Morgunblaðið - 29.04.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.04.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. APRIL 1987 Borgarráð; Vill f riða bmmiinn við Bjarnaborg RAGNHEIÐUR H. Þórarinsdótt- ir borgarminjavörður fer þess á leit í bréfi til borgarráðs að íhug- uð verði varðveisla á vatnsbóli á lóð Bjarnaborgar. Fyrir nokkru fannst gamall brunnur sem Bjarni Jónsson lét gera fyrir íbúa Bjarnaborgar árið 1902 og var hann notaður í nokkur ár. Brunnurinn er um 4 metrar í þvermál og 5,5 metrar á dýpt. „Eg tel þetta mjög merkilegan fund, því þetta er sennilega eina vatnsbólið, sem eftir er í miðborg Reykjavíkur frá fyrri tíð og við eigum einhvern möguleika á að varðveita,“ segir í bréfi Ragnheiðar. Erindinu var vísað til borgarverk- fræðings og borgarminjavarðar. Morgunblaðið/Bjami Starfsmenn Dögunar sf. við brunninn sem fanst á lóð Bjarnaborgar. VEÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi í gœr: Á Grænlandshafi er hægfara 992 milli- bara djúp lægð. SPÁ: Suðvestanátt um mest allt land, víðast kaldi (5 vindstig). Snjó- eða slydduél um vestanvert landið en þurrt og sums staðar léttskýjaö um landið austanvert. Hiti á bilinu 2 til 8 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: FIMMTUDAGUR: Hæg suðvestlæg átt með slydduéljum vestantil á landinu en víðast úrkomulaust og bjart veður um landið austan- vert. Hiti á bilinu 1 til 5 stig. FÖSTUDAGUR: Vindur snýst til norðlægrar áttar og smám saman léttirtil sunnanlandsen él verða norðantil. Hiti um og yfirfrostmarki. TÁKN: Heiðskírt x Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 1 o Hitastig: 10 graður á Celsíus y Skúrir * V El Léttskýjað / / / / / / / Rigning == f r > * / * •> • * SkýÍað / * / + Slydda / * / * * * oo -4 f ^ Alskýjað * * * * Snjókoma * * * K Þoka Þokumóða Súld Mistur Skafrenningur Þrumuveður \ / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyrl hiti 5 veöur úrkomaígr. Reykjavík 2 snjóél Bergen 11 skýjað Helsinki 12 skýjað Jan Mayen -4 alskýjaö Kaupmannah. 18 skýjað Narssarssuaq 5 léttskýjað Nuuk -7 snjókoma Osló 19 iéttskýjað Stokkhólmur 16 léttskýjað Þórshöfn 9 rigning Algarve 20 skýjað Amsterdam 21 léttskýjað Aþena 13 alskýjað Barcelona 18 þokumóða Berlín 16 léttskýjað Chicago 6 skýjað Glasgow 20 mistur Feneyjar 25 heiðskírt Frankfurt 20 léttskýjaö Hamborg 12 hálfskýjað Las Palmas London 22 vantar heiðskírt Los Angeles 18 mistur Lúxemborg 18 léttskýjað Madrld 19 skýjað Malaga 21 skýjað Mallorca 23 skýjað Miami 19 léttskýjað Montreal 5 snjóél NewYork 5 rigning París 21 heiðskirt Róm 21 heiðskirt Vín 12 skýjað Washington 10 léttskýjað Winnipeg 9 skýjað 1 maí í Reykjavík: Formanni V.R. hafnað sem ræðumanni af nefnd verkalýðsf élaganna í atkvæðagreiðslu í 1. maí nefnd verkalýðsfélaganna í Reykjavík um ræðumenn á 1. maí hátíða- höldunum, var samþykkt að Hildur Kjartansdóttir varafor- maður Iðju, og Þröstur Ólafsson framkvæmdastjóri Dagsbrúnar flyttu hátíðarræður. Einnig var stungið upp á Magnúsi L. Sveins- syni formanni Verzlunarmanna- félags Reykjavíkur sem ræðumanni en sú tillaga var felld og lét fulltrúi VR í nefndinni bóka mótmæli vegna þess að formanni stærsta verkalýðsfé- lags landsins hefði verið hafnað á þennan hátt. Sjö félög eiga fulltrúa í nefndinni auk Bandalags starfsmanna ríkis og bæja sem hefur ekki atkvæðis- rétt þar sem bandalagið sér um sinn þátt í hátíðahöldunum sjálft. Félög þessi eru Félag járniðnaðarmanna, Trésmiðafélag Reykjavíkur, Félag pípulagningarmanna, Verka- kvennafélagið Framsókn, Sókn, Verzlunarmannafélag Reykjavíkur og Dagsbrún. Þegar velja átti ræðumenn 1. maí í nefndinni var stungið upp á Hildi Kjartansdóttur, Þresti Ólafs- syni og Magnúsi L. Sveinssyni. Var þá