Morgunblaðið - 14.06.1987, Page 14

Morgunblaðið - 14.06.1987, Page 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1987 Eitt sinn voru skepnumar líka taldar sakhæfar Eins og sjá má af réttarhöldun- um yfír Klaus Barbie er armur laganna langur en fyrr á öldum var hann jafnvel enn lengri. Áreiðanleg- ar, sögulegar heimildir greina frá því, að árið 1552 hafi rottunum í bænum Autun í Frakklandi verið stefnt fyrir rétt, sakaðar um að hafa „með glæpsamlegum hætti étið upp og eytt að ástæðulausu" byggðaforða bæjarbúa. Var klókur lögfræðingur, Bartholemew Chass- enee, skipaður verjandi rottanna. Sakbomingamir létu hins vegar ekki sjá sig við réttarhöldin og Chassenee mátti hafa sig allan við til að fínna þeim einhveijar máls- bætur. Sagði hann, að í fyrsta lagi hefðu stefnumar ekki verið rétt birtar en hvað sem því liði hefðu rottumar verið of hræddar við að mæta — þær hefðu óttast árás erfðafjenda sinna, kattanna. Dóm- arinn, sem taldi útilokað að fá bæjarbúa til að halda öllum köttum innandyra, féllst á þessar röksemd- ir pg vísaði málinu frá. í bókinni „Opinberar ákæmr og dauðadómar yfír dýrum" segir höf- undurinn, E.P. Evans, frá þeim sérkennilega kafla í evrópskri sögú þegar jafnvel skynlausum skepnum var stefnt fyrir dómarann. Frá mið- öldum og allt fram á nítjándu öld voru hundar, svín, rottur og jafnvel flugur og fíðrildalirfur opinberlega ákærð fyrir ýmsar sakir, allt frá morði til ósiðlegs athæfís. Réttar- höldin fóru fram eins og venja var til, með vitnaleiðslum og málflutn- ingi beggja deiluaðila enda skepn- unum oft útveguð lögfræðileg aðstoð á kostnað skattborgaranna. ráðinn af dögum, sökuð um föður- landssvik og dæmd til Síberíuvistar. Að koma þjóðfélaginu til vamar getur heldur ekki hafa verið aðal- ástæðan. Evans segir frá því, að stundum hafí verið efnt til réttar- halda yfír skrokkum steindauðra glæpamanna. Þegar Stefán páfi VI tók við árið 896 sakaði hann fyrir- rennara sinn, Formosus, um að hafa vanhelgað embættið og dregið virðingu þess niður í svaðið á óguð- legan hátt. Líkami dauða páfans var grafínn upp, klæddur I páfa- skrúða og honum síðan tyllt upp á hásæti í Péturskirkjunni þar sem djákni var fenginn til að veija hann. Þegar sektardómurinn var kveðinn upp hrinti böðullinn Formosus af hásætinu, reif hann úr virðingar- klæðunum og skar blessunarfing- uma þijá af hægri hendi hans. Líkinu var síðan kastað „eins og hverium öðrum óþverra" í Tíber- fljót. Þegar allt kemur til alls benda dæmin, sem Evans tekur, til, að raunverulegur tilgangur réttarhald- anna hafí verið af sálrænum toga spunninn. Tímamir einkenndust af mikilli óvissu. Stytta féll fyrirvara- laust á mann, svín drap bam meðan móðirin var við messu, engisprett- umar komu eins og þjófur á nóttu og eyðilögðu uppskeruna og hin heilaga móðir, sjálf kirkjan, hafði oðið spillingunni að bráð. Við fyrstu sýn virtist engin eðlileg ástæða fyr- ir þessum ósköpum en það var hlutverk dómstólanna að finna á þeim skýringu, sem menn gátu skil- ið. - NICHOLAS HUMPHREY IÓBOÐNIR GESTIR Þegar Stalín sá aumur á ástfangna fhigkappanum Fyrir nærri fimmtíu ámm flaug ungur og ástfanginn Breti lítilli flugvél til Sovétríkjanna með