Morgunblaðið - 14.06.1987, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1987
B 19
Þar sem allt
snýst um
fiskinn
Vestmannaeyjar eru eitt af
fjölmörgum sjávarplássum
landsins þar sem allt snýst í
kringum fiskinn og sjósóknina.
Hér eru nokkrar myndir úr
myndasafni Sigurgeirs í Eyjum,
ljósmyndara Morgunblaðsins
þar, en þær sýna vel að það er
margþætt starfið I kringum
fiskinn og sitthvað við að vera.
Sjómannadagurinn er nú í
fyrsta skipti haldinn sem lög-
helgaður frídagur sjómanna, en
í vaxandi mæli hefur verið
skipulögð skemmtidagskrá og
hátíðardagskrá í sjávarplássun-
um víða um land.
- á.j.
Fyrir sjómannadaginn nota peyj-
arnir i Eyjum tækifærið og prófa
kappróðrarbátana.
1969 tók ég við Hallveigu Fróðad-
óttur. Marteinn Jónasson hjá BÚR
plataði mig til þess að taka hana í
nokkra túra.en ég var með Hall-
veigu í þijú og hálft ár.eða þar til
ég tók við Vestmanney. Það voru
fínir kallar að vinna hjá, Marteinn
og Þorsteinn Amalds hjá BÚR.“
En Eyjólfur vildi tjá sig frekar
um fískveiðimáiin: “Eitt það furðu-
lega í friðunarmálunum er Selvogs-
bankinn.þar er árvisst sett
friðunarfrímerki og Selvogsbank-
anum stilit upp sem fæðingarheimiii
fyrir þorskinn.Hann átti að koma
þangað.en þama er bara ekkert
hrygningarsvæði og hefur ekki ver-
ið um árabil. í vetur vom þama
aðallega karfí og ýsa, það sást ekki
þorskur. Þetta er því tóm della, það
þarf friðað svæði við Suðurland eins
og hefur sýnt sig á Breiðafirðinum,
en þetta er bara ekki rétta svæðið.
Það þýðir ekki að láta menn með
einhveija ýmyndaða svæðahags-
muni stjóma slíku ef það er algjör-
lega út í hött.Öll svona hólf hljóta
að eiga að vera hreyfanleg. Á Hom-
bankanum virðist smáfískurinn
koma á sama tíma árlega og því
svæði er lokað með reglugerð. Okk-
ur togaramönnum fínnst það að
vísu of stórt lokaða svæðið yfirleitt,
en þetta er þó það raunhæfasta.
Það ætti að nota Bjama Sæm í
þetta eftirlit, láta hann toga á veiði-
svæðunum og fylgjast með í stað
þess að nota hann sem leikfang.
Það þarf mun meiri festu í þessi
mál, þeir sem eiga að sjá um þessa
hluti eiga að vera mun afdráttar-
lausari og horfast í augu við það
að allt er breytilegt í stað þess að
hafa alltaf sömu svæðin frá ári til
árs.“ - á.j.
Hann Dolli fékk flotbúning í afmælisgjöf frá börnunum sínum og
auðvitað dreif hann sig í hann strax.
Eyjamenn leggja mikla áherslu á öryggismál sjómanna og Land-
helgisgæslumenn eru jafnan aufúsugestir i Eyjum. Þarna er Páll
Halldórsson þyrluflugstjóri með áhöfn sina fyrir björgunaræfingu.
í Stýrimannaskólanum i Eyjum er sjómönnum hvaðanæva að af
landinu kennt að stjórna skipi af öryggi og festu. Þarna er einn að
læra á kompásinn.
Á sjónum snýst lífið um eitt: FISK.
Þessvegna gera farsælir skipstjórnar-
menn miklar kröfur til veiðafæra sinna.
NICHIMO og KING eru þorskanet sem
má treysta.
NICHIMO japönsku þorskanetin eru
óvenju fiskin, vönduð og meðfærileg.
KING þorskanetin eru einnig afarfiskin
og í góðum litum.
Taktu upp símann, kannaðu málið.
Nú er rétti tíminn fyrir næstu vertíð.
Mundu að skynsamleg ráðstöfun í landi,
getur komið sér vel úti á rúmsjó.
KRISTJÁN Ó.
SKAGFJÖRÐ
Hólmaslóð 4, sími 24120, Rvk.