Morgunblaðið - 14.06.1987, Síða 24

Morgunblaðið - 14.06.1987, Síða 24
ÍT 24 B r TT/r-rjr » »• <T» 1 n t /TT Tt^t/TT ^TTH A T<TTiT f T ^QO' F MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1987 Ostur með kjöti Ostur á alls staðar vel við. Hann eykur næringargildi rétt- anna og bragð hans á mjög vel við aðrar fæðutegundir, ekki sízt kjöt. Þetta er auðvelt fyrir ykkur að reyna í eftirfarandi réttum: Svissneskar kálfasnittur: 8 þunnar kálfakjötssneiðar, 8 þunnar flesk- eða skinku- ræmur, 8 þykkar ostsneiðar, eftir smekk, 1-2 msk. sinnep, 2 msk. hveiti, 1 tsk. salt, pipar, 1 egg, 1 dl brauðmylsna, smjör. Smyrjið kjötsneiðamar með sinnepi og leggið síðan skinku og ostsneið á helming sneiðarinnar. Leggið sneiðina saman og festið með tannstöngli. Veltið snittunum fyrst upp úr hveiti, síðan úr eggi og loks brauðmylsnu. Steikið við vægan hita í um 5 mínútur á hvorri hlið. Berið réttinn fram vel heitan með soðnum eða steiktum kartöflum, soðnu grænmeti eða hrásalati. Lambakj ötspott- ur: 2 stórir bollar brytjað lamba- kjöt (hrátt), 2 bollar brytjaðar kartöflur (hráar), '/< bolli saxaður laukur, 1 gulrót, 1 epli, 150 gr rifínn ostur 45% (t.d. sterkur Gouda), 2 msk. mjólk, 3 tsk. Worcestersósa, hvítlauksduft, salt og pipar. Steikið kartöflur og kjöt vel á pönnu. Rífið gulrót og epli og blandið saman við ásamt lauk. Hrærið mjólk og Worcestersósu saman við. Setjið réttinn í eldfast fat, stráið rifna ostinum yfír og bakið í 225 gráðu heitum ofni í 10-15 mínútur. Gott er að bera kúmenbollur eða snittubrauð með. Kjúklingar með osti 1 kg kjúklingar, 4 msk. hveiti, D/2 tsk. salt, Vt tsk. pipar, 1 egg, V* dl vatn, 2 dl rifínn ostur. Hreinsið kjúklinginn og hlutið hann sundur. Blandið saman hveiti, salti og pipar. Þeytið eggið og blandið saman við það vatni og osti. Veltið kjúklingnum úr hveiti, síðan eggjablöndunni. Raðið kjúklingabitunum í eld- fast fat og steikið í ofni við 200 gráðu hita í 30 mínútur. Berið fram með kartöflum og soðnum spergli (aspargus). Italskur réttur 300 gr nautahakk, 2 laukar, 3 msk. smjör, 1 dl tómatsósa, 1 súputeningur, ‘Msk. salt, pipar, hvítlauksduft og 1 tsk. basilikum. Vk msk. smjör, 3 msk. hveiti, 4 dl mjólk, salt og pipar, 1 dl rif- inn F 45 Gouda. 200 gr makkarónur, 1 dl rifínn Gouda 45%. Sjóðið makkarónumar í létt- söltu vatni. Saxið laukinn og brúnið lauk og kjöthakk í smjöri á pönnu. Blandið tómatsósu saman við og kryddið. Sjóðið í 10-15 mínútur. Jafningur: Bræðið smjörið, hrærið hveitið saman við og þyn- nið með mjólkinni. Sjóðið í 5 mínútur og kryddið. Blandið ostin- um saman við. Leggið helminginn af makkar- ónunum í smurt eldfast mót, síðan kjötsósu og hvíta sósu (jafning), síðan aftur makkarónur, kjötsósu og hvíta sósu. Stráið rifnum osti yfir. Bakið við 225-250 gráðu hita í 15 mínútur. Berið tómatsalat með. Birt með góðfúslegu leyfi Osta-og smjörsölunnar hf. ELDHÚSKRÓKURINN Nýir og yfirbyggðir skotbakkar. Kiwanisklúbbur