Borgaraflokksins var haldinn í Þórshamri
í gærmorgun og á þeim fundi var Albert Guðmundsson kjörinn form-
aður þingflokksins.
í þá veru að Sjálfstæðisflokkur og
Framsóknarflokkur leiti eftir sam-
starfi við Borgaraflokkinn í ríkis-
stjórn, en slíkar hugmyndir munu
nánast engan hljómgrunn eiga í þing-
flokki Sjálfstæðisflokksins.
Alþýðubandalagsmenn munu ekki
íhuga þátttöku í stjórnarmyndunar-
viðræðum af neinni alvöru. Þeir líta
svo á að þeir hafí fengið hroðalega
útreið í þessum kosningum og því
liggi beinast við að þeir verði í stjórn-
arandstöðu. Þeir munu jafnframt
vera þess fysandi að Kvennalisti ge-
rist aðili að ríkisstjóm, og telja að
með þeim hætti geti þeir endurunnið
það fylgi sem þeir hafa tapað til
Kvennalista. Þó heyrast einnig radd-
ir innan Alþýðubandalagsins sem
segja að nú sé rétti tíminn að semja
frið við hinn A-flokkinn, og segja
þær sömu raddir að slíkt samstarf
A-flokkanna í ríkisstjórn gæti orðið
grundvöllur fyrir stofnun öflugs jafn-
aðarmannaflokks.
Alþýðuflokksmenn eru þess mun
meir fýsandi að reyna stjórnarsam-
starf með Sjálfstæðisflokki og
Alþýðubandalagi, ef ekki takast
samningar við Kvennalista, en reyna
samstarf við Framsókn. Þeir eru þó
ekki mjög bjartsýnir á að svo geti
orðið, þar sem Alþýðubandalagið sé
í molum vegna innri átaka.
Fjarstýrt vél-
menni sett
í sprengju-
eyðingu
LANDHELGISGÆSLAN hefur
fengið fjarstýrt vélmenni til þess
að eyða sprengjum og er það nú
til sýnis á sýningunni Sumarið ’87
í Laugardalshöll.
Að sögn Gylfa Geirssonai'
sprengjusérfræðings Landhelgis-
gæslunnar er vélmenni þetta búið
vökvabyssu til að skjóta með á
sprengjur. Einnig er á tækinu sjálf-
virk haglabyssa aðallega til að
skjóta upp læsingar á hurðum ef
sprengjur eru í læstum húsum.
Vélmenninu er ekið með íjarstýr-
ingu að sprengjunni og hægt er að
fylgjast með á sjónvarpsskermi á
stjórnborðinu. Einnig er vélmennið
búið gegnumlýsingarbúnaði og með
því fylgdi sprengjuheldur búningur
til að klæðast ef vélmennið kemst
ekki að.
Gylfi sagði það öryggisráðstöfun
að eiga þetta tæki enda væri slíkur
búnaður til í öllum nágrannalöndun-
um. Hinsvegar kæmi það sem betur
fer ákaflega sjaldan fyrir að gera
þarf sprengjur óvirkar hér á landi.
Tæki þetta kostaði um 30 þúsund
pund eða um 1,9 milljónir króna.
Morgunblaðið/Bjami