Morgunblaðið - 14.06.1987, Side 1

Morgunblaðið - 14.06.1987, Side 1
' Op PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1987 BLAÐ V estmannaeyj ar Éger hræddur við smáfiskadrápið — segir Sigurjón á Þórunni Sveinsdóttur aflakóngur yfir landið, en þetta er í 10. sinn sem hann er aflakóngur u GREIN: ARNIJOHNSEN Sigurjón Óskarsson aflakóngur í tiunda sinn Sigurjón Óskarsson skipstjóri á Þórunni Sveinsdóttur frá Vestmannaeyjum var aflakóngur Vestmanna- eyja í tiunda skipti á siðustu vetrarvertíð og jafnframt var hann aflakóngur enn eina vertíðina yfir allt landið. Enginn skipstjóri hefur orðið aflakóngur eins oft og Siguijón og sjálf aflaklóin Rinni í Gröf varð 7 sinnum aflakóngur Vestmannaeyja. Næsthæstur í Vestmannaeyjum á vetrarvertíðinni var Sigurður Georgsson á Suðurey. Engir aðrir bátar á landinu fóru yfir 1.000 tonnin en það gerðu þessar tvær aflaklær rösklega. Siguijón fékk 1.478 tonn á vetrarvertíðinni, en hæst komst hann í 1.739 tonn árið 1981. Hvaða álit skyldi þessi slungni aflamaður hafa á þróuninni í fiskveiðimálum okkar. g er hræddur við þróunina í sambandi við smáfíska- I drápið, það er það sem I vekur mestan ugg í huga mínum hve lítið magn af físki kem- ur orðið til hrygningar. Um leið og góðir stofnar koma er ágengnin svo mikil, sóknin svo gifurleg, að menn hljóta að spyija hvort við séum á réttri leið. Tækjabúnaður skipanna er orðinn slíkur að afkastagetan hefur stóraukist þótt skipin hafí ekki stækkað. Nefna má aflanem- togurunum þar sem menn geta séð það í brúnni hvort eitt, tvö, þrjú eða tíu tonn eru komin í veiðarfærið og menn geta séð ná- kvæmlega í hvaða hæð höfuðlínan er, þeir sjá ef þeir slíta legg eða granda og þá er híft strax í stað þess að áður toguðu menn að sjálf- sögðu út tímann en höfðu ekki upp úr krafsinu það sem efni stóðu ann- ars til. Alt þýðir þetta aukna sókn. Ég held að við höngum of mikið í sama farinu. Með frystitogurunum til dæmis mætti beina fískveiðum inn á aðrar tegundir. Þróunin í heild er í rétta átt hjá okkur og ég tel að þær breytingar sem hafa orðið með ýmsum nýjungum í veiðum og vinnslu sýni að það eigi að vera hægt að reka frysti- húsin betur en gert hefur verið. Ég tel að gámamir eigi rétt á sér að vissu marki, þeir hafa skap- að okkur hærra fiskverð og þegar deilt hefur verið á gá- maútflutninginn hefur ekki verið minnst á það sem var áður sett í gúanó af veiddum Sjá bls. 10B. Morgunblaðið/Sigurgeir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.