Hveragerðis með hlutaveltu. Frábær fjölskylduskemmtun. Opið frá kl. 10-22. ODYRAR GÆÐASKRÖFUR Eigum fyrirliggjandi mikið úrval af galvaniseruð- um skrúfum, ryðfríum skrúfum og álskrúfum í öllum stærðum. Einnig sjálfborandi skrúfur og plasthettur i\mörgum litum. Þetta eru viðurkenndar vestur-þýskar þakskrúfur. Afgreiðum sérpantanir með stuttum fyrirvara. Mega hf., Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17 Sími 622434. Fertug filmu- hátíð Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Fertugasta Cannes-hátíðin þótti heldur sviplaus. Variety tekur til þess hversu lítið hafi verið um „stór- myndir" í ár, miðað við fyrri, ef undan er skilið brot úr The Last Emperor e. Bertolucci. Fjarri góðu gamni voru svipmiklir fastagestir á borð við Salkind-feðga (Superman- myndimar o.fl. o.fl.), en því meira bar á „smáfuglunum", litlum fram- leiðendum með ódýrar myndir í farangrinum. Að vísu voru Cann- on-toppamir til staðar að venju en öllu ábúðarminni en áður. Ertda hriktir nú í undirstöðum fyrirtækis- ins, sem á síðasta ári kynnti yfír 40 myndir í framleiðslu. Að auki var svalt í veðri svo minna bar á btjóstgóðum smástimum en oftast áður. A þessari frægustu kvikmynda- hátíð samtímans bar meira á trosi en endranær. Mangað með myndir sem báru nöfn eins og Assault of the Killer Bimbos, Space Sluts in the Slammer og Surf Nazis Must Die (sic). Viðbrögðin við Tough Guys Don’t Dance, sem rithöfund- urinn Norman Mailer leikstýrði eftir handriti eigin metsölubókar, voru hálfkæfðir hæðnishlátrar. Aðrar myhdir sem miklar vonir höfðu ver- ið bundnar við en bmgðust vom t.d. A Man in Love e. Diane Kury og nýjasta mynd Konchalovskys, Shy People. Hún skartaði þó frá- bærri kvikmyndatöku Chris Menges (Mission) og leik sem færði Barböm Hershey leiklistarverðlaunin. Þá vom menn vonsviknir yfír hinni ítölsk-bandarísku mynd Taviani- bræðra, Good Moming, Babylon. Hershey og Konchalovsky hin glaðbeittustu. Bjartara var yfir öðmm, einkum Wish You Were Here, eftir Bretann David Leland. Glerdýrin hans Paul Newmans með eiginkonunni, Jo- anne Woodward, Karen Allen og James Naughton í aðalhlutverkum, hlaut náð fyrir augum hátíðargesta. Sömu sögu var að segja um Barfly Barbets Schroeders, sem byggð er á brennivínsævi skáldsins Charles Bukowsky, með Mickey Rourke og Fay Dunaway í aðalhlutverkum (og mögulegt „kassastykki" fyrir illa á sig komið Cannon-fyrirtækið); það geislaði af Mastroianni í mynd Fell- inis, Interview, þó enn frekar í Dark Eyes, sem færði honum meg- in leiklistarverðlaun hátíðarinnar. Myndinni, sem byggð er á nokkram smásögum eftir Chekhov, leikstýrir sá sovéski Nikita Mikhalkov, bróðir Konchalovskys. Þeir geta vel við unað, með báða bestu leikara hátíð- arinnar innanborðs. En Sovétmenn áttu eftir að koma meira við sögu. Repentance — Eftir- sjá, þriggja ára gömul mynd eftir Tengiz Abuladze, upprifjun frá

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.