það fyrir augum að komast á fund elsk- unnar sinnar, sem þar bjó. Hrærði þetta flug- og ástarævintýri svo hjarta Jósefs Stalíns, að hann leyfði honum að kvænast henni og taka hana með sér til Englands. Ævintýralegt flug Vestur-Þjóð- veijans Mathiasar Rust minnir um sumt á þessa gömlu sögu, sem sov- éski rithöfundurinn Lev Sheinin segir frá í endurminningum sínum og út komu árið 1959. Sheinin segir, að Bretinn hafí heitið Brian Montague Grover og hafí hann lent vélinni sinni 18. nóv- ember árið 1938 í þorpinu Gluk- hovo, 125 mílur fyrir norðan Moskvu. Á þessum tíma stóðu of- sóknir Stalíns sem hæst og ímynd- aðir njósnarar og samsærismenn á hveiju strái. Sheinin, sem nú er látinn, var þá aðstoðarmaður An- dreis Vyshinsky, ríkissaksóknara, en hann stjórnaði flestum mestu réttarhöldunum og hreinsununum og skrifaði að loknu stríðinu nokkr- ar bækur um reynslu sína sem rannsóknardómari. Sheinin segir, að Grover hafi sagt furðulostnum íbúunum í Gluk- hovo og lögreglumönnunum, sem yfirheyrðu hann, að hann hefði komið til Sovétríkjanna í von um að fínna unnustu sína, aðstoðar- stúlku í apóteki, Yelenu Golius að naftii. Bjó hún í borginni Grozny í Norður-Kákasus og þar höfðu þau hist nokkrum árum áður þegar Grover hjálpaði Sovétmönnum við iðnaðaruppbygginguna. Grover var dæmdur í mánaðar- fangelsi fyrir að hafa komið til Sovétríkjanna á ólöglegan hátt en Sheinin segir, að þetta brot hafi getað kostað hann, þá eins og nú, þriggja ára vist í vinnubúðum. Þegar dómarinn kvað upp dóm- inn sagðist hann leggja trúnað á og taka tillit til „einlægra tilfinn- inga“ unga mannsins breska en aðeins nokkrum dögum síðar var dómnum breytt í lítilfjörlega sekt. Yelena Golius kom til Moskvu og hún og Grover gengu í hjónaband. Rétt fyrir árslok 1938 fóru þau til Englands en Sheinin segir ekkert um afdrif þeirra eftir það. Sumir Sovétmenn minnast þessa atburðar enn og telja, að hann hafi verið notaður í áróðursskyni og til að fegra ímynd Stalíns eftir allar hreinsanimar. „Ég man, að hann átti að hafa sagt: „Ástin þekkir engin landamæri," sagði gamall Moskvubúi. Þeir, sem farið hafa ólöglega og upp á eigin spýtur inn yfír sovésku landamærin, hafa ekki allir verið jafn heppnir og Grover. 22. júlí árið 1941, aðeins nokkrum stundum áður en þýski herinn réðst á Sov- étríkin, fór ungur, þýskur liðþjálfí yfír landamærin til að vara Sovét- menn við, að árásin væri yfírvof- andi. Samkvæmt opinberum skýrslum, sem birtar voru eftir dauða Stalíns árið 1953, var aðvör- uninni komið til bóndans í Kreml, sem neitaði að trúa henni og að sumra sögn, skipaði svo fyrir, að ungi maðurinn skyldi skotinn fyrir ögrandi athæfí. Árið 1968 fór ungur bandarískur ferðalangur, Newcomb Mott, yfír landamæri Noregs og Sovétríkj- anna og sagði seinna við réttar- höldin, að uppátækið hefði bara verið kjánaleg fífldirfska. Gaf hann sig fram við fyrstu sovésku landa- mærastöðina, sem varð á vegi hans, og var strax handtekinn. Mott var dæmdur í þriggja ára fangelsi en svipti sig lífi í lestinni, sem flutti hann í vinnubúðirnar. - MARTIN WALKER Iþrætur Málaferlin sem virðist aldrei ætla að ljúka Ísögu Charles Dickens, Bleak House, var málið Jamdyce gegn