kosið um þessar tilnefningar og í atkvæðagreiðslunni fékk Hildur 5 atkvæði, Þröstur 3 og Magnús 2. Einn fulltrúi var fjarverandi og eitt atkvæði var ógilt. Undirbúningur að 1. maí hátíða- höldunum gengur eftir áætlun. Farin verður kröfuganga frá Hlemmi á Lækjartorg og þar mun Kristinn Sigmundsson syngja við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Gunnar Eyjólfsson leikari les ljóð og síðan flytja Hildur Kjartans- dóttir, Þröstur Ólafsson og Harald- ur Hannesson formaður Starfs- mannafélags Reykjavíkur ræður. Þingflokksfundur Alþýðuflokksins: Umboð formannsins til að leiða sljórnar- myndunarviðræður NÝKJÖRINN þingflokkur Al- þýðuflokksins kom saman til síns fyrsta fundar í gærmorgun. Þar var Jóni Baldvin Hannibalssyni, formanni flokksins, formlega veitt umboð til að leiða stjórnar- myndunarviðræður fyrir hönd Alþýðuflokksins. Ekki hefur ver- ið ákveðið hverjir aðrir munu taka þátt í slíkum viðræðum fyr- ir hönd flokksins. Jón Baldvin sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann myndi kveðja þingmenn flokksins til við- ræðna við aðra aðila, eftir málefn- um og málsatvikum. „Að öðru leyti var þessi fundur, eins og lög gera ráð fyrir um fyrsta fund nýs þing- flokks, eftir kosningar, til þess að meta hina pólitísku stöðu eftir kosn- ingar,“ sagði Jón Baldvin. Hann sagði að þar hefðu verið rædd fyrstu drög að málefnagrundvelli, sem þingmenn Alþýðuflokksins fengu í hendur í fyrradag. Jón Baldvin var spurður hveiju hann svaraði gagnrýni þess efnis að hann hefði farið of geyst af stað í viðræðum við aðra flokka: „Frum- kvæði er lofsvert, en ekki gagnrýni- svert. Þetta eru ekki stjómarmynd- unarviðræður, heldur könnunarvið- ræður. Þær þurfa að fara fram áður en einhverjum er falið umboð. Ella er hætta á að stjómarmyndun- arferillinn verði í hefðbundnu fari, eftir stafrófsröð eða höfðatölu, en ekki markviss vinnubrögð byggð á könnun fyrirfram um vilja flokka til samstarfs," sagði Jón Baldvin. Fiskmarkaðurinn í Bremerhaven: Verð á karfa er enn lágt Varað við offramboði af grálúðu VERÐ á ferskum karfa í Þýzka- landi er enn mjög lágt, en hefur þó hækkað frá því í síðustu viku. Vigri RE seldi á mánudag og þriðjudag í Bremerhaven og fékk að meðaltali 38,7 krónur á kíló. Þórarinn Guðbergsson, starfsmaður Engelnetze, í Brem- erhaven sagði i samtali við Morgunblaðið, að hann byggist við því að verð á karfa sigi upp á við í þessari og næstu viku. Hins vegar varaði hann við hættu á offramboði af grálúðu. Vigri seldi alls 276,5 lestir, mest karfa. Heildarverð var 10,7 milljón- ir króna, meðalverð 38,70. Það er aðeins yfir lágmarksverði, en verð á karfanum hefur verið yfir 50 krónur á kíló að meðaltali í vetur. Verð í síðustu viku hmndi og tals- vert af fiski fór í gúanó vegna offramboðs. Þórarinn Guðbergsson sagði, að þar væri ekki aðeins ís- lendingum um að kenna. Allmargar þjóðir hefðu hrúgað karfa inn á markaðinn vegna hás verðs og erf- iðleika við vinnslu vegna páskanna. Nú virtist sem framboð færi minnk- andi aftur. Á mánudag hefðu 650 lestir verið á markaðnum og það hefði allt selzt. Sér virtist áætlað framboð í þessari viku og næstu skynsamlegt, en nauðsynlegt væri fyrir okkur að halda jöfnu og stöð- ugu framboði, ætti verð að haldast hátt. Þá sagði hann að svo virtist sem 400 til 500 lestir af grálúðu yrðu á markaðnum í næstu viku og það væri að sínu mati í það mesta. Að vísu hefði grálúðuna vantað að und- anförnu, en kaupgeta á þessum fiski markaðist af frystigetu. Grá- lúðan væri öll reykt, en fryst fyrst. Hann vildi því vara menn við því að senda of mikið af þessum fiski á markaðinn, sem tæplega þyldi meira en 500 lestir vikulega í allt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.