Morgunblaðið - 14.06.1987, Side 20

Morgunblaðið - 14.06.1987, Side 20
2'<f I? rpor ttattt ttt-tnArnttamttrnfTA TfTWTTrmrw MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1987 SigluQörður „Frídagarnir mættu vera fleiri“ - segir Finnur Kjartansson 1. vélstjóri á Súlunni „Það er rækjan núna, úthafsrækjan. Við vorum á loðnunni á vertí- ðinni, en fórum á rækjima 12. marz,“ sagði Finnur Kjartansson 1. vélstjóri á Súlunni frá Akureyri, en við brugðum okkur um borð í Súluna þar sem hún var að ianda á Siglufirði. „Við erum aðallega á svæðinu frá Kolbeinsey að Langanesi, en við Ieggjum upp á Siglu- firði hjá Sigló. Þetta hefur gengið þolanlega, eru þetta í kring um 20 tonnin í túr og það gefur ágætis tekjur í túrum sem eru venjulega 6 sólarhringar. Ég er búinn að vera til sjós í 20 ár, fæddur 1944, er Reykvíkingur, en bý á Akureyri. Jú, hljóðið í mann- skapnum er gott, enda þokkalegar tekjur ( heild. Það er auðvitað ýmis- legt sem brennur á eins og venju- lega vill verða og til dæmis mættu fríin vera lengri hjá okkur, menn þyrftu að hafa meiri möguleika á því að taka frí reglulegar eða hafa skiptilið til þess að sinna því. A rækjunni erum við 8 um borð, en þrír eru alltaf í landi. Á loðnunni erum við hins vegar langtímum saman í burtu. Jú, ég held að megintónninn í fiskveiðistefnunni sé eins og köstur er, ég sé ekki neina sérstaka ann- marka á því er að okkur snýr á loðnunni og rækjunni. í öryggismálunum hefur átt sér stað mjög jákvæð þróun og það verður mikill plús að því síðasta í þeim efnum, öryggisgöllunum. Átakið í öryggismálum undanfarin ár hefur verið stórkostlegt þótt allt- af megi bæta í þeim efnum og auðvitað eiga menn að vera sífellt vakandi gagnvart öllu sem má bet- ur fara til að auka öryggi. Framundan? Við verðum á rækj- unni fram í endaðan júlí, en við eigum eftir um 300 tonn af þcrski og síðan bíður trollið, en næst má segja að það liggi fyrir að halda upp á sjómannadaginn. Ég held alltaf upp á hann, fer í kirkju og er með fjölskyldunni og við tökum þátt í hátíðarhöldunum. Það má svona í heildina segja að við séum frekar brattir á bárunni, komnir með um 200 tonn af rækju svo þetta lofar allt góðu.“ - á.j. Morgunblaðiað/RAX Hinir galvösku skipveijar á frystibátnum Þóri frá Hornafirði. Frið- rik er fremst til hægri. Sjóveikurfyrstu sex tímana Rætt við unga sjómenn á Þóri frá Hornafirði Það voru snaggaralegir strákar að gera klárt um borð í Horna- fjarðarbátnum Þóri SF 77,125 tonna frystibát sem lá við bryggju í Siglufirði þegar okkur bar að. Við tókum tali yngsta skipveijann, Friðrik Ingvaldsson knappt 16 ára, vildi heldur láta það heita að hann væri 17 og sagðist segja stelpunum að hann væri 18 ára. “Nei, ég var ekki sjóveikur lengi, fyrstu sex tímana og síðan var það í lagi. Mér líkar vel á sjónum, verst að það eru búin að vera trollvand- ræði hjá okkur. Jú, ég ætla að halda áfram til sjós og stefni að því að fara í stýrimannaskólann þar næsta haust. Það er góður andi hér um borð og ágætis tekjur, að minnsta kosti fyrir ungling.“ Annar á sama ári kom nú inn í brúnna, Kári Sölmundarson og sá þriðji 17 ára gamall, Bjarni Har- aldsson sem var í sínum fyrsta túr ásamt Snæbimi Jónssyni frískleg- um strák úr Austur-Barðastranda- sýslu sem ég var að hitta í þriðja sinn tilfallandi á stuttum tíma, fyrst á skrifstofu Húsnæðismálastofnun- ar fyrir nokkrum vikum, síðan í Orlando á Florida og svo á Siglu- firði. “Það er góður andi um borð hjá okkur, létt yfír þessu og samtaka lið,“ sagði Bjami Haraldsson. “Ég kem beint úr skóla og held áfram námi í haust, fer í Fjölbraut heima á Homafirði í náttúrufræðibraut." Friðrik sagði að þeir myndu allir fara heim til Hornafjarðar á Sjó- mannadaginn, því það stæði mikið til.