Morgunblaðið - 10.06.1987, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987
B 11
George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna:
Lifandi og þróttmikið
afl í þágu fríðar
Frá því að ég varð utanríkisráð-
herra 1982 hefur mér sífellt orðið
betur ljóst, hve mikið hefur áunn-
ist með Atlantshafsbandalaginu
og starfi þess. Innan vébanda
bandalagsins starfa sextán þjóðir
frá þremur heimsálfum saman,
sérhver þeirra heldur sérkennum
sínum, sögu og hagsmunum, en á
grundvelli sameiginlegra verð-
mæta leggja þær sig fram um að
tryggja frið og öryggi í Evrópu.
Þetta starf hefur nú borið góðan
árangur í tæp fjörutíu ár og hef-
ur gert Atlantshafsbandalagið
(NATO) að þvi bandalagi, sem
kannski hefur best heppnast í
mannkynssögunni. Enn í dag er
það lifandi og þróttmikið afl í
þágu friðar.
Því aðeins næst raunverulegur
árangur í samskiptum austurs og
vesturs, að Vesturlönd séu öflug, setji
sér skýr markmið og séu staðráðin
að ná þeim. Besta leiðin til að við-
halda samstöðu innan Atlantshafs-
bandalagsins er að leggja mikla rækt
við samráð háttsettra embættis-
manna og stjómmálamanna. Banda-
ríkin eru eindregið fylgjandi því, að
þannig sé að málum staðið. Fundur
utanríkisráðherranna, sem að þessu
sinni er haldinn hér í Reykjavík, er
prýðilegt dæmi um það, hvemig að
þessu samráði er staðið. Á síðustu
18 mánuðum höfum við efnt til meira
en 30 samráðsfunda háttsettra
manna á vettvangi Atlantshafs-
bandalagsins, þar hafa þjóðarleið-
togar komið saman, ráðherrar og
George Shultz,
utanríkisráðherra
Bandaríkjanna.
embættismenn frá höfuðborgum
bandalagsríkjanna. Með þessum
hætti hefur okkur tekist að stuðla
að víðtækri samstöðu um afstöðuna
til samskipta austurs og vesturs,
hvort heldur afvopnunarmál eða
mannréttindi.
Ásetningur bandalagsins og ein-
beittur vilji að baki tvíþættu ákvörð-
uninni 1979 um meðaldrægu
kjamorkueldflaugamar (INF) og
markvissir samráðsfundir á síðustu
vikum hafa leitt til þess, að nú emm
við rétt að því komnir að gera sam-
komulag, sem í fyrsta sinn í heims-
sögunni mælir fyrir um fækkun
kjamorkuvopna, en miðast ekki að-
eins við það eitt að setja reglur um
framtíðarvöxt þeirra. Á Stokkhólmsr-
áðstefnunni um leiðir til að efla.traust
milli þjóða og auka öryggi stóðu
bandalagsríkin föst fyrir í tvö ár með
þeim árangri að erfíðar samningavið-
ræður leiddu til fyrsta samkomulags
milli austurs og vesturs um öryggis-
mál síðan 1979. Þar er meðal annars
gert ráð fyrir að unnt sé að halda
uppi eftirliti með framkvæmd sam-
komulagsins með athugunum á
sovésku landsvæði.
Af því, sem hefur verið að gerast
í þessum efnum, getum við lært, að
eina leiðin til að ná árangri við samn-
ingaborðið er að sýna í verki, að við
munum vemda öryggi okkar, hvort
heldur við náum samkomulagi um
takmörkun vígbúnaðar eða ekki. Inn-
an bandalagsins er sú skoðun
almennt ríkjandi, að með takmörkun-
um á vígbúnaði séum við að ýta
frekari stoðum undir öryggi okkar
en ekki gera eitthvað, sem getur
komið í staðinn fyrir hæfílegar örygg-
isráðstafanir. Þess vegna er okkur
ljóst, að NATO stendur áfram frammi
fyrir ógn af kjamorkuvopnum, þótt
Bandaríkjamenn og Sovétmenn fjar-
lægi meðaldrægar eldflaugar sínar
frá Evrópu og dragi þannig úr þeim
hættum, sem að bandalagsþjóðunum
steðja. Oryggi bandalagsins þarf að
tryggja áfram með fælingarmætti
kjamorkuvopna og því aðeins verður
unnt að viðhalda honum, að okkur
takist að endumýja kjamorkuvopnin
samkvæmt áætlunum okkar um það
efni. Hitt er jafnframt ljóst, að um
leið og kjamorkuvopnum fækkar í
Evrópu verður brýnna en áður að
huga að jafnvæginu í hefðbundnum
vopnabúnaði, en þar hafa Varsjár-
bandalagslöndin greinilegt forskot
gagnvart NATO í öllum tegundum
vopna.
