Morgunblaðið - 14.06.1987, Side 22
8£ a
22 B
V8CI tVÍÖl Vf HII0ACrJHHU8 ,<3IQAJHMU030M
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1987
Fjórtán félagar úr Skiðadeild Víkings sem hjóluðu inn i Húsafell um hvitasunnuhelgina og söfnuðu
áheitum til að fjármagna æfingaferð til Noregs.
Hjóluðu í Húsafell
Nokkrir krakkar úr Skíðadeild Víkings afrekuðu það um hvítasunnuhelgina að hjóla alla leið inn í Húsafell
og aftur til baka. Markmiðið með þessarri hjólreiðaferð var að safna peningum fyrir æfíngaferð til Nor-
egs, sem fyrirhuguð er um næstu áramót. Að sögn eins úr hópnum, Þórðar Hjörleifssonar, tókst að safna um
300 þúsund krónum í áheitafé og eru þau mjög ánægð með það.
Las allar Arbækur
Ferðafélagsins
- segir „Meistarinn“ af Stöð 2
Hún heitir Ragnheiður Erla, og
er um það bil að_ ljúka námi í
guðfræði við Háskóla íslands. Þessi
unga kona vakti athygli sjónvarps-
áhorfenda þegar hún sigraði með
glæsibrag í spumingaþættinum
„Meistarinn", á Stöð 2, á sunnudags-
kvöldið fyrir viku síðan. Ragnheiður
valdi sér landafræði íslands sem
sérsvið og sýndi þar frábæra
frammistöðu.
Blaðamaður Morgunblaðsins
heimsótti Ragnheiði á heimili for-
eldra hennar, Bjama Bjamasonar
og Ölmu Thorarensen, í Skeijafírðin-
um í Reykjavík. Ragnheiður sagðist
hafa hugleitt að velja sér íslenskar
háplöntur (lágplöntur em t.d. mosi
og sveppir) sem sérsvið, en þar sem
hún var í próflestri og lítill tími til
undirbúnings valdi hún frekar landa-
fræðina. „Það hefði e.t.v. verið
auðveldara að velja þrengra sérsvið
en ég hef mjög mikinn áhuga á
íslenskri landafræði og taldi mig
standa þar nokkuð vel að vígi“ sagði
Ragnheiður. „Ég _tók mig til einu
sinni og las allar Árbækur Ferðafé-
lags íslands með kortum og hef
mikið ferðast um landið. Maður lær-
ir mest með því að fara á staðina
og fá þannig tilfínningu fyrir um-
hverfinu. Það er mikilvægt að gefa
sér góðan tíma ef maður vill kynn-
ast landinu og ég er alltaf að
uppgötva nýja hluti".
Ragnheiður hefur einu sinni áður
tekið þátt í spumingakeppni, en það
var árið 1973, í þáttum Jónasar Jón-
assonar í ríkisútvarpinu, sem
nefndust „Þekkirðu land". Hún var
þá aðeis 21 árs gömul og vakti at-
hygli þar sem hún bar sigurorð af
Degi Þorleifssyni sem verið hafði
ósigrandi.
Ragnheiður er með próf í líffræði
frá Háskóla íslands og nam einnig
söng í Vínarborg í þijú ár. Hún hef-
ur mikinn áhuga á bókmenntum og
ljóðlist. „Ég hef gaman af því að
finna ljóð um ákveðna staði á landinu
og fara síðan á staðinn til að fínna
stemmninguna í ljóðinu; hvemig
umhverfíð hefur áhrif á manneskj-
una og mótar hana“ sagði Ragn-
heiður.
„Þó það hafi vissulega tekið dálít-
ið á taugamar að taka þátt í svona
spumingaleik í sjónvarpi þá hafði
ég mjög gaman af því. Það hafa
margir reynst tregir til að taka þátt
í þessu; fólk er hrætt við að standa
á gati og finnst það verða sér til
skammar. Ég lít fyrst og fremst á
þetta sem skemmtilegan leik. Tilvilj-
un getur ráðið því hver fer með sigur
af hólmi, spumingamar em mislang-
ar og misþungar og fólk á miserfitt
með að-standa sig undir því álagi
sem fylgir því að koma fram í sjón-
varpi. Svona þættir ero auðvitað
fyrst og fremst til skemmtunar fyrir
áhorfendur og ástæðulaust að taka
þá of hátíðlega".
I
■
m
Reuter
Spánski nautabaninn Jose Antonio Ruiz,
líka kallaður Spartakus, sýnir hér glæsileg
tilþrif; eða öllu heldur nautið, sem stingur
sér kollhnís fyrir framan hann.
Nautaat
á Spáni
Hin umdeilda þjóðaríþrótt
Spánveija, nautaatið, getur
oft reynst hættulegt og jafnvel
lífshættulegt. Oftast ero það nautin
sem týna lífinu í slagnum, en það
getur líka farið illa fyrir nautaban-
anum eins og þessar myndir sýna.
Hann varð að fá óeirðalögregl-
una til liðs við sig, þessi óheppni
nautabani, en áhorfendur tóku
að kasta í hann öllu lauslegu til
að láta í ljósi óánægju sína með
slaka frammistöðu hans í atinu.
COSPER
loSoa COSPER
— Nú veit ég hvað ÁST er, ég fletti því upp í orðabók.