Jamdyce eitt helsta gagnamálið í Chancery-réttinum. Það hafði stað- ið í þann óratíma, að deiluaðiljar vom allir dauðir og peningamir, sem málið snerist um, löngu horfn- ir í vasa lögfræðinganna. Til er annað mál, sem tekur jafn- vel fram ímyndunarafli rithöfundar- ins, og ólíkt Jamdyce-málinu virðast peningamir, sem þar koma við sögu, næstum vera óþijótandi. Þar að auki hefur enginn, enn sem komið er að minnsta kosti, farið að dæmi Jamdyce gamla og skotið sig. I þessu máli, sem hófst árið 1981, takast á 90 lögfræðifírmu, 100 ein- stakir lögfræðingar og málsaðiijar em 80 talsins. Málsskjölin em upp á milljónir blaðsíðna og réttar- skýrslurnar vega orðið nokkur tonn. Forsaga þessa máls er mikill harm- leikur: Dauði og sjúkleiki þúsunda verkamanna, sem skaddast hafa í lungum eða fengið krabbamein vegna vinnu sinnar í asbestiðnaðin- um. Síðan uppvíst varð um hættuna, sem af asbestinu stafar, hafa 40.000 verkamenn höfðað skaða- bótamál og verða líklega 63.000 áður en yfir lýkur. Þau verða þó ekki tekin fyrir fyrr en dómstólam- ir hafa endanlega skorið úr um hvort það em asbestframleiðend- umir eða tryggingafélögin, sem ábyrgðina bera. Málareksturinn fer fram í endur- Ef skepnan var sek fundin var ekkert verið að hlífa henni. Það gerðist árið 1386 í Falaise í Nor- mandí, að svín var sakað um að hafa rifíð andlit og handleggi af litlu bami í vöggu og hljóðaði dóm- urinn upp á, að svínið skyldi „limlest og meitt á höfði og framfótum" og að því búnu — íklætt treyju og brók- um — hengt í hæsta gálga á markaðstorginu. Niðurstaðan í þessum réttar- höldum lá ekki alltaf í augum uppi. Sem dæmi um það má nefna, að sex grísum, sem ásamt móður sinni vom sakaðir um að hafa drepið bam, var sleppt vegna þess, að þeir vom taldir vera undir lögaldri. Spyija má hver hafí verið til- gangurinn með þessum langdregna og kostnaðarsama málarekstri. Hefndarlöngunin ein getur ekki hafa ráðið, enda bendir Evans á, að stundum hafí dauðir hlutir verið dregnir fyrir lög og dóm. í Grikk- landi var stytta, sem féll á mann, sökuð um morð og dæmd til að vera kastað í sjóinn, og í Rússlandi var kirkjuklukka, sem klingdi of glaðlega í sama mund og prins var ISKJALDMEYJAR BRETINN HYGGST HAFA ÞÆR GRÁAR FYRIR JÁRNUM BYSSUR OG BLÓMARÓSIR: - Fjan dm ennimir munu ekki spyrja um kynferðið. Ef allt fer eftir áætlun munu konumar í Konunglegu bresku kvennasveitunum verða orðnar grá- ar fyrir jámum einhvem tíma á næsta áratug. Venjan hefur verið sú í breska hemum, að konumar hafa verið látnar sinna ýmsum þjónustu- og hjálparstörfum til að karlmennimir geti sem flestir barist í fremstu víglínu. Þar hefur alltaf verið litið svo á, að konur ættu ekki að bera vopn og beijast, heldur vera hjúkr- unarkonur, skrifstofumenn, fjar- skiptasérfræðingar, ökumenn og svo framvegis. í hemum hefur það gildismat löngum verið ráðandi, að karlmað- urinn sé fyrirvinnan, veiðimaðurinn, foringinn og veijandi kvenna og bama. Margir hermenn líta á konur sem veikara kynið þótt þær skoðan- ir bijóti dálítið í bága við kenningar kvennahreyfinganna í borgaralegu samfélagi nú á dögum. Jafnrétti kvenna og karla er

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.