í Brussel-yfírlýsingunni svonefndu
hvatti Atlantshafsbandalagið til þess
að stigið yrði djarft, nýtt skref f við-
ræðum austurs og vesturs í þvf-skyni,
að stöðugleiki skapist f hefðbundnum
vfgbúnaði með færri vopnum og her-
mönnum en nú. í Vínarborg hafa
fulltrúar Atlantshafsbandalagsins og
Varsjárbandalagsins þegar hafíð við-
ræður um erindisbréf fulltrúa á
fundum um þetta efni, og hefur nokk-
uð miðað í samkomulagsátt. Banda-
ríkjastjóm er þó þeirrar skoðunar að
herða þurfí á undirbúningi undir sam-
ræmdar aðgerðir til að takmarka
hefðbundinn vígbúnað.
Bandalagsþjóðunum er að sjálf-
sögðu ljóst, að ekkert verður til þess
að hvetja ríki Varsjárbandalagsins til
að semja um skynsamlega fækkun
hefðbundinna vopna, ef NATO lætur
fælingarmátt sinn á því sviði drab-
bast niður. Þess vegna verða ríkis-
stjómir aðildarlanda NATO að veita
vamarmálum þann forgang sem þeim
ber, hvort heldur um er að ræða
venjuleg vopn eða kjamorkuvopn.
Síðan 1984 hafa NATO-ríkin unnið
að því að bæta hefðbundinn herafla
sinn með markvissum aðgerðum og
aukinni samvinnu í því skyni að nýta
efnahagslega getu sína til hins ýtr-
asta. Við hefðum kosið að þetta starf
bæri skjótari árangur, en á sumum
sviðum hefur. nokkuð miðað. Við
munum hvetja til þess að í þessu efni
verði gert frekara átak og fjármunir
okkar nýttir með sem skynsamlegust-
um hætti.
Ég er sannfærður um, að almennt
sé staða Atlantshafsbandalagsins
prýðileg, en þar með er ekki sagt,
að engin vandamál beri við himin.
Það er óhjákvæmilegt, að í lýðræðis-
legu bandalagi, þar sem mörg ólík
sjónarmið koma fram, hlaupi stund-
um snurða á þráðinn. Fjölbreytni af
þessu tagi er fremur til góðs en ills.
Mestu skiptir, að við höfum samráðs-
vettvang, þar sem við getum viðrað
skoðanir okkar og leyst úr ágrein-
ingi. Ég er sannfærður um að til
lengri tíma litið styrkir þetta niður-
stöður innan bandalagsins og eykur
gildi þeirra. í þessu efni höfíim við
mikið forskot fram yfír Varsjár-
bandalagið, þar sem Sovétstjómin
segir fyrir verkum og ákveður niður-
stöðuna.
Enn er þess að minnast, að ekki
er unnt að einangra NATO frá þeim
vandamálum, sem bandalagsþjóðim-
ar glíma við á öðrum vettvangi. Þar
hefur vemdarstefnu og viðskiptahalla
borið hátt, ráðstafanir gegn hryðju-
verkamönnum og málefni annarra
heimshluta. Atlantshafsbandalagið
þarf að halda hiklaust áfram a'þeirri
braut sem við höfum markað og sigr-
ast á þeim vandamálum, sem óhjá-
kvæmileg eru. Við erum fullvissir um
að bandalagið er og verður fært um
að sinna mikilvægu hlutverki sínu og
geti með góðum árangri tekið á^
margvíslegum málum; öflugt og sam-
einað Atlantshafsbandalag mun
áfram ttyggja frið. Fyrir Bandaríkin
eru samskipti okkar við Evrópu fyrir
tilstilli NATO þungamiðjan í alþjóð-
legri öiyggisstefnu okkar og þau
munu halda áfram að vera það.
