Morgunblaðið - 14.06.1987, Blaðsíða 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1987
Formaður í 40 ár af 50 til sjós
„Menn verða að horfast
í augu við staðreyndir(í
— segir Þorvaldur Halldórsson skip-
stjóri á GK Gunnari Hámundarsyni
Suður í Garði á Reykjanesi býr
Þorvaldur Halldórsson skipstjóri
og útgerðarmaður á Gunnari
Hámundarsyni GK 357, fimmtiu
tonna bát sem Þorvaldur er bú-
inn að eiga í 33 ár ásamt bróður
sinum Þorsteini, sem sér um fisk-
verkunina. Gunnar Hámundar-
son var smíðaður 1954 og er
þriðji mótorbáturinn með því
nafni.
„Pabbi byijaði með áttæring með
þessu nafni í Garðinum um 1910,“
sagði Þorvaldur, „síðan kom 17
tonna motorbátur 1916, annar mót-
orbáturinn var síðan byggður á
Akranesi 1942, en hann var 27
tonn. Sá var keyrður niður af bresk-
um togara og sökk á liðlega einni
mínútu, en mannbjörg varð. Ég var
með hann þegar þetta skeði. Við
vorum staddir 20 mflur vestur af
Garðsskaga og þeir voru nærri bún-
ir að drepa mig. Við vorum sjö á
og ég var í koju þegar þetta gerð-
ist. Stefni Bretans kom inn í bátinn
þar sem mín koja var og það mun-
aði aðeins sentimetrum við höfða-
gaflinn hjá mér að ég hefði fengið
stóra höfuðhöggið þar sem ég lá
með hausinn í koju.
Jú, þetta er orðinn dágóður tími
til sjós. Ég er búinn að vera sjómað-
ur í hálfa öld og þar af stanzlaust
formaður í 40 ár á næsta ári. Ég
ætlaði mér nú ekki að verða sjómað-
ur. Það stóð til að ég færi að læra
jámsmíði, en svona fór það og ég
hef alla tíð róið héðan úr Sandgerði
og Keflavík.
Þetta gekk sæmilega hjá okkur
í vetur, við vorum með 330 tonn
sem var heldur minna en í fyrra.
Þorvaldur Halldórsson
Annars háir kvótinn mér, ég varð
að kaupa kvóta fyrir 2 milljónir
króna í fyrra og stoppaði þó í 4
mánuði.
Við verkum allt sjálfír, allt í salt
og það hefur komið ágætlega út.Ég
hef aðallega verið á þorskanetum
seinni árin, áður var þetta lína og
reknet, en við róum mikið núna
norður í Bugt.
Mér líst ekkert illa á stöðuna í
sjávarútvegsmálum nú og það er
síst verra að gera út hlutfallslega
miðað við afla, en hitt er, að ef
maður fengi að afla 500-600 tonn
væri þetta í dágóðu lagi. Til þess
að auka tekjumar erum við aðeins
5 á bátnum á netunum. Hljóðið í
strákunum hjá mér er gott og sum-
Gunnar Hámundarson í blíðviðri.
Gunnar Hámundarson klýfur hafið með tilþrifum í ólgusjó.
ir þeirra hafa verið hjá mér allt upp
í 20 ár. Menn hafa alltaf verið lengi
hjá mér til sjós og ég hef alltaf
reynt að gera vel við mannskapinn.
Það sem mér finnst þurfa að
taka fastari tökum eru aðgerðir
gegn smáfískadrápinu. Þetta er
hreinlega ekki hægt lengur. í vetur
vorum við með 90—120 físka í ton-
nið í janúar og marz, en síðan fór
þetta upp í rúmlega tvö hundruð
físka í tonnið og okkur þótti þetta
lélegur fískur. A togumnum veiða
þeir svo smátt að það fara upp í
700 físka í tonnið, það er brjálæði,
aldeilis galið með þessum togara-
flota og frystitogaramir era alverst-
ir af öllum. Þetta er slík heimska
að það nær ekki nokkra tali. Það
þarf vissulega að vera stjómun og
það þarf að mínu mati að stækka
friðunarsvæðin og fylgjast meira
HÖRKUGÓÐUR
HEMLABÚNAÐUR!
Bremsuborðar, klossar og
barkar. Daelur og dælusett.
í flestar gerðir bifreiöa!
Straumur bíleigenda liggur í
Borgartún 26. Þar er úrvalið
mest í bilinn. Láttu sjá þig
sem fyrst. Þú og bíllinn þinn
njótið góðs af heimsókninni.
BORGARTÚNI 26, SlMI 62 22 62