Áhöfnin á Þóri hefur tvívegis í röð unnið kappróðurinn á Sjó- mannadaginn og nú er ætlunin að vinna róðurinn í þriðja sinn. Friðrik sagðist alltaf hafa unnið hingað til í landi á sumrin, tvö sumur í veiðar- færagerð, en einnig í frystihúsinu. það eru góðir strákar hér um borð, “ sagði hann og þar með héldu þeir áfram að gera klárt, því það átti að ná einum túr fyrir Sjómanna- Morgunblaðið/RAX Þessir þrír krakkar fóru í róður með Súiunni, þann síðasta fyrir sjómannadaginn. Frá vinstri: Heba Finnsdóttir 12 ára, Hafdís Bjarnadóttir 11 ára og Helgi Jóhannsson 8 ára. Lúkarsspjall. Frá vinstri: Bjarni, Helgi, Þórður, Hermann, Finnur, Gunnar og Armann. „Hættulegt effiskimiðin okkar verða að erfðagóssi“ - segir Bjami Bjarnason skipstjóri á Súlunni frá Akureyri Við hittum Bjarna Bjarnason skipstjóra á Súlunni frá Akur- eyri um það leiti sem rækjul- öndun var að ljúka á skipi hans á Siglufirði. Bjarni hefur verið skipstjóri á Súlunni siðastliðin 9 ár, en hann byijaði á Súlunni fyrir tæpum 20 árum og á 20 ára starfsafmæli á þessu róm- aða skipi 17. marz næsta vetur. Ég spurði hann um fiskveiði- stefnuna. “ Mér finnst fiskveiðistefnan að mörgu leiti rétt, stærsti löstur- inn er hringlið með kvótann, salan á óveiddum fiski hjá bátum sem geta þó róið. Það finnst mér þó vera dekkst að á meðan þessi stefna er ríkjandi getur ekki orðið nýliðun í útgerðinni og það er hættulegt ef fiskimiðin okkar verða að erfðagóssi. Ég vil að menn séu sífellt vakandi yfir því að fínna leið út úr þessum kvóta og það er grundvallaratriði að lagfæra það sem er augljósar veil- ur I kerfinu. Ég hef í sjálfu sér ekki áhyggj- ur af árferðinu eða slíku.því ég tel að við séum miklir krunkarar í þessu miðað við móðir náttúru, sem ég tel að ráði þessu alfarið. Það er eins og menn geri sér ekki alltaf grein fyrir því að þessi kvi- kyndi öll eru með sporð og hala og fiskurinn færist til, miðin fær- ast til og jafnvel hrygningarsvæð- in. Fyrst og fremst eru þessi kvikyndi ekki alltaf á sömu slóð- um og menn verða að taka tillit til þess þótt það sé lenska að kortleggja eða tölvusetja alla hluti nú til dags. Hluti af skipshöfninni á Súlunni. Frá vinstri: Hermann B. Haralds- son 1. stýrimaður, Gunnar Jónsson, Helgi Ásmundsson, Finnur Kjartansson, Bjarni Bjarnason, Armann Jónsson, Jón kokkur og Þórður Jóhannsson 2. vélstjóri. Bjarni Bjarnason skipstjóri. Jú, ég held upp á Sjómannadag- inn með öllum sortum, alveg frá kirkju í ballið. Ég hef lent í því að lesa ritningargrein í kirkjunni og endað með því að vera orðinn öskufullur um kvöldið á ballinu, svo ekki hefur það verið björgu- legt. En það er nú svona, það er ágætt að hver st.aður eigi sína stund og það er alltaf fullt að gera hjá okkur á þessu skipi, við höfum aldrei lagt því eina viku þegar það hefur verið klárt til að róa. Það er engin ástæða til ann- ars en að gera gott úr hlutunum. Ég er ekki svartsýnn, en hæfilega bjartsýnn, þoli illa mikla svart- sýni. Ég held að almennt gangi menn ekki illa um miðin.en það eru auðvitað til menn sem geta ekki gengið um nokkra hluti á mannsæmandi hátt og af skyn- semi.“ - á.j.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.