Francisco Fernández Ordónez, utanríkisráðherra Spánar:
Hernaðaríegt öryggi
forsenda slökunarstefnu
Fastafloti NATO á Atlantshafi.
Spánn er yngsta aðildarland Atl-
antshafsbandalagsins og þess
vegna ekki best til þess fallið að
leggja sögulegt mat á stöðu þess
nú á timum. Reynsla okkar af
starfi innan bandalagsins er stutt
en hún einkennist af tvennu:
annars vegar hefur orðið mikil-
væg breyting á samskiptum
austurs og vesturs á þessum
árum og hins vegar erum við enn
að skilgreina stöðu okkar og laga
okkur að starfi aðildarlandanna.
Á þessum árum hafa samskipti
austurs og vesturs tekið mikil-
vægum breytingum. Ef þannig
er litið á málið kann sjónarhorn
okkar að þykja forvitnilegt.
Fyrir nokkrum árum voru að-
stæður þannig að Atlantshafs-
bandalagið tók mikilvæga
ákvörðun um að efla varnir að-
ildarríkjanna. Nú beinist athygli
manna í bandalaginu að samnin-
gaumleitunum sem hafa fækkun
vopna að leiðarþ’ósi.
Þessi þróun kemur ekki á óvart.
Hún staðfestir þá skoðun manna
að hemaðarlegt öryggi sé forsenda
slökunarstefnu. Þessi skoðun sem
kom fyrst fram í Harmel-skýrslunni
fyrir tuttugu árum hefur alltaf not-
ið stuðnings Spánar alveg eins og
hugmyndin um að friður og öryggi
í Evrópu verði helst tiyggt með því
að Atlantshafsbandalagið beiti sér
fyrir slökunarstefnu.
Okkur sýnist þess vegna framtíð-
in vera björt. Skyldur bandalagsins
Francisco Fernandóz Ordonéz,
utanríkisráðherra Spánar.
hafa þó ekki minnkað og þær
ákvarðanir sem verður að taka eru
ekkert auðveldari en áður. Það er
jafn erfítt viðfangs að fækka vopn-
um eins og að fjölga þeim. Það
leikur þó enginn vafí á því að leyfi
aðstæður þá er fækkunin vænlegri
kostur.
Okkur er fullljóst af reynslu okk-
ar, að nauðsynlegt er fyrir aðild-
arríki Atlantshafsbandalagsins að
ráðfæra sig meira hvert við annað.
Samhæfa verður öryggishagsmuni
allra bandalagsríkjanna til þess að
fá sem skýrasta mynd af hagsmun-
um Atlantshafsbandalagsins í heild.
Það er okkar álit að í þessu efni
stefni í rétta átt og við hvetjum til
að haldið sé áfram á sömu braut.
Eins og alkunna er, fór fram
þjóðaratkvæðagreiðsla á Spáni um
aðild landsins að Atlantshafsbanda-
laginu. Það var gert á þeirri for-
sendu að framkvæmd öryggismála
verði að njóta skilnings og stuðn-
ings meðal þjóðarinnar. Þessi
stuðningur veldur þvf að við getum
lagt meira af mörkum til sameigin-
legra vama. Framlag okkar er þó
bundið þeim skilyrðum sem sam-
þykkt voru í þjóðaratkvæðagreiðsl-
unni.
Atlantshafsbandalagið er samtök
16 fullvalda ríkja sem öll eru jafn-
rétthá. Það var stofnað í þeim
tilgangi að tryggja frið. Það er eina
takmark þess og öll aðildarríkin
leggja sig fram um að ná því. Lönd
nyrst og syðst í Evrópu, eins og
Spánn og ísland, geta unnið að
þessu sameiginlega takmarki hvort
á sinn hátt.