Morgunblaðið - 14.06.1987, Side 5
B 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1987
í fótboltann í 1. deild beint af sjónum
„Þetta erþess virði“
— segir Vilberg Jóhann Þorvaldsson
í Garðinum
Vilberg Jóhann Þorvaldsson er sonur Þorvalds á Gunnari
Hámundarsyni í Garði. Vilberg Jóhann er vélstjóri, 24 ára gam-
all, og byrjaði til sjós 17 ára gamall hjá pabba sínum. Siðan
hefur hann verið með pabba sínum til sjós.
„Mér líkar vel á sjónum," sagði
hann, „þetta er spennandi starf
og mér líkar einnig að róa á þess-
ari stærð báta. Ég tók 1. stigið í
Vilberg Jóhann Þorvaldsson
vélskólanum og það má segja að
þetta snúist allt um tvennt hjá
manni, sjómennskuna og fótbolt-
ann.“
Jóhann Vilberg leikur með 1.
deildarliði Víðis í Garði og líklega
er hann eini 1. deildar leikmaður-
inn sem jafnframt er starfandi
sjómaður.
“Þeir sýna mér mikla lipurð í
þessu sambandi pabbi og strák-
arnir," sagði Vilberg Jóhann, „og
þeir hafa reynt að hagræða róð-
rum svolítið eftir æfmgum og
stundum hefur manni verið skutl-
að í land á Gerðabryggjuna þegar
við höfum verið á innleið til
Keflavíkur til löndunar. Það hefur
stundum verið strembið að fara
beint á æfingu eftir 18 tíma róð-
ur, en það er þess virði, það er
gaman að þessu. Það hefur hvatt
mann að allir eru jákvæðir í að
láta þetta ganga upp. Allir strák-
amir um borð eru áhugamenn um
knattspymu og taka þátt í þessu
með mér að því leiti." — á.j.
með smáfiskadrápinu. Það verður
að taka á í þessum efnum, takast
á við vandamáiið eins og menn og
horfast í augu við staðreyndir."
Ég vék talinu að sjómannadegin-
um og spurði Þorvald hvort hann
hefði alltaf haldið upp á hann?
„Já, ég hef alltaf haldið upp á
hann og á sjómannadaginn fer ég
í kirkju. Ungur söng ég sjómanna-
sálminn með kirkjukómum á kirkju-
loftinu. Mér finnst alltaf hátíðlegt
að fara í kirlq'u á sjómannadaginn
og vissulega hefur maður ástæðu
til að vera þakklátur, því á öllum
þessum tíma hefur aldrei hent mig
nokkurt alvarlegt slys. Það er mik-
ið lán, því aðalatriðið er að sleppa
við slysin.
Oft hefur maður þó lent í vondum
veðrum og eitt versta veðrið sem
ég hef lent í var út af Eldeyjaboða.
Það var snarvitlaust veður, vestan-
rok. Við vorum á línu, en urðum
að lensa í land,_ alla leið og gekk
_þó 8—9 mílur. í þessu veðri fékk
þýskur togari á sig brotsjó skammt
frá okkur og það létust nokkrir
menn í brú, klemmdust til bana
þegar brúin lagðist saman."
Ég spurði Þorvald að síðustu
hvort hann ætti uppáhaldsslóð á
miðunum?
„Já, ég á uppáhaldsslóð, því ég
er mikið norður í kanti seinni árin.
Fyrst var ég mest á djúpslóðinni
út af Sandgerði, en nú líkar mér
best í kantinum, tveggja og hálfs
tima stím frá Keflavík, þar er oft
fiskur sem gengur með hraun-
brúninni og þar hef ég oft fengið
góða róðra þótt þetta sé náttúrulega
að öllu jöfnu þeytingur til og frá.“
- á.j.
fHttgmi'
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTAR-
STÖÐINNI
OG Á KASTRUP-
FLUGVELLI
RÚLLUREKKAR
Til sölu gepnumstreymis rúllurekkar, taka 144
bretti. Ymsir möguleikar á uppsetningu.
Smjörlíki Sól hf.v
Þverholti 17-21, Rvk.
Sími 26300.
Þér er boðið
að vera viðstaddur
á kvikmyndasýningu og kynningu á
Bandaríska framhaldsskólanum
í London
(The American College in London)
og Bandaríska framhaldsskólanum
í hagnýtum listum
(The American College for the Applied Arts)
í Atlanta og Los Angeles
SKÓVERSLUN HELGA o
Völvufelli 19,
Fellagörðum.
Simi 74566. Póstsendum.
fímmtudaginn 18. júm 1987
kl.20
á
Hótel Loftleiðum
við Reykjavíkurflugvöll
Bandariski framhaldsskólinn í London er alþjóðlegur framhaldsskóli sem býður uppá banda-
ríska menntun og fer kennslan fram á ensku.
Skólinn er viðurkenndur af „Association of Independent Colleges and Schools (AICS)“ í
Washington, D.C. og starfar í samráði við háskólann í Wisconsin - Stout.
Bandariski framhaldsskólinn í hagnýtum listum er viðurkenndur af „Commission on Occup-
ational Education Institutions-Southem Association of Colleges and Schools (SACS)".
Allir bjóð þeir upp á stúdentagarða fyrir erienda námsmenn.
Skólamir 3 bjóða allir uppá háskólamenntun (Associate and Bachelor of Applied Arts) á sviði:
Stjómunar fýrirtækja
Tískuhönnunar
Sölu á tískuvamingi
Innanhúsarkrtektúr
Augtýsingahönnun
Annir byrja í október, janúar, mars, maí og júlí. Hægt er að sækja um styrki.
Við hlökkum til að sjá þig á kynningunni.
Nánari upplýsingarveittarhjá:
The
AmericanCollege
in London
100 Marylebone Lane
London W1M 5FR ENGLAND
TEL. (01) 486-1772