Morgunblaðið - 14.06.1987, Page 28

Morgunblaðið - 14.06.1987, Page 28
„ tíigum viS ekki -fyrst db toda um launin. Konan mln erab bi2>a eftir þvi db komast búðir." © © ® CED Þetta er nýjasti mynd- bands- plötuspilarinn. Maður sér plötuna snúast og heyrir tónlistina. Með mor^unkaffinu Ég er mjög matvandur ... HÖGNI HREKKVtSI Ofbeit og offramleiðsla TU Velvakanda: Að undanfömu hefur verið rætt um skaðsemi sauðfjárbeitar í dálk- um þínum og langar mig til að leggja þar orð í belg. Ég tel að skipulagsleysið í íslenskum land- búnaðarmálum undanfama áratugi hafi verið með eindæmum og landinu til stórskaða. Taumlaus of- framleiðsla hefur verið á lamba- og kindakjöti undanfama áratugi en þð líðst bændum að nauðbeita landið nær hvar sem er. Fyrir bragðið er gróðurfar landsins næsta fátæklegt, þar sem ekki era upp- blásnir melar er landslagið gersam- lega sköllótt þar sem allan hágróður vantar. Þeir sem era með rollumar hafa jafnan staðið á þeim „rétti“ sínum að þeim sé heimilt að beita allt land sem ekki er girt og þeir þurfa ekki að greiða neinar skaðabætur þótt kindur þeir skemmi lönd annarra. Þess vegna verða ræktunarmenn að girða blettina sína með æmum tilkostnaði. Árangurinn er ekki allt- af sem skyldi því ef girðingin bilar komast rollumar inn eða stökkva einfaldlega yfír girðinguna ef hún er sliguð. Hvers vegna grípum við nú ekki tækifærið og friðum algerlega stór landsvæði fyrir beit sauðQ'ár og heftum þannig offramleiðsluna? Síðastliðið sumar var um það fjallað í fréttum að sauðfé ylli miklum spjöllum í Þórsmörk, einhveijum fegursta stað íslands. Væri ekki að minnsta kosti hægt að friða Þórsmörkina fyrir bitvarginum, þó ekki væri annað? Skógræktarmaður Þessir hringdu . rO„»^ /fc Betri kvikmyndir Jóhann hringdi: „Ég vil taka undir með þeim sem hvatt hafa Ríkissjónvarpið til að sýna fleiri og betri bíómyndir. Þær era áreiðan- lega vinsælasta dagskrárefnið auk framhaldsmyndana, sem reyndar hafa verið ágætar í sjónvarpinu að undanfömu. Með hækkuðum af- notagjöldum eigum við kröfu til að sjónvarpið sýni fleiri og betir bíó- myndir en verið hefur. Það er hæpin spamaður að sýna eitthvað drasl frá Tjekkóslóvakíu, Ungverjalandi o. s. frv. Stöð 2 stendur sig mun betur með kvikmyndir en hvað fréttir varðar stendur Ríkissjón- varpið alveg jafnfætis henni. Ef Ríkissjónvarpið tæki sig á með bíó- myndirnar yrði það mörgum til ánægju." Sammála skrifum um þungarokk Tryggvi hringdi: „Ég er sammála þeim sem skrifað hafa um þunga- rokk í Velvakanda að undanfömu. Það heyrist alltof lítið þungarokk í útvarpi. Þá fínnst mér óþolandi hvað þeir sem stjóma útvarps- þáttum hampa hljómsveitum sem era rétt byðijaðar að spila eins og t.d. Sogblettum og Rauðum flötum. Hins vegar er varla minnst á hljómsveitir eins og Gipsy sem hafa verið í bransanum lengi. Ég skora á umsjónarmann Rokksíðu Moggans að taka viðtal við strák- ana í Gipsy og birta mynd af hljómsveitinni. Víkverji skrifar Nær hálfur norðurbakki Tjarn- arinnar tók upp á því að hrynja fyrir skemmstu. Homið á spildunni sem Iðnó stendur á er líka hranið á kafla. Þar eins og víðar við Tjöm- ina hefur myndast eins konar baðströnd, eins konar andabað- strönd að vísu. Ekki að svanimir og aðrir vængjaðir gestir þama notfæri sér ekki þessa aðstöðu líka þegar þeir eru að betla brauðið af bömunum. í einhveijum fjölmiðlinum var upplýst og borinn fyrir því háttsett- ur maður hjá bænum, að ekkert yrði aðhafst að sinni til þess að lagfæra skemmdimar. Viðgerð á nýja skarðinu í Tjarnarbakkanum og svo líka á hinum eldri mundi verða látin bíða endanlegrar ák- vörðunar um staðsetningu ráðhúss við Tjömina eða jafnvel að ein- hveijum hluta úti í henni. Annað væri tvíverknaður að dómi embætt- ismannsins. XXX að er semsagt hætt við að bið- in verði löng. Spjallið um Tjömina og ráðhúsið — nema mas- ið eða þrasið hæfi hér jafnvel betur — hófst svosem ekki í gær. Ekki aldeilis. Þetta er búið að vera að krauma í mönnum áram saman og bijótast svo upp á yfírborðið annað slagið og valda þá þessu venjulega rifrildi. Tjömin er svo mikil bæjarprýði og á svo mikil ítök í okkur öllum að við getum ekki leikið hana svona grátt, látið hana gjalda þessa eilífð- arvandamáls. Að spyrða saman ráðhúsdrauminn og Tjömina er nánast eins og að lýsa yfír að hún kunni að verða með þessi lýti áram saman. Það væri hneisa. Reykvíkingar ætlast til þess að 'Ijöminni þeirra sé sýndur meiri sómi en þetta. Ástand hennar í dag er þar að auki afleit auglýsing fyrir land og þjóð. Ijömin seiðir til sín útlendinginn engu síður en okkur innbyggjana. Hverskonar fólk er þetta, hlýtur hann að spyija, að láta svona hörm- ung viðgangast nánast í stofunni hjá sér? XXX Annars þarf svosem ekki afsök- un á boð við heilt ráðhús til þess að við iátum hlutina danka einmitt þegar skjótra viðbragða er þörf. Takið eftir fjórhjólaplágunni. Nú gengur maður undir mannshönd að lýsa yfir að þessi farartæki jaðri við verstu plóga, að tjónið sem þau séu búin að valda megi þegar heita óbætanlegt. Viðbrögðum yfírvalda má á hinn bóginn helst lýsa á þann veg að þau séu svona fremur að hnusa af þessum vanda en takast á við hann af alvöra. „Já, en þetta má ekki,“ er tónninn eða „óttalegt er að heyra þetta". Þegar okkur íslendingum bauðst leiðtogafundurinn frægi, vora við- brögð okkar svo snögg og karl- mannleg að hálfur heimurinn dáðist að — og ekki síst við sjálf. Sandur af peningum var allt í einu til og fyöll af ódrepandi vilja. Við mundum að vísu ekki öðlast heimsfrægð þó að við sýndum nú jafnmikinn áhuga á því að forða landinu okkar frá frekari spjöllum óskammfeilinna fjórhjólaböðla. En ætli við nytum þess samt ekki leng- ur en sýningarinnar á Höfða? XXX Nú mega kándidatar til Nóbels- verðlauna í læknavísindum fara að vara sig. Þjóðviljinn gerði stórkostlega læknisfræðilega upp- götvun fyrir nokkram dögum og sló henni enda upp í fjögurra dálka fyrirsögn. Hún var svohljóðandi: „Heilbrigði tryggir lengra líf.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.